Íslendingur


Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 5

Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 5
 I son r. 1977 <g)p''i; ¦ ^v- • aMMiltla* '&ÉM^^íMM^Ú&Si: "¦¦¦ ¦¦'^"'WfiS'"' ;'|.j',::Shj.'Sí-í1í ¦•: .¦¦.¦¦.¦¦,.'¦¦ ",:!.i || ':¦¦¦ ¦;.3i ;Wíí# .:'.¦¦¦ V . . ; f;:Six^í;f:MM ''»l;»iS&»í'í:::' . ¦¦ B HHv því starfi til dauðadags. I öll- um þessum störfum var Jakob ágætlega kynn^ur, og ein- kenndust þau af ættlægum þrifnaði og eðlisgróinni smekk vísi. Ótaldar voru og prófark- irnar, sem hann hafði leiðrétt, og ritgerðirnar, sem hann hafði lagfært, enda lengi próf- dómari við barnaskóla á Ak- ureyri. Hann vann sleitulaust á akri íslenskrar tungu. Auk ljóðabókarinnar, er áður get- ur, gaf hann út eftir sig nokkr ar þýðingar, allar vel og vendi iega unnar, og er þar miklu frægust sagan af Línu lang- sokk eftir Astrid Lindgren. Jakob Ó. Péturssyni fannst það skrítið, að hann hefði ekki unnið nema í einu happdrætti um dagana, en hlotið þá líka hæsta vinninginn. En þannig komst hann að orði um það lífslán sitt, er hann giftist Margrétu Jónsdóttur 1936. Hún er frá Fremri-Hlíð í Vopnafirði, dóttir Sigurveigar Sigurjónsdóttur og Jóns S'veinssonar bónda þar. Mangrét lifir mann sinn ásamt tveim dætrum þeirra, sem sverja sig í ættir beggja um mannkosti og myndar- skap. Eidri er Hrefna, fædd 1936, húsfreyja á Akureyri, gift Yrugva Loftssyni kaup- manni, yngri Erna, fædd 1941, lyfjafræðingur og 1. varabæj- arfulltrúi Sjálfstæðssflokksins á Akureyri. Jakob Ó. Pétursson gerði ekki víðreist um ævina. Tryggðin við land, þjóð og tungu var honum í blóð bor- in, og tryggðin við heimkynni, heimili og skyldulið gekk fyr- ir öll'u öðru. Hann var góður heimilisfaðir. Sá, sem þetta ritar, átti löng og' góð kynni við Jakob Ó. Pét ursson. Öll voru þau í einu orði saigt ánægjuleg, og bar þar engan skugga á. Sumum þótti hann hægfara, og satt var það, að allt fum og óða- got var honum f jarri. En hann kom því fram, sem hann ætl- aði sér, og gerði það, sem hann átti og vildi gera. Hann kunni hin réttu tök og áralag- ið í róðri sínum allra manna best. Hann gerði hvorki að skjóta yfir markið né slá vind högg. Lagvirknin var einn af bestu eðliskostum hans. Hann mælti ógjarna æðru, og aldrei sá ég hann reiðast, og fór því þó fjarri, að hann væri skap- lítill. Hann gekk ekki öilum stundum með bros á vör, en kunni að vera glaður á góðri stund, eins og sr. Hallgrímur, og gott þótti mönnum til hans að leita, þeim sem eitthvað áttu undir hann að sækja. Hann rækti þjónustu sína vel. Ógleymanlegastar eru mér stundirnar, sem við áttum saman við íslending í mörg- um kosningahríðum. Þá sýndi hann best, hver yfirburðamað ur hann var í sókn og vörn fyrir þann málstað, sem hann vissi sannastan og réttastan, og í baráttunni fyrir þá menn, em hann mat mest og treysti best. Þar á margur maður mikla þa'kkarskuld að gjalda honum. Ég hygg þó, að lengst muni hans minnst fyr- ir iistatök sín á móðurmálinu, svo óbundnu sem felldu í form ríms og stuðla. Vertu svo blessaður og sæll, gamli vinur og samherji, og fylgi gæfan þér og þínum. Þótt um hríð sé blaðið brotið, brosir vorið lífi ungu, og eihhverjir fá alltaf notið orðsnilldar af þinni tungu. Gísli Jónsson. INIokkur kveðjuorð Jakob Ó. Pétursson, fyrrv. rit stjóri fslendings, er látinn. Sú harmafregn kom óvænt og því fjölskyldu hans og vinum þeim mun sárari. Aðrir vinir okkar munu minnast Jakobs og rekja feril hans og fjöl- þætt störf. Með þessum fáu lín um vildi óg einungis kveðja hann í blaði okkar íslendingi að leiðarlokum. Þegar ég fluttist tii Akur- eyrar fyrir nálægt 9 árum var íslendingur á hrákhólum með ritstjóra. Jakob hafði hætt störfum við blaðið fyrir all- mörgum árum og var þá skrif stofustjóri Fasteignamats- nefndar Akureyrar. Það kom í minn hlut að taka við rit- stjórn blaðsins um stundar- sakir — algerlega óvanUr slíku starfi. Ég gekk þó ekki óstuddur að því verki. Jakob Ó. Pétursson varði mestu af frístundum sínum í þágu blaðsins. Hann las prófarkir, sá um landskunnan vísnaþátt og 'gaf mér góð ráð úr sínum mikla reynslusjóði, en hann hafði haft á hendi ritstjórn blaðsins áður samtals í um það bil aldarfjórðung. Mér er nær að halda að laun Jakobs fyrir þessa vinnu hafi verið létt í vasa og víst er um það, að dýr myndi sá tími allur, sem Jakob helga.ði þessu biaði, ef hann væri metinn og mæld- ur á nútímavísu. Samvinna okkar Jakobs Ó. Péturssonar á þessum árum var mér ómetanleg og betri en nokkur skóli. Smekkvísi hans á málfar og árvekni í störfum var einstök og ráðleggingar hans hafa orðið mér hollráð síðan. Síðar, þegar við tók meira stjórnmálavafstur, kynntist ég Jakobi og konu hans Margréti í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins á Akur- eyri. Þar var að verki staðið af sömu drenglund og tryggð. Slík kynni gera stjórnmála- mönnum lífið bærilegt. Ég kveð vin minn Jakob Ó. Pétursson með sárum söknuði. Ég þakka honum ómetanlega eljusemi og ósérplægni í þágu blaðs okkar íslendings og tryggð í félagsstarfi Sjálfstæð isflokksins. Persónuega þakka ég honum einlæga vináttu og hollráð. Ég flyt eiginkonu hans, Margréti, og dætrum hans, Hrefnu, Ernu og fjöl- skyldum þeirra, innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi okkur öllum minningu Jakobs Ó. Péturssonar. Lárus Jónsson. IVIinning Ekki minnist ég þess, að and- látsfregn nokkurs manns, mér óvandabundins, hafi snortið mig jafn djúpt, er fregnin um andlát samstarfsmanns míns, Jakobs Ó. Péturssonar, barst að morgni mánudagsins 7. þ. m. En orðræður um sorg, trega og söknuð eru óþarfar og nán ast óviðeigandi, því að þetta eru hughrif, sem allir skyni gæddir menn hafa kynnst og reynt. Við fráfall Jakobs Ó. Péturssonar eigum við öll, sem þekktum hann, að baki að sjá einstaklega ágætum og minnisstæðum manni að allri gerð. Að ytra útliti var hann þrek vaxinn maður, í meðallagi hár, hárið grátt, þykkt og ei- lítið dökkt í rótina. Andlits- drættir fastmótaðir, og yfir- bragðið nokkuð íhugandi. Augun gráblá, oft með glettn- isglampa og augnaráðið ókvik uit. Fra'mkoman fyrirmann- leg, róleg og vakti ósjálfrátt virðingu. Þannig var mynd mannsins í stórum dráttum, sem svo margir þekktu. Kynni mín við Jakob Ó. Pét ursson hófust fyrst fyrir fjór- um árum og náið aðeins fyrir tveim árum, er við byrjuðum MINNING Þegar ég frétti andlát vin- ar míns, Jakobs Ó. Péturs- sonar, rann upp fyrir mér með nokkrum trega, hve mjög er nú að fækka í þeim hópi ungu mannanna, sem á sínum tíma stóðu að stofn un „VARÐAR" félags ungrá Sjálfstæðismanna á Akureyri, og þeirra frum- herja sem þar voru í fylk- ingarbrjósti. En í sambandi við störfin í Verði hófust kynni okkar Jakobs, kynni sem þróuðust í trausta og hlýja vináttu, sem aldrei féll hinn minnsti skuggi á. Ég man það vel, hve mikill iliðsauki okkur féiögum í Verði fannst að því, þegar Jakob gekk í raðir okkar. Á þeirra tíma vísu hafði hann notið staðgóðrar menntunar, var ágætlega máli farinn og ritfær í besta lagi, sem átti eftir að koma betur í ljós síðar. Jakob var sjálfstæðismað- ur í þess orðs bestu merk- ingu. Hann var mikill bar- áttumaður og einlæglega trúr stefnu flokksins. Er mér ekki örgrannt um, að hann hafi sérstaklega á síð ari árum haft nokkrar áhyggjur af því, að við vær um að sýna of mikla undan látssemi frá grundvallar- stefnu flokksins. Jakob Ó. Pétuorsson, var að eðlisfari, hógvær, lítil- látur og mjög hlédrægur maður. Hann var prýðilega vel gefinn, ritfær í besta lagi og mjög vel skáldmælt ur enda fyrir löngu lands- kunnur hagyrðingur. Hann hafði mikil afskipti af stjórnmálum í sambandi við ritstjórnarstörf sín og var ágætlega vígfimur á þeim sviðum, þannig að hann lét ekki hlut sinn fyr- ir neinum. En þannig var skapgerð hans og dreng- lyndi, að þrátt fyrir margra ára starf sem pólitískur rit stjóri og harðar og strang- ar deilur, sem að sjálfsögðu eru slíku starfi samfara, þá átti hann engan óvildar- mann þegar upp var staðið, en hafði eignast marga og trausta vini úr hópi and- stæðinga sinna. Ef ég ætti að tilnefna eitthvað sem mér hafi fund ist sérstaklega áberandi í fari Jakobs, þá myndi ég telja fyrst og fremst heiðar leika hans, drenglyndi og umfram allt trúmennsku í starfi. Ég kveð þennan látna vin minn með hlýjum ang- urværum huga. Það mun ávallt verða bjart yfir mniningu hans. Eftirlif- andi eiginkonu og öðrum ástvinum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar.\ Jón G. Sólnes. að vinna saman að sömu verk- efnum, en síðustu árin vann hann við þinglýsingar hjá bæj arfógetaembættinu hér á Ak- ureyri. Nákvæmari, samvisku samari né afkastameiri em- bættismanni hef ég ekki kynnst, að öllum öðrum ólöst- uðum, og ske'mmtilegri og betri vinnufélaga er vart hægt að hugsa sér. Þetta eru atriði er að starfinu lutu, en það var maðurinn sjálfur, sem þó er hugstæðastur. Skapríkið mikið, en vel agað. Skapfestan djúp, án þess þó að vera einstrengingsleg. Skopskynið ríkt, án þess þó að særa nokkurn. Skáldskapargáfan ósvikin og sterk, þó svo hann af með- fæddri hógværð teldi sjálfan sig í besta falli teljast til hag- yrðinga. Ýmis persónueinkenni Jakobs önnur mætti upp telja, en það sem gerir hann svo minnisstæðan, er sú mann- lega hlýja, er frá honum geisl- aði og yljaði hjörtu þeirra, sem hann þekktu og hann battst vináttuböndum við. Slíkan mann er gæfa að hafa þekkt. Starfsmenn bæjarfógeta- embættisins á Akureyri votta eftirlifandi eiginkonu Jakobs, frú Margréti Jónsdóttur, dætr um, barnabörnum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Við fráfall hans er missir þeirra mikill. Ásgeir Pétur Ásgeirsson. I Frá útför Jakobs Ó. Péturssonar síðastliðinn þriðjudag. .

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.