Íslendingur


Íslendingur - 19.05.1977, Page 4

Íslendingur - 19.05.1977, Page 4
Mendingur Otgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson. Auglýsingastjóri: Sólveig Adamsdóttir. Dreifingarstjóri: Jóna Árnadóttir Ritstjórn og afgreiðsia: Ráðhústorgi 9, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Áskriftargjald: 200 kr. á inánuði. Lausasala: 60 kr. eintakið. Úrelt sjónarmið Eins og kunnugt er rekur hið opinbera tvo af viðamestu fjöl- miðlum landsins, útvarp og sjónvarp. Jafnframt hefur hið opin- bera einkarétt til útvarps og sjónvarpsreksturs. Nokkuð hefur verið rætt að undanförnu um að leyfa frjálsan útvarpsrekstur. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til laga um breytingu á útvarps- lögunum, en flutningsmaður þess er Guðmundur H. Garðars- son. I 1. grein frumvarpsins segir svo: „Heimilt er menntamála- ráðherra að veita sveitarfélögum, menntastofnunum og einstakl- ingum leyfi til útvarpsrekstrar. Hver sá, sem vill reka útvarps- stöð, skal sækja um leyfi til ráðherra, er leitar umsagnar út- varpsráðs og póst- og símamálastjórnarinnar um slíkar um- sóknir. Leyfisveitingar til útvarpsrekstrar fyrrgreindra aðila eru háð- ar þeim skilyrðum, að hjá útvarpsstöð starfi dagskrárstjóri, er hafi reynslu í dagskrárgerð fyrir fjölmiðla, og ennfremur tæknistjóri, er hafi meistararéttindi í útvarpsvirkjun eða loft- skeytamannspróf.“ Síðar í frumvarpinu er gert ráð fyrir ýmsum breytingum á gildandi útvarpslögum. T. d. er gert ráð fyir eftirfarandi máls- grein aftan við 8. gr. núgildandi laga: „Heimilt er Ríkisútvarp- inu og Landsíma Islands að leigja öðrum útvarppsstöðvum af- not af sendistöðvum og endurvarpsstöðvum eftir því sem að- stæður og tækjabúnaður Ieyfa.“ Eins og fram kemur, gerir frumvarpið ráð fyrir því, að einkaleyfi ríkisins á útvarps og sjónvarpssendingum verði af- numið. I greinargerð með frumvarpinu segir Guðmundur Garð- arsson m. a.: „Ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi er í samræmi við vestrænar lýðræðisvenjur. En þó hefur Island dregist aftur úr á einu sviði og beinlínis lagt hömlur á tjáning- arfrelsið umfram það, sem þekkist í öðrum lýðræðisríkjum. Er það í sambandi við rekstur hljóðvarps og útvarpsstöðva í eigu annarra aðila en ríkisins. Enn búa Islendingar við tæp- lega hálfrar aldar fyrirkomulag í þessum efnum — fyrirkomu- lag sem var í sjálfu sér eðlilegt á bernskuskeiði þessa rekstrar- forms hér á landi, þegar fjármagn var af skornum skammti og reynslan lítil í framkvæmd þessara mála. Er óhætt að segja, að Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp, hafi gegnt hlutverki sínu af mikilli prýði, og er frumvarp þetta ekki flutt til að kasta neinni rýrð á þessa fjölmðla né starfsemi þeirra.“ I Iok greinargerðarinnar segir Guðmundur: „Með frumvarpi þessu eru lögð drög að því, að á íslandi ríki hiiðstætt tjáningar- frelsi og þekkist í vestrænum lýðræðisríkjum á sviði hljóð- varps og sjónvarps. Það er spor í áttina að auknu frelsi fólks- ins frá miðstýringarvaldi embættis- og stjórnmálamanna á þessu sviði.“ Þarna er hreyft markverðu máli og tekur blaðið undir öll helstu meginmarkmið frumvarpsins. Þeirri hugmynd hefur oft verið hreyft, að nota endurvarps- stöðvar til staðbundins útvarpsreksturs. T. d. væri hægt að út- varpa fréttum og efni frá Akureyri og Eyjafirði um Skjaldarvík einhvern hluta af deginum. Tekjur yrði slík staðbundin stöð að fá með auglýsngum frá verslunum og' þjónustustofnunum af svæðinu. Slíkt endur- varpsstöðvaútvarp kemur þó alltaf til með að hafa sína ann- marka og verða háð Ríkisútvarpinu. Verði útvarpsrekstur hins vegar gefinn frjáls, mun það ekki vera verulega kostnaðarsamt að koma upp litlum útvarpsstöðvum, sem þjónuðu ákveðnu takmörkuðu svæði. Vonandi verður það fyrr en seinna, sem einkaleyfi ríkisins til útvarpsreksturs verður afnumið. 4 — í SLENDIN GUR ♦!♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ f ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ ? T T t t ♦:♦ t t 2 2 2 T ♦:♦ T t t t ♦:♦ íslendingur í heimsókn hjá Flugbjörgunarsveitarn Þeir geröu fji vistlegu félag Skúli Árnason og Tryggvi Gcstsson í „fjós“-gluggunum. Flugbjörgunarsveitin á Akureyri er um þessar mundir að flytja starfsemi sína að Galtalæk, í Ihúsnæði sem áður var fjós og hlaða. Þá rvar rekinn þar íbúskapur á vegum tilraunastöðvar- innar ó Akureyri, en þegar hún var lögð niður keypti Akur- eyrarbær húseignirnar að Galtalæk af ríkinu. FlUgbjörgunar- sveitin hafði síðan makaskipti við Akureyrarbæ á Galtalæk og húseign sinni við Strandgötu, en þar hefur sveitin haft að- setur sl. 14 ár. Að vísu dugði húseignin við Strandgötu ekki fyrir allri byggingunni að Galtalæk eg á Akureyrarbær því ennþá kjallarann undir fjósinu. En í kjallaranum fundust tals- vert fleiri herbergi en ráð var fyrir gert þegar sveitarmenn höfðu verkað burt mykju og kúahlana. Það hefur verið mikið verk að breyta f jósinu að IGaltalæk í vistlegt félagsheimili, sem nú er að verða {fullbúið. Hafa félagar í Flugbjörgunarsveitinni unnið það verk í sjálfboðaliðavinnu og hafa þeir nú unnið þar hátt í 3800 stundir. Kostnaður við efniskaup er nú orðinn um 5 millj. kr., en uppskeran er glæsilegasta aðstaða, sem flug- björgunarsveit hefur hérlendis, í 409 fermetra húsnæði. Það er sá hluti hússins, sem áður var fjós, sem nú er að verða fullbúinn. Þar er rúm- góður og vistlegur fundasalur, eldunaraðstaða, stjórnher- bergi, „start“ herbergi, þar sem sveitarmenn munu fyrst safnast saman þegar kallað verður út til leitar, birgða- geymsla, iherbergi þar sem unnið verður við viðgerðir á radiótækjum, bílaverkstæði, snyrtingar og baðaðstaða. Eft- ir er að vinna að frágangi á hlöðunni en þar verða bílarnir geymdir, en þar til hún verður tilbúin, verða bílarnir geymd- ir í gamla húsnæði sveitarinn ar við Strandgötu. við- Það verður»ð sauma gardínur « unarsveitarmanna að mæla út Franzdóttir, þó Þórhildur Vald< • Framkvæmdir hófust 15. desember 1975 — Við byrjuðum fram- kvæmdir hérna 15. desember 1975, sagði Gísli K. Lórensson, formaður sveitarinnar, í tali við blaðið, þegar við brugð um ofckur í heimsökn að Galta læfc um sl. helgi, en Gísli hef- ur verið formaður sveitarinn- ar undanfarin 11 ár. — Við stefnum að því, að verða bún- ir að flytja alla dkkar starf- semi hingað um áramótin 1978—9, sagði Gísli. — Núna erurn við að ljúka við atf inn- rétta fjósið, en næstu vifcurnar Birgir Kristbjörnsson og Aðalsteinn Bernharðsson vinna við að ganga fró loftklæðningu. y A A A A dft

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.