Íslendingur - 27.03.1979, Síða 5
ALDA
4. frumsýnir nýtf leikvit í kvöld
lóttir,SigurðurBlöndal, Friðrik Rafnsson, Kristinn G. Kristinsson og Ing-
og búninga eða við tónlistina. Þetta mjög vel við allan hópin og ég verð
fólk hefurunniðmikiðoggott starf. að hrósa krökkunum fyrir dugnað
Annars hefur samstarfið gengið og áhuga, sagði Kristín að lokum.
Þau tilheyra leikhópnum; Birna Gunnlaugsdóttir, Hjörleifur Hjart-
arson, Hólmkell Hreinsson og Sif Konráðsdóttir. -Ljósm.; Gunnar
S. Ingimarsson og tók hann einnig aðrar myndir hér í opnunni, þar
sem annað er ekki tilgreint.
Alvarlegur grunntónn
Og verkið vekur fólk til umhugsunar,
segja félagar úr leikhópnum
Við litum við í Spítalavegi 17,
öðru nafni „Betlehem", í heim-
sókn til þeirra skötuhjúa Birnu
Gúnnlaugsdóttur, Hjörleifs
Hjartarsonar, Hólmkelis Hreins
sonar og Sifar Koilráðsdóttur.
Þau eru öll í leikhópnum og
standa í ströngu á fjölum 1 kvöld.
' Fyrst voru þau spurð hvað þeim
findist um leikritið?
Það er mjög gott og gaman
hvað margir geta tekið þátt í
sýningunni. Éinnig er jákvætt
hve alvarlegur grunntónninn er
og að verkið vekur fólk til
umhugsunar.
Höfðar efnið til ykkar?
Já, tvímælalaust, og þáð var
líka kominn tími tíl að féifa
þetta vandamál, börnin í dag.
Að vísu er myndin sem dregin er
upp ýkt, en hún á sér þó
hliðstæður í raunveruleikanum.
En hvernig hefur samvinna - við
leikstjóra verið?
Með ágætum, hún setur leik-
ritið skemmtilega á sviðog hefur
góð tök á hópnum. Einnighefur
það mikið að segja að hún heur
starfað með LMA áður, þannig
að hún hefur reynslu af að starfa
með óreyndum leikurum.
Er starfsemi leikfélagsins ein-
göngu bundin við uppsetningu
á einu stóru stykki á ári?
Nei, það er nú síður en svo.
Undanfarin ár hefur félagið séð
um skemmtidagskrá 1. desem-
ber. Nú tvö síðustu árin hefur
hún verið í formi nokkurskonar
„revíu“, sem félagsmenn hafa
samið og æft að öllu leyti sjálfir.
Einnig hafa félagar LMA
starfað í samráði bókmennta-
félag skólans og þá aðalega með
upplestir ljóða og bókmennta-
kynningum.
Það nýmæli var tekið upp hjá
leikfélaginu í vetur að gangast
fyrir nokkurskonar leiklistar-
námskeiði. Leiðbeinandin var
Viðar Eggertsson og binda
menn vönri við áframhald á
slíkri starfsemi.
Það kom fram í viðtalinu við
krakkana, að flestir þeir sem
starfa að félagslíft i skólanum
hafna í leikfélaginu ög mæðir
þvi margt annað á þessu fólki en
LM A og var þó varla á bætandi!
EINAR KRISTJÁNSSON.
Hann leikur Tarsan í sýning-
unni. Er hlutverkið erfitt? Nei.
Finnurðu þig í hlutverkinu?
Absolutt mín týpa, fær útrás við
þetta. hvernig er með tjáskipti
ykkar Jane? Gróf en santt
Hún tók líka þátt í sýningu
L.M.A. i fyrra, Hlaupvídd sex.
Við spurðum hana hver væri
helsti munurinn á þessum
tveimur sýningum? Leikritið
sjálfter betra, einnigersýningin
fjölþættari og skemmtilegri.
MARGRET
Nú er tímafrekt að starfa með
L.M.A., af hverju leggja
krakkarnir þetta á sig? Það eru
nú ekki eingöngu hæfileikarnir
sem ráða því, heldur það að
þetta er skemmtilegt hópstarf
qg margt lærist af þessu.
Ánægjan vegur upp á móti
tímanum og vinnunni sem í
'A for
SIGMUNDUR RUNARSSON.
Er sýningin ekki erfið? Jú, það
er hún, margir hlutir eru nær
eingöngu túlkaðir nteð hreyf-
ingum og áríðandi að líkamleg
einbeiting sé jafnmikil og sú
andlega allan tímann.
KLAUSEN.
Hann er einn af hljómlistar-
monnunum og spurðum við
hann hvernig honum fyndist
tónlistin? Hún cr leikhúsmúsik
og ber að taka hana sem slíka.
Það er komið víða við, disco
punk, þjóðlagastíll oíl. og hefur
tekist vel að samræma hana
leiknum.
INGUN HAFSTAÐ.
Hún leikur Mjallhvít. Hvernig
gengur að samræma námið og
það að starfa með L.M.A.? Það
er mjög erfitt og sérstaklega nú
þegar llða tekur að sýningum.
En það er þess virði.
Til
Spánarfara K.A.
Tveim dögum áður en 1. eildar
liðið KA í knattspyrnu átti að
leika sinn síðasa leik á keppnis-
tímabilinu s.l. sumar, við knatt-
spyrnuflagið Þrótt, hafði meiri-
hluti liðsmanna pantað sér far
til Spánar í sumarfrí. Mér er
kunnugt um, að ekkert loforð lá
þá fyrir frá Þrótturum um að
þeir vildu færa leikinn fram og
spila nokkru fyrr, enda ekki
eðlilegt, því þá gátu þeir ekki
vitað hvernig staða þeirra yrði í
1. deildinni, þegar komið væri
fram í byrjun september.
Ekki var heldur hugsað um,
að ef til vill þyrfti að leika
aukaleik, þar sem á gæti oltið
hvort KA héldi sæti sínu í
deildinni, eða ekki og þó er það,
eins og allir vita, gífulegt
fjárhagsspursmál hvort leikið er
í 1. eða 2. deild.
Nú fór það svo, þrátt fyrir
allt, að þróttarar féllust á að
flýta leiknum og okkar menn
flýttu sér til Spánar, en hvað átti
•að gera ef leika þyrfti aukaleik
???? Jú spánarfararnir áttu greið
svör við því (en tæplega eins
gáfuleg) þeir ætluðu nefnilega
að æfa út á Spáni. Já svo einfalt
var það. Að vísu hafa lið eins og
Arsenal verið í æfingabúðum á
Spáni, en trúlega er að betri
stjórn og regla sé þar á
hlutunum en hjá landanum.
Breiðablik gerði svo það
ótrúlega að vinna F.H. og færði
KA áframhaldandi sæti í 1.
deild á silfurfati og hafa æfingar
þá eflaust fallið niður á Spáni.
Að sjálfsögðu þurfa menn að
fá frí, en ef menn eru að berjast
fyrir sitt félag í alvöru, þá á
ekkert elsku EG að komast að
þar á meðan. Haldið þið KA
menn, að menn eins og Tómas
Steingrímsson og Helgi Schiöt
hefðu farið af landi burt ef
nokkur vafi léki á því að það
hefði getað orðið KA til skaða??
Nei drengir mínir, slíkt hefði
aldrei hvarflað að þeim, því þeir
lögðu allan sinn hug og orku í að
berjast fyrir KA og aðeins á
þann hátt er hægt að ná árangri.
En kæruleyið er ekki bara hjá
leikmönnum KA því fyrir
nokkru síðan var hér á ferð í
Reykjavík einn forustumaður í
knattspyrnudeild KA hann
hringdi í mig á laugardags-
kvöldi og vildi fá að tala við mig
um að KA klúbburinn í Reykja
vík, sem ég er formaður fyrir,
styddi deildina. Mér var það
mikil ánægja að taka þátt í slíkri
umræðu og fá tækifæri til að
hjálpa KA. Tími var ákveðin á
skrifstofu minni.
Ég mætti snemma, bjó til
kaffi, og beið eftir forustumann-
inum, en hann lét aldrei sjá sig.
Síðar um daginn hringdi hann
heim til mín og bað mig
afsökunar á því að hann hefði
GLEYMT að koma. Með
öðrum orðum hann GLEYMDI
KA. Hverju má búast við af
skipshöfninni ef skipstjórinn er
svona???????
Það vekur líka athygli mína
að þrátt fyrir að meira en ár sé
liðið síðan KA átti 50 ára
afmæli, þá er ennþá ekkert
afmælisrit komið út. A virkilega
að trúa því, að framtaksleysið sé
svo algjört að ekki sé hægt að
koma út veglegu afmælisriti????
KA klúbburinn hefir hreinlega
beðið eftir því að FÁ að skaffa
auglýsingar í fyrirhugað
afmælisrit. Til þess að gefa
stjórn KA fyrirmynd af því
hvernig slíkt rit á að líta út, þá
mun ég senda stjórninni eitt
eintak af 70 ára afmælisriti
knattspyrnufélagsins Víkings.
Nú skal ég geta þess að þótt
.ég sé formaður KA klúbbsins í
Reykjavík, þá skrifa ég þessa
grein alls ekki fyrir hönd
klúbbsins heldur sem prívat
persóna og vegna þess að ég finn
að það má gera miklu meira
fyrir félagið en gert er, en það
verður ekki gert nema með
eldlegum áhuga og dugnaði.
Tómas og Helgi eru ennþá í
fullu fjöri, spyrjið þá um fyrri
tíma sögu KA og þá vitið þið
hvernig áframhaldið á að vera.
Ég held að mér sé óhætt að
segja það fyrir hönd meðlima
KA klúbbsins í Reykjavík, að
þótt langt sé um liðið síðan við
kepptum fyrir KA eða störf-
uðum á annan hátt í félaginu á
Akureyri, þá þyki okkur alltaf
jafn vænt um félagið og erum
alltaf reiðubúin til að rétta því
hjálparhönd, en þrátt fyrir það
siculið þið KA menn í hvaða
félagsdeild sem þið eruð muna
hið fornkveðna:
„Guð hjálpar þeim sem hjálpa
sér sjálfir“.
Sæmundur Óskarsson
form. K.A. klúbbsins í Rvk.
Gáfu heilalínurita
Laugardaginn 10. þ.m. afhentu
Kiwanismenn á Ákureyri og
nágreni Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri heilalínurita, en
hann var keyptur fyrir ágóða af
sölu K - lykilsins á s.l. ári. Tækið
mun koma í góðar þarfír á
sjúkrahúsinu m.a. veita aukið
öryggi í meðferð þeirra sem hafa
orðið fyrir höfðumeiðslum.
Kiwanismenn á Akureyri
fengu 2 milljónir í sinn hlut til
tækjakaupa fyrir geðdeild
Fjórðungssjúkrahússins en eftir
að samráð hafði verið haft við
lækna á sjúkrahúsinu var
ákveðið að kaupa tæki sem
hentaði sem flestum deildum.
Það kom fram er Kiwanis-
menn afhentu tækið að það
kostaði 7 milljónir króna en
norðlenskir Kiwanismenn
lögðu sjálfir fram 5 milljónir svo
gjörin mætti vera veglegri.
ÍSLENDINGUR - 5