Íslendingur - 23.10.1979, Qupperneq 1
39. TÖLUBLAÐ . 64. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 23. OKTÓBER 1979
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
f
i
i
i
i
i
I
PHIUPS
Kann tökin á tækninni.
AKURVlK HF. - GLERARGÖTU 20
Sjálfstœðismenn höfnuðu prófkjöri hér í kjördœminu
Framboðslistinn lagður
fram á sunnudaginn
Á fundi í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra, sem haldinn var á Akureyri á laugardaginn,
var samþykkt með 39 atkvæðum gegn 8, að viðhafa ekki
prófkjör vegna framboðs flokksins við alþingiskosningarnar,
í desember nk. Annarsvegar lá fyrir fundinum samþykkt
kjörnefndar, sem hafnaði munnlegri beiðni Jóns G. Sólness
um prófkjör með 10 atkvæðum geg 3 og mælti Gísli Jónsson,
menntaskólakennari, fyrir áliti meirihluta nefndarinnar.
Hins vegar höfðu fundinum borist undirskriftarlistar, þar
sem um 450 flokksbundnir sjálfstæðismenn og stuðnings-
menn flokksins óskuðu eftir prófkjöri. Helstu talsmenn
prófkjörs voru Sverrir Leósson og Gunnar Ragnars.
Akureyri gæti ráðið úrslitunum
vegna skiptingar á kjörfylgi
flokksins í kjördæminu. Jafn-
framt bentu andstæðingar próf-
kjörsins á, að prófkjör hefði
þurft að ákveða í síðasta lagi á
aðalfundi kjördæmisráðsins
fyrir réttum hálfum mánuði, en
þar hefðu engar óskir komið
fram um slíkt þrátt fyrir ítrek-
aðar fyrirspurnir um vilja fund-
armanna til prófkjörs. •
Snarpar umræður urðu á
fundinum með og á móti
prófkjöri. Meginröksemdirnar
sem fram komu í máli Gísla
Jónssonar og annarra, sem
mæltu gegn prófkjöri, voru í
meginþáttum þær; að of
skammur tími væri til að
viðhafa prófkjör, og töldu
ýmsir það óframkvæmanlegt,
sérstaklega í strjábýlustu
byggðarlögunum, próílcjörs-
reglur sem fyrir lægju væru
ófullnægjandi, gæfu meðal
annars andstæðingum flokksins
möguleika til áhrifa á niður-
röðun framboðslistans, jafn-
framt því sem fylgi flokksins á
hlíta. - Það væri ekki eðli-
legt ef ekki kæmu fram -skiptar
skoðanir í Sjálfstæðisflokkn-
um, sagði Sverrir Leósson, - en
að fenginni niðurstöðu stönd-
um við sameinaðir og sköpum
einingu bak við framboð flokks
ins. Undir þessi orð tóku
Gunnar Ragnars og Gísli Jóns-
son.
Kjörnefnd hélt síðan fund á
sunnudaginn og hefur annar
fundur verið boðaður á fimm-
tudaginn. Sagðist Gísli Jóns-
son, formaður nefndarinnar,
vonast til að þá yrði gengið frá
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins, en hann yrði ekki
birtur opinberlega fyrr en á
fundi Kjördæmisráðs á sunnu-
daginn.
Ámi og Bragi
vilja báðir
fyrsta sætið
hjá krötum
Ljóst er að hörð barátta
verður í prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, en framboðs-
frestur rann út á sunnudag-
inn. Stendur baráttan á milli
Braga Sigurjónssonar og
Árna Gunnarssonar, sem
báðir bjóða sig fram í 1. sæt-
ið. Jón Ármann Héðinsson
gefur einnig kost á sér í 1.
sætið og líka í 2. sætið. Þar
fær hann einnig mótframboð
því Jón Helgason, formaður
Einingar, gefur kost á sér í
það. I 3. sætið gefa þeir kost
á sér Bárður Halldórsson,
menntaskólakennari, og Sig-
björn Gunnarsson, kaup-
maður. Mun framboð Sig-
björns hafa verið ákveðið á
síðustu stundu. Talið er að
frambjóðendurnir skipist í
tvær fylkingar; Bragi, Jón
Ármann og Bárður annars
vegar, en Árni, Jón Helga-
son og Sigbjörn hins vegar.
Albert Guðmundsson:
IDAG
í leiðaranum í dag er
fjallað um 5 tíma skvettu
frá A Iþingi.
Talsmenn prófkjörs töldu
hins vegar ekki fært að hafna
beiðni þeirra, sem skrifað hefðu
nöfn sín á undirskriftalistana,
jafnframt því sem prófkjör væri
lýðræðislegasta leiðin til að
móta framboðslista og væri sá
dómur, sem allir sættu sig við.
Það kom síðan fram í máli
beggja aðilja, að úrskurður
fundarins væri endanlegur
dómhr og þeim dómi yrði að
Kjósið bara
Kristján Eldjám
- ef hann verður í framboði
Fjölmenni var á fundi Alberts
Guðmundssonar, sem Junior
• / opnunni er mynda-
grein um Tónlistarskól-
ann á Akureyri, þar sem
rœtt er við Jón Hlöðver
Áskelsson, skólastjóra.
• Á baksíðu er sitt hvað
um kosningarnar, m.a.
er greint frá líklegu fram-
boði Framsóknar.
• Á íþróttasíðu er sagt frá
kjöri „Knattspyrnumanns
A kureyrar 1979“ og viðtal
við þann sem kjörinn var;
Elmar Geisson.
Chamber á Akureyri gekkst
fyrir sl. laugardag að Hótel
KEA. Þar flutti Albert fram-
sögu og urðu fjörugar umræð-
ur á eftir og mörgum fyrirspurn-
um beint til þingmannsins.
Meðal annars var spurt um
fyrirhugað forsetaframboð
Álberts. Sagðist hann ekki vera
að bjóða sig fram á móti
Kristjáni Eldjárn, núverandi
forseta, heldur sagði hann meg-
inástæðuna vera þá, að gefa
fólkinu í landinu kost á að kjósa
um forseta. Sagði hann heilu
kynslóðirnar, sem aldrei hefðu
átt þess kost að kjósa sér for-
seta. Hældi Albert Kristjáni á
hvert reipi og sagði fundar-
mönnum, að þeir skyldu kjósa
Kristján ef hann yrði í fram-
boði. Jafnframt taldi Albert að
Kristján sigraði sig með yfir-
burðum ef kosið yrði á milli
þeirra, svo vel væri hann kynnt-
ur af störfum sínum sem forseti
þjóðarinnar.
Björg Gísladóttir sýnir nýjustu dlskólfnuna ásamt fleir-
um á tískusýnirft|u í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn.
(Sjá baksíðu.)
íslendingur minnir þá áskrif-
endur utan Akureyrar, sem
enn eiga eftir að greiða póst-
ávísanirnar, að gera það
strax.
Viðar
Helgason
látinn
Viðar Helgason, bygginga-
meistari, lést miðvikudaginn
17. október sl. Viðar var
Ólafsfirðingur, en flutti til
Akureyrar 1956 og hóf þá
I náin í húsasmíði. Síðan
stofnaði hann byggingarfyrir
tæki á Akureyri ásamt félaga
sínum og jafnaldra frá Ólafs-
firði, Aðalgeir Finnssyni,
sem þeir félagar hafa rekið
með myndarbrag síðan. Eftir
lifandi eiginkona Viðars
er Birna Eiríksdóttir og börn
þeirra eru Reynir, 19 ára,
Björk 17 ára, tvíburarnir
Harpa og Gígja 15 ára og
Rut 9 ára. íslendingursendir
fjölskyldunni og aðstand-
endum innilegustu samúðar-
[ kveðjur, en Viðars verður
nánar minnst í næsta blaði.
Útför hans verður gerð frá
Akureyrarkirkju á Iaugar-
daginn kl. 13.30.
Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SANA drykki