Íslendingur - 23.10.1979, Qupperneq 4
Útgefandi:
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Dreifing og afgreiðsla:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Ritstjóri sími:
Dreifing og auglýsingar:
Áskriftargjald:
Lausasala:
Auglýsingaverð:
Prentun i offset:
islendingur hf.
Gísli Sigurgeirsson
Jóna Árnadóttir
Ráðhústorgi 9
21501
21500
kr. 2.000 á ársfiórðungi
kr. 200 eintakiö
kr. 2000 dsm.
Skjaldborg hf.
Mál að linni
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn, að
minnast á íslenskt efnahagslíf - og þá um leið að
fjalla um meinið, nefnilega verðbólguna. Enn skal
þó reynt. Þessi bólga, höfuðmein íslensku þjóðar-
innar, er illkynja, það er Ijóst. Hitt er líka Ijóst, að
það eru allir til með að lækna þetta mein í orði, en
ekki á borði. Þar brestur kjarkinn, sem ei má vanta.
Fyrir viku síðan fékk íslenska þjóðin yfir sig gusu
af pólitísku þvargi, sem kom í gegnum hljóðvarpið
okkar í formi umræðna frá hæstvirtu Alþingi og
stóð hvorki meira né minna en 5 tíma. Ekki færri en
20 alþingismenn tóku til máls, en voru landsmenn
einhverju nær á eftir? Helst var deilt um hvaða
stjórn ætti metið í verðbólgunni, en minna rætt um
hvernig rétt væri að lækna hana. Margir þingmenn
töluðu þó af nokkurri skynsemi, en aðrir höguðu
sér eins og trúðar í fjölleikahúsi. Megininntakið í
ræðunum var það sem liðið er, en ekki hvernig áað
bregðast við þeim stórkostlega vanda, sem bíður á
næsta leiti. Að vísu má læra af mistökunum og hafa
reynslu annarra að leiðarljósi, en það er enginn
bættari af afglöpum annarra, hvað þá mistökum,
eða því að geta sagt að þetta hafi nú ekki gengið
eins illa hjá sér.
Þetta er orðin venja, sem verður að kveða í
kútinn. Við stjórnarskipti er plötunni snúið við;
réttan upp í stjórn, en rangan í stjórnarandstöðu,
það er mynstrið. Því miður eigum við allt of fáa
stjórnmálamenn, en marga pólitíkusa, sem eru
hræddir við dóm kjósenda og miða störf sín milli
kosininga við það. En þettaerekki þeirrasökeinna,
kjósendur hafa tekið þátt í leiknum; það hefurverið
nóg að vera í stjórnarandstöðu svo ekki sé talað um
ef brugðið er á svolítinn sandkassaleik í leiðinni -
jafnvel ekki nema í ár - þá er vís fylgingsaukning.
Aldrei hefur sveiflan verið stærri en í síðustu
kosningum. Vonandi er íslendingum að verða Ijóst,
að þetta dugir ekki lengur, það er hægt að teygja
lopan, en ekki endalaust. Það er ekki hægt að búa
við bullandi verðbólgu svo árum skiptir. Verðbólg-
an er séreinangruð meinsemd, hún eitrar út frá sér
og veldur alls kyns kýlum og kaunum hvert sem litið
er í þjóðfélaginu.
En nú er mál að linni. Hverri ríkisstjórninni hefur
mistekist á fætur annarri. Að vísu mismunandi
mikið - og fyrir sumar stjórnir hefur verið lagt
fótakefli af ópólitískum fjöldasamtökum, fyrir
tilstuðlan pólitískra forkólfa þeirra og var það
þeirra minnkun. Verðbólgan er sú sama fyrir það og
síst viðráðanlegri.
Það er hægt að benda á ýmsar ástæður fyrir
verðbólgunni, en hver þátturinn eltir annan,
verðbólguhvetjandi segir einn, afleiðing af verð-
bólgunni segir annar - og báðir hafa rétt fyrir sér.
Þetta er hringrás, sem engum hefurtekist að stöðva
til þessa, vegna þess að enginn hlekkur í keðjunni
hefurviljaðgefa eftir. Entil þess aðnáárangri verða
þeir allir að gefa eftir. Launþegarverðaaðgefaeftir
af sínu, vinnuveitendur verða líka að gera það og
vinna markvisst að hagræðingu í rekstri sínum,
valdhafar verða að nýta þau stjórnunartæki sem
tiltæk eru á réttan hátt og svona mætti lengi telja.
En er gengið til kosninga, sem verða eftir rétt
rúman mánuð. Sá stjórnmálaflokkur, sem leggur
spilin á borðið, gerir þjóðinni engar gyllivonir, en
leggur þess í stað fram áætlun um markvissar
aðgerðir gegn verðbólgunni til nokkurra ára,
þannig að allir skilji, hann á vísa fylgisaukningu.
4 - ÍSLENDINGUR
Teiknimynd fyrir ]
en háfleyga ræðu í
Litið við í Tónlistarskóla Akureyrar og spjallað við Jón
- Hér er ekkert kynslóðabil, því nemendur eru á öllum
aldri, allt frá ungbörnum til öldunga, sagði Jón Hlöðver
Áskelsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri í
spjalli við blaðið. - Ég var einmitt að hugsa um það
þegar ég leit yfir hópinn við skólasetninguna í kirkjunni,
að sennilega hefði verið réttast að hafa athöfnina
tvískipta; teiknimynd fyrir þá yngstu, en háfleyga ræðu
fyrir þá eldri, sagði Jón. - En það varð þó ekki úr í þetta
skiptið og starfsemin í vetur verður með svipuðu sniði
og verið hefur. Þó erum við með ýmsar nýungar samfara
breytingum á kennaraliði skólans.
• Kennsla með
leikrœnu formi
Fyrst var Jón spurður hvern-
ig kennslu þeirra yngstu sé hátt-
að?
- Við erum með sérstaka for-
skólakennslu í'yrir yngstu börn-
in, svaraði Jón. Með því höf-
um við getað tekið þau ínn yngn
svo þau geti sem fyrst fengið inn
sýn í tónlist og þannig stuðlað
að betri árangri síðar. Kennslan
fer að nokkru leyti fram í leik-
rænu formi og er lögð áhersla á
frjálsa sköpun til að ýta undir
hugmyndaflugið og halda því
fersku. Samtímis er börnunum
kennd grunnþekking í tónlist og
ýmis teknisk atriði, sem verður
að leggja áherslu á. í sambandi
við þessa kennslu höfum við
verið í mjög náinni samvinnu
við Tónmenntaskólann í
Reykjavík varðandi uppbygg-
ingu og námsefni. Þá byrja
börnin ung að leika á hljóðfæri,
t.d. eru allt niður í 5 ára börn
byrjuð að læra á fiðlur, sem eru
sérstaklega smíðaðar fyrir litlar
hendur.
• Valgrein og
kjörsvið er ekki
það sama
Næst var Jón Hlöðver spurð-
ur um samskipti við aðra skóla
í bænum?
Þau samskipti eru með
ýmsum hætti, t.d. er tónlist sem
valgrein í efri bekkjum Gagn-
fræðaskólans og Menntaskól-
ans og fer sú kennsla fram hér.
Hins vegar rugla menn oft sam-
an þessum valgreinum og kjör-
sviði. Við Menntaskólann er
tónlistarkjörsvið, sem þýðir að
tónlist er kjarninn í náminu, líkt
og stærðfræði í stærðfræðideild
og tungumál í máladeild. Síð-
ustu námsárin er tónlistin veru-
legur hluti af náminu í Mennta-
skólanum og í vor útskrifuðust
fyrstu stúdentarnir á þessu
sviði. Þetta nám gefur þeim
síðan möguleika á framhalds-
} námi á tónlistarsviði, t.d. við
tónlistarkennslu eða tónlistar-
flutning, jafnframt því sem
nemendurnir hafa aflað sér
staðgóðrar almennrar mennt-
unar. Hins vegar eru þessir
þættir allir í mótun, en komast
vonandi á fastari grundvöll þeg-
ar frumvarpið um fyrirkomulag
framhaldsskóla verður endan-
lega komið frá Alþingi.
• Harmonikkan
nýtur mikilla
vinsælda
Hverjar eru helstu nýjung-
arnar í starfseminni í vetur?
- Þar má fyrst nefna harmon-
ikkukennslu, Sem Karl Jónat-
ansson sér um. Það var svolítið
sérstakt hvernig þessi kennsla
kom til. Okkur bárust nefni-
lega undirskriftir frá rúmlega
400 bæjarbúum, þar sem þeim
tilmælum var beint til okkar að
bjóða slíka kennslu. Þetta varð
síðan úr og nú eru 23 í harmon-
ikkunámi, flestir hafa spilað
fyrir sjálfa sig áður, en vilja læra
meira. Það er uppörfandi að fá
svona ábendingar og væri gam-
an að finna fyrir slíkum áhuga
á fleiri sviðum frá bæjarbúum.
Fleiri nýjungar mætti nefna,
sem eru samfara breytingum á
kennaraliði skólans. Þó tíð
skipti á kennaraliði séu oft
/ . -
Oliver Kentish leiðbeinir ungum sell
óæskileg. Slíkar breytingar eru
óæskilegar og draga úr náms-
árangri, en tónlistarskólar utan
Reykjavíkur eiga í vök að verj-
ast vegna þess arna.
Þetta stafar mikið til af
því, að menntað tónlistarfólk á
ekki sömu tækifæri hér og í
Reykjavík til að koma fram.
Tækifærin til frama á tónlistar-
brautinni eru í Reykjavík, en
þessu er hægt að breyta með því
að bæta tónlistarlífið í bænum
og auka á möguleikana fyrir
tónlistarmenn til tónlistarflutn-
ings.
Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Philip Jenkins, píanóleikari, og Einar Jóhannesson, klarinettleikari, voru
að æfa fyrir hljómleika Tónlistarfélagsins, sem tókust mjög vel og gefa fyrirheit um vaxandi tónlistaráhuga hér í
tónlistaráhuga.