Íslendingur - 23.10.1979, Síða 5
Dá yngstu -
yrir þá eldri
Hlöðver Askelsson, skólastjóra
„Þótti svolítið kúnstugt að ganga á milli bankastjóranna eins og ég væri að
slá lán fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón Hlöðver.
ista.
• Aðsókn að tón-
leikum ekki í
samrœmi við
nemendafjölda
470 nemendur eru í skólan-
um, sem er nálægt því að vera
tuttugasti og fimmti hver Akur-
eyringur. Er tónlistaráhuginn í
bænum í samræmi við það?
- Þessi fjöldi er allavega ekki í
samræmi við aðsókn að tónleik-
um Tónlistarfélagsins, sem hef-
ur verið heldur dræm, svo slæm
að félagið getur vart haldið
þeirri starfsemi áfram. Stjórn
félagsins hefur því varpað þeirri
spurningu fram, hvernigskólar,
félög og einstaklingar geti sam-
einast um að tryggja áframhald
í blómlegu tónleikahaldi á Ak-
ureyri og hvernig breyta þurfi
vinnubrögðum til að auka
áhuga bæjarbúa á starfsem-
inni. Hefur því stjórn Tónlistar-
félagsins ákveðið að halda fund
um þetta mál að Hótel Varð-
borg á sunnudaginn.
Innan skólans er tónleika-
hald fjölbreytt, t.d. eru tónleik-
ar á hverjum laugardegi, þar
sem nemendur og kennarar
skólans koma fram og gefa
mynd af því sem er að gerast í
skólanum. Þá er hugmyndin að
kennarar og nemendur, sem
lengst eru komnir, komi saman
á sunnudagskvöldum í vetur og
leiki á frjálsan hátt og sameini
kraftana.
• Skólastjóri
í peningaleit
- Hvað um húsnæðismál, nú
hefur hagur ykkar vænkast,
ekki satt?
- Við höfum lengi búið
þröngt og gerum það raunar
enn. Kennslan fer fram hér í
aðalskólanum, húsnæði Lúðra-
sveitarinnar við Laxagötu, Lóni
og Karl er með harmonikku-
kennsluna heima hjá sér. Þetta
stendur þó til bóta, þar sem
skólinn hefur fest kaup á 3. og4.
hæðinni í nýbyggingu húsgagna
verslunarinnar Einis, sem er
sambyggð aðalskólanum. Þetta
verður mikil bót, en húsnæðið
er ekki nema fokhelt enn og
framkvæmdir hafa dregist á
langinn.
- Upphaflega var skólanum
komið á stofn af bandalagi
kóranna, Lúðrasveitarinn-
ar og Tónlistarfélagsins, en ég
held mér sé óhætt að segja að í
dag sé litið á skólann sem sam-
eign bæjarbúa. Stjórnin erskip-
uð fulltrúum áðurnefndra aðila
og fulltrúa frá bæjarstjórn Ak-
ureyrar, sem jafnframt er for-
maður stjórnarinnar. Rekstrar-
ábyrgðin hvílir í rauninni á
bæjarfélaginu og bæjarstjórn
fær okkar fjárhagsáætlanir og
þarf að samþykkja manna-
ráðningar. Laun eru greidd til
helminga af bæ og ríki, en annar
rekstrarkostnaður er fjármagn-
aður með skólagjöldum. Einnig
þurfum við að fjármagna húsa-
kaup að hluta með skólagjöld-
unum, eða ca. 60% á 6 árum. Sú
upphæð er hliðstæð því, sem
annars hefði þurft í húsaleigu.
Ég verð því að láta mig hafa það
að tölta á milli bankastjóra í pen
ingaleit eins og væri ummitt hús
að ræða. Þetta er í beinu fram-
haldi af öðru í sambandi við
stjórnun skólans, sem eingöngu
byggist á skólastjóranum og
skrifstofumanni í hálfu starfi,
sagði Jón Hlöðver að lokum.
Karl Jónatansson harmonikkuleikari með einum af nemendum sínum, en nikkan nýtur vinsælda.
„Spilaði á gítar og söng“ . . . örn Arason með ungum gftarleikara.
öuDOÍJÍP
• Félagsmálastofnun
á Herinn
Eins og fram hefur komið í
blaðinu hefur Félagsmála-
stofnun verið á hrakhólum
með húsnæði. Einhverjum
datt í hug að bærinn keypti
gömlu verslun Eyjafjörður
til að gera upp og setja
Félagsmálastofnun þar inn.
Nú hefur málið verið leyst að
sinni, því samþykkt hefur
verið að taka hús Hjálp-
ræðishersins að Strandgötu
19b á leigu. Það merkir þó
ekki að Hjálpræðisherinn
dragi saman seglin hér í bæ,
eins og áður hefur komið
fram í blaðinu.
Á „teríunni“
- Birgir, ætlar þú að hitta
mig hérna eldsnemma í
fyrramálið.
- Já, já, en hvað kallar þú
„eldsnemma"?
- Ja, það væri ágætt að þú
kæmir um hálf tíu leytið.
• Framsóknar Jón eða
Krata-Jón
Jón Ármann Héðinsson hef-
ur lýst því yfir, að nú hafi
hann hug á að bjóða sig fram
i prófkjöri kratanna í Norð-
urlandskjördæmi eystra.
öðru vísi mér áður brá, sagði
karlinn, minnugur þess
þegar Jón skoraði á íbúa
kjördæmisins að kjósa Inga
Tryggvason, frambjóðenda
Framsóknarflokksins, fyrir
síðustu kosningar. Ekki
dugði það þó til, því Ingi féll i
kosningunum. Nú er það
hins vegar spurningin hvort
Jón telur sig eiga skuld hjá
Inga og krefst hennar þegar
að prófkjörinu kemur. Ef til
vill verða Framsóknarmenn
helstu stuðningsmenn Jóns í
prófkjörinu.
• Sendu peninga pabbi
íslandsmótið í handbolta
utanhúss var eitt sinn haldið
á Akureyri og urðu Gaflarar
íslandsmeistarar, enda voru
þeir langbestir! Fyrirliðinn
fékk bikarinn, sem venja er,
en um kvöldið var haldið
upp á sigurinn með pomp og
prakt. Þau mistök urðu, að
fyrirliðinn var settur í „stein-
inn“, en þaðan sendi hann
uppörvandi skeyti til föður
síns, sem hljóðaði á þessa
leið:
Pabbi,
er í steininum,
er með bikarinn,
allt í lagi,
sendu meiri peninga,
bless,
þinn sonur.......
• Bárður og Bragi í eina
sœng
Svo við víkjum aftur að
prófkjörinu hjá krötunum,
þá hefur það heyrst að
Bárður Haldórsson sé ekki
alveg að baki dottinn, þrátt
fyrir ófarirnar síðast. Nú
segja gárungarnir að Bárður
hafi snúið sér til Braga
Sigurjónssonar og sagt: „Þú
lætur mig hafa öll „þín“
atkvæði í 3. sætið, þá skal ég
láta þig háfa „mitt“ atkvæði í
1. sætið“!!!!!!!!!!
ÍSLENDINGUR - 5