Íslendingur - 23.10.1979, Síða 8
Hætt við
prófkjör
fyrir
vestan
Á fundi í kjördæmisráði
Sjálfstæðisflokksins á Vest
fjörðum var felld fyrri sam-
þykkt kjörnefndar um að
halda prófkjör í kjördæm-
inu með 26 atkvæðum gegn
22. Síðan var gengið frá
framboðslistanum og hann
samþykktur. í þrem efstu
sætunum eru þeir sömu og
áður: Matthías Bjarnason,
Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson og Sigurlaug
Bjarnadóttir, en í 4. sætið
kemur nýr maður, Einar K.
Guðfinnsson frá Bolungar-
vík.
Framboðslisti
Alþýðu-
bandalagsins
lagður fram
Framboðslisti Alþýðu-
bandalagsins í Norður-
landskjördæmi eystra hef-
ur verið birtur. Efstu sætin
eru skipuð sömu mönnum
og áður. Stefán Jónsson er í
efsta sætinu, síðan Soffía
Guðmundsdóttir, Akur-
eyri, Helgi Guðmundsson,
Akureyri, Steingrímur Sig-
urðsson, Raufarhöfn,
María Kristjánsdóttir,
Húsavík, og Jóhann
Antonsson, Dalvík.
Prófkjör
hjá Sjálf-
stæðis-
flokknum
fyrir
austan
Á fundi í kjördæmisráði
Sjálfstæðisflokksins á
Austurlandi var ákveðið að
efna til prófkjörs við upp-
stillingu á framboðslista
flokksins í kjördæminu.
Víst er að Sverrir Her-
mannsson, alþingismaður,
gefur kost á sér i prófkjör-
inu og samkvæmt heimild-
um blaðsins er reiknað með
að Albert Kemp, Eskifirði,
Tryggvi Gunnarsson,
Vopnafirði, og Ragnar
Halldórsson Hall á Eski-
firði gefi einnig kost á sér.
Ekki er hins vegar vitað um
afstöðu Péturs Blöndal á
Seyðisfirði, sem skipaði 2.
sætið á framboðslista
flokksins við síðustu kosn-
ingar.
Lögfræðiþjónusta
BENEDIKT ÖLAFSSON HDL.
Hafnarstræti 94 - Sími 24602
-.9.3^
INNI-og
OTI-MALNING
eeatv# og annað til híbýlaprýði
P
Islendíngur
Barði Jónsson, skipstjóri, Axel Gíslason, framkvæmdastjóri skipadeildar SIS, og Jón Guðmundsson, yfirvél-
stjóri, í brúnni á Stapafelli.
Stapafell - Nýtt olíu-
skip Sambandsins
Stapafell, nýtt skip Sambands-
ins og Olíufélagsins hf., kom til
landsins í fyrri viku. Til Akur-
eyrar kom skipið í fyrsta skiptið
sl. laugardag með fullfermi af
olíu, sem losuð var í Krossanesi
og í olíugeyma Esso við Odd-
eyrartanga.
Stapafell er fyrsta erlenda
flutningaskipið, sem keypt er
nýtt til landsins síðan 1971 og
smíðað sérstaklega fyrir íslend-
inga. Þegar ákveðið var að leysa
olíuflutningamálin til langs
tíma kom aðeins nýtt skip til
greina. Hagstæðir samningar
náðust við Vestur-Þjóðverja og
kostaði skipið 2 milljarða ísl.
króna. Mikil áhersla hefur ver-
ið lögð á að vanda til smíði
skipsins, sem er vel búið á allan
hátt, t.d. skiptiskrúfu, bóg-
skrúfu og blöðkustýri. Það var
skipasmíðastöð J. G. Hitzler í
Lauenburg, sem smíðaði skip-
ið. Stapafell hélt strax á laugar-
daginn aftur til Reykjavíkur og
verður í olíudreifingu út um
land. Skipstjóri á Stapafelli er
Barði Jónsson, en yfirvélstjóri
Jón Guðmundsson. Að sögn
þeirra var slæmt í sjóinn á leið-
inni norður en skipið reyndist
gott sjóskip. Framkvæmda-
stjóri Skipadeildar SÍS er Axel
Gíslason.
Ingi
Tryggva-
son
gefur
ekki kost
á sér
hjá
Framsókn
Eftir þeim upplýsingum, sem
íslendingur hefur aflað sér,
liggur nú fyrir, að Ingvar
Gíslason og Stefán Valgeirs-
son skipa áfram tvö efstu
sætin á lista Framsóknar-
flokksins hér í kjördæminu.
Ingi Tryggvason gaf ekki
kost á öðru en að setjast í
annað tveggja efstu sætanna.
Og þegar það fékkst ekki
fram, kaus hann aðdragasig
til baka. Guðmundur Bjarna
son, bankastjóri Samvinnu-
bankans í Keflavík, sem áður
var gjaldkeri Samvinnu-
bankans á Húsavík, mun
verða í 3. sætinu. I 4. sæti
verður svo Níels Lund kenn-
ari Bifröst og í 5. sæti Hákon
Hákonarson á Akureyri.
j Sýna nýjustu
j diskó-tískuna
I - Akureyrskt
j sýningarfólk
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
i
L
Um þessar mundir er ár liðið
síðan hjónin Anna María og
Jóhann Jóhannsson tóku við
rekstri Tískuverslunarinnar
Venus við Strandgötu á Akur-
eyri. I tilefni afmælisins efnir
verslunin til veglegrar tfsku-
sýningar í Sjálfstæðishúsinu á
sunnudagskvöldið.
Á sýningunni verðursýndur
nýjasti tískufatnaðurinn, en
eflaust kemur nýjasta diskó-
linan frá Dance Centre til með
að vekja mesta athygli. Þar er
um að ræða diskó-fatnað, sem
nær eingöngu er hannaður
fyrir konur. Dance Centre var
upphaflega heilsuræktarstofn-
un í London, eingöngu fyrir
konur - sem lenti inn í diskó-
bylgjunni. Þaðan hefur þróast
samkvæmisklæðnaður, sem
dregur dám af upphafi sínu -
ballettbol eða leikfimisbol.
Við hönnun á flíkunum hefur
verið lögð áhersla á að draga
fram yndisþokka konunnar.
Búningurinn á meðfylgjandi
mynd er dæmigerður fvrir
þetta, þröngur nælonsamfest-
ingur, ,,Cat-shout“ - og prjón-
aðar legghlífar við. Umboðsali
fyrir þennan fatnað á íslandi
er Studio í Reykjavík. En sjón
er sögu ríkari - og tísku-
sýningin er á sunnudaginn.
Það þarf ekki að taka það
fram, að það mun verða
norðlenskur myndugleiki sem
ber sýninguna uppi, þar sem
tískuverslunin Venus hefur
staðið að þjálfun sýningar-
hóps Akureyringa.
Björg Gísladóttir verður meðal þeirra sem sýnir á tískusýningunni og
hér er hún í svonefndum „Kattarbúning".