Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Qupperneq 16

Íslendingur - 19.12.1979, Qupperneq 16
Útgefandi: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Dreifing og afgreiðsla: Ritstjórn og afgreiðsla: Ritstjóri sími: Dreifing og auglýsingar: Áskriftargjald: Lausasala: A uglýsinga verð: Prentun í offset: íslendingur hf. Gisli Sigurgeirsson Jóna Árnadóttir Ráðhústorgi 9 21501 21500 kr. 2.000 á ársfjórðungi kr. 200 eintakið kr. 2000 dsm. Skjaldborg hf. Batnandi hagur með hækkandi sól Það er ekki hægt að segja, að íslenska þjóðarskútan sigli hraðbyri nú þegar líður að lokum þessaárs. Þriðja vinstri stjórnin er nýlega sprunginn á limminu, sem hinar fyrri af sömu gerð. Kosningar eru nýafstaðnar og úrslit þeirra leiddu ekki af sér skýrari línur en fyrir voru í valdahlutföllum flokkanna. Steingrímur Hermannsson er farinn að basla við að koma saman enn einni vinstri stjórn, þó þjóðin sé þegar búin að fá sig fullsadda af slíkum. Á sama tíma veður allt á súðum hvert sem litið er í þjóðlífinu; verðbólgan hefur slegið öll fyrri verðbólgumet, hagvöxturinn er enginn, samningar eru lausir við launafólk, nýtt fiskverð þarf að ákveða um áramót, þeirsem standa í framkvæmdum, fyrirtæki sem einstaklingar eru að kikna undan vaxtabirðinni og svona mætti lengi telja. Vinstri stjórn er ,,óskastjórn“ Steingríms Hermanns- sonar, en hætt er við að fæðingahríðirnar verði erfiðar. Þessir flokkar hafa sýnt það í samstarfi, að þeir nota öll tækifæri sem gefast til að stíga skóinn hver af öðrum, slík hafa heilindin verið í þeirra samstarfi til þessa. Að vísu hafa þeir nú undanfarna daga talað fjálglega um að nú skuli þeir koma saman vinstri stjórn og vinna af heilindum. Ekki voru þó stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrr farnar af stað en lesa mátti í dagblöðunum dylgur forystumanna þessara flokka hver um annan. En hver verður uppskeran af þessum stjórnarmyhd- unarviðræðum? Hvað getur Steingrímur Hermannsson leyft sér langan tíma til að koma saman „óskastjórninni" sinni? Takist honum það ekki, er þá möguleiki á öðru stjórnarmynstri? Steingrímur Hermannsson hefur sagt, að Framsókn fari aldrei í stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um og undir slíkt hefur Alþýðubandalagið tekið. Slíkt er hugsanaháttur, sem gæti hafa tíðkast fyrr á öldum, en á ekki við í dag. Með slíkum yfirlýsingum færir Steingrímur Hermannsson okkur aftur í aldir um leið og hann þrengir möguleikana á myndun meirihlutastjórn- ar. Þjóðstjórn hefur verið nefnd við litlar undirtektir, minnst hefur verið á minnihlutastjórn með hlutleysis- stuðningi, en ný viðreisn er fjarlæg. Hvort heldur þjóðstjórn verður mynduð eða minnihlutastjórn er Ijóst að slík stjórn verður ekki reist á bjargi, enda áreiðanlega ekki tilgangurinn ef af verður. Það yrði þá um skammtímalausn að ræða, til að leysa brýnustu vandamálin, til að gera breytingar á kjördæmaskipan- inni og rjúfa síðan þing og boða til nýrra kosninga. Það má því allt eins búast við nýjum kosningum á næsta ári, hver veit? Við íslendingar höfum lifað um efni fram. Það er mergurinn málsins, hvað sem stjórnarmyndun líður. Við höfum eytt meira af tekjum okkar en við höfum aflað. Það er ekki heldur sjáanlegt að hagvöxturinn komi til með að aukast á næstunni, þannig að verulegt svigrúm skapist til lífskjarabóta. Þetta hefur gengið erfiðlega að skilja. En áfram verður hjakkað í sama farinu nema til komi ríkisstjórn, sem þorir að taka á vandanum og þorir að segja sannleikann. Þar dugir engin hálfvelgja eða fagurgali, en ríkisstjórn sem þorir að takast á við vandann af einurð, fær stuðning. Á slíkri stjórn þurfum við að halda, en ekki vinstri stjórn. Slík stjórn er þóekki í sjónmáli þegar líður að jólahátíðinni, sem í gegn um aldirnar hefur verið Ijósgeisli íslendinga mitt í svartasta skammdeginu. Sjaldan hefur skammdegið verið jafn svart á síðustu árum, en í von um batnandi hag með hækkandi sól á nýju ári óskar íslendingur lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. „Kátt er um jc Nú förum við í leiki - öll hress og kdt Á mörgum heimilum er gestkvæmt um jólin, enda einn af skemmtilegri siðum hátíðarinnar að heimsækja vini og kunningja, svo ekki sé nú talað um að taka á móti þeim. En hvað á að gera til skemmtunar? Hér á íslandi hefur það löngum þótt við hæfi að fara í ýmsa leiki og spil í jólafríinu og fátt eykur meira kátínu og gleði í gestaboðum, en að fara í skemmtilega leiki. Hrefna Hjálmarsdóttir var svo vinsamleg að láta okkur hafa nokkrar uppástungur um leiki - og nú förum við í leik - öll hress og kát. • Klemmuleikur. Staður: Þarf talsvert rými. Efni: 3 þvottaklemmur á mann. Leikurinn er í því fólginn að reyna að festa klemmurnar í hina án þess að fá nokkrar klemmur sjálfur. Maður má taka þær klemmur af sér sem maður hefur fengið og koma þeim á aðra. Sá, sem hefur enga klemmu í höndunum né á sér, í leikslok er sigurvegari. • Hver er ég? Staður: Hvar sem er. Efni: Miðar jafn margir og gestirnir verða, með árituðum nöfnum á ýmsu frægu fólki t.d. úr bókmenntum, listum eða stjórnmálum. Þegar gestirnir fara að koma eru festir miðar á bök þeirra. Þegar allir eru mættir eiga gestirnir að spyrja hvern annan spurninga til að reyna að komast að hverjir þeir séu (Aðeins já og nei svör). gestur má sýna listamanns- hæfilika sína og mála hluta listaverksins. Reynið að fá sem flesta til að mála. Þegar allir eru komnir þá er listaverkið haft til sýnis og þá gjarnan gefið nafn. \ • Ég var í boði..... Fyrsti gestur segir: Ég var í boði hjá konginum. Þar var Mona Lisa, þá tekur næsti gestur við og segir, ég var í boði hjá kónginum þar voru Mona Lisa, Dirk Passer. Þriðji gestur end- urtekur þetta líka og bætir við einni persónu sem honum dett- ur í hug. Ef gestir eru margir, getur þetta orðið góð minnis- æfing fyrir þá sem koma síðast. • Að leika bókaheiti. Staður: Hvar sem er. Eftir jólabókaauglýsingar eru ýmis bókaheiti okkur í fersku minni. Gestunum er skipt í smá hópa og eiga hóparnir að reyna að leika ýmis bókaheiti og hinir reyna síðan að giska á hver bókin er. Dæmi um heiti sem gott er að leika: Óvitar, Þeir vita f það fyrir vestan, Treg í taumi. • Dýr - sögn - staður. Staður: Hvar sem er. Efni: Ritföng. f þennan leik þarf röskan ritara. Ritari skrifar niður nöfn allra gestanna. Hver gestur á að nefna 1 sögn. Því næst eiga allir að nefna 1 dýr eða 1 þekkta persónu og að lokum 1 staðar- nafn. Ritarinn skrifar þetta allt aftan við nöfnin en þó ekki í réttri röð, heldur sem óreglu- legast. Síðan les ritarinn upp setningarnar sem geta orðið hinar broslegustu eins og t.d. Tóti trimmar eins og Svínka í Hlíðarfjalli. Kata kætist eins og £ Jagúar á Ráðhústorgi. • Borgarleikur. Fyrsti gestur nefnir 1 borg eða 1 bæjarheiti, t.d. Þórshöfn. Sá næsti á þá að nefna borg sem hefst á N t.d. New York, þriðji nefnir þá Keflavík og þannig koll af kolli. • Að teikna jólagrís- inn. Staður: Hvar sem er. Efni: mynd af grís án dindils teiknuð á töflu eða stóra pappírsörk. Hengið töfluna eða pappírsörk- ina á vegg. Þátttakendur sem hafa bundið fyrir augun, eiga að reyna að teikna dindil á grísinn. Sá sem kemst næst því að setja dindilinn á réttan stað er sigurvegari. • Jólalistaverk. Staður: Hvar sem er. Efni: Pappír og góðir litir. Þegar gestirnir koma bíða málaraáhöld í anddyrinu. Hver i "S 16 - fSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.