Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1981, Page 8

Íslendingur - 26.08.1981, Page 8
Auglýsingar 21500 Tískufatnaöur - Skór Töskur - Veski YAMAHA hljómflutningstæki. Reiknaöu með Chaplin. Strætisvagna- ferðum um Glerárhverfi fjölgað Ferðir strætisvagna hafa nú verið auknar um Glerár- hverfi. Nú hafa verið teknar upp ferðir um Austursíðu, Bugðusíðu og Teigasiðu. Bið- stöðvar verða í Bugðusíðu á móts við Bjarg og norðan gatnamóta Teigasíðu og Bugðusíðu. Þá verður einnig biðstöð í Teigasíðu viðgöngu braut í Tungusíðu. Að sögn forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar má búast við lítils háttar breyt- ingum á komutímum vagna í Glerárhverfi og Oddeyri og ætti þó ekki að skeika nema 5 mínútum eða svo. Þá er nú ekið á hálftíma fresti allan daginn en áður var ekið á klukkutima fresti fyrir hádegi. Fólki er á það bent að hægt er að fá leiðabók SVA í biðskýlinu við Ráðhústorg og í vögnunum. Gítarleikur og Ijóðalestur í Rauöa húsinu N.k. miðvikudagskvöld, þann 26. ágúst 1981 kl. 21 mun Arnaldur Arnarson halda gítartónleika í Rauða húsinu. Arnaldur er vel kunnur fyrir leik sinn og hefur haldið tónleika víða um land. Jón Oskar, skáld, mun lesa upp í Rauða húsinu á sunnudagskvöld um næstu helgi þann 30. ágúst. Jón Óskar er löngu kunnur fyrir ljóð sín og ljóðaþýðingar. Á seinni árum hefur hann birt endurminningar sínar. Upp- lesturinn hefst kl. 9 að kvöldi. Ritstjórn 21501 Lögfræðiþjönusta BENEDIKT ÚLAFSSON HDL. Hafnarstræti 99-101. Sími 25566 RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Slmar: 23257 og 21867 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. Islendingur Eins og flestir vita hefur unarskyni. Seldi Þroskahjáip Hallgrímur Marinósson verið á auglýsingar utan á bifreiðina og hringferð um landið og er þetta í selur ennfremur límmiða í fyrsta skipti í sögunni, sem einn tiiefni þessa. Allur ágóðinn ökumaður reynir að bakka þá rennur til byggingar orlofsbúða vegaiengd. Fer hann að sjálf- þroskaheftra. sögðu öfugt í hringinn, öfugan Styrktarfélag vangefinna á sólargang. Hallgrímur kom til Norðurlandi og Foreldrafélag Akureyrar mánudaginn 24. barna með sérþarfir á Akureyri ágúst. hafa tekið að sér sölu á limmið- um og munu þeir verða seldir Landssamtökum Þroska- þessa viku. Heitum við á bæjar- hjálpar var gefinn kostur á að búa að taka sölufólki okkar vel, , hagnýta sér ferð þessa í fjáröfl- nú sem endranær. Bakkað í þágu þroskaheftra i Húnn farinn að stjórna KEA| Húnn Snædal, flugumferðamtjóri, hefur á undanförnum mánuðum gert sér það til dundurs að smíða sér flugvél, eða ■ tilraunaloftfar eins og hann kýs að nefna það. Vélin, sem er eins | manns knúin Volkswagenmótor, hefur sést á flugi yfir bænum I undanfarna daga. Tilraunaloftfarið ber einkennisstafina TF-KEA og iná því segja að Húnn sé sestur við stjórnvöl KEA þegar hann flýgur | þessari smíð sinni. Á myndinni sést er Húnn bíður þess í ofvæni að vélin fari í gang í fyrsta skipti. Mynd: H.Hansen. MEGINMARKMIÐ ORLOFSBÚÐA 1. Sumardvalarheimili með full kominni þjónustu fyrir þroskahefta, sem kæmu bæði frá stofnunum, skólum og einkaheimilum í 1-4 mán. 2. Skammtímafósturheimili frá vori til hausts, til að gefa foreidrum eða öðrum að- standendum þroskaheftra tækifæri til hvíldar og eðli- legs sumarleyfis sem jafn- framt yrði sumarleyfi fyrir viðkomandi, sem hann á rétt á sem og aðrir þjóðfélags- þegnar. 3. Stefnt yrði að, a.m.k. norrænu samstarfí um gagn- kvæmar skiptiheimsóknir þroskaheftra milli sambæri- legra stofnana. 4. Húsnæðið yrði nýtt yfir vetr- artímann til ráðstefnu og námskeiðahalds fyrir a.m. foreldra þroskaheftra, kenn- ara og aðra sérfræðinga sem að þessum málum vinna og einnig þroskahefta einstakl- inga, sérstaklega þá sem að staðaldri dvelja í heima- húsum. 5, I nálægð við þessa stofnun (miðstöð) yrði skipulagt svæði þar sem hin einstöku félög innan Þroskahjálpar og ef til vill fleiri ættu kost á að reisa og reka sumarbústaði fyrir eigin reikning og ábyrgð. Verkmenntaskóli á Akureyri: Gengið frá samningum milli Menntamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar í síðastliðinni viku var formlega gengið frá samningum milli Menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um Verk- menntaskóla á Akureyri. Að sögn Sigurðar J. Sigurðs- sonar, bæjarfulltrúa, er samn- ingur þessi tvíþættur. Annars vegar er þar með staðfest að verkmenntaskóli verði starf- ræktur á Akureyri og hins vegar felst í samningnum að hefja megi framkvæmdir við fyrsta áfanga skólahússins. Þá hefur fjármálaráðuneytið einnig fyrir sitt leyti gefíð samþykki sitt. Þegar hafa jarðvegsskipti verið borðin út og munu því framkvæmdir hefjast innan skamms og þá mun þess ekki langt að bíða að boðinn verði út fyrsti áfangi skólahússins. Fjórðungsþing Norðlendinga á Húsavík 3.-5. september Aðalmál þingsins orku- og iönþróunarmál Næsta Fjórðungsþing Norðlend inga verður haldið á Húsavík 3.-5. september n.k. Þingið sækja fulltrúar sveitarfélaga og sýslufélaga á Norðurlandi, auk alþingismanna úr Norðurlandi og annarra gesta. Þingið er opið öllum sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi til áheyrnar. Þing- staður er Gagnfræðaskólinn á Húsavík. Þingsetning verður fímmtudaginn 3. september kl. 4 e.h. Formaður Fjórðungs- sambandsins Bjarni Áðalgeirs- son, bæjarstjóri á Húsavík setur þingið. fyrir þingið verða lagðar fram tillögur milliþinganefnda og fjórðungsráðs, svo og fjár- hagsáætlun, ársreikningar og skýrsla framkvæmdastjóra. Á fundi á fimmtudagskvöld verða kynnt málefni, sem unnið er að á vegum Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Örn Ingi Gíslason mun kynna könnun um menningarsam- skipti, Ólafur Steinar Valdi- marsson mun kynna úttekt á stöðu samgöngukerfis á Norð- urlandi og Áskell Einarsson mun kynna athugun á skipt- ingu ríkisútgjalda eftir lands- hlutum. Á föstudag fyrir hádegi verður umræðufundur um aðal mál þingsins, sem eru orku og iðnþróunarmál. Framsögu- menn verða Pálmi Jónsson, formaður rafmagnsveitna rikisins, Hörður Jónsson, fram kvæmdastjóri iðnþróunardeild ar Iðntæknistofnunar íslands, Finnbogi Jónsson, deildar- stjóri í Iðnaðarráðuneytinu og Gunnar Ragnars fram- kvæmdastjóri Slippstöðvar- innar á Ákureyri. Umræður verða með pallborðssniði. Eftir hádegi á föstudag verða al- mennar umræður og málum vísað til þingnefnda og eftir hádegi á laugardag fer fram afgreiðsla mála og kosningar. í þinglok býður bæjarstjórn Húsavíkur þingfulltrúum og gestum til kvöldfagnaðar. Fyrir þinginu munu Iiggja tillögur um aukna valddreif- ingu, um jöfnun kostnaðar vegna þjónustu, um áætlana- gerð, um dreifingu ríkis- útgjalda, dómsmálakerfið, um samstarf sveitarfélaga, um ráðstefnu um atvinnumál, kirkjulega miðstöð að Hólum í Hjaltadal, um undirbúning að stofnun menningarsamtaka á Norðurlandi, um yfirstjórn framhaldsmenntunar, um uppbyggingu Hóla og ráð- stefnu um landbúnað, um aukin áhrif heimamanna á stjórn vegamála, um atvinnu- mál sveitabyggða, um iðn- þróunaráætlun, um staðarval stærri ið.nreksturs, um orku- mál á Norðurlandi, um sam- ræmingu á skipulagi sam- gangna, um uppbyggingu flug- valla, um skipulagsmál, um eflingu verslunar og þjónustu á Norðurlandi, um áætlun um viðskipta og þjónustustarfsemi á Norðurlandi. FASTEIGNASALA Strandgötu 1 Símar: 21820, 24647 Sölumaður: Stefán Gunnlaugsson Heimasími: 21717 IÓN BMRNASON / ÚRSMIDUR I Er útsala? LCD QUARTZ ÚR með hringjara, skeiðklukku o.fl. - Mjög ódýr. Kaupvangsstræti 4 - Siml 24175 - Akureyri

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.