Íslendingur - 21.04.1982, Side 1
16. TÖLUBLAÐ . 67. ÁRGANGUR . AKUREYRI. MIÐVIKUDAGINN 21. APRÍL 1982
Varnarmála-
fundur
Vörður F.U.S. Akureyri
mun standa fyrir vamarmála
fundi á skrifstofu félagsins
laugardaginn 24. apríl n.k.
klukkan 13.30. Sérstakur
gestur fundarins verður
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins. Fundarstjóri verð-
ur Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson, menntaskóla-
kennari.
Á íundinum mun Kjartan
halda erindi um stöðu vamar
mála í heiminum í dag, fjalla
um hinar svokölluðu friðar-
hreyfingar og einnig mun
hann fjalla um Island og
Atlandshafsbandalagið og
stöðu okkar innan þess. Á
eftir verða almennar um-
ræður og mun Kjartan þá
einnig svara fyrirspurnum.
Allt áhugafólk um vama-
mál og vestræna samvinnu er
velkomið á fundinn.
X-D
NÝJAN
MEIRI
HLUTA
I
BÆJAR-
STJÓRN
X-D
Fjárhags- og rekstraráætlun Hitaveitu Akureyrar:
HEILDARTEKJUR NÆGJA EKKI FYRIR
\ M ik. | I 1 lliii IHH “ Þrátt íyrir liðlega 300% hærra vatnsverð en
Vf\J\ I AuKtlUOLUIMUIVI hjá Hitaveitu Húsavíkur
HEYRT Á
GÖTUNNI
að „Kókaborgarar“ opni í
Hamborg á sumardaginn
fyrsta,
að „Tommaborgarar“ opni
innan mánaðar við Ráðhús-
torg,
að næsta skref hjá Tomma
verði að opna hamborgara-
stað í Þórshöfn í Færeyjum,
að erfitt muni reynast að fá
menn til að taka sæti í
hitaveitustjóm á næsta kjör-
tímabili,
að Bjöm Baldursson hjá KEA
saki Verðlagsstofnun um
ónákvæmni og rangar leik-
reglur við framkvæmd vöru-
könnunar,
að litlu reiðist goðin,
að Starfsmannafélag Akur-
eyrar hafi gert nýjan kjara-
samning við Akureyrarbæ,
að meðal hækkun á kauptöxt-
um sé 4%,
að þó hækki laun hjá ýmsum
hálaunahópum hjá Akureyrar
bæ um allt að 15%,
að af um 90 umsækjendum um
stöðu við leikvelli Akureyrar-
bæjar hafi verið einn karl-
maður,
að í allar stöðumar hafi veríð
ráðnir kvenmenn,
að þessi eini karlumsækjandi,
Guðmundur Sæmundsson,
hyggist kæra fyrir jafnréttis-
ráði umræddar stöðuveit-
ingar,
Rétt í þann mund að blaðið var að
fara í prentun barst því í hendur
„Framkvæmda- og rekstraráætl-
un Hitav. Ak. fyrir árið 1982.“
Þar kemur fram að fjárhagur
fyrirtækisins virðist vægast sagt
bágborinn. Er þama um svo
gífurlegar upphæðir að ræða, að
fyrirsjánalegt hlýtur að vera að
gera verður róttækar ráðstafanir
og það sem allra fyrst. Þá er
einnig á það að líta, að eftir því
sem blaðið kemst næst munu þær
fáu holur, sem í notkun eru vera
ofnýttar með dælingu, þannig að
hætta er á að þær þomi upp á
næstu árum með sama áfram-
haldi.
Samkvæmt áætluninni nægja
heildartekjur fyrírtækisins ekki
nálægt því fyrir vaxtagreiðslum
af lánum, hvað þá meira. Tekjur
eru áætlaðar kr. 50.600.000.00
en vaxtagreiðslur kr. 64.766.000.00
eða krónur 14.166.000.00
umfram heildartekjur. Þá er gert
ráð fyrir, að til nýframkvæmda
verði varið kr. 19.500.000.00.
Samtals vantar því tekjumegin á
áætlunina kr. 33.666.000.00, eða
tæplega þijá og hálfan milljarð
gamalla króna, og á þá eftir að
gera ráð fyrír rekstrarútgjöldum,
sem nema tæpum 20.000.000.00
þannig að heildarfjárvöntun er
kr. 52.700.000.00, eða rúmir
fimm milljarðar gamalla króna.
Einungis vaxtagreiðslur nema
sex og hálfum milljarði gamalla
króna, fyrir utan afborganir af
lánunum. Þannig virðist fjár-
hagur fyrirtækisins í meira lagi
bágborinn, þrátt fyrir liðlega
300% hærra vatnsverð, en t.d. hjá
Hitaveitu Húsavíkur.
Blaðinu vannst ekki tími til að
hafa samband við stjómendur
Hitaveitunnar vegna þess hve
skömmu fyrír prentun áætlunin
barst því í hendur, en væntanlega
verður unnt að skýra nánar frá
þessu máli í næsta blaði.
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri frumsýnir n.k. laugardags
kvöld klukkan 20.30 í Dyn-
heimum nýtt íslenskt leikrit,
„Önnu Lísu“, eftir Helga Má
Barðason. Leikstjóri er
Þröstur Guðbjartsson, lýsingu
hannaði Viðar Garðarsson og
söngva sömdu Jóhanna Birgis-
dóttir og Helgi Már Braðason.
Alls taka ellefu leikarar þátt í
sýningunni, en með helstu
hlutverk fara Sóley Guðmunds
dóttir, Adolf Erlingsson, Guð-
björg Guðmundsdóttir og
Sigurður Ólason.
„Anna Lísa“ er öðrum
þræði gamanleikrit og fjallar
um unglinginn og samskipti
hans við fjölskyldu, vini og
umhverfi. Leikritinu er skipt í
þrjá meginþætti og segir hver
þáttur frá Önnu Lísu og vinum
hennar á mismunandi aldurs-
skeiðum.
Sýningar verða fjórar í Dyn-
heimum, en síðan leggur klúbb
urinn upp í leikför um Norður-
land. Sýningamar verða sem
hér segir:
Dynheimar: laugardag,
mánudag, þriðjudag og
fimmtudag klukkan 20. 30.
Hvammstangi: 1. maí.
Hofsós: 2. maí.
Hrísey: 8. maí.
Grenivík: 9. maí.
Fleiri sýningum kann að
verða bætt inn í síðar. í ágúst
áformar klúbburinn leikför til
Danmerkur og verður verkið
væntanlega sýnt í Reykjavík í
leiðinni.
ALLIR GETA
LEIKIÐSER
MED
[^l
SVIFDISK