Íslendingur - 21.04.1982, Side 4
Ársþing U.M.S.E.:
Ræktun heilbrigðs mannlífs
61. þing Ungmennasambands
Eyjafjarðar var haldið að Ár-
skógi dagana 3. og 4. apríl.
Fráfarandi formaður, Jóhannes
Geir Sigurgeirsson setti þingið
og bauð gesti og fulltrúa vel-
komna. 60 fulltrúar áttu rétt til
setu á þinginu og fjórir gestir
voru mættir, Pálmi Gíslason,
formaður UMFÍ og Guðjón
Ingimundarson frá UMFÍ, Her-
mann Guðmundsson, formaður
ÍSÍ og Jón Ármann Héðinsson
frá ÍSI. Þingforsetar voru kjörn-
ir Sveinn Jónsson og Ingimar
Friðfinnsson.
Þing þetta stóð í tvo daga og
var þar starfsemi UMSE rædd,
yfirveguð og skipulögð fyrir
næsta ár. Verkefni sambands-
ins eru ræktun heilbrigðs mann-
lífs á sem flestum sviðum og er
þáð tengiliður ungmenna- og
íþróttafélaga við Eyjafjörð inn-
an Ólafsfjarðarmúla, en Akur-
eyri er sérstakt sambandssvæði.
Keppnisgreinar á vegum sam-
bandsins eru flestar íþrótta-
greinar sem keppt er í nú á
tímum bæði andlegar og likam-
legar. Fjórar þingnefndir lögðu
fram álit og voru þau rædd og
afgreidd. Meðal mála sem þarna
komu fram má nefna þriðja lið í
áliti allsherjarnefndar, en þar
segir: Þingið þakkar alla þá
aðstoð og fyrirgreiðslu sem veitt
var af hálfu Akureyringa vegna
17. landsmóts UMFÍ í sumar.
Sem þakklætisvott þar um og í
tilefni 60 ára afmælis UMSE
samþykkir þingið að veita
Endurhæfingastöð Sjálfsbjargar
25.000.00 króna styrk.
I þinglok var kjörin ný stjórn
til næsta árs. Hana skipa: Gísli
Pálsson formaður, Víkingur
Guðmundsson ritari, Guðmund
ur Steindórsson gjaldkeri, Vil-
hjálmur Bjömsson varaformað-
ur, Klængur Stefánsson með-
stjórnandi og varamenn voru
Sigurgeir Hreinsson, Óskar
Gunnarsson og Marinó Þor-
steinsson.
U.M.F. Reynir á Árskógs-
strönd bauð til kaffidrykkju í
þinglok og skiptust menn þar á
gamanmálum og fór síðan hver
þakklátur til sína heima.
Lambagangan 1982
Laugardaginn 24. apríl gengst trimmnefnd fyrir
trimmgöngu frá Súlumýrum inn í LAMBA, skála
Ferðafélags Akureyrar í Glerárdal. Lagt verður af
stað kl. 10.00 frá mýrunum ofan við sorphaugana.
Gönguleiðin inn í LAMBA er um 12 km. Þar verður
boðið uppá hressingu. Skráning ferfram ástartstað.
Þátttökugjald er kr. 30,- Upplýsingar gefa Sigurður í
síma 23662 og Þorsteinn í síma 21509.
FJÖLMENNUM.
Trimmnefnd.
r
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Gleðilegt sumar
Þökkum viðskiptin á liðnum vetri
MOL&SANDUR HP.
V/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255
.J
I---------------------------
| Gleðilegt sumar
{ Þökkum viðskiptin á liðnum vetri.
| HITAVEITA AKUREYRAR
I
Óskum viðskiptavinum vorum
gleðilegs sumars
OLÍUFÉLAGIÐ SKEUUNGUR
Akureyri
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegs sumars!
PÓSTHÓLF 246 . SlMI (96)21300 . AKUREYRI
I------------------------------------
j Gleðilegt sumar
Þökkum viðskiptin á liðnum vetri.
i FRYSTIHLJSIÐ KALDBAKUR HF.
! Grenivík.
i
GleðUegt sumar j
Þökkum viðskiptin á liðnum vetri.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
■
_____________________J
Gleðilegt sumar
Þökkum viðskiptin á liðnum vetri.
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFAN,
Strandgötu 1
Gunnar Sótnes hrl. - Jón Kr. Sólnes hdl.
Minningarmót
um JÓN INGIMARSSON hefst fimmtudaginn 29.
apríl klukkan 20, íSkákheimilinu, og lýkursunnudag-
inn 2. maí. Umhugsunartími er Vh timi á 36 leiki og
síðan V5 tími að Ijúka skákinni. Tefldar verða 7 umf.
eftir Monrad-kerfi.
Keppendur verða að skrá sig fyrir þriðjudaginn 27.
apríl, í síma 25245, 23926 og 23635 eftir kl. 17.
4, - ÍSLENQJNGUR