Íslendingur


Íslendingur - 21.04.1982, Side 12

Íslendingur - 21.04.1982, Side 12
Lögfræðiþjónusta BENEDIKT ÚLAFSSON HDL. Hafnarstræti 99-101. Sími 25566 RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 siman 23257 og 21867 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. Kaupangi Akureyri sími 21555 „Það skiptir engu máli hvaða flokk ég kýs í bæjarstjómar- kosningunum. Þetta er allt saman ágætisfólk, sem skipa efstu sæti framboðslistanna við kosningarnar." Eitthvað þessu líkt heyrir maður alloft sagt þegar bæjar- stjórnarkosningamar 22. maí n.k. bera á góma. Og rétt er það, að allt er það ágætisfólk, sem skipar framboðslistana við komandi kosningar. Þess vegna skiptir það höfuðmáli hvaða lista við kjósum. Þetta ágæta fólk er einmitt fulltrúar mjög ólíkra lífsvið- horfa og það skiptir máli þegar við kjósum fólk til trúnaðar- starfa fyrir bæjarfélagið. Allir Jhljóta þá að verða að gera upp huga sinn varðandi það, hvaða viðhorf verði ríkj- andi við stjóm bæjarfélagsins næsta kjörtimabil. Það hefur löngum verið haft á orði að Akureyrarbær væri mjög stöðugt bæjarfélag þar sem atvinna væri að jafnaði næg. Að hinu hafa menn gefið minni gaum að margt bendir nú til þess, að Akureyri stefni að því að verða láglaunasvæði. En fátt virðist geta stöðvað þá þróun ef áfram fær að ríkja sama lognmollustefnan í at- vinnumálum bæjarfélagsins og ríkt hefur að undanförnu í skjóli núverandi meirihluta bæjarstjómar. Þó framsóknarmenn telji það munað að taka afstöðu Björn Jósef Arnviðarson: „Þess vegna skiptir það höfuðmáli hvaða lista við kjósum“ (sbr. leiðara Dags hér um daginn) og hafi því enga skoðun á þessum málum, né öðrum, þá emm við sjálfstæðis menn á öðm máli. Það þarf að taka til hendi og hleypa nýju blóði í atvinnulíf bæjarfélagsins. Það er tízka að tala um félagsmál og krefjast hinna og þessara aðgerða í þeim málum. Og víst er það nauðsynlegt á ýmsum sviðum. En menn verða að gera sér grein fyrir því, að án öflugs atvinnulífs er tómt mál að tala um að færa út kvíamar á félagsmálasviðinu. Gmndvöllur öflugrar félags- málaþjónustu er öflugt at- vinnulif. Það hlýtur því að verða eitt af höfuðverkefnum næstu bæjarstjómar að vinna að eflingu atvinnumála í bæjar- félaginu. Með þessu er ég ekki að segja að ekki sé unnt að efla atvinnulíf nema með þátttöku opinberra aðila. Mín skoðun er sú að atvinnulífinu sé bezt borgið í höndum einstaklinga og frjálsra samtaka þeirra. En í ýmsum tilvikum er þátttaka sveitarfélagsins eðlileg. Eins og málum er háttað í atvinnumálum á Akureyri nú er nauðsynlegt að bæjarfélagið taki ákveðna afstöðu í upp- byggingu atvinnuveganna í bænum, ef við eigum ekki að dragast langt aftur úr öðmm. Við höfum séð það að undan- förnu að ýmis bæjarfélög í nágrenni okkar hafa tekið mjög einarða afstöðu í upp- byggingu atvinnuvega, meðan a.m.k. sumir flokkar í bæjar- stjórn Akureyrar telja slíkt munað. Það eru þessi málefni sem hvað mestu skipta þegar við veljum fólk til setu í bæjar- stjórn á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðismenn leggja höfuð áherzlu á þessi málefni, þeir gera sér það ljóst að ef við eigum að búa við áframhald- andi velmegun, þá megum við ekki fljóta „sofandi að feigðar- ósi“. Sjálfstæðismenn munu berj- ast fyrir eflingu atvinnulífs á Akureyri fái þeir til þess brautargengi. Þeir em óhrædd ir við að hér verði reist ný atvinnufyrirtæki, hvort sem það er kallað stóriðja eða eitthvað annað. En sjálfstæðis- menn eru sér flillmeðvitandi þess að við hvers konar at- vinnufyrirtæki, sem reist em, verður að fara með ýtrustiígát varðandi umhverfismengun, °g tryggja verður að náttúru landsins verði ekki spillt. Við kosningarnar 22. maí n.k. verður tekizt á um það, hvort á Akureyri skuli ríkja djarfhuga framfarasókn sjálf- stæðismanna, þar sem einstakl ingur er settur í öndvegi, eða lognmolla vinstri meirihlut- ans, sem alla viil steypa í sama mót. Gísli Jónsson menntaskólakennari: Styðjum framtak þeirra Fáein orð til stuðnings Náttúrulækninga- félaginu á Akureyri Flestum mun kunnugt að Nátt- úrulækningafélagið á Akureyri er nú að koma upp heilsuhæli Norðlendinga við Kjamaskóg á Akureyri. Að vísu hafa bumbur ekki verið barðar hátt né blásið fast í lúðra. Fremur er um það að ræða, að fólk vinni af hugsjón og í kyrrþey að framgangi þessa máls. Undirbúningur þessa verk- efnis hófst árið 1970. Enda þótt lítt hafi komið til stuðningur opinberra aðila, er byggingunni svo á veg hmndið, að lokið hefur verið kjallara að 600 fermetra húsi, ásamt innisundlaug. Á þessu sumri mun verða tekin fyrir fyrsta hæð af þremur, sem verða í þessum áfanga, og verður þar þjónustuaðstaða, lækningaaðstaða, matsalur, eld- hús og fleira. Tvær næstu hæðir eru ætlaðar til íbúðar. Þar verða eins eða tveggja manna herbergi. Á hverju herbergi verður hrein- lætisaðstaða góð: steypubað, vaski og salemi. Þess er gætt að nota megi hjólastóla, og einnig er lyfta í húsinu. Heilsuhælið í Hveragerði get- ur alls ekki tekið við þeim fjölda sem þangað vill komast. Margir þurfa að bíða mánuðum saman eftir dvöl þar, enda hafa sjúkra- húsin forgang til að senda þangað sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar eftir aðgerðir. Hvemig skyldi Náttúmlækn- ingafélaginu ganga að afla fjár til svo myndarlegrar byggingar sem þeirrar er nú rís á Kjarna- svæðinu? Vissulega hafa margir gefið peninga til þessa hælis, og félagarnir hafa vægast sagt verið ólatir og ósérhlífnir við alla fjáröflun. En félagið hefur eng- an fastan tekjustofn. Samt sem áður er svo góð reiða á fjármál- um að allar teikningar og framkvæmdir til þessa eru greiddar og dálítill sjóður af- gangs til framkvæmdanna í sumar. Fyrir þessa reiðu og reglusemi'má ekki láta félagið gjalda, heldur er þetta verð- launa vert. Mikið er rætt um atvinnumál á Akureyri um þessar mundir og síst að ástæðulausu. Minna má á þessa byggingu og það fólk sem fær starf i hælinu, þegar það er komið upp. I þeim áfanga, sem nú er í byggingu, er gert ráð fyrir sjötíu dvalargestum, og til þess að sinna þeim þarf að minnsta kosti tvo tugi starfsfólks. Enn er að minna á spamað á fargjöldum fyrir Norðlendinga og Austfirðinga. Hann hlýtur að verða nokkur eða mikill, miðað við það að fara ella til Hvera- gerðis. Ekki skiptir hitt minna máli, hversu biðtíminn styttist, þegar annað heilsuhæli er upp komið, og mun margur sjúkl- ingurinn þjást skemmri tíma fyrir vikið, og koma þá þeim mun fyrr út í lífið á ný. Það er efni greinar þessarar að vekja athygli á hinni merkilegu starfsemi sem áhugafólkið í Náttúrulækningafélaginu vinn- ur. Það starf er mikið og ekki bara mikilvægt fyrir Akureyri og nærbyggðir, heldur landið allt. Því er það einnig efni þessarar greinar að hvetja alla, sem lesa, til þess að hugsa með sér, hvað hver og einn geti lagt af mörkum með einhverjum hætti til þess að stuðla að því að heilsuhæli Norðlendinga við Kjarnaskóg megi rísa og gera sitt mikla gagn fyrr en síðar. 17. apríl 1982 G.J. ÁBENDING Ég undraðist þegar ég las grein Gísla Jónssonar á baksiðu íslendings í s.l. viku, en greinin bar heitið „Gerum gamla Lund að listhúsi“. Ég ætla ekki að svo stöddu að fara að ræða um þessa hugmynd um listhús, en mér finnst einkennilegt að gera blaðagrein þar sem látið er í það skína að svoria starfsemi sé ekki fyrir hendi' hér í bæ. Ég er sammála G.J. um að vemda og nýta gömul hús, en hér í bæ þar sem víða er pottur brotinn hvað menningarmál og listir varða, til hvers að biðja um annan stað fyrir hluti sem þegar em að gerast. í Rauða húsinu hafa ljóð og sögur verið lesirí, hljómur hefur heyrst og myndir hafa verið til sýnis á veggjum, það er notalegur samastaður lista- manna og listunnenda. En hvar hefur þú, Gísli Jónsson verið sem langar svo til að njóta alls þessa? Því kemur þú ekki til þess að sjá, heyra og njóta í Rauða húsinu? 20. apríl 1982 Rósa K. Júlíusdóttir * Islendingur Stuttar Akureyrarfréttir Landleiga * Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu jarðeignanefndar þess efnis að gjald fyrir bráðabirgða leigu á löndum til grasnytja sumarið 1982 verði 270 krónur á hektara fyrir ræktað land og 80 krónur á hektara fyrir óræktað land. „Þó skal lág- marksleiga fyrir ræktað land sem óræktað vera krónur 100.00.“ Gjald fyrir handsömun Bæjarstjórn hefur einnig sam- þykkt frá jarðeignanefnd að lágmarksgjald fyrir handsöm- un búQár, sem gengur laust í bæjarlandinu á árinu 1982, verði 100 krónur á hross og 40 krónur á kind. Sundlaug Glerárskóla Bæjarráð hefur samþykkt „vegna framkomins erindis frá húsameistara bæjarins dagsett 15. apríl 1982“, að haldið verði áfram teiknivinnu við búnings- aðstöðu með meiru við sund- laug Glerárskóla og boðin út í ár fyrsti áfangi, þ.e. kjallari undir búningsaðstöðu, ásamt leiðslugögnum fyrir sundlaug, eftir því sem fjárveitingar leyfa. Kosið í Oddeyrar- skólanum Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu yflrkjörstjórnar að kjör staður við bæjarstjómarkosn- ingamar 22. maí n.k. verði í Oddeyrarskólanum í níu kjör- deildum. Vín í H-100 Dóms- og kirkjumálaráðuneyt ið hefur leitað umsagnar bæjar stjómar Akureyrar vegna fram kominnar umsóknar frá Baldri Ellertssyni veitingamanni um endumýjun á leyfi hans til vínveitinga í H-100 á Akur- eyri. „Bæjarráð mælir ekki gegn endumýjun leyfisins.“ Trésmiðir vilja steinull Fyrir bæjarráð 15. þ.m. var lögð ályktun frá fundi Tré- smiðafélags Akureyrar 31. mars s.l., þar sem lýst er samstöðu með þeim hugmynd- um sem uppi em um byggingu steinullarverksmiðju á Sauðár- króki. Bæjarráð ályktaði ekk- ert í tilefni af þessu erindi trésmiðanna. Már Sveinsson Qár- málafulltrúi Hitaveitustjóm hefur lagt til að Már Svavarsson viðskipta- fræðingur Arahólum 2 Reykja- vík, verði ráðinn í starf fjár- máíafulltrúa Hitaveitu Akur- eyrar frá 1. júní n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Bæjar- stjórn hefur samþykkt ráðn- inguna. Bærinn kaupir hluta af upplagi M.A. sögu Með bréfi dagsettu 15. p.m. býður skólameistari Mennta- skólans á Akureyri Akur- eyrarbæ til kaups 300 óbundin eintök af Sögu Menntaskólans á Akureyri 1880-1980, fyrsta og annað bindi. Bæjarráð hefur lagt til að bæjarsjóður kaupi eintök af sögunni fyrir 150 þúsund krónur. Hátíð í Qaqortoq Bæjarstjórnin í Qaqortoq (áð- ur Julianehab) á Grænlandi hefur boðið Akureyrarbæ að senda einn fulltrúa (ásamt maka) á hátíðahöld í tilefni þess, að þúsund ár eru frá landnámi Eiríks rauða á Græn landi. Hátíðahöldin verða 2.-6. ágúst. Boðið hefur verið þegið. FASTEIGNASALA Strandgötu 1 Símar: 21820. 24647 Sölumaður: Stefán Gunnlaugsson Heimasími: 21717 heimilistæki, Þilofnar '#)! v i versudJ hjá fag-I - . - , , • MANNI \ h tadunkar nýlagnir i iilciuui ii'vcai viðgeroirJ GLaABPATA 2£^|ýUREYRI - BQX 873 SIMI 2 59 51 VERSLUN |

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.