Íslendingur


Íslendingur - 21.04.1982, Side 6

Íslendingur - 21.04.1982, Side 6
Utgelandi: Ritstióri og ábm.: A uglýsingastjóri: Ritstjórn, simi: Auglýsingar, simi: Ásknftargjald: Lausasala: Auglýsingaverð: Prentun: íslendingur hl. Gunnar Berg Gunnarsson Guðlaug Sigurðardóttir 21501 21500 kr. 60.00 á ársfjórðungi kr. 6.00 eintakið kr. 60.00 dálksm. Prentsmiðja Björns Jónssonar og Dagsprent Aukið aðhald, bætt fjármálastjórn Þær kosningar til sveiiarstjórna, sem fara fram að mánuði liðnum eiga eftir að breyta valdahlutföllum stjórnmálaflokkanna í sveitarstjórnum verulega. í síðustu sveitarstjórnarkosningum 1978 varð fylgistap Sjálfstæðisflokksins mikið. Orsök þess var fyrst og fremst það mikla moldviðri sem and- stæðingum Sjálfstæðisflokksins tókst aö þyrla upp fyrir þær kosningar. Nú sitja hinsvegar þessir sömu aðilar hljóðir. Sjálfstæðismenn eru staðráðnir í þvi að endur- heimta fyrra fylgi sitt i þessum kosningum og'telja, af viðbrögðum kjósenda, að staða Sjálfstæðis- flokksins sé nú mjög sterk. En til þess að slík fylgis- aukning geti orðið að veruleika verða stuönings- menn flokksins að leggjast á eitt og vinna flokki sínum mun meira fylgi, en hann hlaut í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Stjórnmálastefnur vinstri flokkanna hvetja til siaukinnar skattheimtu og ríkisforsjár. Þetta hefur leitt til þess að sveitarstjórnir með vinstri meirihluta hafa endurspeglaö þessi grundvallarsjónarmið með því að auka sífellt á rekstrarútgjöld. Þetta hefur leitt til hærri skattheimtu til þess að ná endum saman, sem þó engan vegin hefur dugað til, því samdráttur hefur orðið í framkvæmdum og lántök- ur stóraukist. Sjálfstæðismenn hafa margítrekað þau sjónar- mið sin að aukið aðhald i rekstri og bætt fjármála- stjórn séu nauðsynlegir þættir til þess að bæta rekstrarafkomu sveitarfélaga. Sjálfstæðismenn vilja stöðva þá þróun sem byggir á skattahækkunum, útþenslu stjórnsýsl- unnar og siauknum lántökum til þess að ná endum saman í rekstrarútgjöldum. Það er enn fremur margítrekuð skoðun Sjálf- stæðismanna að breytingar þurfi að gera á verka- skiptingu rikis og sveitarfélaga og sveitarfélögum veröi ætlaðir nauðsynlegir tekjustofnar til þess að standa undir þeim verkefnum. íþróttir og útivist Löngum og erfiðum vetri er nú að Ijúka. Snjó- þyngsli þessa vetrar hafa valdið mikilli röskun i samgöngum og leitt til mikils kostnaðar við snjó- mokstur og fleira. Þó menn gleðjist yfir komu sumars og hlýnandi veðri, þá hafa Akureyringar og ferðamenn notið ríkulega útivistar á þessum vetri, hér í þessari mið- stöð vetraríþrótta á íslandi. Þær glæsilegu aðstæð- ur sem hér eru frá náttúrunnar hendi og sú upp- bygging sem hér hefur orðið, hafa meðal annars stóraukið sókn ferðamanna hingað til Akureyrar og hvatt heimamenn til þess að stunda útivist, sér til ánægju og heilsubótar. Nú er hinsvegar svo komið að verulegra viðbóta er þörf í tækjabúnaöi og aðstöðu til þess aö mæta jáörfum þess fjölda sem vetraríþróttir stundar. í þeim málum verður að gera stórátak til þess að gera þessa útivistarparadís að enn fullkomnari stað. Þróttmikið starf skíðamanna i vetur hefur borið ríkulegan árangur. Ástæða er til að óska þessu fólki til hamingju með frábæra frammistöðu og þá sigra sem það hefur hlotið á keppnistímabilinu. Skiöamót yngstu íþróttamanna, Andresar Andar leikarnir, er nú að hefjast hér á Akureyri. Ánægju- legt er að fylgjast með þvi starfi, sem þar er unnið, af börnunum sjálfum og þeim fjölmörgu fullorðnu sem leggja fram mikla sjálfboðavinnu til þess að gera þessa leika að þvi mikla ævintýri sem þeir eru þessu verðandi afreksfólki i skíðaíþróttinni. Blaðið óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. sjs RAUPAD 0G RISSAÐ Af kjúklingabóndanum Kalla á Hóli Hlunnindaráðunautur - ylræktarráðunautur - gjaldkeri - jarð- ræktarráðunautur - fulltrúi - nautgriparæktarráðunautur - fv. ritstjóri - verkfæraráðunautur - fulltrúi - búnaðarmálastjóri - aðstoðarritstjóri - hagfræðiráðunautur - ráðunautur- landnýt- ingarráðunautur - nautgriparæktarráðunautur - garðyrkjuráðu nautur - jarðræktarráðunautur - ráðunautur - loðdýraræktar- ráðunautur - veiðistjóri - sauðfjárræktarráðunautur - skrifstofustjóri - hrossaræktarráðunautur. Upptalningin hér að framan er tekin úr símaskránni. Þetta eru titlar við nöfn þeirra sem skráðir eru með heimasíma hjá Búnaðarfélagi íslands. En vinur minn, Kalli á Hóli, sagði að það vantaði alifugla- ræktarráðunaut, minkaræktar ráðunaut, kanínuræktarráðu- naut og jafnvel fiskiræktar- ráðunaut. „En það getur verið að þeir heyri undir aðrar stofnanir,“ bætti hann við. „Mér fínnst fjárans nóg með hænumar," sagði hann. Kalli kvartaði sáran yfir því, hve flókið það væri orðið að framleiða kjúklingakjöt. „Þetta er allt undir eftirliti. Það koma allskonar sjerlokk- ar til að pota í kjúklingana mína. Þeir rannsaka meira að segja kornið sem ég gef þeim að éta.“ „Er þetta ekki nauðsynlegt í okkar tæknivædda velferðar- þjóðfélagi?“ spurði ég, og reyndi að láta sem ég hefði vit á því sem Kalli var að segja. „Það er víst,“ sagði Kalli og dæsti. „En það er ekki and- skotalaust að vera bóndi í dag, skal ég segja þér. Kröfumar sem gerðar eru til okkar bændanna eru orðnar yfir- þyrmandi." „Það er nú ekkert gaman að veikjast al salmonellasýkl- um,“ lagði ég til málanna. Það koma allskonar sjerlokkar Þetta er allt undir eftirliti . . . „Hvaða helvítis salmonella- sýklum," sagði Kalli og færðist allur í aukana. „Heldur þú að salmonellasýklar hafi verið fundnir upp fyrir fimm eða sex ámm? Nei karlinn minn, ef það eru einhverjir salmonellasýkl- ar til, þá hafa þeir verið til frá örófi alda. Heldur þú að Egill Skallagrímsson hafi aldrei fengið niðurgang, eða hvað?“ „Jú, vafalaust,“ sagði ég, „en hann drakk nú svo sterkan bjór.“ „Nei, þetta salmonellakjaft- æði er bara áróður, en menn verða að gæta þess, að éta ekki yfir sig,‘, sagði Kalli, og var greinilegt að hann þóttist hafa hitt naglann á höfuðið. „En hvað um það,“ sagði ég og reyndi að malda í móinn. „Þú getur ekki neitað því, að það er nauðsynlegt að gæta fyllsta hreinlætis við matvöru- framleiðsluna.“ „Það má vera,“ sagði Kalli. „En ekki man ég til þess, að mér hafi nokkumtíma orðið misdægurt alla mína hunds- og kattartíð og hef ég þó étið það sem að kjafti hefur komið, líka kjúklinga." „Þú ert nú líka sérstakur þrekskrokkur, Kalli minn,“ sagði ég. „Já, af hverju heldur þú að það sé,“ sagði Kalli og glotti út í annað, greinilega ánægður með hólið. „Það er vegna þess, að ég hef alist upp við heilbrigðar lífsvenjur, eins og menn gerðu í gamla daga, en ekki þessa gerilsneyddu tilveru nútímans.“ „Getur það átt sér stað,“ spurði ég, ,jað nútímakjúklingar alist upp við of mikla geril- sneyðingu?" Kalli stökk á fætur og hrópaði: „Þarna komstu með það. Það er þessi andskotans gerilsneyðing sem allt er að drepa. Tæknin er komin á svo hátt stig, að bráðlega má búast við að þeir fari að búa til skepnu sem er allt í senn, svínakjötsframleiðandi, mjólk urframleiðandi, ullarframleið- andi og eggjaframleiðandi, ha?“ 6 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.