Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1983, Blaðsíða 5

Íslendingur - 14.07.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 Jölcndinrtur 5 Islendingur ræðir við Alfreð Gíslason, handboltamann Tekur sæti landsliðsmanns Ertu hræddur um líftóruna? „Nei, nei. Ég hef hins vegar spilað á móti Þjóðverjum og það er aðallega meiðslin, sem maður hugsar um. Sem dæmi get ég nefnt, að ég kem inn í liðið og tek stöðu eins bezta leikmanns Essen, sem var landsliðsmaður í vetur, Berndt Wegener. Á miðjum síðasta vetri slasaðist hann svo illa í leik, að hann spilar ekki meira með Essen, en dúllar með ekki beinlínis þekkt fyrir hreint loft. Ég er ekki viss um, að manni eigi eftir að líka það. En ef mér líkar verð ég áfram úti, og þá jafnvel stefna á það að prófa mig á Spáni líka“. Hvernig verður með íslenzka landsliðið. Gefurðu kost á þér í það áfram? ,,Já, ég stefni að því að halda sæti í landsliðinu. Það er metnaðarmál fyrir mann, og ég stefni nátúrlega í 100 leikja markið eins og allir“. af ármu með landsliðinu heima. Þetta er alþjóðleg regla, sem er tiltölulega nýkomin til“. Ef þú hefðir ekki ákveðið að fara út, hefðir þú þá verið á Akureyri í vetur? „Já, ég hugsa það og þá keppt með KA“. í skuld við sitt gamla félag Finnst þér þú ekki vera að þess vegna, sem ég vil ekki vera of lengi úti. Mig hefur alltaf langað til þess að vera síðustu almenni- legu árin hér á Akureyri, á meðan eitthvað er eftir af handbolta- manninum í mér. Mig hefur t.d. alltaf langað til þess að vinna við þjálfun yngri flokkanna hérna. Eg þekki það af eigin raun, að litlir strákar fá alltof litla tilsögn. Það vantar, að reyndir leikmenn, sem eru að minnka við sig í leik eða hætta að spila, taki að sér þjálfun. Það er furðulegt. En ég vil taka það fram, að þetta hefur tgif verið takmarkið ...“ Essen. Auk þess hafði svo sPænska félagið Atletico Madrid samband við mig í júní, sem er næstbezta liðið á Spáni. En það boð kom of seint“. L Hefðirðu kannski kosið það frekar? » ,»Það hefði orðið léttara fyrir ™* *g> léttari bolti. Enmérlíztmjög vel á að fara til Essen, en þetta fer auðvitað allt eftir því hvernig þetta gengur hjá mér. Þetta hefur alltaf verið takmarkið, að komast * handboltann þarna úti. Maður er náttúrlega að fara að gera sömu hluti og maður hefur verið að gera hérna, nema að fyrir þetta er borgað, en ekki hér“. Hvernig kemur þú út úr þessu ijárhagslega? „Ég get nú ekki skýrt frá Heinum tölum, það er einkamál mitt ogstjórnarfélagsins. Þettaer samningur til tveggja ára ogégfæ greidd ákveðin laun fyrir keppnis- 'ímabilið, greiðslu fyrir vinnu iuk bónusgreiðslna, sem koma ofan á þetta í sambandi við leiki. Eg kem ágætlega út úr þessu fjárhagslega, en í handboltanum eru greiðslur þó ekkert svipaðar þ\-í, sem gerist í fótboltanum. En eg hef betri laun en ég fengi ^okkurn tíma hér í vinnu. En á móti kemur, að þetta er [alsverð áhætta fyrir mig. Þetta er hrikalega harður bolti. Maður getur endað ferilinn snögglega". liði í neðstu deild. Hann bæði ennisbrotnaði og kinnbrotnaði í leik“. Er það daglegt brauð, að menn slasist í þýzka handboltanum? „Ég segi nú ekki, að það sé daglegt brauð, en það gerist oftar þar en annars staðar“. En hvernig lítur þetta út í samanburði við íslenzkan hand- bolta? Nú er oft talað um, að hann sé harður? „Já, hann er kannski jafn- harður í rauninni, en það sem veldur muninum er það, að þegar lið keppir á heimavelli, geta leikmennirnir komist upp með næstum hvað sem er gegn gest- unum. Dómararnir dæma mjög stíft með heimaliðum, þeir hrein- lega þora ekki öðru. Ég hef keppt á móti þýzku liði á heimavelli, og það var nánast lífshættulegt". Kannski verður Spánn næst fyrir valinu Hvað hefurðu hugsað þér að vera lengi í atvinnumennsku? „Eftir þetta samningstímabil verð ég orðinn 26 ára, og þá myndi ég annað hvort gera eins eða tveggja ára samningaftureða drífa mig heim. Þetta fer allt eftir því hvernig mér og okkur líkar. Essen er t.d. í Ruhr-héraðinu og Hvað ertu kominn með marga? „Fimmtíu og níu“. Hvernig er það? Er það byggt inn í samninga, að þú getir leikið með landsliðinu? „Já, ég hafði það inni í samningnum, að ég hefði 30 daga svíkja þína gömlu félaga með því að fara út? „Ja, manni finnst maður alltaf vera í skuld við sitt gamla félag eftir að hafa hlotið handbolta- uppeldið hjá þvi. Það er kannski lagast mikið 3-4 síðustu árin. Þetta hefur skánað mikið, en það vantar samt margt“. Hér sláum við botn í þetta og óskum Alfreð Gíslasyni velgengni í vestur-þýzka Búndeslígunni. í ------------------------- ,()n til liðs við sig * Gefa konur sére.t.v. síðurtíma frá heimili og fjölskyldu en karlmenn? * Eru konur hræddar við að bæta á sig ábyrgðarstöffum? * Eru konur menntunarlega séð eftirbátar karlmanna? Svanhildur Björgvinsdóttir ' Vantreysta konur sér til for- ustustarfa á sviði þjóðmála? * Reyna karlmenn ef til vill vís- vitandi að halda konum á bak við sig á þessu sviði? Fleiri spurningar mætti setja fram, en ég læt þessar nægja. Þjóðfélagið, sem við búum í breytist ört um þessar mundir. Samt dylst engum, sem sjá vill, að enn er að miklu leyti aldagömul verkaskipting kynjanna. Enda hafa karlmenn mótað þetta þjóð- félag að sinni vild, af sínu viti. Þótt bæði karl og kona þurfi í dag að vinna utan heimilis til að geta framfleytt fjölskyldu, eru þau viðhorf ennþá ríkjandi, en að vísu á undanhaldi, að umönnun barna og dagleg umsjá heimilis sé konunnar. Það þarf vissulega áræði og kjark til að breyta gegn hefðbundnum viðhorfum. Og enn þann dag í dag er það til, að strákar eru aldir upp til að verða aðalforsjá heimilis og taka allar meiriháttar ákvarðanir, hugsa út á við. En stelpur eru settar á miklu þrengri bás og athyglinni beint að þeim sjálfum. Nei, eins og viðhorfin eru í dag er engin furða, þótt konur sækist ekki eins eftir því að eyða tómstundum sínum, ef einhverjar eru, í þágu stjórnmálaflokka. Al- menningsálitið segir líka, að þær skult fremur helga sig því, sem kallað er líknar- eða velferðarmál. Flóknara fyrir konur í fyrrnefndri grein Ólafs Þ. Harðarsonar fjallar hann um árangur kvenna við síðustu Al- þingiskosningar og getur þess, að fjölgun þeirra hafi komið frá „nýju“ flokkunum. En frá hvaða kjördæmum koma þessar konur? Það skiptir líka máli. Það er ekkert vandamál fyrir konu á Reykjanesi eða í Reykjavík að taka öruggt þingsæti. Hún ekur í vinnu sína að morgni og kemur heim að kvöldi til sinnar fjöl- skyldu. Fyrir konu í Norðurlands- kjördæmi-eystra er málið miklu flóknara. Taki hún öruggt þing- sæti þýddi það mikla röskun á hennar heimilishögum. Hún yrði að búa í Reykjavík mestan hluta ársins. Að öllum líkindum yrði hún að leysa upp heimilið að nokkru leyti. Ég tel mjög vafa- samt, að makinn væri tilbúinn að fara frá góðu starfi í heimabyggð og vera með konu sinni í Reykja- vík. Og hvað með blessuðbörnin? Ættu þau að fara með mömmu til Reykjavíkur eða vera heima hjá pabba? Þetta virðist aldrei vanda- mál, þegar karlmaður á í hlut. En eitt er víst, viðhorfm verða að breytast, svo að konan geti haft frjálst val í þessum efnum og fleirum til jafns við karlmanninn. Konur koma yfirleitt ekki vel út úr prófkjöri. Það eru eflaust margar ástæður til þess: • Það hefur sýnt sig að miklum peningum er varið í áróður. Færri konur en karlar hafayfir miklu fjármagni að ráða. • Konur eru ef til vill ekki eins harðar og áræðnar í áróðri og karlar. • Þær eru almennt ekki eins þekktar á opinberum vettvangi og karlar, en við sjáum að fjöl- miðlafólkið kemur í heild betur út úr prófkjöri en aðrir nýliðar. • En hvað sem öðrum orsökum líður eru rótgróin viðhorf veiga mest. Þessi viðhorf, sem segja, að karlmenn skuli gegna öllum ábyrgðar- og virðingarstörfum í þjóðfélaginu. Hvað er til ráða? En hvað er til ráða fyrir konur, sem vilja hasla sér völl á sviði stjórnmála og njóta jafnréttis í reynd? Ég nefni nokkur atriði: • Þær verða að gæta þess að ein- angrast ekki í kvenfélögum, vera virkar i blönduðum félög- um á málefnalegum grundvelli. • Kvenfélögin þurfa að sinna vel fræðslustarfi, fræðslu um stefnu flokksins og þjóðmál yfirleitt og þjálfa konur í að tjá sig bæði í ræðu og riti. • Ko'nur þurfa að láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi t.d. með því að skrifa í blöðum það, sem er að gerast í þjóðfé- laginu hverju sinni og máli skiptir. Að þrífast saman Kvennalistarnir hafa hrist upp í fólki og hafa þannig gert gagn, Ég tel þá samt ekki vera til fram- búðar. Það hlýtur að vera heilla- vænlegra fyrir framgang mála að vinna saman eftir skoðunum fremur en kynferði. Engin mál eru einfaldlega sérmál kvenna. Það er blekking. Við verðum að þrífast saman karlar og konur. Eða er það ekki? Daivík, 11. júlí ’83 Svanhildur Björgvinsdóttir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.