Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1983, Qupperneq 6

Íslendingur - 14.07.1983, Qupperneq 6
6 JsUrndroöur FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 Félagsstarf aldraðra Farið verður um Hörgárdal miðvikudaginn 20. júlí með viðkomu á Möðruvöllum og Melum. Brottför frá Alþýðuhúsinu kl. 13.00. Þar eð ekki er gert ráð fyrir festu að þessu sinni er búist við að koma til baka um kl. 17.30. Þátttakendur eru beðnir að taka með sér kaffi eða önnur drykkjarföng, en kökur verða framreiddar að Melum. - Verð kr. 150,00. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku í síma 25880 fyrir föstudag n.k. Félagsmálastofnun Akureyrar. ÚTBOÐ Tilboð óskast í jarðvinnu, frárennslislagnir og að steypa undirstöður að grunnplötu nýbygg- ingar Dvalarheimilisins Hlíðar, Akureyri. Grunn- flötur er 1150 m2. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni s.f., Glerárgötu 34, Akureyri, gegn 2000,00 kr. skila- tryggingu frá og með 22. júlí 1983. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 29. júlí kl. 11,00. TEIKNISTOFAN S.F., Glerárgötu 34, Akureyri. 3ja hæð húseignarinnar Tryggvabraut 22, Akureyri, er til sölu. Stærð 360 m2 auk sameignar. Hæðin er óinnréttuð en einangruð. Upplýsingar í síma (96)21344. VALDEMAR BALDVINSSON S/F Banaslys í Grímsey Banaslys varð í Grímsey að- fararnótt þriðjudags, þegar kanadískri konu mistókst að Ienda á Grímsey eftir fallhlífar- stökk hennar og annarra fall- hlífarstökkvara. Eitthvað fór úrskeiðis hjá stökkvurunum, fimm lentu í sjónum, fjórir á eyjunni, en Rosemary Abilson lenti í björg- um og dó. Tveir íslendingar voru í hópnum. - Málið er í rannsókn. Fóðurverð Framhald af forsíðu verðmyndunargrundvöllur KEA og KSÞ gæti verið réttur, því mismunurinn sé óeðlilega mikill. Verðlagsgrundvöllurinn frá l. júní gerir ráð fyrir fóðurverði upp á 9.300 krónur tæpar á tonnið, en á sama tíma kostaði sekkjuð fóðurvara hérna um 11.200 tæpar tonnið með flutn- ingi, og þetta verð hefur verið í gildi frá l. júní hjá fóðurvöru- deildinni. Grundvöllurinn var hins vegar ekki kominn l. júní í nema tæpar 9.200 krónur. Við þetta er því að bæta, að fóðurvara hjá kaupfélögunum er nánast staðgreidd, því hún er færð á reikninga manna sam- dægurs og ofan á það bætast vextir ef menn skulda. Á hinn bóginn býður Mjólkurfélagið 6% staðgreiðsluafslátt, jafnvel magnafslátt og vaxtafrítt í 45 dag. Ef menn taka mikið magn hjá kaupfélögunum er færslum þó skípt. „Þetta er óhemjulegt mál, og þessu munu bændur aldrei una. Við skiljum það ekki, ef sam- vinnufélög geta ekki útvegað okkur rekstravöru á sambæri- legu verði og aðrir aðilar“, sagði einn bændanna, sem íslendingur talaði við. Allur verðsamanburður á fóðri er erfiður og flókinn og á baksíðu svarar Gylfi Pálsson, deildarstjóri fóðurvörudeildar KEA, nokkrum af þeim stað- hæfingum, sem hafðar eru eftir bændum. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða FÓSTRU á Barnaheimilið Stekk frá 1. október 1983 til 1. júní 1984. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Skriflegar umsóknir sendist til hjúkrunar- forstjóra. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Skóladagheimilið Brekkukot Brekkugötu 8 tekur til starfa 1. sept. nk. Þar geta börn á skólaaldri dvaliö frá 7.30-17.30. Þau sækja þaðan skóla í heimahverfi sínu, einnig fá þau máltíðir á heimilinu. Auk umönnunar á heimilinu fer þar fram kennsla og aðstoð við heimanám. Upplýsingar fást á Félagsmálastofnun Akureyrar Strandgötu 19b, sími 25880. Umsóknir þurfa að berast til Félagsmálastofnunar fyrir 15. ágúst nk. Dagvistarfulltrúi. Leiðrétting í síðasta blaði skýrðum við frá stofnun félags um fóðurverk- smiðju við Húsavík. Inn í frétt- ina slæddust villur og eru þær leiðréttar hér með. Fundurinn fór ekki fram í ídölum, heldur Heiðabæ í Reykjahreppi og ber hluta- félagið nafnið Saltvík hf. Á fundinum voru fulltrúar ríkis- ins, sem á þrjá fjórðu í félaginu og svo Stefán Skaftason og Vig- fús Jónsson á Laxamýri, full- trúar þeirra einstaklinga, sem eiga saman einn fjórða í félag- inu. Akureyrarprestakall: Messað verður- í Akur- eyrarkirkju n.k. sunnudag 17. júlí kl. 10.30 (athugið breyttan messutíma). Sálmar: 455-368-185-252- 526. B.S. Glerárprestakall: Útimessa verður í Kven- félagsgarðinum, milli Ás- hlíðar og Skarðshlíðar, n.k. sunnudag 17. júlí, kl. 14.00. Kvenfélagskonur úr Baldursbrá verða með veitingar á staðnum. Pálmi Matthíasson. ÚTSALAN Furuvöllum 3 er í fullum gangi Áteiknaðar handavinnuvörur Joggingföt með hettu, st. 1 - 2 - 3 Sumar-drengjaföt m. stuttum buxum Tómas Steingrímsson & Co. Lokað vegna SUMARLEYFA frá 15. júlí til 8. ágúst. ULLARMAT SÍS - Akureyri Skipstjórnarnám Umsóknarfrestur um nám á skipstjórnar- braut við Dalvíkurskóla, framlengist til 1. ágúst. Námið veitir réttindi til stjórnunar 120 tonna fiskiskipa. Heimavist á staðnum. Skólastjóri.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.