Íslendingur - 14.07.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983
3$(cnáinður
3
Rafmagnið fór oftast
á Norðurlandi eystra
I engum landshluta urðu jafn
oft bilanir á rafmagnslínum árið
1982 og á Norðurlandi eystra.
Alls urðu bilanir af ýmsu tæi 17
sinnum í samtals 181 og hálfa
klukkustund.
Lengst stóð bilun í 20 klukku-
stundir, þegar Langaneslína datt
út, vegna þess að staur brotnaði
í Eiðisskarði. Aðalástæður bil-
ana voru helztar þær, að staurar
brotnuðu, lína slitnaði, rofi
brann, samsláttur varð eða þá
að ísing og selta ollu bilun.
Aðeins einn landshluti,
Austurland, var rafmagnslaus
lengur en Norðurland eystra í
fyrra eða í 198 klukkustundir,
þ.e. 16 og hálfri klukkustund
lengur. Bilanir þar voru þó
aðeins fjórar en flestar nokkuð
myndarlegar. Til dæmis brotn-
uðu 15 staurar á einu bretti við
Kvísker í nóvember í fyrra.
Eining segir upp
öllum samningum
A almennum félagsfundi .
Einingu í fyrrakvöld voru eftir-
farandi tvær tillögur samþykkt-
ar samhljóða:_____________
Nýju lífi hleypt
í Léttsteypuna
A laugardag var aðalfundur
Léttsteypunnar í Mývatnssveit,
en það fyrirtæki hefur um árabil
framleitt létta milliveggjasteina
og hleðslusteina úr vikri og
hraungrýti, sem nóg er af þar í
sveit.
Framleiðslan hefur verið
nokkuð slitrótt en nú er
meiningin að hleypa nýju lífi i
starfsemina og endurskipuleggja
hana með nýjum framleiðslu-
tegundum og mun víðtækari
söluaðferðum, m.a. með átaki í
sölu fyrir sunnan og vestan.
Haraldur Ásgeirsson, forstjóri
R.annsóknastofnunar bygginga-
iðnaðarins, var á fundinum og
flutti erindi.
Stjórnarformaður er Jón
Illugason, Reykjáhlíð.
Almennur félagsfundur
Verkalýðsfélagsins Einingar,
haldinn ll.júlí 1983, samþykkir
að segja upp aðalkjarasamningi
félagsins, þannig að hann falli úr
gildi 31. ágúst í samræmi við
uppsagnarákvæði samningsins.
Jafnframt samþykktrfundurinn
að segja upp öllum sérkjara-
samningum félagsins frá og með
sama tíma eða strax og upp-
sagnarákvæði þeirra leyfa.
Fundurinn felur stjórn félags-
ins að tilkynna vinnuveitendum
uppsögn samninganna og jafn-
framt að fara með umboð til
viðræðna um nýja samninga,
þar til annað kynni að verða
ákveðið".
Þá var einnig samþykkt eftir-
farandi:
„Almennur félagsfundur,
haldinn í Verkalýðsfélaginu
Einingu mánudaginn 11. júlí
1983, varar við þeirri alvarlegu
þróun, sem orðið hefur í
atvinnumálum á Eyjafjarðar-
svæðinu á síðustu árum, en þar
er atvinnuleysi nú. meira en á
öðrum stöðum á landinu*
(INNAN SVICíA)
Amerískur ferðalangur, blaða-
maður að starfi, var á ferð í
bænum um daginn. Eitt af því
fyrsta sem hann gerði var að
kíkja í bæjarblöðin og þóttu
honum þetta sómablöð að sjá
fyrir ekki stærri bæ. Þó hafði
hann sitt hvað út á „bænda-
blaðið“ (Dag) að setja. Einkum
þótti honum einkennilegt, að
forystuérein í Degi skyldi
merkt SÓB.
Á amerísku stendur nrfni-
lega skammstöfunin SOB fyrir
„son of a bitch“, eða tíkar-
sonur.
Þessi SÓB mun víst vera
Sigurður Óli Brynjólfsson,
ágætur maður að sögn, þótt
sumum þyki hann vera ótta-
legur SOB.
ÍÞRÖTTIR
Leikur KA og Reynis var hörmung
KA-merm þurfa að taka sig verulega á efþeir œtla í 1. deild
KA og Reynir, Sandgerði,
gerðu jafntefli 1-1 á Akureyrar-
velli í gærkvöldi. Með sigri í
þessum leik hefðu KA-menn
komist í efsta sæti 2. deildar.
En það var af og frá að leikmenn
hefðu áhuga á því. Þeir spiluðu
á hálfri ferð allan tímann og
varla það.
En snúum okkur að leiknum.
KA-menn fengu fyrsta færið á
12. mínútu er Ormar átti þrumu
skot frá vítateig, en markmaður
Reynis varði glæsilega. Fyrri
hálfleikur var mjög slakur og
var mest um miðjuhnoð og lítið
um samspil og góð færi. Á 45.
mínútu fyrri hálfleiks fékk þó
Tómas, hægri bakvörður KA,
eitt besta færi, sem undirritaður
hefur séð. Hann fékk boltann
fyrir innan markteig og stóð
fyrir opnu marki, en mjög slakt
skot hans fór framhjá.
Á 5. mínútu síðari hálfleiks
náðu KA-menn góðri sókn upp
vinstri vænginn, Ásbjörn Björns
son var með boltann við enda-
línu, lék þar laglega á einn
varnarmann Reynis og gaf góð-
an bolta fyrir markið, þar var
Hinrik Þórhallsson á réttum
stað og potaði boltanum i
markið.
Á 25. mínútu opnaðist vörn
KA illa og Reynismenn löbb-
uðu í gegn eins og ekkert væri
auðveldara og náðu að jafna
Þórsarar bökuðu
Skagamenn syðra
Þórsarar gerðu góða ferð til
Akraness síðast liðin laugar-
dag, er þeir unnu Skagamenn
mjög sanngjart 2-0. Strákarnir
úr Þór byrjuðu þennan leik af
fullum krafti, og gáfu Skaga-
mönnum aldrei frið til að
byggja upp spil.
Á 17. mínútu skoruðu Þórs-
arar fyrra mark sitt og skoraði
Halldór Áskelsson markið
með föstu skoti, eftir góðan
undirbúning hjá Helga Bents-
syni.
Skagamenn voru meira með
boltann í fyrri hálfleik, en
náðu aldrei að skapa sér góð
færi, en það gerður þórsarar
og á síðustu mínútunni í fyrri
hálfleik fengu þeir aukaspyrnu
rétt fyrir utan vítateig. Guðjón
Guðmundssou tók spyrnuna
og skoraði með þrumuskoti. í
síðari hálfleik börðust Þórs-
arar eins og ljón til að halda
fengnum hlut og voru nær því
að skora sitt 3ja mark, en að
Skagamenn að komast á blað.
Bestu menn Þórs í þessum
leik voru Halldór Áskelsson
og Guðjón Guðmundsson, en
liðið í heild átti góðan dag.
með góðu skallamarki frá Sig-
urði Stefánssyni. Á 35. mínútu
fékk Jóhann Jakobsson, KA,
dauðafæri er hann stóð einn og
óvaldaður á vítapunkti en skot
hans fór beint í fang mark-
manns Reynis.
K A-liðið átti í heild afar slak-
an dag og mega þeir taka sig
mikið á ef þeir ætla sér sæti í
fyrstu deild. G.B.
KA vann Njarðvík
KA-menn unnu Njarðvík 3-2 á
Akureyrarvelli síðastliðinn
föstudag.
Hinrik Þórhallsson skoraði 2
af mörkum KA, en Friðfinnur
Hermannsson eitt. Mörk
Njarðvík skoruðu Jón
Halldórsson og Guðmundur
V. Sigurðsson.
Jafntefli á Húsavík
Völsungar áttu allan leikinn á
móti Einherja frá Vopnafirði,
á Húsavík síðastliðinn föstu-
dag, en máttu sætta sig við
jafntefli 1-1.
Mark Völsunga skoraði
Kristján Kristjánsson en
Vigfús Davíðsson jafnaði fyrir
Einherja.
Næstu leikir:
Þór-KR á föstudag kl. 20
á Akureyrarvelli
Fylkir-KA á sunnudag
Vandi ríkisstjórnarinnar
Það blandast varla nokkrum
hugur um það, að ríkisstjórnin
sem mynduð var í maí lok tók
við geysierfiðum vandamálum
til úrlausnar. Hún tók við
100% verðbólgu, ört vaxandi
skuldasöfnun erlendis, gap-
andi eyðu í fjárlög og samdrætti
í fiskafla. Hún tók við því
erfðaloforði íslenskra stjórn-
málamanna að haldið skyldi
uppi fullri atvinnu hvað sem
öllum ytri og innri aðstæðum
liði, loforði sem næstum er
óhugsandi að standa við hvort
sem menn ætla sér að halda
áfram verðbólguvitleysunni eða
lifa við samdrátt í útflutningi,
neyslu og þjónustu án þess að
auka erlenda skuldasöfnun.
Sú aðferð, sem ríkisstjórnin
greip til, að reyna að rjúfa víta-
hring verðbólgunnar með einni
skurðaðgerð er víst vel þekkt
og reyndar sú eina, sem talin er
líkleg til árangurs. Hins vegar
er það háð ýmsum forsendum
hvort þessi tilraun, því að
vissulega er þetta aðeins til-
raun, tekst eða ekki. Það er
eftir að leysa ýmis vandamál
sem hvert um sig er það stórt,
að það getur riðið ríkisstjórn-
inni að fullu.
I fyrsta lagi eru vandamál
sjávarútvegsins geigvænleg og
það er ekki sjáanlegt hvernig
þau verða leyst a.m.k. ekki
með því að halda genginu
blýföstu.
I öðru lagi er engin leið að
sjá hvernig endar nást saman á
fjárlögum þessa árs, hvað þá
næsta, án þess að taka meiri
lán.
í þriðja lagi er það allsendis
óvíst hvort það tekst að koma
verðbólgunni eitthvað nálægt
því niður á það stig, sem Þjóð-
hagsstofnun hefur spáð og
búið er að hampa framan í
Björn Dagbjartsson
launþega. Það er alveg sama
þó að þeir trúi því ekki, að
þessarspárstandist. Þær verða
hermdar uppá ríkisstjórnina
sem loforð.
í framhaldi af þessu er svo í
fjórða lagi sú spurning hvort
verkalýðshreyfingin lætur til
skarar skríða á einhvern hátt.
Með ýmsu móti verður reynt
að neyða ríkisstjórnina til
undanhalds án jæss að svo-
kallaðir verkalýðsforingjar
verði sakaðir beint um óábyrga
afstöðu eða tilraun til að skapa
atvinnuleysi.
Sjálfsagt má finna fleiri stór-
vandamál sem gætu orðið
banabitar þessarar ríkisstjórn-
ar. Það er auðvitað lítil reynd
komin á stjórnarsamstarfið
eða framkvæmd stjórnarstefn-
unnar á 6 vikum. En víst er um
það að fylgst verður grannt
með framvindunni næstu
vikurnar. Menn munu fylgjast
með verðbólgustiginu og
gengisbreytingum betur en
áður vegna minnkandi fjár-
ráða. Af sömu ástæðu verða
fjölskyldur og byggðalög
áþreifanlegar vör við atvinnu-
leysi og minnkandi yfirvinnu.
Sérhver tilslökun af hálfu
stjórnvalda eða undansláttur
frá ákvæðum bráðabirgðalag-
anna í vor verður ákaflega illa
séð af mörgum stuðnings-
mönnum stjórnarinnar. Það
verður. fylgst með því hvort
dagpeningar opinberra starfs-
manna verða hækkaðir um-
fram 8% þrátt fyrir „ákvörðun“
launadeildar. Það verður
fylgzt með því hvernig samið
verður um sérstakar álags-
greiðslur til starfsmanna við
undirbúning Blönduvirkjunar.
Og það verður alveg sérstak-
lega tekið eftir hækkunum hjá
Pósti og síma, hjá hitaveitum
og orkuveitum og hækkunum
landbúnaðarafurða. Það verð-
ur erfitt viðfangsefni að koma 1
veg fyrir eftirtektarverðar
hækkanir á þessum fram-
færsluþáttum.
Mesti vandi ríkisstjórnar-
innar er þó líklega sá, að halda
góðu sambandi við fólkið í
landinu þrátt fyrir harðar efna-
hagsaðgerðir og versnandi lífs-
kjör. Þar er markviss og yfir-
veguð upplýsingamiðlun snar
þáttur. Ef þetta mistekst þá
gleymist fljótt að þessi stjórn sé
eitthvað sérstaklega STERK
og að flokkarnir hafi sýnt
einhverja feikilega ábyrgð og
fórn að leggja til ráðherra í
stólana.