Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1983, Síða 8

Íslendingur - 14.07.1983, Síða 8
RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Simar: 23257 og 21867 Raflagnir - viðgerðar- þjónusta á raflögnum og heimilistækjum. heimilistæki, Þilofnar -hitadunkar KAUPANGI - AKUREYRI - BOX 873 VERSUD HJÁ FAG* MANNI NÝLAGNIR VIOGEROIR , nrnrA VIÐHALD SlMI: 25951 VERSLUN KEA greiðir fullan skatt - segir Gylfl Pálsson, deildarstjóri ,,Það sem menn verða að átta sig á, er að á tímurn mikilla verð breytinga og verðhækkana meðal annars vegna gengis- fellingar, verður allur saman- burður á verði erfiður," sagði Gyin Pálsson, deildarstjóri fóð- urvörudeildar KEA ísamtalivið fslending vegna forsíðufréttar í blaðinu í dag um fóðursölu og fóðurverð. í þessu dæmi er um það að ræða, að Mjólkurfélag Reykja- víkur kögglar sitt fóður sjálft innan lands og stór hluti af því er innlent. Þetta þýðir að Mjólkurfélagið losnar við að greiða fóðurbætisskattinn að hluta sem er 33.3% af cif-verði, en á hinn bóginn er KEA með innflutt fóður og greiðir þar með fullan skatt af sínu fóðri. Gylfi benti sérstaklega á að með þessu losnaði Mjólkur- félagið við, að greiða skatt af innlenda hluta fóðursins, flutn- ingsgjaldinu af því og vinnunni við að köggla það. Gylfi Pálsson sagði, að þeir hjá fóðurvörudeildinni stefndu að því á næstunni, að nota meira innlent fóður og köggla það sjálfir, og þar með losna þeir við hluta af skattlagning- unni af innflutningnum. Hann sagði, að þetta væri hagkvæm- ara fyrir bændur og þjóðfélagið í heild, auk þess sem fóðrið væri betra. „Við höfum alltaf reynt að halda verðinu niðri og í mörg ár hefur verið stefnt að því að lækka fóðurvöruverðið. Það hefur allaf verið okkar mark- mið. Gylfi sagði, að stefnan væri sú, að reka fóðurvörudeildina án hagnaðar og fóðrið þannig selt á kostnaðarverði. Félagsmálastofnun í sparnaðarhugleiðingum: Starfsmannafundir kosta 300 Allt frá því í haust hefur stjórn Félagsmálastofnunar unnið að því að finna leiðir til að spara í rekstrinum og hefur meðal annars verið rætt um í félags- málaráði að fækka starfsmanna- fundum þeirra, sem vinna við dagvistirnar sex, sem reknar eru á vegum stofnunarinnar. Aætlaður kostnaður við þessa fundi á hverju ári nemur um 300 þúsund krónum. Jón Björnsson, félagsmála- stjóri, sagði við Islending, að þess hefði verið farið á leit við stjórnendur og starfsmenn dag- vistanna, að starfsmannafund- um yrði fækkað. þúsund Ástæðan fyrir því, að kostnað- urinn nemur 300 þúsund krón- um er sú, að starfsmennirnir fá greitt útkall vegna fundanna, þ.e. fjóra klukkustundir í eftir- vinnu. Kemur þar til, að eina leiðin til þess, að allir starfs- mennirnir geti komið á þessa fundi, er að halda þá utan venju- legs vinnutíma. Jón sagði, að starfsmanna- fundirnir væru nauðsynlegir, en dýrir. Hann sagði, að ýmsar leiðir hefðu verið athugaðar, sem til sparnaðar gæti horft, s.s. minnkuð yfirvinna, afleysingar Framhald á bls. 7 Fær Slippstöðin smíði ÚA togarans? í dag verður sennilega fundur í stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga, þar sem væntanlega verður fjallað um tilboð þau, sem bárust vegna smíði nýs togara fyrir félagið. Eins og kunnugt er var japönsk skipasmíðastöð með lægsta boðið, en næst á eftir henni kom Slippstöðin hér á Akureyri. Japanska tilboðið var ekki í fullu samræmi við útboðsgögn, en það var hins vegar tilboð Slippstöðvarinnar. Ekki er vitað hver hreppir hnossið, en það er mál manna, að það yrði mikil lyftistöng fyrir íslenzkan skipasmíðaiðnað ef Slippstöðin fær þetta verkefni. „Prófsteinn á áhugann héma“ - segir Signý Páls- dóttir, leikhússtjóri „Með þessari dagskrá, sem við höfum sett fyrir næsta leikár verður látið reyna á það hvort til eru áhorfendur fyrir leikhúsið", sagði Signý Pálsdóttir, leikhús- stjóri, i samtali við Islending. „Þetta verður prófsteinn á áhuga Akureyringa og við kost- um miklu til í því skyni með stórum sýningum“. Fyrsta verkið, sem sett verð- ur upp, er My Fair Lady og munu um 40 manns taka þátt í þeirri sýningu. Leikstjóri verð- ur Þórhildur Þorleifsdóttir, hljómsveitarstjóri er Roar Kvam, hljómsveit Tónlistar- skólans (kennarar og nemend- ur) og hluti Passíukórsins taka þátt í sýningunni. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur Elísu, en samningar standa yfir við „prófessor Higgins". Leik- mynd gerir Jón Þórisson. Frumsýningin verður 14. október, en æfingar byrja snemma í ágúst. „Þetta er viðamesta uppfærsla Leikfélags Akureyrar síðan það varð atvinnuleikhús“, sagði Signý Pálsdóttir, en leik- húsið heldur einmitt upp á 10 ára atvinnumennsku í vor“. Þrjú önnur verk verða á efnisskrá Leikfélagsins í vetur. Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson verður jóla- stykkið, frumsýnt á 2. í jólum. Með titilhlutverkið fer Hjalti Rögnvaldsson, sem er nýflutt- ur til Akureyrar. Haukur Gunnarsson leikstýrir verkinu, en hann setti Bréfberann frá Arles upp hér í fyrra, en það verk hlaut góðar undirtektir og dóma. Haukur kemur sérstak- Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri. lega frá Noregi til þess að vinna fyrir leikfélagið. Jón Þórisson gerir einnig leikmyndina í þessu verki. Dísu leikur Ragn- heiður Tryggvadóttir en Stein- unni, Ragnheiður Steindórs- dóttir. Seinni hluta vetrar verður svo sett upp verk Nínu Bjarkar Árnadóttur, Súkkulaði handa Silju, sem sýnt var á litla sviði Þjóðleikhússins í fyrra. Leik- stjóri er Haukur Gunnarsson, leikmynd gerir Guðrún Sigríð- ur Haraldsdóttir, sem unnið hefur við leikmyndahönnun í Lundúnum í nokkur ár. I þessu verki verða fastráðnir leikarar Leikfélagsins í aðal- hlutverkum. Síðasta verkið á dagskránni í vetur verður svo Kardemommu- bærinn eftir norska barnaleik- skáldið Torbjörn Egner. Signý Pálsdóttir tók fram, að léleg aðsókn að leikhúsinu hér væri ekki sér akureyrskt fyrirbæri. Sömu sögu væri að segja af leikhúsunum fyrir sunnan og áhugamannaleik- félögum um allt land síðasta leikár. „Það er spurning hvort þetta er kreppueinkenni eða hvort vídeóið er að leggja í rúst bæði bíó og leikhús hér í bæ“, sagði Signý Pálsdóttir, leikhús- stjóri. Aðstoð Félagsmálastofnunar við illa stadda: Fjárveitingin í ár nær því uppurin Félagsmálastofnun Akureyrar á við fjárhagserfiðleika að etja vegna greiðslna á fjárhagsaðstoð til illa staddra einstaklinga hér í bæ. Áætlað er, að núna á miðju ári sé þegar búið að verja um 80 af hundraði þeirrar fjárveiting- ar, sem ætluð var í fjárhags- aðstoð. Fjárveitingin nemur 750 þúsundum króna. Jón Björnsson, félagsmála- stjóri, sagði að mjög mikil fjölgun hefði orðið í umsóknum um aðstoð á síðustu tveimur árum. „Á síðasta ári byrjaði eitthvað að gerast, sem er þessu kerfi algjörlega ofvaxið og á þetta kerfi hefur lagzt fjárhagsvandi, sem það ræður ekki við“, sagði Jón Björnsson. Fyrstu fimm mánuði ársins 1981 fékk félagsmálaráð til umsagnar 23 mál af þessu tæi, 19 voru samþykkt, á sama tímabili árið 1982 voru málin 41, þar af 36 samþykkt, en fyrstu 5 mánuði þessa árs hefur félagsmálaráð fengið 91 mál og samþykkt 68. Þetta er talsverð aukning og ljóst, að 750 þúsund krónur hrökkva skammt. Aðalástæður fyrir þessari auknu ásókn í aðstoð kvað Jón vera þær, að nú væri fólk að vakna upp við það, að lán eru verðtryggð, hér hefur verið hörgull á vinnu og ekki hægt að treysta á yfirvinnu í sama mæli og áður var, í þriðja lagi væri það, að ýmsar eignir, sem áður voru vel seljanlegar ganga verr út nú, eins og t.d. bílar, og í fjórða lagi hækkuðu bætur almannatrygginga 1. júní um 8%, en almennar hækkanir urðu hins vegar um 25-35%. Þetta taldi Jón e.t.v. aðalástæðuna. Þetta táknaði, að kaupmáttar- skerðing bóta hefði orðið um 25%. Þá benti Jón Björnsson á, að af því sem hægt hefði verið að lifa á fyrir stuttu, væri ekki hægt núna. Ellilífeyrir og tekjutrygg- ing nema nú 6.747 krónum. „Eins og aðstæður eru núna er vonlaust fyrir einstakling að lifa á þessu, jafnvel þótt hann Kramhald á bls. 7

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.