Íslendingur - 15.03.1984, Qupperneq 1
ll.TBL. 69. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984
AKUREYRI
Sullur fannst
í 40 ára konu
Eins og skýrt hefur verið frá í
fjölmiðlum fannst sullur í sjúkl-
ingi á Fjorðungssjúkrahúsinu
fyrir skömmu og var sullurinn
ijarlægður. íslendingi er kunnugt
um, að sullur er mun algengari
en almennt er talið og var t.d. í
fyrra greindur sullur í konu á
Akureyri. Kona þessi er rösklega
fertug.
Ekki var talið óhætt að skera
hana upp.
Jafnframt var ekki talin nauð-
syn á því að skera sullinn í
burtu, þar sem hann var kalk-
„Heildar-
endurskoðun-
brýn
Á bæjarstjómarfundi á þriðjudag
varpaði Gunnar Ragnars (S)
fram þeirri hugmynd hvort ekki
væri komin ástæða til þess að
cndurskoða aðild bæjarins að
Fjórðungssambandi Norðlend-
inga í Ijósi þess, að hér væri
komið Iðnþróunarfélag Eyfirð-
inga og í bígerð væri stofnun
Iðnaðarmiðstöðvar hér á vegum
iðnaðarráðuneytisins.
Vitnaði Gunnar til þess, að
fjárframlag Akureyrarbæjar til
Fjórðungssambandsins næmi nú
einni og hálfri milljón króna auk
þess, sem nú bærust fréttir úr
vesturhluta Norölendingaíjórð-
ungs um úrsögn úr sambandinu.
Gunnar Ragnars sagði í við-
tali við íslending, að með þess-
um orðum sínum ætti hann alls
ekki við, að sambandið yrði lagt
niður eða aðildin sem slík
endurskoðuð, heldur ætti hann
við það, að sér sýndist nauðsyn-
legt að endurskoða heildarskip-
an þessa mála og hvemig allir
þessir kraflar nýttust sem bezt.
„Ég á alls ekki við, að Fjórð-
ungssamband Norðlendinga
verði lagt niður”, sagði Gunnar
Ragnars „né að við eigum að
segja okkur úr því.”
aður og þannig einangraður og
skaðlaus fyrir líkamann.
í áranna rás hafa röntgen-
læknar á Fjórðungssjúkrahúsinu
greint kalkaða sulli og kemur
slíkt fyrir við og við án þess, að
veður sé gert út af því.
Þetta á þó einkum við eldra
fólk þannig, að dæmið um kon-
una frá því í fyrra er óvanalegt,
ef miö er tekið af aldri konunn-
ar..
Á röntgenmyndum er ekki
hægt að greina ókalkaðan sull.
Hann verður að flnna með
öðrum leiöum og mun þessi
kona koma í skoðun vegna
hugsanlegrar sullaveiki með
reglulegu millibili.
Kalkaður sullur er skaðlaus,
þar sem um hann myndast kalk,
sem lokar hann af og einangrar.
Á hinn bóginn getur svo sull-
ur sprungið og breiðzt út og þá
þarf að gripa til ráðstafana til
þess að hefta útbreiðslu hans.
Þeir læknar, sem íslendingur
ræddi við, voru fremur tregir að
ræða þessi mál.
Grafísk kyrrð
Ljósm. Gunnar Kr. Jónasson.
Verður heimavistarskól-
unum lokað fram á vor?
Allmargir heimavistarskólar í
Norðurlandi eystra eiga nú við
mikla fjárhagsörðugleika að
stríða, þar sem ekki hafa borizt
greiðslur frá fjármálaráðuneytinu
vegna kostnaðar af akstri nem-
enda, ræstingu og mötuneyta.
Hjá stærri skólunum er hér um
að tefla 200-300 þúsund krónur á
mánuði, sem er viðkomandi
sveitarfélögum um megn að
standa undir. Haft er eftir einum
skólastjóranna, að vegna þessar-
ar greiðslutregðu væri affarasæl-
ast að loka skólunum.
Sams konar vandamál gerðu
vart viö sig síðari hluta síðast-
liðins árs, en þá var þessum
málum bjargað.
Nú segja kunnugir hins vegar
Islendingi, að málin séu alvar-
legri, þar sem ekki séu liðnir
nema röskir tveir mánuðir af
árinu, en svörin fyrir sunnan séu
þau, að fjárveitingar séu upp-
urnar.
Þá er á það bent, að núna sé
farin einhver ókunn og óskýrð
leið við úthlutun á þessu fjár-
magni þannig, að sumir skólar
fái allan sinn skammt, en aðrir
ekki neitt. Á þessu kann enginn
skýringar.
Fræðsluskrifstofan fer yfir all-
ar verkbeiðnir og áætlanir og
kannar hvort ekki sé í samræmi
við gögn embættisins og boð-
sendir síðan beiðnirnar suður.
Þar velur hins vegar „einhver
ósýnileg hönd” tiltekna skóla út
úr, að því er virðist án nokkurrar
sérstakrar viðmiðunar.
Þeir starfsmenn skólanna, sem
hafa lent í því að fá ekki skilvís-
ar greiðslur fyrir þjónustu sína,
s. s. bílstjórar eru nú orðnir
þreyttir á þessu og er íslendingi
t. d. kunnugt um einn bílstjóra,
sem lýsti yfir því á síðasta ári, að
bærust honum ekki greiðslur
fyrir aksturinn fyrir 15. hvers
mánaðar, þá væri hann hættur.
Um helgina er fyrirhugaður
fundur í fræðsluráði hér á Akur-
eyri, þar sem Qallað verður um
greiðslutregðu ríkisins.
Fjárhagsáœtlun sam-
þykkt á þriðjudag
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs
Akureyrar fyrir árið 1984 var
afgreidd á bæjarstjómarfundi á
þriðjudag með atkvæðum allra
bæjarfulltrúanna ellefu. Minni-
hlutinn, Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur, stóðu að
áætluninni, en fram kom í máli
fulltrúa minnihlutans, að þeir
hefðu kosið, að sitthvað í
áætluninni hefði verið á annan
veg. Hins vegar væri þar um að
ræða atriði, sem ekki væru svo
veigamikil, að ástæða hefði ver-
ið að efna til ágreinings vegna
þess.
Gunnar Ragnars og Sig-
urður J. Sigurðsson (S) sögðu,
að Sjálfstæðisflokknum hefði
tekizt að fá útsvarið lækkað í
10,6% sem væri lægra en gera
hefði mátt ráð fyrir miðað við
yfirlýsingar bæjarfulltrúa fyrr i
vetur.
Þá væru skuldir bæjarins
ekki auknar. Lögð væri áherzla
á að klára þau verk, sem hafin
væru, en ekki ráðist í ný og
síðast en ekki sízt væri gert ráð
fyrir niöurskurði í rekstri upp a
3%.
Ljósm. Gunnar Kr. Jónasson