Íslendingur


Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 7

Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 7
6 Jslcudroaur MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 Jslcuðinöur 7 Útgefandi: Ritstjóri: Auglýsingastjórh Ritstjórn, sími: Auglýsingar, sími: Askriftargjald: Lausasala: A uglysinga verö: Prentun: islendingur hf Halldór Halldórsson (ábm.) Kristin Ottesen 21501 21500 kr. 130á ársfjórðungi kr lOemtakíð kr. 130 dálksm. Tækmdeild Islendmgs og Dagsprent Ár að baki Fyrir ári sídan var kosningabaráttunni fyrir alþingis- kosningarnar aó Ijúka. Sjálfsagt hafa ýmsir háttvirtir kjósendur veriö orónir ruglaðir í ríminu þegar yfir lauk. Þótt Sjálfstæöisflokkurinn ynni góöan sigur og bætti viö sig verulegu fylgi, tókst ekki aó ná þaö miklum þingstyrk aö dygöi til stjórnarmyndunar meö hvaða öörum flokki eða flokksbroti sem var. Afleiö- ingin varó stjórnarsamstarf viö Framsókn þar sem báóir uróu aó slaka nokkuð til, ef þeir á annaó borö vildu ekki hlaupa frá þeirri ábyrgö aö stjórna landinu. Hvernig hefur sjálfstæóismönnum svo gengið aö ná fram sínum, nú ársgömlu kosningaloforðum, er eðlileg spurning. Eitt stendur vissulega upp úr. Þaö hefur tekist að berja niður veröbólguna án þess aö til teljandi atvinnuleysis hafi komiö. Þaö geta allir gert sér þaö í hugarlund að þaö hefur ekki alltaf verið létt fyrir framsóknarmenn að þurfa aö fram- kvæma „leifursókn íhaldsins.” Annað stórt atriöi er það aö smám saman er aö skapast á ný traust annarra þjóöa og erlendra manna á íslendingum í utanríkismálum, í viðskiptum og í samningum t.d. varöandi orkusölu og sameign í fyrirtækjum. Þaó má telja mjög góöan árangur eftir alla niöurrifs- og rógsstarfsemi undanfarinna ára. Viö munum fyrst nú fara aó sjá afrakstur endur- vakins trausts á okkur sem viðræöu.hæfum mönnum. Þá má ekki gleyma því aö mörg þýðingarmikil skref hafa verið stigin til aö endurskipuleggja opin- beran rekstur. Menn skyldu ekki vanmeta þýöingu þess aö opinber fyrirtæki hafa þegar veriö seld, aö vísu hvorki mörg né mjög stór, en þaö verður fleira gert á næstunni til aö snúa frá hinum stööugt vaxandi ríkisafskiptum síðustu ára. í þessum efnum er rétt aö minnast þess aö ekki er aóeins viö tregóu samstarfsflokksins að eiga, heldur líka andspyrnu ýmissa embættismanna „kerfisins” og stofnana þess. Því er ekki aó neita aö í sumum málaflokkum gengur hægar aö efna fyrirheitin en mörgum sjálf- stæðismönnum líkar. Fyrst er kannski aö telja aö þaö voru vonbrigði aö skatta tókst ekki að lækka á þessu ári. Þó aó á því finnist eðlilegar skýringar, að skattbyrðin er jafnþung og áður, fyrst og fremst við- skilnaður síðustu stjórnar, þá ber aö stefna að því að skatta megi lækka þegar á næsta ári. Annar fleinn í holdi er vandi húsbyggjenda sem enn hefur ekki tekist aö leysa á viðunandi hátt. Menn sjá nú aö það var fullmikil bjartsýni aö ætla að hægt væri aö auka fjárstreymi til íbúðabygginga á sama tíma og verð- bólgunni væri náó niður. Það er samt sem áöur staðfastur ásetningur sjálfstæðismanna að efna sín loforó í þessum efnum eins fljótt og auóiö er. Á meðan verður aó finna ráö til aö leysa brýnustu vandamálin. í þriöja lagi valda ríkisfjármálin nokkrum áhyggjum. Þaö veittist ósköp auðvelt á hinum síöustu „Hrunadans-árum” að láta ríkissjóö bera sig, annars vegar með því aö taka erlend lán og hins vegar meö því aö sölsa undir sig drjúgan skerf af veróbólgubruðli almennings. Þaö getur verið aö draga verói úr einhverri þjónustu, jafnframt því aó draga úr framkvæmdum og yfirbyggingu kerfisins, en þaö er betri kostur en eyðsluskuldasöfnun. Engum getur dulist aó ríkisstjórnin hefur náö gagnmerkum árangri á tæpum 11 mánuóum. Á næstu 20 til 30 mánuðum veróur róóurinn léttari og árangurinn enn betri. B.D. í nýlegu Ijóði, Hungurvaka á friðar- páskum, segir Matthías Johannessen í lokin: Ekkert svangt barn og sjúkt lifír á sam- vizku annars manns, allra sízt skálds sem er skítblankt öllum stundum, ekkert barn, Claes Anderssen. Það er ekki sérstök ástæöa til aö staldra viö þaö. aö Matthías er hér að svara skáldbróöur sínum sænskum. Þaö er hins vegar ástæða til að veita athygli hugsuninni í þessum línum og hinu aö Ijóðið heitir ekki Hungurvaka á páskum 1984 heldur Hungurvika á friðarpáskum. Þaö er kannski aö lesa of mikiö í þessum línum að geta sér þess til, að það skipti máli. að hér er höfðað til friðarpáska. Þá ætti hugsunin í þessum línum líka að vera sú, að skítblönk skáld og aðrir, sem svipað er ástatt fyrir og hafa það sér til dægrastyttingar nú á páskum 1984 að hjala um frið, bjarga ekki friönum. Þau geta haft vonda samvizku vegna atóm- bombunnar, en það er líka allt og sumt. Hvort sem Matthías hugsaði þetta og ætlaði aö segja það, þá er það vel þess viröi, aö það sé sagt. Friður og afvopnun Af ýmsum ástæðum virðist sumum eins og heimurinn verði friðsamlegri viö það, að staðsetningu kjarnorkuvopna verði hætt, jafnvel allri framleiösiu. Aðrir trúa því að öll vopn þurfi að hverfa til að friðvænlegt megi teljast. Þá sé von til þess að þjóðir heimsins leysi deilumál sín á friösamlegan hátt með samkomu- lagi eöa úrskuröi dómstóla, sem þar til eru settir. Þessi aðferö hefur gengið ágætlega til aö leysa deilumál þegna í ríkjum Vesturlanda. En heimsfriðurinn er friður á milli þjóða. Og þótt þessi aðferð hefi gengiö ágætlega til að leysa ágreining milli einstaklinga, þá má vel hugsa sér, að hún gengi til að leysa ágreining vestrænna þjóða. En hvað með þjóðir í öðrum heimshlutum? Dett- ur einhverjum í hug, að alþjóðlegur dómstóll leysi deilumál Víetnama og Friðarpóskar Kínverja eða Víetnama og Kambódíu- manna, Sovétmanna og Pólverja svo að eitthvað sé nefnt? Sú trú, að allar þjóðir heimsins muni sætta sig viö úrskurði aljijóðlegra dómstóla, eins og þegnar á Vesturlöndum gera við eigin dómstóla, byggir að þeirri forsendu, að allir jarðar- búar séu í grundvallaratriðum eins. Þeir sætti sig við sama gildismat, hafi sömu eða svipaðar þarfir, setji sér í megin- atriðum sömu markmiöin, þrái sams konar samfélag manna. ... hjörtum mannanna svipar saman í Sudanl og Grímsnesinu. eins og Tómas orðar þar. Ólíkt gildismat En það er rétt aö taka vel eftir orðalaginu hjá Tómasi. Hann segir svip- ar saman. ekki að þau séu eins og sams konar. Og þar liggur nefnilega hundur- inn grafinn. Þessi trú á hið lögformlega, alþjóðlega samfélag mannanna er eigin- lega ekki annað en aö gildismat Vestur- landa, eins og það birtist í veigamestu stofnunum þeirra er alhæft yfir á allan heiminn og ekkert tekið tillit til þess, að siðir, venjur, skoðanir, trúarbrögð og samfélagsgerð er mjög ólíkt á ólíkum stöðum á jörðinni. Imyndar nokkur maður sér, að erkiklerkurinn Khomeni muni sætta sig vió aðra eins menningar- lega nauðung og að beygja sig undir alþjóðlega dómstóla. Uppreisn hans var meðal annars gerð til að spyrna gegn vestrænum áhrifum í íran. Ætli þjóðir Þriðja heimsins kölluðu þetta ekki menningarlega nýlendustefnu. Fyrir austan járntjald líta menn á samninga öðrum augum en okkur er tamt. Vald- hafar hafa ekki talið vestræna siði sér- lega eftirsóknarverða, hvort sem um er aö ræða dægurtónlist eöa mannréttindi. Það hefur ekki breyzt, svo vitað sé. Eitt Kremlarunglambið, Júrí Zúkov, 76 ára, sem er formaður sovézku friðarnefndar- innar heldur því fram í Newsweek frá 16. apríl að nefndin sé algerlega óháö stjórnvöldum, hún fái sitt fé frá sovéska friöarsjóðnum en ekki stjórnvöldum. Nokkru seinna segir hann: „í júní í sumar munu Sameinuðu þjóðirnar halda námskeið fyrir félög óháð stjórn- völdum með þátttöku utanríkisráöuneyt- isins og sovézku friðarnefndarinnar.” En ummæli af þessu tæi eru ekki skýrasta dæmið um annan skilning Sov- étmanna á mannréttindum en tíökanleg- ur er á Vesturlöndum. Andrei Sakharov, eðlisfræðingur, er einn þeirra, sem kall- ast andófsmenn og hefur verið í útlegö í Gorkí, þar sem stjórnvöld vilja halda honunt. Fregnir hafa borizt af honum með vinum hans, nú síðast með Natalya Viktorovna Hesse, sem kom til Vínar- borgar 5. febrúar s.l. alflutt frá Sovét- ríkjunum eftir mikinn þrýsting frá KGB. Hún segir einu sinni frá því að hún hafi verið í heimsókn í Gorkí hjáSakharov hjónunum og ákvað að flokka bréfin, sem þeim bárust. Þegar hún hafði lokið því tilkynnti hún í heyranda hljóði: „Þetta er mjög forvitnilegt: 70% eru kveðjur, 17% eru hlutlaus eða láta ljósi skilningsleysi og 13% eru hótunarbréf.” Síðan bætir hún við: „ Afleiðingar þessara orða, sem sögð voru í hugsunar- leysi, upphátt, voru mjög óvæntar. Bréf með kveðjum og yfirlýsingum um vel- þóknun hættu aö berast. Frá næsta degi bárust einungis hótunarbréf. Þetta er vísbending um nákvæma og vel skipu- lagða hlerun og greiningu allra samtala, sem áttu sérstað í íbúðinni.” Hagsmunir og mannréttindi Ofsóknir og hleranir af þessu tæi eru ekki brot á mannréttindum í Sovét- ríkjunum og víöar í veröldinni. Stjórn- völd, sem koma fram með þessum hætti við þegna sína. líta á hlutverk sitt allt öðrum augum en tíökanlegt er á Vestur- löndum. Það þjónar engum tiigangi að leggja sömu mælistiku á þau og vestræn stjórnvöld. Þetta þýöir ekki, að þau séu ekki jafn fordæmanleg, framferði þeirra jafn slæmt og áður, einungis aö þau stjórnast ekki af siöferðisreglum. þeim eru ekki reistar sömu skorður og vest- rænt lýðræði reisir sínum stjórnvöldum. Og í samskiptum viö þau hefur góðvild og fagurgali lítt dugað gegn þeim til að koma í veg fyrir, að þau næðu tangar- haldi á stjórnkerfi annarra ríkja. Ef skoðuð eru samskipti Sovétríkjanna og vestrænna menntamanna eða pólitískra flokka, hefur framferði þeirra mótazt af því einu, hvað þjónaði hagsmunum þeirra hverju sinni. í því ljósi ber að skilja áhuga þeirra nú á friðathreyf- ingum. Allt tal um frið og afvopnun á Þessum páskum breytir engu um þetta. Guðmundur Heiðar Fríniannsson. Útboð Framkvæmdanefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu loftræsi- kerfis í byggingu sína að Skipagötu 14, Akureyri. Útboðsgögn eru afhentu á Teiknistofunni sf., Glerár- götu 34, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. maí kl. 14.00. Framköllun og kopering á litfilmum (öllum gerðum). Vöruhús KEA (Sportvörudeild og Hrísalundur 5 niðri) taka á móti litfilmum í framköllun og koperingu fyrir norðlenska fyrirtækið MYND hf. á Húsavík. Þú kemur med filmuna fyrir kl. 3 í dag og færd myndirnar eftir kl. 3 á morgun. Verð: kr. 45.- á filmu 4- kr. 10,- á mynd. Einnig eftirpöntun á filmum sem þegar hafa verið fram- kallaðar, stækkanir 20x35 cm, og hægt að fámyndir settar á platta. Við skorum á við- skiptavini okkar að reyna þessa norð- lensku þjónunstu. Notið öku- Ijosin i bjortu Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á umferðar- lögum þess efnis að skylda öku- menn til þess að nt»ta ökuljós állan sólarhrínginn. En hvers vegna að tendra ökuljós um hábjartan dag? Til þess liggja rnargar ástæður, m.a. sú að margsannað er, að bílar sjást mun fyrr ef þeim er ekið með fullum Ijósum, jafnvel á sólbjörtum degi. Sérhver öku- maður getur fullvissað sig um þetta með því að líta í baksýnis- spegilinn og sjá hvað bílar með fullum ökuljósum greinast betur en þeir sem eru ljóslausir. Og þegar sól er lágt á lofti og nota þarf sólskyggni til þess að blind- ast ekki, er mun auðveldara að koma auga á þá bíla sem á móti koma með ökuljósin tendruð. Þetta getur skipt sköpum við framúrakstur. Notkun ökuljós á daginn er eitt áhrifaríkasta ráð sem unnt er að beita til þess að fækka slysum úti á vegum. svíar hafa tekið upp skyldunotkun ökuljósa allan sólarhringinn. Rannsóknir þar síðustu tvö ár fyrir og næstu tvö ár eftir lagabreytinguna sýndi fram á. 21% fækkun árekstra milli bíla og reiðhjóla/vélhjóla, 17% fækkun slysa á gangandi vegfarendum, 10% fækkun árekstra framan á bíla, 9% fækkun hliðarárekstra. Ef 85% bíla hér á Islandi væri að staðaldri ekið með fullum ökuljósum á daginn er líklegt að slysum á fólki í umferðinni fækkaði um 80 til 90 á ári, þar af gætu verið eitt til tvö banaslys. Notkun ökuljósa allan sólar- hringinn ásamt almennri notkun bílbelta eru því einhveijar áhrifaríkustu aðgerðir sem unnt er að ger til þess að fækka slysum á fólki í umferðinni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.