Íslendingur


Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 ^lcndinnur 3 Jogginggallar 100% bómull Stæröir 104-165, verö 597.- S, M, L, verö 795.- íþróttaskór Stærðir 20-30, veró 325 og 335.- Stærðir 35-41, verö 410.- Tilvalið til fermingargjafa CARAVAN bakpoar og svefnpokar. Opið á laugardögum kl. 10-12. VISA Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 sími 22275 Gleðilegt sumar Þökkum viðskiptin á liðnum vetri MOL&SANDUR HF. V/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 Smásala sími 21730 Sendum í póstkröfu um allt land Lítið hótelrými Framhald af forsídu En ef við lítum á þá stað- reynd. að sumarvertíðin er stutt og það er dýrt að halda uppi rekstri á dauðum vetrartíma, og þá staðhæfmgu. að bæjaryfir- völd hafi vanrækt einu perluna. sem laðað gæti ferðamenn að á vetrum: Skíðastaði? „Varðandi þetta, |iá er þaö mitt viðhorf, að það sé leitt að það skuli hafa hallað undan fæti uppi í Hlíðarfjalli, ég er viss um, að það hefur einhver áhrif á vetrartúrismann, en þó er það ekkert síður það, aö það er búið að byggja upp mjög góða að- stöðu í nágrenni Reykjavíkur.” Þú átt við Bláfjallasvæðið? „Já, það hefur náttúrlega tekið gífurlega af okkur. En við þurfum aö koma Hlíðarfjalli í gott lag, þegar við eigum pening í það og viö þurfum að eiga pening í það fíjótlega. Ég hef veriö því mjög fylgjandi, að eitt- hvað sé gert uppi í fjalli. Hitt er annaö mál, að það eru talsvert mismunandi viðhorf til þessa máls í öllum flokkum." En er þetta ekki meirihluta- flokkunum að kenna? Hafa þeir sýnt einhvern lit á því að Skiða- staðir héldu a.m.k. í horfinu? „Skíðastaðir hafa saralítiö breytzt á þessu kjörtímabili. Það hafa að vísu engar viðbætur verið þar, en þeim hefur ekkert farið aftur." En nú kvarta forráðamenn Skíðastaða yfir fjárskorti? „Jú, jú. þaö er alveg klárt, að þessi meirihluti hefur haft þær áher/.lur. sem hafa gert það, að menn hafa ekki lagt pening í Fjallið." Ertu sáttur við þessar áher/.l ur? „Já, ég hef samþykkt þessar áherzlur híngað til." Jón vildi minna á. að á Akur- eyri ríkti ekki algjör kyrrstaða í hótelmálunum. Hótel K.EA ætti eftir aö stækka úr 28 herbergjum upp í 56 herbergi, og væri gert ráð fyrir, að þessi herbergi verði komin í gagniö snemma árs 1986. „Það tekur kúfinn af þessum vanda," sagði Jón Sigurðarson." Þá minnti hann á fyrirhug- aðan fund Ferðamálaráðs ls- lands hér á Akureyri 12. maí, þar sem sérstaklega yrði Qallað um Akureyri sem feröamanna- bæ, og reynt að átta sig á sterku og veiku hliðunum hér. Til þessa fundar er efnt að frumkvæði atvinnumálanefndar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.