Íslendingur


Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 12

Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 12
dtcudingur bá Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Símar: 23257 og 21867 Kvöldmáltíð í Slippnum Vegagerðin fœr umráðaréttinn í landi Þverár Vlatsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurrtaA, aú Vegagerú ríkisins skuli hafa umráúarétt yfir tiltekuu svæði í landi Þver- ár vegna efnistökn í læiruveg »g megi Vegagerðin taka (laðan allt að 25 þúsund ríuninetra af möl, moka Jiví á bíla og aka á hrott. I>á hefur nefndin jafnframt úrskurðað, að meint sérréttindí Barðs sf. vegna ámoksturs. og Stefnis. vegna aksturs, falli úr gildi. Btitaupphæð hefur ekki ver- ift ákveðin. en úrskurðar má v;enta einhvern tima síðla sumars. Gunnar Gunnarsson. lög- fneöingur Vegageröar ríkisins. sagöi í samtali viö fslending, aö lietta væri i raun hráöahirgöa- niöurstaöa, því lögin um l'ram- kvæmd eignarnáms heimiluðu matsnefnd cignarnámshóta aö úrskuröa um umráö þótt niö- urstaöa mats lægi ekki fyrir. Samkvæmt þessari niður- stööu missir Barö sf. samnings- hundinn rélt til ámoksturs á þessu svæöi og Stefnir missir rétt á akstri efnisins. Niöur- staöa Matsnefndarinnár var sú. aö um leiö og hún væri húin aö veita þetla leyfi félli nánast niöur allur réttur landeiganda til efnis og þar meö til þess aö ráöstafa því. en þessi réttur færöist um leiö yfír á eignar- nemann. þ.e. Vegageröina. Næsta skref í máli þessu er þaö. aö Matsnefndin kveöur upp úrskurö um fjárhæö hóta. Ef aöilar málsins vilja ekki sælta sig viö þá niöurstööu. þá geta þeir höföaö einkamál fyrir hæjarþingi. Sem kunnugt er fengu Gunnar og Kjartan þennan áfanga Leiruvegar og til stóö. aö Barö yröi undirverktaki. 'Nú hefur þaö oröið ofan á. aö Stefnir veröur undirverktaki Egilsstaöafyrirtækisins. Ljósm. Gunnar Kr. Jónasson Gœti tafizt í eitt ár til viðbótar! - segir Hólmgeir Valdemarsson, framkvæmdastjóri „Nú fer brátt að líða að því, að ég missi af þessu sumri til að byggja þannig að ég þyrfti að bíða í heilt ár í viðbót,” sagði Hólmgeir Valdemarsson hjá Heildverzlun Valdemars Bald- vinssonar í samtali við fslending, en eins og kunnugt er hefur fyrirtækið verið að leita fyrir sér um lóð á eða við hafnarsvæðið í u.þ.b. tvö ár. „Það er sýnt, að máliö er ekki komið á hreint núna þannig aö ég er búinn að missa af þessu sumri, því það tekur sinn tíma aö teikna núsið og hanna.” sagöi Hólmgeir. Þannig bætist við þriðja árið, sem heildverzlunin þarf að bíða. Deilan vegna lóöarumsóknar- innar snerist í aðalatriðum um það hvort heildverzlunin ætti að fá lóð á hafnarsvæðinu, en hafn- arstjórn var því mótfallin. í því sambandi kom Sanavöllurinn helzt til greina. Nú fyrir nokkrum vikum kom svo fram hugmynd um lóð á milli Hjalteyrargötu og Árstígs og er það mál í athugun hjá bæjarstjóra. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna í þessu máli og finna lausn á því, en Hólmgeir lét að því liggja að áhugi bæjarstjóra til að finna skjóta lausn væri takmark- aður. Hann kvaðst hafa verið oft í sambandi við hann, en fátt hefði verið um svör. Þá sagði Hólmgeir, að hann væri samt viss um, að heildverzl- unin fengi annað hvort þessa lóð eða Sana-völlinn. Spurningin væri hvenær. Það sem um er að tefla í þessu sambandi er að fyrirtæki Árna Valmundarsonar á þama hús við Hjalteyrargötu, sem sam- , kvæmt skipulagi á hvort sem er að víkja. Það helgast af því, að Hjalteyrargatan, sem er 10 metra breið á að verða 30 metra breið í framtíðinni. Þá þarf einnig að semja við Slippstöðina sem á þarna lóðarparta, annars vegar lóð með undirstöðum fyrir hús, og aðra, sem var bráða- birgðalóð, en þar stendur eitt varanlegt hús, annað sem varla veröur flokkað sem slíkt. fslendingur spurði Helga Bergs á hverju stæði i þessu máli. „Það stendur svo sem ekki á neinu sérstöku, en það er ekki óeðlilegt, að Árni Valmundarson þurfi einhvern tíma til að skoða sín mál. Menn hlaupa ekki til og selja húseign, sem þeir eiga, svona út í bláin bara vegna þess, að einhver kemur og vill kaupa hana,” sagði Helgi Bergs. „Menn eru svona að athuga málin,” sagði bæjarstjóri. Helgi benti á, að samkvæmt skipulagi ætti Hjalteyrargata að breikka og því væri það spurn- ing hvort hús Árna væri keypt nú eða síðar. Að því hlyti að koma, ef haldið yrði í skipulagið. Rannsóknum verði lokið óður en samið verður um álver Náttúruvemdarþing vOl að Náttúmvemdamefnd fylgist grannt með álversrannsóknum Náttúruverndarþing, sem haldiö var um hclgina síðustu, ályktaði um hugsanlegt stóriöjuver viö Eyjafjörð, þar sem áherzla er lögö á, að ítrustu mengunarrann- sóknir fari fram áður en ráðizt er í slíkar stórframkvæmdir. Áhersla er lögð á, að engar ákvarðanir séu teknar, né gerðir samningar fyrr en fengnar séu niðurstööur. Ályktun Náttúruverndarþings hljóðar svo: „Vegna hugmynda um álver við Eyjafjörð leggur Náttúru- verndarþing 1984 á það áherzlu, að fyrir slíkar stórframkvæmdir beri jafnan að rannsaka vand- lega umhverfið og líkleg áhrif þeirra á það og leita til fremstu sérfræðinga á því sviði. Þingið beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda, að engar ákvarðanir séu teknar né samn- ingar geröir fyrr en að fengnum niðurstöðum úr slíkum rann- sóknum. Jafnframt minnir þingið á, að þær niðurstöður geta verið háð- ar túlkun og þess vegna leggur náttúruverndarþing á það áherzlu, að haft sé fullt og reglu- bundið samband viö Náttúru- verndarráð og náttúruverudar- nefndir í heimahéraði um rann- sóknir og framkvæmdir af þessu tæi.” Á þingi náttúruverndarmanna var Þóroddur F. Þóroddsson hjá Náttúrugripasafninu á Akureyri kjörinn í Náttúruvemdarráð. Með þessari ályktun tekur Náttúruverndarþing óbeint und- ir þau sjónarmiö, sem fram komu á síðasta bæjarstjórnar- fundi, að Náttúruverndarnefnd Akureyrar skuli eiga fulltrúa í „Samráðshóp Staðarvalsnefndar um mengunarrannsóknir í Eyja- • firði.” Um þetta voru deildar mein- ingar í bæjarstjórn á dögunum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.