Íslendingur


Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 1

Íslendingur - 18.04.1984, Blaðsíða 1
16. TBL. 69. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 AKUREYRI Þessa mynd tók Fríðþjófur úr flugvél, sem sleikti Hlíðarfjall. Þar verður sitthvað á seyði um páskana. Landsmót í Hlíðarfjalli Um páskana verður Skíðamót fslands 1984 í Hlíðarfjalli og verður niótið sett kl. 20 í Höll- inni á miðvikudagskvöld. Keppnin hefst svo daginn eftir, en mótið stendur í fjóra daga. Því lýkur i Sjallanum á sunnu- dagskvöid, en þá verða formleg mótsslit. Á meðan á mótinu stendur verður haldið Skíða- þing og verður það í félagsmið- stöðinni í Lundaskóla. Um páskana verður einnig Páskamót Flugleiða og Flug- leiðatrimm, en jafnframt má svo ekki gleyma Trimmlands- keppninni á skíðum, sem enn er í fullum gangi. Á fimmtudag verður keppt í svigi kvenna, stórsvigi karla og skíðagöngu, á fóstudag verður boðganga auk Skíðaþings, laugardag verður svo svig karla, stórsvig kvenna og skíða- stökk. Síðasta daginn verður siðan flokkasvig karla, kvenna og skíðaganga í nokkrum aldurs- flokkum. Lyfturnar verða opnar frá kl. 9-18 alla dagana. Rútuferðir í Hlíðarfjall verða kl. 9, 10, 11, 12.30, 13.30, 14.30 og niðureftir hálftíma seinna alla dagana. KEA mun leggja upp laupana í Kaupangi A morgun flœðir bjórinn! í kvöld verða á söniu stundu opnaðir tveir veitingastaðir, sem bjóða munu upp á sams konar veitingar og það heldur sjaldséð- ar. Þetta eru bjórstofur Sjallans og H-100. Bjórstofa Sjallans verður til að byrja með í anddyri Sjallans, en að undanförnu hefur verið unn- ið af kappi við að innrétta kjall- ara hússins, þar sem reynt verð- ur að skapa kráarstemmningu. Þaulvanur leikmyndamálari og smiður sjá um það verk. Baukurinn verður nafnið á bjórstofunni í H-100, sem verður á fyrstu hæð. Á báðum stöðum verður opn- að kl. 18 og á boðstólum verður fyrst og fremst bjórlíki staðanna, Fékk bógt fyrir um- Hyggjuna Við á „sveitablöðunum” þykj- umst oft verða útundan, þegar hið opinbera og stór fyrirtæki auglýsa í blöðum. En stundum getur þetta snúizt við og hug- rakkir menn bjóða miðstýring- unni í Reykjavík byrginn. Þannig auglýsti Vegagerð ríkisins hér á Akureyri útboð á vegaframkvæmdum austan við Víkurskarð í Fnjóskadalnum á dögunum og auglýsingin ein- göngu birt í Akureyrarblöðunum. Út af þessu mun víst allt hafa orðið vitlaust fyrir sunnan og viðkomandi umdæmisverkfræð- ingur fengið bágt fyrir. Höfðu sumir hortugir sunnan- menn það í ílimtingum, að það hefði verið jafngott að kynna þetta útboð í gegnum „sveitasím- ann,” eins og þeir komust að orði. Okkur á fslendingi þykir þetta gott hjá umdæmissverkfræðingn- um. Ekki veitir af því, að heima- menn fái þau fáu verkefni, sem til falla á þessum síðustu og verstu tímum. I þessu sambandi er rétt að minna á það, að mörgum þótti súrt í broti að missa fyrsta áfanga Leiruvegar í verktaka- fyrirtæki austur á Egilsstöðum. Fyrir 1. júní n.k. verður KEA að rýma húsnæði það, sem nú hýsir matvörudeild kaupfélagsins í Kaupangi við Mýrarveg, þar sem áður var Kjörbúð Bjarna. Samn- ingar tókust ekki um leiguna. Jafnframt mun yfirstjóm kaup- félagsins hafa gert kauptilboð í eignina, en Bjami Bjamason, eigandi húsnæðisins, ekki viljað selja. Matvörudeildin í Kaupangi hefur átt undir högg að sækja og átt við rekstrarörðugleika að stríða. Mun verzlunin hafa verið rekin með tapi að undanförnu. Er tapið skýrt með æ meiri ásókn fólks i stórmarkaðina Hrísalund og Hagkaup. Eigandi húsnæðisins vildi hækka leiguna í samræmi við húsaleiguvísitölu en kaupfélagið var ekki reiðubúið að greiða meira en það gerir nú. Raunar þótti heimildarmönn- um íslendings það harla ein- kennilegt, að KEA vildi kaupa húsnæði matvöruverzlunarinnar þegar sýnt væri, að hún væri rekin með tapi. Samkvæmt upplýsingúm Magnúsar Gauta, umsjónar- manns matvörudeilda KEA, mun ekki í ráði að hefja rekstur annarrar matvörudeildar þann- ig, að þeim fækkar úr 11 í 10. Á hinn bóginn er ekki þar með sagt, að ekki verði matvöru- verzlun, þar sem Kjörbúð Bjarna og matvörudeild KEA voru, því ýmsir aðilar munu hafa sett sig í samband við eig- andann og lýst áhuga sínum á leigu eða kaupum. Samkvæmt óstaðfestum heimildum má gera ráð fyrir, að frá þessum málum verði gengið fyrir vikulok og líklegastur til að hreppa hnossið er Tryggvi Páls- son hjá Smáranum með meiru. Lítið hótelrými Þróndur í { atvinnumálancfnd hefur að undanförnu verið fjallað um ferða- og hótelmál bæjarins og hvemig auka megi þátt Akureyr- ar í móttöku á ferðamönnum, einkum yfir sumartimann, en jafnframt að vetri tií. Á sama tíma skýrði Islendingur frá þvi, að hótelstjórinn á Hótel Varð- borg hygðist hafa lokað hús um páskana, fyrstu ferðamannahelgi ársins. Skýringar hans vom þær, að það hreinlega borgaði sig ekki að hafa hótelið opið um páskana. Að baki athugun atvinnu- málanefndar á þessum málum Iiggur m.a. sú grundvallahug- mynd, að hér á Akureyri sé skortur á hótelrými yfir sumar- tíma og úrbóta sé þörf almennt. íslendingur bar þetta undir Jón Sigurðarson, formann at- vinnumálanefndar, og spurði hvernig þetta viki við honum sem formanni atvinnumála- nefndar. „Það er enginn vafi á því, að það væri hægt að taka á móti verulega fleiri ferðamönnum hérna með auknu hótelplássi og það gildir yfir allan sumartím- ann,” sagði Jón. En hvað þá með orð hótel- stjórans á Hótel Varðborg, að hann geti ekki einu sinni treyst því á fyrstu ferðahelgi ársins, að hann fái nægilega marga gesti? „Ég veit það ekki. Eg get ekkert um það sagt. Það hlýtur að vera eitthvað sérstakt um þessa páska, sem ræður því, en ég skil þetta ekki annars. En það sem ég er að horfa á, er þessi raunverulegi ferðatími, sem byrjar í júni, og stendur fram í september. Þá er allt pakkfullt hérna. Eins hefur það verið um helgar á vetrum, þegar Götu eitthvað sérstakt hefur verið um að vera í bænum, eins og My Fair Lady í vetur. Þá hefur verið erfitt að koma mönnum í hús. Það sem við höfum verið að segja er, að hótelrýmiö hér í bænum stendur i vegi fyrir því, að við fáum aukinn hluta í sum- artúrismanum. Það hefur í sjálfu sér ekkert með þessa páskahelgi að gera.” Framhald á hls. 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.