Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 1
32. TBL. 69. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984__________________AKUREYRI Seiðœldisstöð í Eystri-Lónum í Kelduhverfi Hoppfargjöld í gildi í dag Um sl. helgi var stjórnarfundur í ISNO haldinn í Kelduhverfi og Reykjavík, þar sem íslensku og norsku aðilarnir báru saman bækur sínar. Að sögn Eyjólfs Kon. Jónssonar stjómarfor- manns voru Norðmennirnir mjög ánægðir með gæði haf- beitarlaxins og kvíaeldislaxins að sjálfsögðu, en reynsla er komin á hann bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. — Niðurstaða fundarins var sú, að tilraunastarfseminni væri lokið og hefði borið tilætlaðan árangur í sumar, en nú yrði að taka ákvarðanir um, hvernig reksturinn yrði aukinn. Þar er um þrjár leiðir að ræða, sagði Eyjólfur. 1. Kvíaeldi. 2. Hafbeit. 3. Hvort tveggja. Við bíðum eftir niðurstöðum um heimturnar í sumar. Þær voru mjög góðar framan af, en þá kom mikið af tveggja ára laxi í sjó, en þær hafa verið lélegar undanfarið. Nú með haustinu verður að taka frekari ákvarðanir um það, hvaða leið af þessum þrem, sem ég nefndi, verður farin. — Ég get þó sagt það, að ákveðið hefur verið að heQa undirbúning að byggingu seiða- eldisstöðvar í Eystri-Lónunum í Kelduhverfí og verða næstu vikurnar notaðar til víðtækra rannsókna á öllum skilyrðum til fiskræktar þar, svo sem á vatns- magni og gæðum, Lónin verða kortlögð og athugað, hvaða leið- ir sé heppilegt að fara til að ná stjórn á út- og innstreymi vatns og sjávar o.s.frv., sagði Eyjólfur að lokum. Laxveiði dottin niður Eins og mönniim er eflaust kunn- ugt fór laxveiði injög vel af stað í ár. Hins vegar virðist veiðin hafa dottið niður í einstaka ám, ýmist algerlega eða niður í lágmark. ísiendingur kannaði hvernig veið- in hefði gengið í nokkrum ám norðanlands. í veiðiheimilinu Vökuholti við Laxá fengust þær upplýsingar að s.l. þriðjudag hefðu verið komnir á land 753 laxar og var veiði með ágætum þann dag. í Reykjadalsá hafa veiðst 75 laxar en á sama tima í fyrra voru komnir um 100 laxar á land. í Ormarsá á Sléttu hafa veiðst 40 laxar og sömu sögu er að segja um Deildará. Miklir þurrkar hafa þó sett strik í reikninginn þar. Veiði í Hörgá er nú að — Syokölluð hoppfargjöld taka gildi í dag á flugleiðinni Akur- eyri-Reykjavík, en þau eru næst- um helmingi ódýrari en venjuleg fargjöld, kosta 780 kr. fyrir full- orðna og 500 fyrir börn, sagði Gunnar Oddur Sigurðsson um- dæmisstjóri Flugleiða í viðtali við íslending. — Þessir farseðlar eru aðeins seldir aðra leiðina og gilda einungis með fyrstu vél að morgni frá Akureyri mánudaga. miðvikudaga og föstudaga og frá Reykjavík með síðustu vél hefjast á fullu eftirmikla vatna- vexti í ánni. Þar er nú mikið um bleikju og þá einna helst á efri svæðunum. Veiði í Eyjafjarðará fór heldur treglega af stað en þar hafa veiðst a.m.k. 4 laxar og eitthvað að silungi. Hjá Stangveiðifélag'i Reykja- víkur fengum við þær fréttir aö í Blöndu hafa veiðst tæplega 400 laxar og í Svartá rúmlega 70. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. — Þessi „stand-by” eða hopp fargjöld eru algeng víða erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum og er fróðlegt að gera tilraun með þau hér, enda eru þau þjónustu- auki á vissan hátt fyrir fólk, sem ekki þarf að komast á ákveðnum tíma, en getur átt kost á ódýrari fargjöldum með því að bíða í óvissu til síðustu stundar. — Hopp-farseðlana má ekki selja farþegum. sem eiga bókað á viðkomandi flug eða er á biölista, því að þá er ætlast til að menn noti bókanir sínar. Við ætlum að afgreiða farseðlana þannig, að fólk geti mætt klukkustund fyrir brottför og tekið afgreiðslunúmer, þannig að það er afgreitt í þeirri röð sem |iað mætir, 10 til 15 mínútum fyrir brottför. — Lengi hefur verið halla- rekstur á innanlandsfluginu, en í sumar hefur nýtni vélanna verið mun betri en áður, svo að |->að er ekki ljarlægur draumur að endar nái saman, ef þessi ferða- mannastraumur helst. — Það hefur lengi verið talað um að fara fyrstu ferð að morgni héðan frá Akureyri a.m.k. að einhveiju leyti, sem þýðir að flugvélin verður að vera hér yfír nótt. En nauðsynleg aðstaða hef- ur ekki verið fyrir hendi hvað varðar tæki, — Forráðamenn Flugleiða hafa fylgst náið með hentugum flugvélum fyrir innanlandsflug- ið. Nú er hins vegar staðan þannig, að það verður að endur- nýja millilandaflotann vegna hávaðatakmarkana í Banda- ríkjunum, sem taka gildi um næstu áramót. Ekki er hægt að endurnýja allar vélarnar í einu og það verður að ganga fyrir, en síöan kemur röðin væntanlega að innanlandsflotanum. í þeim efnum hefur athyglin aðallega beinst að tveim tegundum, Fokker 50 og fransk-ítalskri skrúfjiotu ATR 42. Þessar vélar eru báðar með nýjum tegundum skrúfuhreyfla, sem eru þriðjungi sparneytnari en vélarnar núna, hraðinn ögn meiri, auk þess sem þær eru hljóðlátari að miklum mun og farþegarýmið skemmti- legra og rýmra en nú. Landsmót Kristniboðsins ó Akureyri Landsmót Kristniboósvina verð- ur haldið hér á Akureyri nú uin helgina og hefst á föstudag, en þangað koma fulltrúar víðs vegar að af landinu til að ræða málefni kristniboðsins bæði hér á landi og erlendis að sögn Skúla Svavarssonar starfsmanns Kristniboðsins á íslandi, en eins og Akureyringum er kunnugt starfaði hann í fjölmörg ár við kristniboð erlendis og lagði m.a. grundvöllinn að kristniboðsstarf- inu í Kenýa, þar sein hann var 4 ár meðal Pokot-þjóðflokksins. Honum fórust svo orð uin starf- semi kristniboðsins. — Á föstudags- og laugar- dagskvöld verða almennar sam- komur í Lundaskóla í tengslum viö kristniboðsmótið, sem hefjast kl. 20.30, en þar mun norskur æskulýðsleiðtogi, Gunnar Hamnöy predika og er það mjög athyglisvert, sem hann hefur fram að færa, svo að ég vil hvetja fólk til aö koma og hlusta á hann. Gunnar kom hingað til Akureyrar fyrir verslunar- mannahelgina og tók þátt í úti- samkomu kristniboðssambands- ins í Vaglaskógi og Laugum, en Skúli Svavararsson eftir helgina hafa verið samkom- ur með Gunnari í Kristniboös- húsinu Zíon og verður síðasta samkoman þar í kvöld, fímmtu- dag. Gunnar er hér á vegum íslenska kristniboðssambandsins, en það starfar með norska kristniboðssambandinu í Eþíópíu og Kenýa. — Við erum með kristniboð í Eþíópíu, þar sem við erum búin að starfa í 30 ár og er starfið í örum vexti. Rúmlega 800 safnaðarmeðlimir bættust í söfnuðinn þar á s.l. ári og var hafið starf á meðal nýs jyjóö- flokks, Samaí sem býr í nágrenni Konso. í Konso starfar nú Akur- eyringurinn Jónas Þórisson en auk jvess eru önnur íslensk hjón að störfum í Sollamó í Eþíópíu. — Við hófum nýtt starf í Kenýa fyrir fimm árum og hafa myndast þar söfnuðir. Séra Kjartan Jónsson er nýlega kom- inn heim úr sínu fyrsta starfs- tímabili þar og flytur hann þær fregnir, að mikill vöxtur sé í starfinu og möguleikar til frekari vaxtar ótakmarkaðir, en þar er nú ein íslensk fjölskylda. — Starf kristniboðsins er mjög kostnaðarsamt og meðal mál- efna, sem rædd verða um helg- ina, er, hvernig hægt sé að ráða fram úr fjárhagsvandanum, þannig að við getum staðið við skuldbindingar okkar og helst vinnum við að alls konar líknar- náð lengra. Auk kristnistarfsins skóla- °g þróunarmálum. Frá Kristniboðinu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.