Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. ÁGUST 1984 3$lcudin0ur 3 Áhyggjur Banda- lags fatlaðra Bandalag fatlaðra á Norður- löndum, sem heldur nú 11. þing sitt í Járvenpáá, Finnlandi, lýsir yfir áhyggjum sínum eftir að skýrslur aðildarsambandanna um félags- og stjórnmálalega þróun á Norðurlöndum, hafa verið fluttar þingfulltrúum. Stjórnmálamenn á Norður- löndum hafa ætíð lagt áherslu á samstöðu með þeim hópum, sem lítils mega sín í þjóðfél- aginu, og á síðustu þremur ára- tugum hefur farið fram mikil uppbygging á þeim sviðum, sem eru hvað mikilvægust fyrir fatl- að fólk, þ.e. hvað varðar menny- un, atvinnu, húsnæði og flutn- inga. Þátttakendur á þessu þingi, 125 talsins, lýsa þess vegna yfir áhyggjum sínum vegna þróunar- innar hin síðustu ár. í stað upp- byggingar kemur niðurskurður og samdráttur og einkunnarorð Alþjóðaárs fatlaðra: „full þátt- taka og jafnrétti” falla óðum í gleymsku. Þó svo að þjóðfélögin hafi ekki jafn mikið efnahagslegt svigrúm og áður, hörmum við, að samstaða með veikari hópum samfélagsins eigi sér ekki dýpri rætur en svo, að ráðamenn á Norðurlöndum kjósi að láta versnandi efnahagslíf bitna fyrst og fremst á lífsafkomu þessa fólks. Þrátt fyrir sveiflur í efnahags- lífi norræna nkja munu samtök fatlaðra og meðlimir þeirra ávallt krefjast þess, að nauðsyn- legar ráðstafanir séu gerðar til þess að bæta fólki upp fotlunina. Það er jafnréttiskrafa, að fatlaðir einstakiingar fái sömu mögu- leika og aðrir þjóðfélagsþegnar til þátttöku á öllum sviðim þjóð- lífsins. Sérstaklega vill þingið benda á, að eitt mikilvægasta félagslega markmið felst í jöfnum rétti til atvinnu. Sé atvinna ekki fyrir hendi, hafa fjölmargir fatlaðir einstaklingar ekki tækifæri til þáíttöku á öðrum sviðum þjóð- lífsins á jafnréttisgrundvelli. Þró- unin er sú, að atvinnumarkað- inum á Norðurlöndum þrengist sífellt. Þetta bitnar fyrst og fremst á fotluðu fólki, Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum beinir því þeim tilmæklum tif ríkis- stjórna á Norðurlöndum, að auka viðleitni til þess að skapa fleiri atvinnutækifæri, Sófasett til sölu! Mjög vel með farið sófasett til sölu. Upplýsingar í síma 25151. Nauðungaruppboð Laugardaginn 11. ágúst 1984 kl. 14.00 verður haldið nauðungaruppboð að Gránufélagsgötu 4, 2. hæð Akureyri, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Þar verður seldur lager af fatnaði. Hér er um að ræða jakkaföt, stakka, frakka, peysur, skyrtur, skíðabuxur, skíðasett, buxur, herðatré, nærbuxur, sundskýlur, efnisstranga, hanska, stuttbuxur, bolir, trefla, húfur, renni- lásastatíf, statíf undir föt, peningakassa, af- greiðsluborð úr gleri og 4 saumavélar. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn Akureyri, 31. júlí 1984 Sigurður Eiríksson aðalfulltrúi. ■ ■- PIC W m uts er 1 lUSt- ciian - #? - icmn. 1 HAGKAUP j Akureyri ropicana 100% hreinn fra Florida Engum sykri, litorefnum, rotvarnar- efnum, né öðrum aukaefnum er bœtt í Tropicana í hverjum líter af safa eru u.þ.b. ® 2.4 kg. af Floridana appelsínum Mjólkursamlag KEA Akureyri ■ Simi 96-21400 Opið öll kvöld og um helgar til kl. 23.30. MATVÖRU MARKAÐURINN Kaupangi ■ Sími 21234 | EWerslun er kjarabót

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.