Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 8

Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 8
Bundið slitiag á aust- ur hluta Víkurskarðs Amþór Bjömsson Mikíð um ferðamenn - segir Arnþór Bjömsson, hótelstjóri — Hér hefur verið mikið um ferðamenn í ágúst, en svolítið dró úr síðustu dagana í júlí, sagði Arnþór Björnsson í Reyni- hlíð í viötali við íslending í gær. Hér var mikið af fólki um verslunarmannaheigina og allt gekk vel fyrir sig. — Veiði í Mývatni hefur verið léleg í sumar og silungurinn magur, enda hefur verið mjög lítið af iykmýi og þess vegna lítið af lirfu í vatninu. — Sumarið hefur verið með eindæmum gott og einhver sagði, að það minnti á sumarið 1955. Hér er óvanalegt, að slegið sé aftur, en þó ætla nokkrir bændur að gera það, þar sem sprettan er svo góð. Þjóðvegarkaflinn frá Fnjóskár- brú að Víðivöllum var boðinn út síðastliðið vor, og var Glerá s.f. með lægsta tilboðið. Fram- kvæmdir eru nú að hefjast. Verður vegurinn byggður upp, en bundið slitlag ekki lagt á hann fyrr en sumarið 1985. Þessa dagana er Vegagerð rík- isins að leggja bundið slitlag á þjóðveginn frá Víðivöllum upp á austurbrún Víkurskarðs. Þeim megin skarðsins sem að Eyjafirði veit er vegurinn ekki fullbúinn undir slitlag. Burðarlag vantar, og eftir er að bera í fláa og ganga frá utan vegar. Verður þessum verkþáttum lokið á næsta sumri. Þá verður einnig lagt bundið slitlag á allan vestur- hluta Víkurskarðsvegar. Það slitlag, sem hér um ræðir, er svokölluð klæðning, sem er yfirleitt höfð tvöföld. Klæðning Ætlum að koma upp óvaxtatorgi Slegið á góðu sumri Þórshöfn: Sjö íbúðir í byggingu Það hefur lifnað yflr byggingar- iðnaðinum á Þórshöfn að sögn Stefáns Jónssonar sveitarstjóra. í síðasta mánuði voru fjórar íbúðir í verkamannabústöðum af- hentar, en í byggingu eru 5 íbúð- arhús og stendur til að byggja tvær íbúðir í verkamannabústöð- um til viðbótar í sumar. Þá er Útgerðarfélag Norður- Þingeyinga að ráðast í byggingu yfir starfsemi sína, skrifstofur og geymsiuhúsnæði. Það hefur verið góður afli hjá Stakfellinu og kom það inn á þriðjudag með 200 tonn, en afli hefur verið sæmilegur hjá bát- unum. Atvinnuástand er mjög gott og enginn á atvinnuleysis- skrá. Olíumöl var lögð út á Þórs- höfn árið 1978, en er nú ónýt og verður klæðning lögð yfir hana í sumar og á 500 metra langan kafla til viðbótar. Fundir með Þorsteini Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, er á ferð í kjördæminu þessa daga. í kvöld fimmtudag verður Þorsteinn Pálsson frummælandi á fundi fulltrúáráðsins á Akur- eyri, sem verður haldinn í Kaup- angi kl. hálfníu um kvöldið. Þá mun Þorsteinn Palsson hitta sjálfstæðismenn á Húsavík á föstudeginum, en síðan tekur hann þátt í sumarferð sjálf- stæðisfélaganna út í Hrísey helg- ina 11. og 12. águst, er ódýrasta tegund varanlegs slitlags, sem notuð er hérlendis. Aðferðin er fólgin í því, að heitu asfalti er úðað yfir burðarlagið, en möl dreift yfir asfaltið. Um- ferðin þéttir síðan slitlagið. Olíu- möl er blönduð heit í mal- bikunarstöð, en lögð köld. Mal- bik er hins vegar blandað og lagt heitt. Á Norðurlandi hefur olíumöl lítið verið notuð. Malbik og klæðning eru því þær gerðir slitlags, sem mest hafa tíðkast hér. Verulegur kostnaðarmunur er á þessum gerðum bindiefna. Kostnaður við lagningu olíu- malar er 72% af malbikunar- kostnaði. Klæðning kostar, við þennan samanburð, 40% af mal- bikunarkotnaði ef hún er tvö- föld, en aðeins 23% ef hún er einföld. Hérlendis er eins og áður er sagt, yfirleitt lagt tvöfalt lag af klæðningu. TIO — Við erum bæði meö ís- lenskar kartöflur og erlendar meðan þær endast. Fyrir fram- leiðsluráði liggur erindi frá okk- ur og fleiri aðilum um að fá að kaupa beint af bændum, en við því hefur ekki fengist endanlegt svar. En það mál er í athugun. — Hver er ykkar hlutur í versluninni hér? — Mesta samkeppnin er við KEA, en við getum verið ánægðir með okkar hlut. — Eruð þið í byggingarhug- leiðingum hér nyrðra? — Nei, það erum við ekki, þó að vísu megi segja að á fimmtu- dögum og föstudögum sé ansi þröngt um. En á hinn bóginn erum við að breyta hönnuninni á versluninni þannig, að lager- rýmið verður minnkað, en þar komið fyrir ávaxtatorgi eins og hjá Hagkaupum í Reykjavík. Þetta ávaxtatorg hefur verið mjög vinsælt. — Þið verslið mikið við Kaupfélag Svalbarðseyrar. Eruð þið ánægðir með þau viðskipti? — Já, við erum eingöngu með kjötvörur þaðan, nema lítillega álegg frá Sláturfélagi Suður- lands. Kjötvörurnar frá Kaup- félagi Svalbarðseyrar eru í mjög háum gæðaflokki og standast fyllilega samkeppni við hvaða vörur sem er. Samvinnan við það hefur verið með miklum ágætum. — Og að Iokum? — Mér virðist fólk hér vilja styðja norðlenska framleiðsu og taka hana framyfir. Það er t.d. áberandi varðandi frönsku kartöflurnar frá Svalbarðseyri, sem seljast hér mjög vel, en ekki eins fyrir sunnan. - segir Guðmundur Víðir Friðriksson Ég kann mjög vel við mig hér, sagði Guðmiindur Viðar Frið- riksson, nýr verslunarstjóri hjá Hagkaupum, í viðfali við íslend- ing, en hann var áður aðstoðar- verslunarsfjóri í Kjörgarði við Laugaveg í Reykjavík. Verslunin hérna er mjög skemmtileg, starfsfólkið gott og þægilegur gangur á öllu. Ekki sami asinn og fyrir sunnan. — Mér viröist smekkur fólks og neysluvenjur svipaðar og syöra, en fólk gefur sér meiri tíma til að versla. Þaö stansar til aö tala viö kunningja og veltir málunum betur fyrir sér. er kannski hálftíma að fara hring- inn en fer hann ekki í einum spretti eins og þar. — En vöruverð hér og þar? — Það er þaö sama. Það er stefna /yrirtækisins að bjóða Guðmundur Víðir Friðriksson góða vöru á lágu veröi og þess vegna er enginn flutningskostn- aður lagður á vöruna, heldur tökum við þær beint að sunnan eða verslum við heildsalana hér, en þau viðskipti eru hagkvæm og vaxandi. — En hvað er að frétta af kartöflumálunum?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.