Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 6

Íslendingur - 09.08.1984, Blaðsíða 6
6 ísleudinður FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Kúbanir elskulegir og þjóðernissinnaðir - segir Oddur Sigurðsson Hvað fær menn til að venda sínu kvæði i kross, bregða undir sig betri fætinum og dvcljast í landi Castros í 4 vikur? Oddur Sig- urðsson heitir ungur Akureyr- ingur sem nýkominn er heim frá Kúbu eftir mánaðardvöl við leiki og störf. íslendingur hafði sam- band við Odd og bað hann að segja lesendum frá ferðinni. „Þetta byrjaði nú þannig að fyrir síðustu jól frétti ég af því að samtök sem kalla sig VÍK (Vina- félag íslands og Kúbu) væri með ferð í undirbúningi og ákvað ég að reyna að drífa mig með. Það eru samnorræn samtök, Brigada Nordica sem standa fyrir þess- um vinnubúðum og voru þátt- takendur frá flestum norður evrópulöndum, en frá íslandi vorum við sextán. 22. júní héldum við frá Kefla- vík til Kaupmannahafnar og þaðan til Austur-Berlínar. Síðan lá leiðin til Gander á Nýfundna- landi, og þaðan til Havana höfuðborgar Kúbu. Frá Havana var síðan um 40 mínútna kevrsla j út úr borginni til staðarins þar sem við áttum að vinna næstu 3 vikurnar. Ferðin tók tæpa þrjá- tíu tíma og við komuna til Kúbu var hitinn þar „aðeins” 29°c sem innfæddum þótti í kaldara lagi.” Þegar ég spyr Odd hvað hann hafí gert af sér meðan á dvölinni stóð brosir hann við og seg- ir að megnið að dvölinni hafí hann verið í ólaunaðri steypu- vinnu sem var með allra frum- legasta móti.i - Þannig var að við vorum látin steypa grunn fyrir svínahús. Var steypan hrærð í lítilli hrærivél og var þaðan sturtað ofan í skurði sem grafnir voru með skóflu og haka. Einnig vann hann við að skera burtu vafningsjurtir frá appelsínu- trjám. Vinnan var oft erfið sér- staklega í þeim gífurlega hita sem þarna var. Nú hvað varðar annað starfí sumarbúðunum þá voru haldnir einhverskonar fundir þrisvar í viku þar sem kynnt voru ýmis málefni sem vörðugu land og þjóð. Svo fór ég á einn ungkomm- únistafund — það var alveg rosalegt, sem Oddur og hlær. Síðustu vikuna notuðum við svo til að ferðast um nágrennið, fór- um í sögulegar fjallaferðir o.fl. Hvernig fannst þér menningin á staðnum? Hvað viðvíkur fólkinu sem byggir landiö er aöeins gott um þaö að segja, elskulegt og Oddur Sigurðsson Áll, ól og iðnaður Það hefur áreiðanlega ekki fariö fram hjá neinum, sem á annað borð hefur fylgst með umræðiim í blöðum hér á Akur- eyri og manna á ineðal, að inikið hefur verið deilt uin álver og hvorf fá eigi eitt slíkt hér í fjörðinn. Eins og endranær, þegar þessi inál hefur borið á góma, eru menn ekki á eitt sáttir. í öllu því moldvirði, sem hefur verið þyrlað upp í kring- iim þeffa mál af mörgum mönn- uin, hefur ævinlega inátt greina það alveg skýrt, að ölliiin, sem taka fil ináls uin þefta, er það áhyggjuefni, hve hér uin slóðir hefur ven'ð inikið atvinnuleysi upp á síðkastið, hve vöxtur í atvimiulífinu er hér lítill miðað við síðifsfa áratug. Og það er ölluin mikið kappsmál að trvggja næga atvinnu í hér- aðinu, hvort sem þeir eru ineð w)a á móti álveri. En að sjálf- sögðu hvílir sú skylda á and- stæðingum álvers að sýna frá á, að hægt verði að fryggja sam- bærileguin fjölda störf, ef þeir vilja sínuin framgengt og hér verður ekki reist álver. Það er gripið til ýmissa ráða til að sýna fram á það, að hér verði mögulegt að tryggja nægilega mörgum vinnu þráft fyrir allf. Helst hallasf menn að smáiðn- aði ýmiss konar. En sá iðnaður, sem fyrir er getur ekki tekið við allri þeirri aukningu, sem fyrir- sjáanlegt er, að verði á mann- afla hér um slóðir. Þá þarf að benda á nýjar leiðir í iðnaði, en það er hægara sagf en gert og vefst mörgum ágætum mann- inum tunga um tönn af minna tilefni en því. Þau rök álvers- andstæðinga hafa ekki verið sérlega sannfærandi. í þessu sambandi mæltu menn gjarnan minnast þess, að fyrir síðustu bæjarstjórnarkostningar sagði fulltrúi Kvcnnaframboðsins að ein leiðin til að efla atvinnulíf í Noróangorri Akureyrarbæ væri að fjölga störfum í Kjötiðnaðarstöðinni. Þeffa þófti ýmsum fróðlegt, sér- staklega vegna þess að ekki hafði frést af því að til stæðu sérstakar nýjungar í framleiðslu stöðvarinnar eða að hún hefði afiað nýrra markaða fyrir fram- leiðslu sína. Ekki er vitað til þess að Kvcnnaframboðið hefði verið að vinna í markaðsmálum stöðvarinnar. Enda kom það á daginn, að ekkert stóð til að gera fyrir atvinnulíf í þessum bæ, hvort sem það er Kjötiðn- aðarstöðin eða annað. Þetta ætti að segja lesendum það eitt, að allt þetta gaspur um ný atvinnutækifæri í smáiðnaði er lítið annað en orðin tóm. Þeir, sem gaspra, eru ekki þeir sem ætla að standa í atvinnurekstri, enda uggir marga smáiðnrek- endum mjög um sinn hag. í síðasta tölublað íslendings var sagt frá því, að verið væri að rannsaka það á vegum Iðn- þróunarfélags F.yjaljarðar að koma upp álarækt i Höfða- hverfi. „Forsaga ntálsins er sú, að fyrir nokkrum árum var bor- að ofan í Gljúfurgil eftir heifu vatni, seni ekki reyndist nógu heitt fyrir hitaveitu. Á hinn bóg- inn var það allmikið af 25° heitu vatni.” Síðar í fréttinni segir: „Vegna heita vatnsins eru að- stæður fyrir álarækt hlutfalls- lega betri en fyrir laxeldi, ef miðað er við önnur lönd í Evrópu. Á hinn bóginn setur landbúnaðarráðuneytið slík skilyrði varðandi innflutning á glerál, að það skefur af hag- kvæmnina. En þar er talað um að hver sföð verði að setja upp sóttvamarstöð á sinn kostnað, þar sem glerálinn verður að vera í sóttkví í marga mánuði, það verði að hrcina allt frá- rennsli frá stöðinni o.s.frv.” Skýringin á þcssum ströngu skilyrðum er sú, að áll fær suma sömu sjúkdóma og lax. ÁII get- ur af sér seyði og þess vegna verður að flytja hann inn lif- andi. Við það eykst hættan á því að sjúkdómar berist til landsins. I.ax er mjög verðmæt- ur fiskur á íslandi og ekki hefur verið talið skynsamlegt að taka þá áhættu, sem í innflutningn- um felsí. Þetfa litla dæmi sýnir í hnot- skurn, hve erfitt getur verið að brydda upp á nýjuin atvinnu- greinum í iðnaði. Erfiðleikarnir koma úr ólíklegustu áttum. Það er því ástæðulaust að kasta því frá sér fyrirfram, að hér rísi álverksmiðja, ef ekki er tekin of mikil áhætta ineð byggingu hennar. Norðangarri. Frá Kúbu mjög þjóðernissinnað og ber hag lands síns fyrir brjósti. Hins veg- ar var það þögult sem gröfín þegar ég fór að spyrja það um glæpi, fíkniefni, svartamarkaðs- brask, stjórnmál og þess háttar málefni og þóttist þá ekki skilja hvað var verið að tala um eða bara reyndi að snúa út úr. Maturinn var einnig nokkuð óvenjulegur. Fyrstu dagana lifði maður á bönunum og hrísgijón- um því að steikurnar voru erfið- ar viðfangs til að byrja með. Hinsvegar sótti ég stundum í bjórinn á kvöldin. Þegar ég sagði þeim innfæ.ddu frá því aö á íslandi væri bjórinn bannaöur, urðu þeir alveg steinhissa því þeir vildi ineina að bjórinn væri mjög hollur, hvað sem er svo hæft í þeim efnum. Mjólkin og vatnið voru gjörsamlega ódrekk- andi. Þar sem vinnubúðirnar voru staðsettar fyrir utan borgina kynntist ég lífi fólksins í landinu mjög takmarkað. Þar sem ég bjó voru þetta aðallega bændur og verkafólk sem unnu á samyrkjubúum og fólk sem stundaði hreinan sjálfs- þurftarbúskap. Kaupiö hjá fólkinu var hlægi- lega lágt, t.d. eru mánaðarlaun verkamanns ekki nema um 6000 kr. og verðlag tiltölulega hátt Hinsvegar höfðu kaupmennirnir ekki mikið upp á að bjóða, föt voru ljót, inikið um skran en ég held ég megi segja að hver og einn hafí í sig og á. Það var aftur á móti hægt að fá ýmsa góða hluti í s.k. dollarabúðum en gall- inn við þær var sá að þar var allt á uppsprengdu verði. Það sem kom mér einnig á óvart í þessu sambandi var það að innfæddu íbúarnir voru ekki fyrr búnir að gorta sig yfír því að hafa „útiýmt gjaldeyrisbraski, en mér var boðið, a.m.k. tíu sinnum, skipti á peso og dollur- urn og var þá gengið á dollur- unum töluvert hærra. Það voru greinilega skipuleg samtök sem stóðu í þessu braski því að á hverju götuhorni voru strákar sem buðu skipti og þeir höföu það mikla fjármuni undir hönd- um að annað væri óeðlilegt. Hvað er þér efst í huga eftir að þú ert kominn heim? „Þessi ferð er náttúrulega heil- mikil upplifun, sem situr í huga manns alla ævi. Ég hugsaði oft heim þegar fyrir augu mín bar sá aðbúnaður sem fólk varð að láta sér lynda, og hugsaði sem svo að stundum heföu íslend- ingar það einum of gott. Það var líka greinilegt að fólkiö í landinu líður ekki að talað sé illa um landið, og auðséð var að í skoð- unarferöum og stuttum ferða- lögurn var fyrirfram ákveðið hvað við áttum að fá að sjá og hvað ekki. En burtséð frá þessu var ferðin hin skemmtilegasta og ég á örugglega eftir að gera eitthvað svipað á komandi lífs- leið.” Brynja auglýsir úr frystiborði: • iærissneiðar • kótiiettur • grillsneiðar • lambasnitsel • krebenettur • kjúklingar • kjúklingahlutar • franskar kartöflur • kartöfluskífur Nýjar kartöflur Við erum einnig farin að leigja út vídeóspólur fyrir VHS kerfi. Komið og lítið á úrvalið hjá okkur. Opið alla daga frá kl. 10-23.30 Verslunin Brynja Aðalstræti 3 600 Akureyri - Sími 24478

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.