Íslendingur


Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 1
2. TBL. 70. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985________________AKUREYRI Séð frá Kísiliðjurmi til Mývatns Fasteignagjöldin: Hœkkunin ekki til framkvœmda? Kísiliðjan í Mývatnssveit Fcri leyfí tíl 20 ára? Heimamenn vilja ekki skapa úlfúð um málið Einhverjar vomur munu nú vera komnar á meirihlutann að hækka fasteignagjöldin um 40% eins og þó var búið að samþykkja í bæjarstjórn. Heyrst hefur að álagning muni verða óbreytt á ein- staklingum frá fyrra ári, en hins vegar muni fyrirtæki greiða fullt fasteignagjald. Einnig er talið víst að í bæjar- stjórn muni koma fram til- laga um að fella niður fast- eignagjöld á ellilífeyrisþegum. Grunur leikur á að Jón Sigurðarson sé ósáttur við þessa hækkun og raunar fleiri framsóknarmenn. Það sem mörgum þykir sérkennilegt við þetta mál er að það mun Mezzoforte í Sjallanum Hljómsveitin Mezzoforte heldur tvenna tónleika í Sjallanum í kvöld. Kl. 19.30 verða tónleikar ætlaðir þeim, sem sækja félagsmiðstöðvarn- ar á Akureyri. Síðari tón- leikarnir hefjast kl. 22.00 fyrir 18 ára og eldri. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Sjallans, efna félagsmiðstöðvarnar og Sjall- inn til þessara tónleika, sem er ætlað að koma í stað opins húss í Lundarskóla. segir Halldór Blöndal „Það liggur núna fyrir að engin mannaskipti verða í ríkisstjórninni í fyrirsjáanlegri framtíð og fullt samkomulag varð um þessa niðurstöðu á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins s.l. mánudag,” sagði Halldór Blöndal, alþingis- maður. „Nú er komið að því að koma í framkvæmd þeim hafa verið Freyr Ófeigsson, fulltrúi Alþýðuflokksins sem á ekki formlega aðild að meiri- hlutasamstarfinu, sem kom því í gegn, að gjöldin skyldu hækkuð. Að sögn hefur hann þá skoðun að sveitarfélög eigi að innheimta öll sín gjöld að fullu. Það kemur svo í ljós á næstu vikum, hvort meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar stendur við ákvörðun sína eða ekki. GHF markmiðum sem stjórnar- flokkarnir settu sér í sam- komulaginu í haust, þar sem settar voru fram djarfar hug- myndir um uppstokkun á sjóðakerfinu og fjármála- og atvinnulífinu. Þær hugmyndir voru byggðar á því að stöðug- leiki og festa væri í atvinnulíf- inu og við teljum mikilsvert að unnt sé að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd til að koma á jafnvægi í efna- Eins og kunnugt er varð ágreiningur um það með Náttúruverndarráði og stjórn Kísiliðjunnar við Mývatn, hvort framlengja ætti starfs- leyfi verksmiðjunnar í 20 ár eins og hún vildi eða 5 ár eins og Náttúruverndarráð taldi æskilegt. Oddvitinn í Skútu- staðahreppi, Helga Valborg Pétursdóttir, segir að heima- menn vilji ekki skapa neina úlfúð um málið. Sveitar- stjórnin hafi öll skrifað undir bréf til Iðnaðarráðherra þar sem lagt er til að starfsleyfið verði framlengt með því skil- yrði að rækilegar rannsóknir fari fram á Mývatni sem ein- dregið skeri úr um það, hvort lífríki vatnsins skaðist vegna starfsemi verksmiðjunnar eða ekki. „Við búum hérna við sér- stök lög og reglugerð,” sagði Helga Valborg, oddviti. „Samkvæmt þeirri reglugerð er það skylda Ríkissjóðs að sjá hér um rannsóknir á svæðinu, sem eiga að segja okkur hvað hagslífinu á ný.” Halldór sagði að sjálfstæðis- menn væru nú að undirbúa fundaherferð um allt land til að kynna þau viðhorf, sem nú hefðu skapast, til að vinna þeim traust hjá þjóðinni. Hann og Björn Dagbjartsson mundu nú á nasstu dögum fara urn kjördæmið og byrja á Raufarhöfn og Þórshöfn um næstu helgi. GHF við getum gert án þess að skemma lífríki Mývatns, sem er mjög merkilegt og er talið eitt af dýrmætustu vatna- svæðum Evrópu.” Helga sagði að Kísiliðjan hefði starfað í Mývatnssveit frá því 1967 og hefði fengið leyfi til 20 ára. Þegar hún hefði sótt nú um nýtt leyfi hefði Náttúruverndarráð ekki viljað veita það. Það þýddi að vísu ekki að framlenging væri útilokuð, en það ylti á niður- stöðum úr rannsóknum á næstu þremur árum, en ráðið hefði sett fram áætlun um þær. Helga sagði að mörgum í sveitarstjórninni fyndist rann- sóknirnar hefðu ekki verið teknar nógu föstum tökum frá upphafi. Breytingar hefðu orðið á vatninu, sem að vísu ættu sér enga eina orsök, að því er virtist. Til dæmis hefði Ytri flóinn grynnkað mikið vegna landriss, en þar sem Kísiliðjan hefur leyfi til að vinna kísilgúr. Sveitarstjórnin taldi að í fyrrakvöld var haldinn fundur í Ólafsfirði til að kynna þær niðurstöður, sem liggja fyrir í hagkvæmniathugun á rekstri kavíarvinnslu þar á staðnum. Ingi Bjömsson, hag- fræðingur hjá Iðnþróunarfél- agi Eyjafjarðar, hefur unnið athugunina. Niðurstöður reyndust vera jákvæðar. „Iðnþróunarfélagið tók þessa könnun að sér fyrir at- vinnumálanefnd Ólafsfjarð- ar,” sagði Ingi Björnsson. „Meginniðurstaðan er sú að ísland er stærsti framleiðand- inn á söltuðum grásleppu- hrognum í heimi og er með um 50% framleiðslunnar. Langmestur hluti þessa magns fer til úrvinnslu er- lendis þar sem unninn er úr því kavíar. Hér heima er ein- ungis unnið úr 10-15% fram- leiðslunnar. Samkvæmt okkar könnum eru allar forsendur fyrir því að þessi framleiðsla flytjist í auknum mæli inn í landið.” Ingi sagði að niðurstöður um hugsanlega rekstraraf- komu væri ekki einhlítar. Á mörkuðum i Evrópu væri verð varla nógu gott til að standa undir rekstri nýrrar verksmiðju. Hins vegar væri mjög gott verð á Bandaríkja- markaði sem ætti að skila við- unandi hagnaði. Lagt er til að sá markaður verði kann- aður og veitt til þess fé áður sögn Helgu að starfsleyfi til fimm ára hefði viss öryggis- leysisáhrif og þau óttuðust það að fólk tæki að flytjast á brott í leit að betri vinnu. í Kísiliðjunni ynnu um 80 manns ásamt fjöldanum af öðru fólki sem ynni hlutastörf þar og við þjónustu. Þetta væri því nánast einn þriðji hluti sveitarinnar, eða rúm- lega það. Sveitarstjórnin ótt- aðist breytingar á högum þessa fólks. Það gæti leitt til mikillar röskunar í sveitarfélag- inu, og því fylgdu erfiðleikar. ,JÚ við sendum Iðnaðar- ráðherra bréf, þar sem við lýstum því, hvernig málið lít- ur út frá okkar sjónarhóli,” sagði Helga Valborg. „Við sögðum, að heppilegast væri að veita leyfið til lengri tíma, en hins vegar væri sá fyrirvari á því, að ef rannsóknir leiddu eindregið í ljós, að hætta væri á ferð, yrði að endurskoða það. Það var einhugur i hreppsnefndinni um þetta, og allir skrifuðu undir þetta en farið er að taka ákvörðun um fjárfestingu. Það er ein- ungis spurning um það hvort einhverjir væru tilbúnir að leggja fé til að kanna þann markað. „Ég get ekki annað séð,” sagði Ingi, „en að hægt ætti að vera að vinna þennan markað, því að töluvert er flutt út til Bandaríkjanna af söltuðum hrognum héðan. Auk þess hefur svolítið verið selt þangað frá Sölustofnun lagmetis. Einhver hefð er fyrir neyslu á þessu þar.” Það er tímabært að koma á fót nú einni slíkri verksmiðju að sögn Inga en ekki fleirum. Ein verksmiðja á Norðurlandi ætti að vera mjög hcntug því að i dag er einungis framleitt á Akranesi og þangað fara hrogn, sem þar koma að landi. Hér fyrir Norðurlandi veiðist nokkuð af grásleppu og ekki er hagkvænrt að flytja þau hrogn suður vegna kostn- aðar. Hér væri hagkvæmt að hafa verksmiðju sem fram- leiddi um 200 tonn og aðra svipaða fyrir sunnan. Ingi taldi að framleiðsla á kavíar væri ekki flókin. Hún væri nánast ekki nema blönd- un á lit og bragðefnum í söltuðu hrognin. Pökkunin væri einna stærsti hlutinn af þessu. Kavíarinn væri settur í 150 g krukkur og seldur þann- ig GHF Tveir heiðursborgarar Á 600. fundi bæjarstjórnar s.l. þriðjudagskvöld voru Þórður Jónsson og Ásgrím- ur Hartmannsson gerðir heiðursborgarar bæjains. Að sögn Jakobs Ágústs- sonar, bæjarfulltrúa í Ölafs- firði, varð Þórður Jónsson fyrsti bæjarstjórinn þar er bærinn fékk kaupstaðarétt- indi í janúar 1945 og fram yfir kosningar 1946. Þá varð Ásgrímur Hartmannsson bæjarstjóri og gegndi því embætti næstu 28 árin. Pétur Már Jónsson tók við af Ásgrími og var í sex ár, síðan Jón Friðriksson, sem var í fjögur ár. Fyrir tveimur árum varð Valtýr Sigur- bjamarson bæjarstjóri og er þar enn.. GHF Ásgrímur Hartmannsson Engar mannabreytingar href.__GHF Kavíarverksmiðja

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.