Íslendingur


Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 3

Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Jölcudinaur 3 þátt í tilfinningalífi og sjálfs- virðingu eldri borgara. Mætti sjálfsagt líta svo á að lög, sem hefðu það að einhverju leyti að markmiði að gera eldri borgurum þann kostinn vænstan að rýma hús sín, teldust brot á sjálfsögðum mannréttindum. Þótt á því séu margar undantekningar, er flestum Islendingum þannig farið, að þeir kjósa að lifa í eigin hús- næði. Að því má færa sterk rök, að það sé samfélaginu hagstætt að svo sé, þótt ekki verði farið út í þá sálma hér. Ofsköttun fasteigna getur hins vegar leitt til þess, að húseig- endur eru látnir borga sam- félaginu hálfgildings „leigu” fyrir þann rétt, að fá að kalla húsið sína eign. Meiri hluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti fyrir hátíðirnar 40% hækkun fast- eignagjalda eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Þegar tekið er tillit til áætlaðra verðbreytinga á árinu 1985 og breytinga á fasteignamati, virðist hér vera um að ræða 9% raunhækkun gjaldanna. Sá meirihluti bæjarstjómar, sem samþykkti hækkunina, var skipaður fulltrúum Fram- sóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Kvennaframboðs, auk þess sem bæja/fulltrúi Al- þýðuflokksins studdi hækkun- ina. Á umræddum fundi óskuðu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eftir því, að fulltrúar meirihlutans rök- styddu hækkunina, ekki síst vegna þess, að önnur bæjar- félög hefðu yfirleitt óbreytta álagningu eða lækkuðu hana. \ svörum bæjarfulltrúa meirihlutans komu fram við- horf, sem benda eindregið til þess, að þeir ætli að ná fram með hækkun gjaldanna mark- miðum, sem telja verður mjög annarleg. I máli Sigurðar Jóhannes- sonar, bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, kom fram, að hann teldi augljóst að verð- bólga yrði mun meiri þá sex fyrstu mánuði ársins, sem inn- heimta fasteignagjalda fer fram. Yrði að miða við þá verðlagsþróun án tillits til þess, hvort verðbólgan minnkaði síðari hluta ársins, eins og spáð er. Aðspurður um þörf bæjarfélagsins fyrir aukna tekjustofna, taldi Sig- urður fjárþörfina vera ærna, og benti hann sérstaklega á Hitaveitu Akureyrar í því sambandi. Holdur kaup- ir Bílasalann Höldur s.f. hefur keypt Bíla- salann og tekur við rekstrin- um 1. febrúar n.k. Fyrirhug- að er að áfram verði rekin bílasala á nýjum og notuðum bílum í húsnæði Bílasalans og mun Hekla h.f. eiga aðild að rekstrinum. Sameiginleg yfir- lýsing mun verða gefin út um kaupin undir næstu mánað- armót. Skúli Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Höldurs s.f. staðfesti að þessi kaup hefðu farið fram og sagði að ætlunin væri að fyrirtækið yrði rekið undir heitinu Höldur s.f. — Bílasalinn. Höldur keypti hús- næði Bílasalans við Hvanna- velli og lóðina. GHF Fyrri athugasemd bæjar- fulltrúans virðist byggð á mis- skilningi. Fasteignagjöld fyrir allt árið eru innheimt sex fyrstu mánuði ársins. Af því er augljós hagur fyrir bæjar- félagið. Ef einhverja röksemd má draga af innheimtutíman- um, ætti hún að horfa til lækkunar en ekki hækkunar. Eðlilegast verður þó að telja, að við álagningu fasteigna- gjalda sé miðað við verðlags- þróun eins og talið er, að hún verði allt árið. Sú skoðun Sigurðar Jóhannessonar, að til greina komi að létta fjárhagsvanda Hitaveitu Akureyrar með auknum fasteignagjöldum, hefur augljósa ókosti, og verður hér aðeins nefnt eitt dæmi. Húseigandi, sem vill lækka upphitunarkostnað sinn með því að endurbæta og auka einangrun íbúðarhúss síns, kemur ekki til með að njóta fjárfestingar sinnar, ef bæjarfulltrúar ákveða að greiða niður hitaveitukostnað með auknum fasteignagjöld- um. Þá verður einnig að taka tillit til þess að ýmsir njóta góðs af Hitaveitu Akureyrar án þess að greiða nein fast- eignagjöld. I máli Úlfhildar Rögn- valdsdóttur, fulltrúa Fram- sóknarflokksins, kom fram, að hún taldi skatt, sem legðist á fasteignir heppilegri inn- heimtuaðferð en tekjuskatta, sem byggðust á hæpnum upplýsingum um tekjur. Fast- eignir væru þó alltént augljós- ar og öllum sýnilegar. I þessu virðist koma fram sú hugmynd, að auðvelt sé að leiðrétta með fasteignaskött- um það ranglæti, sem tekju- skattar á Islandi skapa. Fjár- festing í húsum er aðeins ein tegund fjárfestingar, sem að vísu stór hluti íslendinga hefur lagt í. Hvers vegna á að skattleggja hana umfram aðra fjárbindingu. Það virðist þurfa gildari ástæður en þær, að fasteignin sé augljós og öllum sýnileg. Lífið er heldur ekki svo einfalt, að í stórum húsum búi einkum auðugir og illmenni. Þar búa líka t.d. stórar fjölskyldur og aldrað fólk, sem af ýmsum gildum ástæðum kýs að lifa áfram í sínum stóru húsum löngu eftir að börnin eru farin að heiman. Það er lítil lausn á tekjuskattsranglætinu, sem viðgengst hér á landi að bæta við það ranglæti í fasteigna- álögum. Freyr Ófeigsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, lýsti þvi yfir, að hann styddi aukningu fasteignagjalda vegna þess, að ClTSALA stendur fram að helgi. Stórlœkkað veið Kvenfatnaður, barnafatnaður, bútar, garn, herrafatnaður, skór og fleira og fleira. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR I ' £ J Félagsstarfi aldraðra á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrar verður hagað sem hér segir síðari hluta vetrar 1984/85: Skemmtanir í Sjallanum verða með sama hætti og verið hefur sunnudagana 24. febr. og 5. maí. Þeir sem óska eftir akstri heiman og heim hringi í síma 22770 kl. 13-14 samdægurs. Opið hús með upplestri og dansi verður í Húsi aldraðra laugardagana 26. jan., 9. febr., 16. mars, 20. apríl og 18. maí. Skráning leikfimihópsins, sem verið hefur í Laxa götu 5 verður auglýst síðar. Nánari upplýsingar í síma 25880. Félagsmálastofnun Akureyrar. hann væri því fylgjandi, að verkefni og tekjustofnar sveit- arfélaga ykjust, en dregið yrði úr ríkisframkvæmdum. Vafalaust á Freyr Ófeigs- son sér marga skoðanabræður í þessum efnum innan Sjálf- stæðisflokksins. Hitt er svo annað mál, hvort það er væn- leg leið að auka einhliða tekjustofna sveitarfélaga án þess að fram komi, í hverju aukin verkefni eiga að vera fólgin án þess að dregið verði úr skattheimtu ríkissjóðs. Sú aðferð leiðir að sjálfsögðu til aukinnar skattheimtu almennt, en slíkt er ekki á dagskrá Alþýðuflokksins um þessar mundir og hefur ekki verið lengi, en hefur löngum verið lausnarorð Alþýðu- bandalagsins. I umræðum í bæjarstjórn taldi Valgerður Bjamadóttir, að með andstöðu sinni við hækkun fasteignagjalda væm Sjálfstæðismenn að standa vörð um hagsmuni stóreigna- manna. Fasteignaskattur er ekki stighækkandi eftir stærð fasteignar eða verðgildi. Aukningin bitnar því ekki hlutfallslega á stóreignamönn- um umfram aðra eigendur fasteigna. Aukinn fasteigna- skattur bitnar hins vegar á þeim, sem eiga eignir en hafa litlar tekjur, en þar em ellilíf- eyrisþegar fremstir í flokki. Þá taldi Valgerður, að raunveruleg aukning fast- eignagjalda, sem næmi aðeins 9% skipti ekki máli fyrir þá, sem ættu venjulegt húsnæði. Telja verður að raunhækkun fasteignagjalda um 9% sé all- vemleg hækkun. Búast má við, að launþegar teldust hafa himin höndum tekið, ef þeir hlytu 9% hækkun kaupmátt- ar, eða sparifjáreigendur, ef raunvextir hækkuðu svo mikið. Það er ástæðulaust með öllu að gera lítið úr þess- ari hækkun. Það jaðrar raunar við kæruleysi að afgreiða þá hækkun fasteignagjalda, sem nú hefur verið ákveðin, með jafn veigalitlum rökum og þeim, sem fram komu við afgreiðslu málsins. Þá má sennilega einnig flokka það undir kæruleysi að ímynda sér, eins og fram kom í mál- flutningi meirihluta bæjar- stjórnar, að hægt væri síðar meir að leiðrétta of há fast- eignagjöld með lækkun út- svars. Gjaldendur fasteigna- gjalda og útsvars em ekki ein og sama fylkingin. Það er því ekki hægt að greiða það til baka í lækkuðu útsvari sem um of hefur verið lagt á fast- denir 9.01.1985 Tómas I. Olrich. Verkstjónarfrœðslan auglýsir: Verkstjórnarnámskeið Dagana 11.- 14. febrúar næstkomandi verður námskeiðið Verkstjórnarfræðsla I. haldið á Akureyri. Námskeiðið er ætlað þeim sem bera ábyrgð á daglegri vinnu annarra. Leiðbeinendur eru Hermann Aðalsteinsson, Iðntæknistofnun og Þórður M. Þórðarson. Á námskeiðinu verður fjallað um: - Hlutverk verkstjóra varðandi framleiðni. - Störf stórnenda i fyrirtækinu. - Fjárhagsleg ábyrgð — ágóðahluti. - Stjórnunarstíll, hópstjónun, gæðahringar. - Ákvarðanataka, vandamálagreining. Námskeiðsgjald- er kr. 4.800,- á þátttakanda, þ.e. sama verð og í Reykjavík. Matur og kaffi er ekki innifalið í verðinu. Námskeiðið verður í Sjallanum, Mánasal og stendur frá 9-17 alla dagana. Hægt er að skrá þátttakendur hjá Verkstjórnar- fræðslunni, Iðntæknistofnun íslands, síma 91- 687000 eða hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga í síma 96-22270 Skráningarfrestur er til 4. febrúar. Geymið auglýsinguna. Frá Tónlistarskólanum ó Akureyri Kennsla á vorönn hefst mánudaginn 28. janúar. Unnt er að bæta við nokkrum nemendum i eftirtöld- um greinum: Forskóladeild 6 ára aldur, einnig gítar-, orgel-, trompett-, althorn-, túbu- og klarinettleik. Innritun og upplýsingar a skrifstofu skólans — sími 21788 eða 21460 — mánudag, þriðjudag, fimmtu- dag og föstudag kl. 13-17 og miðvikudag kl. 9-12 í næstu viku. ... . Skolastjori.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.