Íslendingur


Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 8

Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 8
Félagasamtök - Starfsmatmahópar Erum farnir að faka á móti pöntunum fyrir árshátíðir. Finnbogi Jónsson Hissa á svona frétta- flutningi segir Finnbogi Jónsson í fréttatilkynningu áhuga- manna um framfarir við Eyjafjörð kemur fram gagn- rýni á Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar og þátttöku fram- kvæmdastjóra þess í fundum sem andstæðingar álvers efndu til á s.l. sumri. Islendingur spurði Finn- boga Jónsson, framkvæmda- stjóra Iðnþróunarfélagsins, um þessa gagnrýni. „Eg varð hissa þegar ég sá þessar athugasemdir um Iðn- þróunarfélagið í viðtali við Jón Arnþórsson. En ég varð enn meira hissa þegar ég sá þetta í sérstakri fréttatilkynn- ingu. Það er hægt að leyfa sér ýmislegt í viðtali en til frétta- tilkynninga gerir maður meiri kröfur. Finnbogi sagði ennfremur að ástæða væri til að geta nokkurra atriða. Iðnþróunar- félagið væri ekki formlegur aðili að undirbúningi álverk- smiðju við Eyjafjörð, þótt það væri reiðubúið til sarnstarfs við stóriðjunefnd hvenær sem væri. Félagið hefði litið á orkufrekan iðnað sem einn möguleika á uppbyggingu at- vinnulífs við Eyjafjörð og hefði beitt sér fyrir sjálfstæð- um athugunum í því efni. Hann sagði að sitt hlutverk væri að upplýsa og miðla þekkingu og hann hefði litið svo á sitt hlutverk á fundum andstæðinga álvers, en þó hefðu runnið á sig tvær grím- ur eftir fyrsta fundinn. Eftir ferð til Kanada hefði komið til tals að Iðnþróunarfélagið beitti sér fyrir kynningu á niðurstöðum ferðar nokkurra Akureyringa til Kanada, en stjóm þess hefði talið það óráðlegt. Hins vegar hefðu þær voru rækilega kynntar á sínum tíma. Einpig væri fyrir- hugað að boða til funda þegar niðurstöður umhverfisrann- sókna lægju fyrir. Rcrfveita Akureyrar ódýrust á landinu Rafmagn hækkar um 12% Á fundi bæjarstjórnar 8. jan- úar s.l. var samþykkt hækkun á gjaldskráRafveitu Akureyr- ar um 12%. Málið var tekið til fyrri umræðu á fundinum, og tóku bæjarstjóri og Sigurður Jóhannesson til máls. Þegar að honum loknum var annar fundur settur og málið tekið til seinni umræðu. Enginn tók til máls og þeim fundi því slitíð, og stóð í um það vil mínútu. Þar með var málið útrætt og afgreitt frá bæjar- stjórn. I máli formanns stórnar Rafveitunnar kom fram að hækkunin væri til komin vegna 14% hækkunar Lands- virkjunar á rafmagni í heild- sölu. I bókun stjórnarinnar frá 21. desember segir: „Til að mæta 14% hækkun á heild- sölu hækka taxtar RA um 12%. Einnig kemur til fram- kvæmda um áramótin 1984- 85 lækkun á verðjöfnunar- gjaldi úr 19% í 16% og 0.5% hækkun á söluskatti. Raunveruleg hækkun á gjald- skrá verður því 10% til 12%.” Eftir... þessa hækkun verður fast gjald á ári til almennrar heimilisnotkunar 700 kr. og kílóvattstundin kostar 3.52 kr. Fast gjald til mannvirkjagerð- ar verður 1400 kr. og kílóvatt- stundin á 4.20 kr. I máli bæjarstjóra, Helga Bergs, kom fram að Rafveita Akureyrar væri ódýrasta raf- veita á landinu. I fylgiskjali með frumvarpi til laga um verðjöfnunargjald á raforku kæmi fram að meðaltalsverð RA væri 253 aurar, Rafveitu Akraness 285 aurar og Raf- veitu Reykjavíkur 314 aurar. GHF Það er af, sem áður var. Mýnin sýnir dokkina viðTorfunef, og smábátalægið þar norður af, eins og þessi mannvirki litu út rétt eftir 1930. Þá, og lengi eftir það, var á Akureyri ein öruggasta höfn landsins. Bókasafnsnefnd: Mœlir með kaup- um á húsnœðinu „Það er mitt áhugamál að komið verði upp útibúi í Glerárþorpi,” sagði Lárus Zophoníasson, amtsbóka- vörður. „Við vitum að það kemur að því að slíkt útibú verði reist. Hvort það gerist í þessari lotu, veit ég ekki. Það er bæjarfulltrúanna að ákveða það.” Lárus sagði að hann hefði ekki orðið var við að íbúar Glerárþorps þrýstu á um þetta útibú, en því fylgdu ýmis vandkvæði fyrir þá að ekki væri útibú frá safninu fyrir utan á. Þess mætti líka geta að Lestrarfélag Glerár- þorps, sem eitt sinn starfaði, var sameinað safninu, og því væru ákveðin söguleg rök fyrir því að hafa þarna útibú. Á fundi sínum 12. janúar samþykkti bókasafnsnefnd svofellda bókun: „1 samræmi við samþykkt bæjarstjómar 4. nóv. 1981, að undirbúin skuli stofnun úti- bús frá Amtsbókasafninu í Glerárhverfi leggur bókasafns- nefnd til að stofnað verði á þessu ári útibú frá safninu í Glerárþorpi. Mælir nefndin með því að leitað verði eftir kaupum á húsnæði í Verslun- armiðstöðinni við Sunnuhlíð þar sem unnt verði að hafa útlánssafn, lesstofu og geymsl- ur. I Glerárþorpi búa nú um 4600 manns eða um það bil þriðjungur bæjarbúa. Af 2350 skólabörnum á aldrinum 7 til 15 ára sem nú eru skólum bæjarins, munu rúmlega 800 vera búsett utan Glerár eða um 35% og þar fjölgar skóla- skyldum börnum mest næstu ár. í álitsgerð um notkun Amtsbókasafnsins (Sigríður Sigurðardóttir: Könnun á notkun Amtsbókasafnsins á Akureyri 1978-1980 júlí 1981) kom fram að safnið næði ekki lengur til vissra hverfa í bæn- um og er á það bent að Glerárþorp sé það hverfi sem lengst eigi til safnsins, enda eru hlutfallsleg útlán til íbúa í Glerárþorpi minnst. Að dómi bókasafnsnefndar er brýnasta verkefni Amts- bókasafnsins því að koma upp útibúi í Glerárþorpi, sbr. einnig Ársskýrslu Amtsbóka- safnsins, 1982, 4, 4. Er við það miðað að safnið verði opið frá klukkan 14 til 18 5 daga vik- unnar.” GHF Góður afli Einn bátur hefur róið úr Ólafsfirði að undanförnu, Friðrik Sigurðsson, að sögn Jakobs Ágústssonar, rafveitu- stjóra. Hann rær með um 70 bjóð í einu og er um tvo sólarhringa í róðri og land- aði 22ja tonna afla fyrir fáeinum dögum. Það hefur ekki litið eins vel út með fisk á línu undanfarna vetur í Ólafsfirði. Á þriðjudagsmorgun kom Sólbergið með 120 tonn, Sig- urbjörgin kom inn fyrir viku síðan með 130 tonn. Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjan er komin í gang og hefur verið að mala bein að undanfömu og gengur vel. Vonir standa til að hún fái einn loðnufarm til bræðslu um helgina. Mikill áhugi er fyrir því að prófa að bræða loðnu nú og undirbúa vel næstu vertíð. „Við erum einnig ákaflega lukkulegir yfir þessari veður- blíðu,” sagði Jakob. „Fyrir fjórum dögum var Lágheiðin mokuð og það tók um það bil 6 tíma að renna yfir hana. Áður en það var gert var hægt að brjótast þetta á vel útbúnum jeppa.” Múlinn hefur verið ágætur í vetur en háll eins og aðrir vegir og hefur lokast fáum sinnum vegna snjóflóða. „En fólk tekur hálkuna alvarlegar í Múlanum en annars staðar, því að þar fer enginn fram af nema einu sinni,” sagði Jakob. GHF Ekkert neikvœtt enn segir Jón Sigurðarson Hagkvæmnisathugun á út- gerð raðsmíðatogaranna á út- hafsrækju lýkur undir næstu mánaðarmót að sögn Jóns Sigurðarsonar, formanns at- vinnumálanefndar Akureyr- ar. Enn sem komið er hefur ekkert komið fram, sem gefur tilefni til svartsýni. Aðspurður sagði Jón það rétt vera að gott verð væri á þessum skipum. Það hefði vel verið staðið að því að fjár- magna þau, sem hefði úrslita- þýðingu fyrir verðið. Fyrirhugað er að stofna hlutafélag um rekstur þessara skipa, verði niðurstöður hag- kvæmniathugunarinnar já- kvæðar, og bjóða hlutabréf til kaups á almennum markaði. Það verður nánar kynnt þeg- ar að því dregur. GHF

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.