Íslendingur


Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 4

Íslendingur - 17.01.1985, Blaðsíða 4
4 3bleadin0ur FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Fyrir nokkrum áruni hitfi cj» Sviss- lcndinj> nokkurn, sem kom frá því að skoða Náttúrugrípasafnið á Akureyri. Éf» spurði hann hvort þar væri merkilcgt safn. Hann léf fremur vel af þvi, en tók það skýrt fram, að af mörj»um merkilegum oj» sjaldj»æfum j»rípum safnsins væri safnvörðurinn athyglisverð- astur. Helgi Hallgrímsson er vissulega sjaldgæft eintak. Ég hef þekkt hann nokkuð lengi. Kynni okkar hófust, þegar hann kenndi mér efnafræði í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1959-1960. llelgi var afbragðs kennari. eink- um vegna þess að honuni var lagið að hafa cndaskipti á hlutunum, nálgaðist vandainálin frá allt annarri hlið en kennsluhækur gera og kom okkur sífellt á óvart. Ég hafði af þessu mikla nautn, sem ég hef aldrei fyllilega komist yfir. A vissan hátt er Helgi mér enn læri- faðir. Ég fer enn í tíma hjá honum þótt stundaskráin sé ekki í föstum skorðum eins og áður var. Þegar mér finnst ég vera farínn að taka sjálfan mig of hátíðlega lit ég inn til Helga. Og hann svíkur mig aldrei, kemur mér alltaf á óvart, einkennilega ferskur og framand- legur, en jafnframt fullur af þjóð- legum fróðleik og næsta fomeskju- legur í háttum. Á safninu, þar sem Helgi ræður húsum, ríkir náttúrulega sá friður og sú ró. sem uppstoppuðum fuglum sæmir. Ég geng um sýningarsalinn og verð að viður- kenna að uppstoppuð náttúra er hálf náttúrulaus. Hvað á til dæmis þessi hvíti fjaðrabingur satneigin- legt með kvikri, sprettharðri rjúpunni, sem teygir álkuna, og þurr brakandi ropinn kveður við í birkiskóginum. Eða gæsin, í morgunkyrrðinni, þegar veiði- maðurínn leggur við hlustirnar, hlýðir á hópinn brækja langdregið á eymnum og búa sig til flugs, heyrir taktfast nöldrandi kvakið, þegar fuglinn nálgast. Að skoða náttúrugrípasafn er eins og að skoða heimili látins stórskálds. En Náttúmgripasafnið á Akur- eyri er jafngott fyrir því. Og það er raunar miklu meira en safn. Stofnuninni hafa verið fengin margvísleg rannsóknarverkefni á síðastliðnum 15 árum. sem hafa styrkt starfsemi hennar og álit. Á efstu hæðinni er kompa safn- varðarins, ekki mjög nýtískulega búin. í þetta sinnið er ég hingað korninn til að spjaila við safn- vörðinn um safnið, hann sjálfan og uppáhaldsviðfangsefni hans, nátt- úmna, bæði sýnilega og dulda. Safn og vísindastofnun Er það sjálfgefið, Helgi Hallgn'msson, að náttúrugripasafn sé vísindastofnun? Þetta hefur verið þróunin víða um lönd, að svona söfn hafi breyst í vísindastofnanir. Það hefur gerst t.d. með Náttúrufræðistofnun íslands, sem hét áður Náttúrugripasafnið í Reykja- vík. Það fer svo, að þar sem safnað er gripum skapast fijótt aðstaða til rann- sókna. Getur safn sem það, sem þú veitir forslöðu, þrifst án vísindastarfs? Tæplega, því það þarf að greina alla muni og flokka, svo það er í raun ekki hægt að komast hjá þessu, ef safn á að standa undir nafni. En að vísu er það mjög misjafnt hve langt þetta gengur og fyrst og fremst undir starfsmönnun- um komið. Jakob Karlsson Geturðu frœtt mig um tilurð safnsins? Safnið varð þannig til að Jakob Karlsson, forstjóri Eimskipafélagsins, Jakob Karlsson fór að safna fuglum, sem Kristján Geirmundsson stoppaði upp fyrir hann. Ég hygg að Jakob, sem var framfara- sinnaður athafnamaður og átti fyrsti sem reyndi að hrinda því í framkvæmd. Hann fékk einhverja kompu þegar hann var í Reykjavík 1840 eða 1841, að því er mig minnir, og safnaði í hana ýmsu dóti, steinum og fiskum, og kallaði þetta „svart- holið”. Þessi kompa var eiginlega fyrsta náttúrugripasafn á íslandi. Var Jónas Hallgrímsson náttúruvemdar- maður si'ns tíma? Það má til sanns vegar færa. Hann átti vitaskuld ekki lítinn þátt í að kenna okkur að meta landið og nátt- úruna. Lúta hugmyndir ykkar um ,Jónasarhús” að einhvers konar samstarfi við Menntaskól- ann á Akureyri? Já, við höfum það á bak við eyrað að það sé hægt að ná slíku samstarfi og jafnvel byggja á lóð skólans. Stofnunin mun þá tengjast kennslu í skólanum. Hugmynd okkar var, að innan veggja hennar yrði háskólakennsla í náttúru- vísindum, ef til slíks kæmi á Akureyri. Er skrefið stórt milli þess vísindastarfs, sem fiam fer á vegum Náttúrugripasafnsins nokkur ár og brúaði bilið þar til Steindór Steindórsson kom að skólan- um um 1930. Steinþór Sigurðsson var hér líka í nokkur ár og stundaði einnig rannsóknir. En starf Steindórs var þó lang viðamest næstu áratugina, uns Náttúrugripasafnið tók til starfa. Fæddur náttúrufræðingur Hvað olli þvi' að þú lagðir jyrir þig náttúm- frœði? Var eitthvað í uppeldi þínu auslur á Héraði, sem réð þvi að þú hneigðist til náttúmvisinda? Nei, það held ég ekki. Það er ekki til nein skýring á því, nema það sé þá einhver dulræn skýring, segir Helgi og brosir tvírætt. Ég man ekki eftir öðru en að ég hafi haft áhuga á þessum málum frá upphafi. Það kann þó að vera að áhuginn hafi hafist með einhvers konar ræktunarstarfi. Það fyrsta sem ég man eftir á þessu sviði, var að gróðursetja birki sem við sóttum út í haga, í garðinum heima. Hvar ertu fceddur? Á Skeggjastöðum í Fellum á Héraði ,yísindin hafd alla vank peninga, hafi gert þetta bæði til að styrkja starf Kristjáns og leggja grund- völl að almenningssafni. Upp úr sam- starfi þessara manna sprettur fugla- safnið, sem var mjög fullkomið á sinn hátt. Þetta safn virðist Jakob snemma hafa hugsað sér að afhenda bænum og gerir það svo 1951. Áður en safnið var opnað var haldin sýning á mununum í Barnaskólanum, sem var mjög vel sótt. Ég held að á hana hafi komið 4-5 þúsund manns. Það hefur sjálfsagt örvað bæjaryfirvöld til að stofna safnið. Jakob tók það fram að það mætti ekki afhenda skólunum safnið, enda hefði safnið þá sjálfsagt ekki orðið langlíft. Hann setur það sem skilyrði að safnið verði opinbert safn í eigu bæjarins og opið almenningi. Kristján sá svo um safnið fyrstu árin. Hvenœr kemur þú að safninu, Helgi? Ég hóf störf haustið 1963. Þá hafði verið keypt grasasafn Steindórs Stein- dórssonar, en að öðru leyti var safnið fátækt, hvorki til stóll né borð, hvað þá fullkomnari vísindatæki. Ég fór þá að útvega safninu tæki og bækur, og hóf að safna jurtum. Safn Steindórs er þannig gundvöllurinn að hinum vísindalega hluta safnsins, sem þróast svo einkum á sviði grasafræðinnar, af þvi að ég er grasafræðingur, og það er Hörður Kristinsson einnig, en hann hóf störf við safnið um 1970. Um það leyti barst til landsins náttúruverndar- alda, sem leiddi m.a. til þess að safninu voru fengin ýmis rannsóknarverkefni. Þessi verkefni treystu vísindastarfsemi safnsins. Jónasarhús og háskóli Ef hægt er að komast svo að orði að hér sé annars vegar rannsóknarstofnun i náttúm- frœðum hins vegar nátlúmgriþasafn, en þá það siðamefnda ivexti? Það er rétt að hér eru eiginlega tvær stofnanir, rannsóknarsafn og sýn- ingarsafn, sem að meginstofni er þetta gamla fuglasafn Jakobs. Sýningarsafn- ið er að mestu leyti óbreytt frá ári til árs, en það stafar sumpart af húsnæðis- leysi. Það er engu hægt við að bæta án þess að taka eitthvað burt. Eru uppi einhver áform um að stækka safinð eða byggjayjir það? Ekki fer nú mjög mikið fyrir því. Að vísu stofnuðum við byggingar- sjóð fyrir nokkrum árum. Þá var talað um að reisa ,Jónasarhús” einhvers staðar nálægt Lystigarðinum. Það væri vel til fundið af því að Jónas Hall- grímsson á eiginlega fyrstu hugmynd- ina að því að stofna náttúrugripasafn á íslandi. Hann var meira að segja sá og þeirra vísinda- og frœðistarfa, sem tengjast háskólum? Nei, það held ég ekki, það er ekki mikið stökk. Að mínu áliti höfum við hér undirstöðu að því grúski, sem fram fer í tengslum við háskóla. í náttúru- vísindum eru mörkin milli mennta- skólanáms og háskólanáms ekki svo mikil. Margt af því, sem kennt er í efsta bekk menntaskólanna, er endur- tekið í háskólanum. Náttúruvísindi í skjóli skólans Milli Menntaskólans á Akureyri og Náttúrugripasafnsins hafa frá önd- verðu verið náin tengsl, sem byggjast á gamalli hefð. Er sú hefð ekki ákjósan- legur grundvöllur að útvíkkaðri starf- semi innan náttúruvísinda á háskóla- stigi. Geturðu skýrt nánar þessa hefð? Náttúruvísindi eflast hér í skjóli norðlenska skólans löngu áður en safnið kom til. Við stofnun Möðru- vallaskóla kemur þangað Þorvaldur Thoroddsen og kennir þar náttúru- fræði og er í ijögur ár. Hann hóf sínar miklu rannsóknarferðir á meðan hann var á Möðruvöllum. Skólinn hentaði honum að mörgu leyti mjög vel til rannsóknarstarfsins, því kennslu- skylda var þar tiltölulega lítil, ég held varla meiri en 10-12 tímar á viku. Hann hafði því nokkuð rúman tíma til fræðiiðkana. Benedikt Gröndal var svo einn vetur á Möðruvöllum. Hans skerfur var lítill, enda var Benedikt óánægður með hlutskipti sitt á Möðru- völlum, en hann var þó einn af okkar merkustu náttúrufræðingum. Síðan kemur Stefán Stefánsson um 1890 og tekur upp merkið. Þorvaldur hafði starfað á sviði landafræði og jarðfræði, en Stefán var grasafræðing- ur. Ólafur Davíðsson kemur að skólan- um laust fyrir aldamótin. Þótt honum entist ekki aldur til að starfa þar nema nokkur ár, þá var hann ótrúlega starfs- samur og safnaði ógrynni af plöntum, sem hann sendi til Kaupmannahafnar, þar sem safn hans er að miklu leyti nú. Laust eftir að skólinn flyst til Akur- eyrar, 1902, tekur Stefán við stjórn hans og dró það úr fræðistörfum hans af skiljanlegum ástæðum. Stefán skapaði með vísindastörfum sínum og ekki síður með kennslu mikinn áhuga á grasa- fræði. Það er því engin tilviljun að þrír helstu grasafræðingar landsins skuli hafa sprottið upp í héraðinu á þessum árum, þeir Ingólfur Davíðsson, Ingimar Ósk- arsson og Steindór Steindórsson. Á þriðja áratugnum starfaði Guð- mundur Bárðarson við skólann í árið 1935 og alinn upp á næstu bæjum, á Arnheiðarstöðum og síðan á nýbýli, sem heitir Droplaugarstaðir, ysta bæ í Fljótsdalshreppi. Mér var komið upp svona á mótum tveggja hreppa, Fellahrepps og Fljótsdals- hrepps. Ég átti því heima beint á móti Haílormsstað, og það hefur eflaust haft einhver áhrif. Birkiplöntur voru þama á hverju strái ef svo má segja. Það fýkur svo mikið birkifræ þarna yfir Fljótið. Nærsýnir fræðimenn og eðli vísinda Einhvem tima léstu þau orð falla, að náttúmfrœðingar vœm nœrsýnir að eðlisfari, og að það vœri raunar þeirra hlutverk. Þarf að taka frœðurn náttúmfræðinga með þeim jyrirvara að þeir séu nœrsýnir? Það þarf að taka öllum fróðleik með

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.