Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Qupperneq 1

Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Qupperneq 1
IstciidíMfflir- fcafolri 10. tölublað. Laugardagur 8. marz 1969. 54. og 94. árgangur. Hvellibylur olli geysilegu tjóni — tveir menn slösuðust á Akureyri, tugir húsa skemmdust, 50 bíiar skemmdust, bátar sukku, nærri 40 rafmagnsstaurar brotnuðu í Eyjafirði Einhver atgangsmcsti hvellibylur, sem gekk yfir uin hádegi á miðvikudaginn. Sama við sögu víðar um Norðurland, svo og á 14 stiga vestan veðurhœð með lemjandi skafhríð á húsum, hifreiðum, bálum og rafmagns- og símalínum, en a Akuieyri slösuðust tveir menn. Bylurinn var snarpastur á Ak- ureyri, en þar stóð hann aðeins í klukkutíma, um hádcgið. Var inesta mildi, að ekki urðu frekari slys á fólki, m.a. var börnum úr Barnaskóla Akureyrar naumlega bjargað tvist og bast um Brekkuna, en þeim var hleypt út í ofsann, þótt Gagnfræðaskól- inn á næstu lóð sleppti engum út. SLYS Ekki er kunnugt um slys ái fólki, nema á Akureyri, en þar ‘s un ' voru 4 fluttir í Sjúkrahúsið, þar af tveir slasaðir, Steindór Stein dórsson skólameistari og Björn Einarsson, gamall maður, sem var að huga að skepnum sínum. TJÓN Stærsta tjónið varð, er 900 ferm. þak Súkkulaðiverksmiðj- unnar Lindu hf. sviptist af í heilu lagi og fauk langar leið- ir. Brak úr húsinu fauk á nokk- ur stór íbúðarhús við Sólvelli og Grenivelli og braut þar rúð- ur, og á 12 bíla, sem skemmd- ust meira og minna, en alls munu hafa skemmzt um ar á Akureyri þessa hádegis Þá urðu einnig miklar skemmdir á húsum víða á Ak- urcyri og í nágrenni, fuku hlöð- ur á bæjunum Glerá og Stein- koti, mjög víða sviptust járn- plötur af húsþökum og fjúk- andi hlutir brutu og brömluðu. Nærri 40 rafmagnsstaurar brotnuðu út með Eyjafirði að vestan. Þá hafa borizt fréttir frá ýmsum stöðum vestur und- an og allt til Vestfjarða, þar sem nokkrar skemmdir urðu, m.a. sukku smábátar í höfnum og aðrir skemmdust og síma- linur slitnuðu. Nemur tjónið af völdum þessa hvellibyls örugg- lega milljónum króna. MILDI Það má telja mikla mildi, að ekki urðu frekari slys eða mann tjón í bylnum. Víða á Akureyri og í nágrenni voru fullorðnir og börn í stórhættu og margir björguðust naumlega. M.a. áttu þrír starfsmenn Skíðalyftunnar í Hlíðarfjalli láni að fagna, að komast í Skíðahótelið, en þeir voru á leið þangað frá Lyftunni er veðrið skall á. Jeppi þeirra fauk á hvolf og tveir mannanna út í buskann, en gátu skriðið heim í Hótelið og voru allt upp í 3 klukkutíma á leiðinni, 150 rnetra leið. I Hliðarfjalli var veðrið miklu verst og stóð leng ur en á Akureyri. Þar voru tug ir gagnfræðaskólanema og Þakið af Lindu fauk tugi metra og brakið lenti á húsum og bílum. (Myndir: — herb.). brauzt Flugbjörgunarsveitin upp eftir með hitunartæki og búnað, þar eð rafmagnsínan hafði slitnað. Þá lentu jafnt fullorðnir og börn í hrakning um í l^ænum, bæði vegna veð- urofsans og mikillar hálku, sem myndaðist, er allur snjór fauk út í buskann. Einkum var mildi að börn úr Barnaskóla Akureyr ar björguðust öli í hús, en þeim var hleypt út rétt fyrir hádeg- ið. er veðrið var brostið á. Unnu margir að því að leita uppi börnin og koma þeim inn í næstu hús. Ríkir mikil gremja hjá foreldrum í garð skólastjór- ans við Barnaskólann, en þetta er í annað skiptið í vetur, að böra’n eru send úr þeim skóla út í sótsvartan bvl eftirlitslaus. Fleiri voru hætt komnir og m. a. bjargaði lögreglan eldri manni, sem var nær dauða en lifi af kulda. Var allt lögreglu- lið bæjarins að störfum og Flug björgunarsveitin, og má telja fullvíst, að framganga þessara aðila hafi ráðið úrslitum um að ekki fór verr fyrir ýmsum, sem lentu í hrakningum í þessu mesta ofsaveðri, sem Akureyr- ingar muna. Frá sfarfsemi atvinnumálanefndar Vestfjarða: MIKILL AHUGI A ATVINIMIJIJPPBYGGINGIJ Atvinnumálanefndir kjör dæmanna í strjálbýlinu hafa nú þegar innt af hönd- um mikið undirbúningsstarf í samvinnu við sveitarstjórn irnar og hafa þær allar sent atvinnumálanefnd ríkisins ýmis erindi til afgreiðslu. — „Hér á Vestfjörðum hefur komið í ljós mikill áhugi á atvinnuuppbyggingu, bæði hjá sveitarstjórnum og ein- staklingum,“ sagði Jóbannes Árnason sýslumaður á Pat- reksfirði í viðtali við blaðið. „Snýst liann jöfnum hönd- um um sjávarútveg og fisk- iðnað og margvíslegan ann- an iðnað, m.a. ýmsar nýjung ar.“ • Hér er nú orðin næg vinna við sjóinn og hefur víða vantað fólk undanfarið. Unnið er að ýmsum umbót- um í sjávarútvegi og fiskiðn aði. Fjórir bátar bætast við flotann, ný „Helga Guð- mundsdóttir“ til Patreks- fjarðar, tæpl. 400 tonna stál- skip frá Skipasmíðastöðinni á Akranesi, sem Vesturröst hf. á, „María Júlía“, einnig til Patreksfjarðar, en hún verður gerð út á troll, „Ás- mundur" til Bolungarvíkur og nýr bátur til Súðavíkur, 200 tonna stálskip frá Skipa smíðastöðinni á Isafirði. — Hörpudiskaveiðar eru hafn- ar frá Bolungarvík og lofa mjög góðu, og áhugi er á skelfiskveiðum víða. Á norð ur fjörðunum hafa menn í hyggju að leggja niður síld- veiðar næsta sumar og búa bátana á troll. Skjöldur hf. hefur keypt frystihúsið á Vatneyri á Patreksfirði, en Landsbankinn hefur átt það í þrjú ár. Hér á Patreksfirði er áhugi á að koma upp sér- stakri saltfiskþurrkun. — Hjálmur hf. á Flateyri hefur keypt bæði frystihúsið og Framh. á bls. 2.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.