Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Qupperneq 3

Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Qupperneq 3
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. 3 Meitdittpri -Ísaíád Blað í. Vestxirði. Norðuriand oq Austur- land. Rcgluleg útgáia ura 90 tbl. á ári. ýmist 8 eða 12 síður. Arsáskr. 300 kr. Útgeícmdi: Útgáfuíélagið Vörður h.í. Framkv.stjóri: Oddur C. Thoratensen. Riistjóri: Herbert Guðmunasson (áb.). Skrifstoíur að Hafnarsíreeti 107, 3. hæð. Akureyri. Afgreiðslusími 21500, auglýs- ingasími 21500, ritstjórnarsimi 21501. Prentsmiðja að Gleiárgötu 32, 2. hæð. Akuieyri. Sími prenism.stjóra 21503. „A mOTI ÞJÓÐIIMIMI44 Til skamms Úma hcfur dagblað Framsóknarmanna, „Tím!nn“, talið siff máls- vara samvinnumanna og samvinnuhreyfingarinnar í landinu. Nú skal þaö látið liggja á milli hluta, mcð hvaða rétti „Túninn“ hefur haldið þessu á lofti, eða hvert gagn hann hefur unn- ið þessum aðilum. Sötn eru orðin og samur er yfirlýstur stuðningur hans við þessi samtök, sem eru einn allra stærsti atvinnurekandi landinu. Nú bregður svo við, að þrátt fyrir yfirlýsingu sam- vinnusamtakanna um að þau sem atvinnurekandi, geti ekki tekið á sig auknar birgð ar, þá hefur „Tíminn“ hafið maraþonkapphlaup við kommúnistablaðið „Þjóðvilj ann“ um allsherjar kröfu- gerð á hendur ölium atvinnu rekstri í landinu og ríkinu að auki. Það hljóta að renna á sam vinnumenn tvær grímur við þessi tíðindi. Eða hvernig má þjóna þeim sjónannið- um í senn, að ekki sé unnt að auka birgðar atvinnu- reksíursins og að hann verði að taka á sig stórauknar birgðar? Og ekki verður rík isstjórninni kennt um þessa gótu, hér getur „Tíminn“ við alls engan sakazt, nema sjálfan sig. Annars er þetta ekki það eina mótsagnakcnnda í „Tím anum“ um þessar mundir. Þar er af nógu að taka. Á þriðjudaginn t.d. heitir leið ari hans „Á móti launþeg- um“, og auðvitað er það rík- isstjórnin, sem á að vera á móti launþegum. Það segir „Tíminn“. Einu sinni hafði hann það aftur á móti eftir Eysteini Jónssyni, þá ráð- herra, að þeir menn, sem gengju með þær grillur, að ríkisstjórn berðist gegn þjóð inni, þyrftu sérstaka sál- fræðilega umönnun og ættu ekki erindi á opinberan vett vang. Þetta sagði Eysteinn. Ef við skyggnunist í þenn an ieiðara „Tímans“, „Á móti launþegum“, kemur í ljós, að Eysteinn hefur hitt naglann á höfuðið. Þar er því haldið fram alveg blátt áfram, að halda eigi áfrain að skipta þjóðartekjum, sem ekki cru lengur fyrir hendi. Það sé að vera „á móti þjóð- inni“ að gera þetta ckki. Menn þurfa því ekki að vera í vafa um, að dómi Eysteins, hvers konar hjúkrunar „Tím inn“ þarfnast. Mlkli eignasýsla hjá Einingu — Björn Jónsson endicrkjörinn formaður Aðaifundur Verkalýðsfélags- ins Einingar á Akureyri var haidinn nýlega. Þar fóru fram venjulcg aðalfundarstörf og gerðar voru ályktanir um kjara og atvinnumál. Björn Jónsson alþingismaður er áfratn formað ur félagsins, en hann varð sjálf kjörinn. Fjárhagsafkoma félagsins í fyrra varð allgóð' og uxu sjóðir, nema vinnudeilusjóður, er lækk aði vegna verkfallsins í marz. Langmest varð aukning sjúkra- sjóðs, þrátt fyrir mikla úthlut- un úr honum. og var samþykkt að hækka bótaupphæðir í ár. AIls voru bókfærðar eignir fé- lagsins um áramót rúmar 4.6 milljónir króna. í fyrra voru tekin í notkun 3 orlofshús fé- lagsins í Fnjóskadal, en nú er unnið að miklum breytingum og endurbótum á húsi félags ins á Akureyri, Þingvallastræti 14, sem því var gefið fyrir nokkrum árum. Verður þar bókasafn, ásamt lesstofu, og lít ill fundarsalur. Fundurinn gerði ályktun um kjaramál, þar sem ákvörðun vinnuveitenda um niðurfell- ingu vísitöluálags á laun var harðlega mótmælt og neitað að viðurkenna hana. Einnig var lýst yfir samþykki við ályktun kjararáðstefnu ASI og stuðn- ingi við nefnd þá, er sú ráð- stefna kaus. Þá var og samþykkt ályktun um atvinnumál. Var þar lýst áhyggjum yfir atvinnuleysi á félagssvæðinu og bent á að það hafi ekki átt nema að litlum hlut rætur að rekja til truflana á útgerð og fiskvinnslu. Þurfi því að grípa til gagngerðra ráð stafana af opinberri hálfu. Var m.a. bent á eflingu iðnaðar og ýmissa stórra atvinnufyrir- tækja sérstaklega, svo og aukn- ar opinberar framkvæmdir. Hafnarmál á Breiðdalsvík afhogasemdir um þau og fleira Blaðinu hefur borizt bréf frá Páli Guðmundssyni á Breiðdalsvík, en í því gerir hann nokkrar athugasemdir við frétt þaðan, sem birt var 5. febrúar sl., en hún var höfð eftir Heimi Þór Gísla- syni. Við athugun hefur kom ið í ljós, að einstök atriði fréttarinnar hefði blaðið get að orðað með gleggri hætti. Verða því þau atriði áréttuð, sem misskilningi ollu. Tveir bátar eru gerðir út frá Breiðdalsvík, „Sigurður Jónsson” og „Hafdís”, hvor tæp 200 tonn. Þeir eru á neta veiðum og leggja upp í hrað frystihúsið á staðnum, en þar starfa um 30 manns, þegar aflast. Slæm hafnaraðstaða veld- ur bátum og skipum erfið- leikum við að athafna sig og hafa bátarnir iegið undir skemmdum í slæmum veðr- um. Bæði er, að bryggjan hefur skemmzt af hafísreki og veðrum og að hún er opin fyrir sjógangi. Er því knýj- andi nauðsyn að byggja þrim brjót, sem er á áætlun hafn- armálastjórnar, og annað hvort að endurbæta gömlu bryggjuna eða byggja nýja, skv. sömu áætlun. Kunnugir telja mjög vafasamt, hvort unnt sé að endurbæta gömlu bryggjuna, svo að dugi til frambúðar, þar sem undir- stöður hennar séu orðnar ó- traustar. Aðstaða til hafnar- framkvæmda er fremur slæm, þar sem alls staðar er klöpp. Hins vegar dregur það ekki úr nauðsyn hafnar- bóta. Það er á valdi Alþingis, hvenær ráðizt verður í fram kvæmdir við Breíðdalsvíkur höfn, skv. áætlun hafnar- málastjómar. Samgöngur við Egils- staði hafa lengzt af verið góðar það sem af er vetri og kjósa menn fremur að fá pinkla sma og pakka flug- leiðis þangað, en beint með skipum Ríkisskips, vegna stirðlegrar vörumóttöku þess fyrirtækis i Reykjavík. Hins vegar eru allir meiri háttar vöruflutningar með skipum Ríkisskips yfir veturinn, en þegar akfært er, kjósa menn heldur að fá vörumar með flutningabílum. Þess skai og getið, að í frétt blaðsins var hvergi minnzt á áætl- unarferðir til Egilsstaða, en á þeim mun hafa orðið ein- hver misbrestur. Blaðið vill færa Páii Guð- mundssyni þakkir sínar fyr- ir að vekja athygli þess á hinu ónákvæma orðalagi fréttar þeirrar, sem hér um ræðir, og vonar að nú hafi verið úr bætt, svo að ekki valdi frekari misskilningi. Oregon-pine 3Vi”x5V4” IMÝKOMIÐ □ VERÐ KR. 58,50 FETIÐ Byggingavöruverzlun TÓIHASAR BJÖRMSSOMAR HF. Glerárgötu 34 Akureyri. Símar (96)11960 og (96)12960 RARÍK seldu rafmagn á Norður- landi eystra fyrir 29,4 milljónir Rafmagnsveitur ríkisins ann- azt smásölu raforku til 1750 húsveitna, á svæði með 8500 í- búum, þar af í þéttbýli 4000 og í sveitum 4500. Þetta er gert með um 96 km af 33 kw linum og 760 km af 11 kw línum, ásamt viðeigandi aðveitustöðvum, dreifispenni- stöðvum og lágspennukerfi. — Auk smásölunnar annazt Raf- magnsveiturnar orkusölu í heildsölu til Rafveitu Húsavík- ur og Kísiliðjunnar. Á svæðinu starfrækja Raf- magnsveiturnar dísilrafstöðvar í Grímsey, Raufarhöfn og Þórs- höfn. Seldar kwst á svæðinu voru 18.9 millj. og fyrir þá orku greiddu notendur kr. 29.4 millj. og meðalverð á kwst kr. 1.56. Á svæðinu voru 209 mark- taxtanotendur, þar af 188 í sveitum og 21 í þéttbýli. Þeir notuðu samtals 4.487.600 kwst og greiddu fyrir það kr. 3.397. 000.00 og verður meðalverð þá kr. 0.76 á kwst. á þeim gjald- skrárlið. Súgþurrkunarnotkun á sér- mæli var hjá 185 bændum og notaðar 917.000 kwst, sem kost uðu samtals kr. 1.467.000.00, þannig að meðalverð á þessum gjaldskrárlið var kr. 1.60 á kw- st. Notendur á heimilistaxta voru 1657, sem notuðu 5.615. 000 kwst, fyrir kr. 13.487.000.00 sem gerir meðalverð kr. 2.40 á kwst. Raforkusalan skiptist eftir innheimtusvæðum, sem hér segir: Fjöldi Seldar Sarnt. kr. Meðaiv. mæla kwst kwstgj fastagj kwst x Grímsey 33 192.500 396.000 2.06 Ólafsfjörður 373 1.664.560 3.440.626 2.06 Hrísey 137 821.200 1.326.126 1.62 Dalvík 409 1.835.560 3.772.739 2.06 Svarfaðardalur 73 669.670 846.553 1.26 Árskógsströnd 95 345.310 729.759 2.17 Eyjafj. n. Akureyrar 210 1.293.350 2.002.905 1.55 Eyjaf j. s. Akureyrar 279 3.393.670 4.271.325 1.25 Þing. v. Vaðlaheiðar 169 1.591.510 2.119.967 1.32 Þing. a. Vaðlaheiðar 494 4.303.880 5.919.368 1.60 x Axafjarðarkerfi 57 169.750 429.380 2.54 x Kópasker 28 271.340 459.857 1.70 x Raufarhöfn 209 1.167.680 2.097.951 1.88 x Þórshöfn 167 765.890 1.611.369 2.10 Svæði merkt x fá raforku frá dísflrafstöðvum. Frá Rafmagnsveitum ríkisins, Akureyri.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.