Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Síða 8
íslendinym' -ísnfúÚ Laugardagur 8. marz 1969. 1 Hvers iÍÍS ||l konar ferðaþjónusta Ódýrustu innan- og utanlandsferðirnar. Afsláttarfargjöld fyrir fjölskyldur og hópa Afborgunarkjör á flugleiðum Loftleiða. FEBÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR SStrandgötu 5, Akureyri. Símar 11475 og 11650 HVER VILL EKKI SKIPTA... á 100 kr. og 16.000 krónum? Freystið gæfunnar á næsta VARÐAR KJÖRBINGÓI á sunnudaginn í Sjálfstæðishúsinu, Akureyri. Aðgöngumiðasala sama dag kl. 14—15 á sama stað.
H y ' . _
Litla-Árskógssandi:
Góðosr afii
•
„Hér hcfur aflazt vel að
undanförnu, bœði á okkar
háta og bátana af Sandin-
um“, sagði Gunnar Níelsson
útgerðarmaður í Hauganesi,
er hlaðið ræddi við hann í
síðustu viku. „A þessum stöð
um eru gerðir út 5 bátar
og hefur aflinn verið þetta
fiá 5 og upp í 10-12 tonn
í róðri“.
— Ekki er gert ráð fyrir
neinum sérstökum fram-
kvæmdum hér í ár, hafnar-
framkvæmdum er lokið, nú
síðast hér á Ilauganesi og
reyndust þær mun ódýrari
cn reiknað hafði verið með,
áætlunin var 4 millj., en
kostnaðurinn nálægt 2,7
millj. bað sem brýnast er
að framkvænia er lagning
vatnsveitu á Litla-Arskógs-
sandi og er nú verið að
kanna það mál.
*
Togarar UA
afla enn vel
9 Frá miðjum janúar til febrú
arloka var afli togara Út-
gerðarfélags Akureyringa hf.
1.552 tonn, úr tólf veiðiferðum.
Mun það vera svipað magn og
var á þessum tíma árið 1968.
Landað var á Akureyri úr níu
veiðiferðum. samtals 1.085 tonn
um. Þrisvar var siglt með afl-
ann og landanir erlendis námu
467 tonnum. I þau skipti sem
iandað var erlendis, torveldaði
hafís siglingar til Akureyrar.
# Þegar unnið er af fullum
krafti í frystihúsi félagsins,
vinna þar um 120—130 manns.
Við önnur störf í landi og um
borð í togurunum vinna um
150 manns. Starfsfólk ÚA er þá
um 300 talsins.
ÆTLA AÐ
KÁLA GRÁ-
SLEPPUIMIMI
Fyrstu tvo mánuði áreins var
landað í Hrísey 85 tonnum til
vinnslu í frystihúsinu. Þaðan
róa nú ellefu þilfarsbátar og 2
bátar róa með net. Þá leggur
Snæfell upp afla sinn í Hrísey
og í fcbrúar lagði það upp 23
tonn. Björgvin Jónsson sagði
klaðinu að í frystihúsinu ynnu
um 40 manns þegar það starf-
ar. Um miðjan mánuðinn fara
menn að hugsa til grásleppu-
veiða og eru þeir margir sem
ætla sér að stunda þær veið-
ar, enda fer nú verðlag hækk-
andi á grásleppuhrognum.
(Mynd:
Örin bendir á ísafjarðarflugvöil, en þar er nú verið að byggj i flugsföðvarhús.
FjárhagsáætliEn Ísafja/ðarkaupstalíar fyrir 1969:
Nýi barnaskólinn í notkun I haust?
er orðinn þrem árum á eftir áætlun
Frumvarp að fjárhagsáætlun
ísafjarðarkaupstaðar fyrir 1969
var lagt fram á bæjarstjórnar-
fundi á miðvikudaginn. Niður-
stöðutölur á rekstrarreikningi
eru 28.8 millj. kr., helztu tekj-
ur útsvör 19.5 millj., aðstöðu-
gjöld 4 millj. og framlag úr
Jöfnunarsjóði 4 millj., en helztu
útgjaldaliðir félagsmál 9.4 mill-
í- og götur 4.4 millj. Verja á
til eignabreytinga 2.4 millj.
rekstursafgangi og fá að láni
til þeirra 3 millj. Helztu fram-
kvæmdir eru áætlaðar við nýja
barnaskólann, héraðslæknisbú-
stað og íþróttasvæði, en hinar
miklu hafnarframkvæmdir,
sem fyrirhugaðar eru í ár, eru
á áætlun hafnarsjóðs.
Gert er ráð fyrir, að varið
verði í harnaskólann 2 millj. úr
bæjarsjóði og að unnt verði að
hefja kennslu í honum í haust,
en hann er orðinn þrem árum
á eftir áætlun. Þá er gert ráð
fyrir að unnið verði í héraðs-
læknisbústað, en hann er fok-
heldur, og að knattleikjavellir
á íþróttasvæðinu verði malbik-
aðir. Er það eina fyrirhugaða
malhikunin í ár, en gatnagerð
verður aðallega fólgin í gang-
stéttalagningu. Sem fyrr segir,
verður ný hafnargerð aðalvið-
fangsefni ísafjarðarbæjar, eða
hafnarinnar, í ár, en búizt er
við því, að skipulag þessarar
nýju hafnar verði endanlega
ákveðið innan skamms.
Frá Seyðisfirði:
BRUIMATJÓIM í HÓTELIIMU
Á fimmtudagsmorguninn kl.
5 varð vart við eld í Hótel
Firði. Hafði kviknað í geymslu
við eldhúsið og eldurinn læst
sig upp í þak, en húsið er tvær
timburhæðir á steyptum kjall-
Miklar skemmdir urðu á hús
inu og innbúi.
Aðeins annað frystihúsið á Sauðárkróki slarfrækt
Rækjuleit frá IVIorðurlandi vestra?
9 Trollbátar þeir, sem leggja
upp á Sauðárkróki, hafa nú
landað þar rúmlega 100 tonn-
um frá áramótum. Tveir heima-
bátar, Drangey og Týr, hafa
stundað veiðar með troll og
Lðtill afli h]á
Grenivíkur-
bátum
♦ Frá Grenivík róa fjórir línu-
bátar, sá stærsti 35 tonn og
allt niður í 6 tonn. Gæftir hafa
verið slæmar eftir áramótin og
afli tregur þegar gefið hefur á
sjó. Knútur Karlsson sagði blað
inu að það væri því lítið sem
lagt hefði verið á land til fryst-
ingar. Nokku ðmagn var til af
heilafrystu mkola og undan-
farið hefur verið unnið að flök-
un á honum. Yfir vetrarmán-
uðina vinna að jafnaði 20-25
manns í frystihúsinu, allt heima
fólk. Byrjað er að leggja grá-
sleppunet, en afli lítill enn
sem komið er.
hefur Drangey aflað sæmilega.
Hinum bátnum hefur gengið
illa og lítið fengið, enda mun
minni bátur. Búist er við, að
hann fari á veiðar með net inn-
an skamms. Jón Ormar Orms-
son fréttaritari blaðsins á Sauð
árkróki sagði, að tveir togbát-
ar, Loftur Baldvinsson EA og
Sigurður Bjarnason EA, hefðu
lagt þar upp afla sinn í eitt
skipti hvor frá áramótum. Ein-
göngu er unnið í frystihúsi Fisk
iðjunnar og hefur frystihúsið
Skjöldur ekki verið starfrækt
eftir áramót.
9 Komið hefur til tals, að Haf-
rannsóknarstófnunin gerði
út þrjá báta til rækjuleitar fyr-
ir vestanverðu Norðurlandi. Ef
úr framkvæmd verður, munu
bátar frá Hólmavík, Skaga-
strönd og Sauðárkróki annast
þessa leit að rækjumiðum.
Verð á grásleppuhrognum hefur hækkað verulega:
TUIMIMAIM Á 5 ÞIJS. KR.
Nú eru grásleppuveiðar að
hefjast af fullum krafti,
enda hefur verð á hrognum
hækkað verulega á ný. Síð-
ustu tvö ár hefur það verið
lágt, þó heldur hækkandi,
var í fyrra 3.050.00 krónur
tunnan, en er nú 5.000.00 kr.
tunnan, skv. upplýsingum
Sjávarafurðadeildar SÍS.
Grásleppuhrognin eru að-
allcga seld til Vestur-Þýzka-
lands og Danmerkur, en í
Svíþjóð er vaxandi eftir-
spurn.
Árið 1965 voru flutt út 851
tonn af hrognum fyrir 45
milljónir. 1966 minnkaði út-
flutningurinn til muna og
voru þá aðeins flutt út 532
tonn fyrir 24.5 milljónir. Síð
ustu tvö árin hefur útflutn-
ingurinn farið heldur vax-
andi aftur, en fyrra árið,
1967, var verðið í lágmarki,
tók þó að stíga fljótlega og
talsvert á síðasta ári. 1967
voru flutt út 617 tonn fyrir
aðeins 10 milljónir, en í
fyrra 787 tonn fyrir 25 millj.
Þá keyptu Vestur-Þjóðverj-
ar 389 tonn fyrir nær 12
millj., Danir 270 tonn fyrir
nær 9 millj., Svíar 44 tonn,
en Bandaríkjamenn,- Belgar,
Frakkar og Japanir samtals
84 tonn.