Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Síða 6
6
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969.
DAGBÓK DAGBÓK DAGBÓK DAGBÓK
Sjúkraþjénusta
t Næturvaktir lækna á Akur-
eyri hefjast kl. 17 og standa
til kl. 8 morgunmn eft... Uppl.
um vaktlækrva gefnar í síma
11032 allan sólarhringinn.
♦ Helgidaga- og næturvaktir
lyfjabúða á Akureyri eru
sem hér segir: Á virkum dögnm
kl. 18—19 og kl. 21—22, á laug-
ardögum kl. 12—16 og kl. 20- -
21. á sunnudögum kl. 10—12, kl.
15—17 og kl. 20—21. — Upp..
um vaiktþjónuituna eru gatr.r.r
i síma 11032 alian sólarhring mi.
♦ Sjúkrabifreið Rauða-kross-
ins á Akureyri, SlökkvisCoð-
inni. Sími 12200.
Þ j áH ki rk j ustarí
♦ Akureyrarkirkja. Messa á
sunnudaginn kl. 14. Séra
Sigfús Árnason prestur Mikla
bæ. predikar. Aðltomuprestar
aðstoða við altarisþjónustu. —
Sálmar: 114, 310, 317, 207,
203. — B. S.
Geislar frá Akureyri koma fram í þættinum Opið hús mánudaginn 10. marz kl. 20.30.
Félagslíf
I Hjúkrunarkonur. Fundur í
Systi aseli mánudaginn 10.
marz kl. 21. — Stjórnin.
♦ Lionslclúbbur Akureyrar: -
Fundur á fimmtudaginn kl.
12 í Sjálfstæðishúsinu. — Stj.
♦ Sálarrannsóknarfélag Akur^
eyrar. Fundur verður í
Bjargi fimmtudaginn 13. þ.m.
kl. 20.30. Frú Guðrún Sigurð-
ardóttir sir um fundarefni. —
Félagsfólki heimilt að taka
með sér gesti meðan húsrúm
leyfir. — Stjórnin.
Tilkynningar
♦ Rauðakrossmerki voru seld
á Akureyri á Oskudaginn
fyrir kr. 44.724.00 og safnað
og gefið kr. 5.757.50 Rauði-
krossinn þakkar öllum, sem
aðstoðuðu við merkjasölu og
aðra fyrirgreiðslu í sambandi
við söfnun og sölu. — Stjórnin
♦ Minningarspjöld Eilibeimil-
is Vopnafjarðar fást í Bók-
val.
♦ Minningarspjöld Ellihcimil-
is Akureyrar fást í Skemm-
unni.
♦ Kristniboðshúsið Zion: —
Sunnudagaskóli nk. sunnu-
dag kl. 11. Öll börn velkomin.
Samkoma um kvöldið kl. 20,
30. Ræðumaður Björgvin Jörg
enson. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Náttúruvernd —
Framh. af bls. 4.
á höndum. Ég veit, að á öðrum
sviðum er þeim Ijóst, hversu
verðmætir þeir hlutir eru marg
ir hverjir, sem rekur á þeirra
fjörur og þeir fara höndum um.
Ég hef skoðað flest byggðasöfn
iandsins. Þau geyma mikinn
menningararf. — Þeir munir
eru mannaverk. — En við meg
um heldur ekki spilla þvi, sem
landið gaf okkur, auði íslenzkr-
ar náttúrufegurðar og sérkenn-
um. Við erum fátæk af fjár-
magni, en við erum rík af nátt-
úruauð. Okkar er að forvalta
þann arfinn með forsjá. Þar
eiga' allir landsmenn mikið og
margbrotið verk fyrir höndum.
Við þurfum helzt að eignast
að minnsta kosti einn þjóðgarð
í hverjum landsf jórðungi og
fjölda opinna útivistarsvæða.
Við þurfum að koma á aukinni
ferðamenningu og bættri um-
gengni á tjaldstöðum. Náttúru-
verndarsjónarmiða þarf að
gæta í ríkara mæli við skipu-
lagningu landsbyggðarinnar og
í vegagerð. Við verðum auk
nýrra laga um náttúruvernd að
setja lög um byggingu sumar-
bústaða. Semja þarf skrá yfir
þau landssvæði og náttúrufyrir
bæri, sem ber að friða, að vísu
á mismunandi hátt, sum hver
vegna náttúrufegurðar, önnur
sökum fágætis og enn önnur
með tilliti til vísindalegrar þýð
ingar þeirra. — Það þarf að
vekja áhuga skólaæskunnar fyr
ir náttúruvernd og gera efninu
skil í náttúrufræðikennslubók-
um. Ungmennafélög, skátafélög
og önnur æskulýðssamtök ættu
að taka náttúruvernd á stefnu-
skrá sína. Almenn náttúru-
verndarfélög þyrfti einnig að
stofna sem víðast um landið.
Margt fleira mætti upp telja,
en hér verður látið við sitja, þvi
að greinarkorni þessu er ekki
ætlað að gera náttúruvemdar-
málunum tæmandi skil, enda
ógerlegt í svo stuttu máli. Til-
gangurinn er líka fyrst og
fremst að vekja áhuga lands-
manna fyrir þeim og benda á
aðsteðjandi hættur.
Náttúruvernd er jákvæð
stefna. Henni er ekki beint
gegn neinu nema því, sem
stuðla kann að eyðingu náttúru
verðmæta landsins. Náttúru-
vernd er því ekki andvíg rækt-
un landsins, heldur ekki skóg-
rækt eða sandgræðslu, ef nátt-
áruverndarlögmál eru ekki brot
in við slíkar aðgerðir. Náttúru-
vernd hefur þann einan tilgang,
að vernda náttúru landsins, svo
að þjóðin megi öli njóta hennar
í sem ríkustum mæli. Og í
tækniþjóðfélagi nútímans er
þess meiri þörf en nokkru sinni
fyrr.
A L L I
Hl jóðvarp
♦ Laugardagur 8. marz: Fastir
liðír eins og venjulega. 13,
00 Óskalög sjúklinga. 14,30
Aldarhreimur. 15,30 Á líðandi
stundi 16,15 Á nótum æskunn-
ar. 17,00 Tómstundaþáttur
barnatog unglinga. 17,30 Þætt
ir úr sögu fomaldar. 17,50
Söngvar í léttum tón. 19,30
Daglegt líf. 20,00 Vinsæl lög
frá liðnum árum. 20,25 Leik-
rit. „Markeeta“ eftir Walentin
Chorell. 21,25 „Porgy og
Bess.“ 22.15 Lestur Passíu-
sálma. 22;25 Danslög.
i Sunnudagur 9. marz. Fastir
liðir eins og venjulega. 8,30
Létt morguniög. 9,10 Morgun
tónleikar. 10,25 Þáttur um
bækur. 11,00 Messa í Hall-
grímskirkju. 14,00 Miðdegis-
tónleikar. 15,30 Kaffitíminn.
16,05 Endurtekið efni. 17,00
Barnatíminn. 18,00 Stundar-
korn með Pablo Casals. 19,30
Að festa sér í minni. Jóhann
Hjálmarsson talar um bókina
Fagra veröld eftir Tómas Guð
mundsson. Lesari með honum
Anna Kristín Arngrímsdóttir.
19,55 Danskur ljóðasöngur.
20,20 Kvöldstund á Grund í
Kolbeinsstaðahreppi. 20,45 Pí
anókonsert nr. 1 eftir Rach-
maninoff. 21,15 Raddir og rit-
verk. Erlendur Jónsson stjórn
ar spurningaþætti í útvarps-
sal. Hjúkrunarkonur og prent
arar keppa. 22,15 Ðanslög.
♦ Mánudagur 10. marz: Fastir
liðir eins og venjulega. 13,15
Búnaðarþáttur. 14,40 Við sem
heima sitjum. Erlingur Gísla-
son byrjar lestur sögu, er nefn
ist Fyrsta ást. 17,00 Endurtek
ið efni. 17,40 Börnin skrifa.
19,30 Um daginn og veginn
eftir Skúla Guðjónsson, Pétur
Sumarliðason flytur. 19,50
Mánudagslögin. 20,20 Tækni
og vísindi. Leó Kristjánsson
talar. 20,40 Tónverkið Vor í
Appalachiafjöllum eftir Aar-
on Copland. 21,00 Smásaga
vikunnar. 21,2’5 Tónskáld mán
aðarins, Jón Nordal. 22,25
Binni í Gröf I. lestur. Ási í
Bæ les. 22,45 Hljómplötusafn-
ið.
Sjónvarp
♦ Laugardagur 8. marz: 16.30
í brcnnidepli. Áfengismálin.
Áður sýnt 18. febr. sl. 17.05
Hér gala gaukar. Svanhildur
og sextett Ólafs Gauks. Áður
sýnt 16. nóv. 1968. 17.35 Still-
ing og meðferð sjónvarps-
tækja. Verkfræðingur sjón-
varpsins leiðbeinir. 17.50 í-
þróttir. 20.00 Fréttir. 20.25
Angotee. Um ævi Eskimóa-
drengs frá fæðingu til þess
dags, er hann flyzt að heiman
með eiginkonu sinni og 'ung-
um syni og reisir eigið bú.
20.55 .,Þjóðsaga.“ Ballett. —
21.25 Síðasta baráttan. Banda
rísk kvikmynd. 23.25 Dagskr.l.
♦ Sunnudagur 9. marz: 18.00
Helgistund. 18.15 Stundin
okkar. 20.00 Fréttir. 20.30 ís-
lenzkir tónlistarmenn. 20.35
Myndsjá. 21.00 Á slóðum vík-
inganna (3. þáttur). 21.30
Brostnar vonir (Bandarískt
sjónvarpsleikrit).
♦ Mánudagur 10. marz; 20.00
Fréttir. 20.35 Opið hús (m.
a. koma fram Geislar frá Ak-
ureyri). 21.05 Saga Forsyte-
ættarinnar (22. þáttur). 21.55
Heimur undirdjúpanna.
PÓSTHÖLF 118
Umferðarmál til
athugunar
„Bílstjóri“ skrifar:
„Það var gaman að sjá í síð
asta blaði „íslendings-ísafold-
ar“ mynd af fyi’stu umferðar-
ljósunum á Akureyri. Það lýs-
ir vel framtaki í umferðarmál
um bæjarins, að þessi ljós
skuli 'vera sett upp á svo fjöl-
farinni umferðarbraut sem
dráttarbrautin er. Geysilegur
umferðaráróður var rekinn
hér á Akureyri fyrir H-dag-
inn, eins og annars staðar á
landinu, en síðan heyrist ekki
stuna né hósti frá ráðamönn-
um umferðarmála í bænum.
Ýmsar breytingar voru gerð-
ar á akstursleiðum og var sagt
að þær yrðu endurskoðaðar að
fenginni reynslu. Síðan hefur
ekkert verið gert og engar lag
færingar verið boðaðar. Al-
mennt umferðareftirlit er af
skornum skammti og umferð-
arfræðslu fyrir almenning er
ekki til að dreifa í bænum.
Úr þessu þarf að bæta sem
fyrst og er vonandi að yfir-
völd umferðarmála átti sig á
því að umferðin heldur áfram
þótt H-dagurinn sé liðinn.
Viðvíkjandi umferðarljós-
um, þá finnst mér að þau þurfi
að setia upp á nokkrum stöð-
um í bænum og það strax í
vor. T.d. á horni Strandgötu
og Skipagötu. Fleiri staði
mætti nefna, en þetta nægir
í bili.“
„Álfur“ skrifar um sama
efni og kemur hér kafli, sem
eykur við bréf „Bílstjóra:“
Umferðarfræðslan er miklu
nauðsynlegri en yfirmenn um
ferðarmála virðast álíta, og
finnst mér persónulega of
miklum tíma vera eytt í snatt
og hálfgerðan eltingaleik við
almenning á kostnað fræðslu
og leiðbeininga, sem þessir að
ilar, ásamt lögreglunni, eiga
held ég að annast líka. Mér
ógnar oft kunnáttuleysi
margra í almennum akstri, t.
d. í bcygjum og á erfiðum
gatnamótum. Og þá finnst
mér mælirinn fullur, þegar
við bætist oft algert virðing-
arleysi fyrir settum regium,
eins og einstefnuakstursmerkj
um og biðskyldumerkjum. Þar
er víða pottur brotinn hjá bíl-
stjórum, en þó alveg molaður
hjá hjólreiðarmönnum, sem
ekkert fara eftir umferðarregl
um yfirleitt. Maður getur átt
von á þeim hvar og hvenær
sem er. En þetta finnst mér
ekki eigi að viðgangast átölu-
laust. Mér finnst nauðsynlegt
að umferðarmálamenn og lög-
reglumenn gefi þessu gaum
og byrgi brunninn áður en
það verður of seint. Ég er viss
um að þeir eiga að gera það
og þeir verða að gera það, ef
þeir ætla að halda virðingu
okkar í umfei'ðinni.
4 ---^aHAU/KAM
l£Ö\/L/zff/z>P
RAUÐARARSTÍG 31 SÍMI 22022