Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969 5 LOFTLEIÐIR 25 ÁRA 10. MARZ ■MMIiMMi WMil.HWiiilHMllWPllUia ® Þann 10. marz 1944 var stofn að flugfélagið Loftleiðir hf. og 7. apríl sama ár var farin fyrsta flugferðin á þess vegum, er Stinson flugvél félagsins var send til ísafjarðar. Sama ár keypti félagið einnig Grumman flugvél. Samanlagður sæta- fjöldi þessara tveggja fyrstu Flytja yfir 180 þús. farþega á ári — velta rúmlega milljón á hvern starfsmann árlega flugvéla Loftleiða hf. var 10. Nú á félagið 9 flugvélar, sem taka samtals 1.196 manns í sæti. Fyrsta árið voru fluttir 484 farþegar, en nú flytja flug- vélar félagsins yfir 180 þúsund farþega á ári. ® Um árabil hafa Loftleiðir hf. verið meðal stærstu fyrir- tækja okkar Islendinga og um- svif þess hafa vakið athygli víða um heim. Starfsmenn eru nú yfir 1.100 og er velta félags- ins rúmlega milljón á hvern starfsmann árlega. ® Upphaflega stunduðu Loft- leiðir hf. bæði innanlands- og millilandaflug, en frá því í ársbyrjun 1952 hefur félagið einungis rekið millilandaflug. Um síðustu áramót voru far- þegar í millilandaflugi orðnir 1.179.718 talsins. ® Tildrögin að stofnun Loft- leiða hf. voru þau, að árið 1943 komu heim frá flugnámi í Bandaríkjunum þrír ungir ís- lendingar, en við heimkomuna reyndust ekki vera fyrir hendi verkefni á sviði flugsins og skaut þá upp þeirri hugmynd að stofna nýtt flugfélag til þess að finna þremenningunum starfsvettvang og e.t.v. fleirum, ef vel gengi. Þetta leiddi til stofnunar Loftleiða hf. í fyrstu stjórn Loftleiða hf. voru þremenningarnir Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sig- urður Olafsson, en að auki Kristjón Jóhann Kristjánsson og Ólafur Bjarnason. Kristján Jóhann var stjórnarformaður og gegndi hann því starfi til 15. október 1943, en þá tók við ný stjórn, sem nú stýrir félaginu. Formaður hennar er Kristján Guðlaugsson, en aðrir stjórnar- menn þeir Alfreð Elíasson, Ein- ar Árnason, Kristinn Olsen og Sigurður Helgason. — Fram- kvæmdastjóri er Alfreð Elías- son. Eins og fyrr segir, eignaðist félagið tvær flugvélar með alls 10 sætum fyrsta starfsárið. í árslok 1948 var sætafjöldi flug- véla félagsins orðinn 169, 1964 735 og er nú 1.196. Fyrstu þrjú árin var eingöngu flogið inn- anlands, en 17. júní 1947 hófst millilandaflug með ferð til Kaupmannahafnar. Fyrsta milli landaflugvélin var af Skymast- er gerð. Á næstu árum skiptust á skin og skúrir í starfsemi Loft leiða hf. En á nýársdag 1953 boðaði félagið, að það myndi hefja fastar flugferðir vikulega til og frá New York. Þá hafði innanlandsflug verið lagt nið- ur og kröftunum beint ein- göngu að millilandafluginu. — Með þessu urðu þáttaskil í sögu félagsins og hefur starfsemi þess vaxið með ári hverju síð- an. Um leið og tekin var upp föst áætlun vestur um haf, voru boðin lægri fargjöld en þá þekktust. Hafa Loftleiðir hf. jafnan síðan boðið lægstu far- gjöldin á þessari flugleið. Á þessu ári, 1953, var farþegatal- an í millilandafluginu 5.089 far þegar, en síðan hefur hún vax- ið jafnt og þétt og er nú orðin yfir 180.000 á ári, eins og fyrr segir. Flugvélar Loftleiða hf. fljúga nú til Bandaríkjanna, allt upp í 19 ferðir á viku, til Danmerk- ur, Noregs, Sviþjóðar, Luxem- borgar og Bretlands. Hefur fé- lagið fjölmargar skrifstofur og mörg umboð víða um heim. Aðalskrifstofa Loftleiða hf. í Reykjavík var í leiguhúsnæði frá upphafi til 1964, en þá flutti hún í þriggja hæða vistlega skrifstofubyggingu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Þar reisti félagið einnig stórt hótel, sem tók til starfa 1966. Síðan 1962 hefur félagið ann- azt fyrirgreiðslu allra flugvéla á Keflavíkurflugvelli, að und- anskildum herflugvélum. Þar er nú miðstöð flugs félagsins og er stefnt að þvi að flytja þang- að viðhaldsdeild þá, sem nú starfar í Bandaríkjunum. Auk sjálfrar flugstarfseminn ar, hótelreksturs og starfseminn ar á Keflavíkurflugvelli, hafa Loftleiðir hf. rekið umfangs- mikla kynningarstarfsemi siðari árin. Ver félagið milljónatug- um árlega til að kynna ísland og hefur það borið mikinn ár- angur. Býður félagið farþegum sínum viðdvöl hér á landi, sem hefur orðið vinsæl. ® Um 600 manns eru hluthafar í Loftleiðum hf. og hefur fé- lagið greitt þeim 10% arð und- anfarin ár, þótt þau ár hafi jafn framt verið mestu fram- kvæmdaár félagsins. Gefur það glögga hugmynd um afkomu og hag þessa stóra íslenzka fyrir- tækis. Fylgja því vissulega von ir um bjarta framtíð næsta ald- arfjórðunginn.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.