Íslendingur - Ísafold - 08.03.1969, Síða 4
4
íSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969.
Birgir Kjaran, formaður Náttúruverndarráðs:
Náttúruvernd
í nútíma
þjóðfélagi
NÁTTÚRAN
í stuttu máli verður svo viða-
miklu efni, sem yfirskrift þess-
arar greinar ber, ekki gerð tæm
andi skil, og því aðeins stiklað
á stærri steinunum, þótt auðvit
að kunni það hér sem víðar að
orka tvímælis, hvað skiptir meg
inmáli og hvað telja beri til
aukaatriða.
Ég held því, að ekki sé ó-
hyggilegt, í upphafi máls, að
gera grein fyrir nokkrum hug-
tökum, eða öllu heldur þeim
skilningi, sem ég legg í þau. Á
ég þar fyrst og fremst við orð-
in náttúra og náttúruvprnd.
Náttúra eins lands er marg-
slungið mál og erfitt að skil-
greina í einni setningu og trú-
lega oft betur lýst og túlkuð í
ljóði, litum eða tónlist, heldur
en hægt er að orða í mæltu eða
rituðu máli. — Frá mínu leik-
mannssjónarmiði samanstendur
hún af jarðgerð landsins, jarð-
sögu þess, gróðri, dýralífi, haf-
inu, sem að því kann að liggja,
loftslagi og sjálfsagt fleiru.
Þetta allt skapar landi ásjónu,
sem við köllum náttúru.
Ef fara á eitthvað nánar út í
þessa sálma, er ef til vill ekki
ófróðlegt að vita, að talið er, að
hér á landi vaxi um sex hundr-
uð jurtir. Hérlendis munu vera
á annað hundrað fuglategundir
og 60—70 tegundir steina og
bergs hafa fundizt á landinu.
Eitt af sérkennum íslenzkrar
náttúru er það og, að á Islandi
munu fyrirfinnast um 100 eld-
stöðvar og þar af 30 taldar virk
ar enn. Þá er það ekki síður ein
kennandi fyrir náttúru lands-
ins, að jarðhita hefur orðið vart
á 700 stöðum og að jökull hylur
11% af yfirborði þess. Allt eru
þetta snarir þættir i náttúru
landsins og er þó margt ótalið,
sem mótar íslenzkt náttúrusvip
mót, svo sem fljót og fallvötn,
braun og auðnarsandar.
Island er ékki frjósamt land
og telja sumir það á mörkum
hins byggilega heims. En ísland
býr yfir fjölbreytilegri náttúru,
og mikill hluti hennar er enn
ósnortinn sökum fámennis þjóð
arinnar, strjálbýlis og erfiðra
samgangna. — En nú stöndum
við á tímamótum. Samgöngur
til landsins hafa batnað og fara
vaxandi, og greiðfærara verður
með hverju ári um landið sjálft
eftir því sem vegakerfið hefur
orðið fjölgreinóttara og farar-
tækin traustari. Svo hefur flug
ið komið til sögunnar og stytt
ferðir til staða, sem gður voru
úr almannaleið. — Einangrun
lands og öræfa er senn lokið. —
Þess vegna er verndun sér-
kenna landsins, — náttúru-
verndin, — nú meira aðkall-
andi en nokkru sinni áður.
NÁTTÚRUVERND
Ég hef nefnt orðið náttúru-
verpd, og er rétt að víkja nán-
ar að, hvað í því felst og tæpa
lítillega á tilkomu þeirrar hug-
myndar og hreyfingar, sem að
baki býr.
Með orðinu náttúruvernd í
víðtækustu merkingu, held ég
að átt sé við alla þá viðleitni,
sem stuðlar að því, að náttúran
fái sem mest að halda sínu upp
runaiega frumstæða svipmóti
ósnortnu, ekki síst þau lands-
svæði og náttúrufyrirbæri, sem
sérstæð eru talin, — en auð-
vitað *með fullu tilliti til vax-
andi mannabyggðar og athafna
lífs.
Þessi viðhorf eru ævaforn.
Segja fróðir menn, að meðal
annarra hafi jafnvel heilagur
Franz frá Assisí á sínum tíma
ymprað á þeim. En samt er það
ekki fyrr en á 19. öld, að málið
fær byr undir vængi og nátt-
úrufræðingar öðrum fremur
taka það upp á sína arma og
kveðja málstaðnum hljóðs. Þeir
sem fyrstir ríða á vaðið, eru
Þjóðverjar og síðan Bandaríkja
menn.
BRAUTRYÐJENDUR
Sá maðurinn, sem eiginlega
er talinn vera höfundur nú-
tíma náttúruverndar, var Þjóð-
verji, Hugó Wilhelm Conventz,
fæddur 1855 og náttúrufræðing
ur að menntun. Árið 1906 kom
hann á fót þýzkri náttúruvernd
arstofnun. Ferðaðist hann með-
al annars sama ár til Danmerk-
ur og stuðlaði að stofnun
danskrar náttúruverndarnefnd-
ar, sem síðan leiddi til danskr-
ar náttúruverndarlöggjafar ár-
ið 1917. Hann var grasafræðing
ur og svo atvikaðist, að Bene-
dikt Gröndal komst í bréfa-
skipti við hann og er til bréf
frá árinu 1889, þar sem hann
árnar Gröndal heilla í tilefni af
nýstofnuðu Náttúrufræðifélagi
Islands, — sem þótt smávaxið
sé enn og auralítið, hefur kom-
ið mörgu góðu til leiðar og þar
á meðal ekki ómerkari hlut, en
að halda úti um áratugi „Nátt-
úrufræðingnum," sem fjölmenn
ari þjóðir mættu vera sæmdar
af.
Úr því á annað borð er hér
verið að tína saman í sennilega
nokkuð sundurlausu máli, eina
og aðra fróðleiksmola úr nátt-
úrufræðum landsmanna og þó
einkum þá, sem náttúruvemd-
inni viðkoma, má geta þess, að
frumkvöðull náttúruverndar í
Danmörku var góðvinur og
ferðafélagi Jónasar skálds Hall
grímssonar, Japetus Steenstrup.
Hann fékk því til leiðar komið
árið 1844, að verndaðar voru
móamýrar í Gentofte, svo að
komandi kynslóðir gætu vís-
indalega rannsakað móamynd-
unina, og þær gróðurleifar, sem
mórinn hefði að gyema. — Á-
vöxtur þessa brautryðjenda-
starfs var stofnun náttúruvernd
arfélags í Danmörku árið 1911.
En svo sem fyrr hefur verið
sagt, voru Bandaríkjamenn
einnig meðal brautryðjenda um
náttúruvernd. Það var þegar ár
ið 1832, sem fyrsti þjóðgarður
Bandaríkjanna í nánd við laug
arnar í Hot Springs í Arkansas
var friðlýstur. Árið 1872 var
Yellowstone Park svo komið á
laggirnar. Er sú friðaða lands-
spilda hvorki meira né minna
en 9000 ferkílómetrar að stærð,
eða um það bil ellefti hlúti ís-
lands.
Náttúruverndarstefnan tók
úr þessu að ryðja sér til rúms,
hvert landið af öðru lagði inn
á þessa braut. Sem árangur
þessa má t. d. nefna, að í þétt-
býlum löndum svo sém Dan-
mörku er 1.2% landsins frið-
lýst og í Hollandi eru 60 frið-
iýst svæði. Jafnvel í fátæku
landi eins og Finnlandi eru 16
þjóðgarðar.
Náttúruverndarmálum hefur
sem betur fer yfirleitt tekizt að
halda utan stjórnmálaerja og
skapa um þau þjóðarsamhug.
Gott dæmi þess er, að árið 1908
kvaddi Theódór Roosvelt stjórn
málaleiðtoga úr báðum flokk-
um og forystumenn ýmsisa al-
mannasamtaka til fundar til
þess að fá þá til þess að sam-
einast í baráttu, sem gera
skyldi náttúruvernd að þjóðar-
markmiði Bandaríkjanna.
ÍSLENZK LÖGGJÖF
UM
NÁTTÚRUVERND
Hverfum nú aftur að nátt-
úruvernd á Islandi og þeirri lög
gjöf, sem um hana hefur verið
sett. — Fyrsti vísirinn í þessa
átt, er eftir því, sem séð verð-
ur, veiðilöggjöfin frá því um
miðja síðustu öld. Varðaði hún
aðallega fuglaveiðar og vemd-
un æðarfuglsins. Þar var þó
fyrst og fremst um beint hags-
munamál að ræða, en náttúru-
verndarsjónarmiðin minna ráð-
andi. Þá komu verndarlögin frá
1913 og svo þokaði málinu fram
smám saman. Það er þó ekki
fyrr en árið 1930, að fyrsti þjóð
garðurinn er stofnaður, en það
voru Þingvellir. Var sú ákvörð-
un tekin í tilefni Alþingishátíð
arinnar. Eftir það var aðeins
farið að greikka sporin. — Árið
1940 var Eldey friðlýst. — Ein-
hver kann að spyrja, hvers
vegna þetta eyðisker hafi verið
friðlýst. En til þess standa gild
rök. Og þau eru, að á Eldey er
stærst súlubyggð í heimi. Ein-
hvers staðar hef ég lesið, að þar
séu um 15 þúsund súlupör.
Hafa vissulega fáar fuglateg-
undir slíka sérstöðu í hinu held
ur fáskrúðuga íslenzka dýralifi.
— Það væri þá helzt heiðagæs-
in, sem varpstöðvar á í Þjórs-
árverum og eru þar talin vera
um 2000 pör sumarlangt. En
heildarstofn heiðagæsarinnar í
heiminum mun hins vegar ekki
vera áætlaður nema 50 þúsund
pör. Á haustin eru þarna undir
Hofsjökli oft einar 15—20
hundruð heiðargæsir á randi
og er það merkileg sjón að sjá.
Svo voru hreindýrin friðlýst
árið 1941, eða settar ákveðnar
reglur um veiðitíma þeirra. Þá
fengu og hvalirnir sína vemd,
sem er að vissu leyti náttúru-
verndun, til þess að hindra eyð
ingu stofnsins. Fólst hún í því,
að árið 1928 var bannað að
veiða skíðishvali í landhelgi. Á-
fangi nokkur var það líka, þeg-
ar lög um náttúruvernd voru
• samþykkt á alþingi árið 1956.
Hafa lög þessi, þótt frumsmíð
væru á þessu sviði, valdið
nokkrum kaflaskiptum í nátt-
úruverndarsögu þjóðarii nar.
Stendur nú til að endursxoða
þau á þessu sumri, og er það
von manna, að vel takist til um
það verk og gott hljótist af.
Vík ég þá að nokkrum frið-
lýstum stöðum öðrum og nátt-
úrufyrirbærum: Hveravellir
voru verndaðir vegna hinna
fögru hveramyndana og hvera-
hrúðursins. Árið 1958 voru
Rauðhólar settir undir vernd,
en því miður um seinan, því að
áður höfðu verið drýgð þar ó-
bætanleg náttúruspjöll. En urð
arræsknin, sem eftir standa eru
þó e.t.v. betri en ekkert og að
jninnsta kosti hæfileg áminning
um menningarskort í meðferð
náttúrugersema. — Það virtist
sem á svipað lag ætti að ganga
með Grábrók í Borgarfirði, en
í tauma var tekið í tæka tíð, og
blasa þó sárin enn við. — Surts
ey hefur og verið friðlýst og
sömuleiðis dropasteinar í hell-
um landsins, sem illu heilli var
farið að mylja niður til muna.
Einn síðasti og þó ekki ómerk
asti áfanginn á sviði náttúru-
vemdar og stofnun þjóðgarða
eru kaupin á Skaftafelli í Ör-
æfum, sem tókust með rausnar-
legri fjárhagsaðstoð alþjóða-
stofnunar, „World Wild Life
Fund.“
Sumum kann að virðast það
fyrirferðarlítið mál, en að dómi
okkar náttúruverndarmanna þó
ekki ómerkt, að Náttúruvernd-
arráð hefur beitt sér fyrir frið-
un sjaldgæfra íslenzkra jurta,
svo sem burknategunda, glitrós
ar o. fl. — Þá hefur Geysir í
Haukadal verið settur undir sér
staka ríkisvernd, Grýla í Hvera
dölum nýtur og verndar og að
lokum hefur Skógrækt ríkisins
afgirt og verndar ýmis helztu
skóglendin.
VERKEFNIN
Margt er þó enn í hættu,
bæði kvikt og steinrunnin nátt-
úra. Öminn er í yfirvofandi
hættu, sennilega ekki nema 60
fullvaxnir fuglar og ungar lif-
andi á síðastliðnu sumri, og tald
ist þó ávöxturinn góður það ár-
ið. Örfáar snæuglur í Ódáða-
hrauni, nokkrir haftirðlar í
Grímsey og fálkanum fækk-
andi- —r Útlendingar kvarna
niður stjörnusteina í Teigar-
horni, merkilégustu zeolíta-
námu í Evrópu og surtarbrand-
ur kann senn að ganga til þurrð
ar á Brjánsíæk. — Við veiði-
vötnin á hálendinu er sums stað
ar rekin ránveiði með þeim
furðulega hætti, að fallegur
vgtnafiskurinn er látinn liggja
rótnandi í kössum á vatnsbökk-
unum.
| Allt ber þetta að einum
brunni. Það þarf nýja náttúru-
verndariöggjöf á íslandi,og það
þarf sterkt almenningsálit
henni til stuðnings.
Náttúruverndarinnar bíða
mörg og vaxandi verkefni, því
að á síðustu áratugum hefur
vinnudagurinn stytzt, frídögum
fjölgað og af eðlilegum ástæð-
um sækja bæjarbúarnir meira
út í náttúruna. Áður var vinnu-
vikan 60—70 klukkustundir, en
nú er hún sums staðar aðeins
40—45 stundir og þriðji hver
dagur ársins frídagur. Bætt lífs
kjör og aukinn farkostur gera
og almenningi frídagana auð-
velda til ferðalaga. — Byggðin
á eftir að þéttast og fólkinu að
fjölga. Mannvirkjagerðin eykst,
fleiri vatnsvirkjanir, vegir og
flugvellir, hafnarmannvirki á
nýjum stöðum. Öllu þessu fylg-
ir mikil efnistaka og jarðrask.
Víst eru þetta flest nauðsynja-
framkvæmdir, sem eiga að
bæta lífskjör og auka lífsþæg-
indi fólksins, en ekkert af þessu
má þó rista ör 1 ásjónu Islands.
— Þá eru það vatnsbólin. Vernd
un þeirra og hins tæra íslenzka
lindarvatns er líka mikið hags-
munamál fyrir borgarana. Þess
ari tegund náttúruverndar er
nú gefinn sérlegur gaumur víða
um lönd og er bráð nauðsyn,
að ekki sé látið arka að auðnu
í þeim efnum hér á landi.
SAMSTILLING
MANNS OG LANDS
Við höfum hlotið þetta fagra
land í arf. Við berum ábyrgð á
að skila náttúru þess óspilltri í
hendur komandi kynslóða Við
verðum að vekja samstillingu
milli manns og lands. Að læra
að líta á náttúruna, sem eitt-
hvað lifandi, jafnvel eitthvað
heilagt.
Mannvinurinn og náttúruunn
andinn Friðþjófur Nansen skrif
aði einhvers staðar í dagbókum
sínum um náttúruna, sem
„hvíldarstað fyrir hina brenn-
andi mannssál.“
Og Dagur Hammerskjold
mælti þau orðin:
„Nú eru fjallheimarnir að
opnast. Og það þarf að ljúka
þeim upp fyrir fjöldanum. En
jafnframt verðum við að gæta
þess, að þá verði engu spillt.“
— Og hann bætti við:
„Við þurfum að gera fjöllin
að friðlandi og griðastað, þar
sem við njótum frístunda okk-
ar, án þess að komandi kynslóð
ir glati tækifæri til þess að upp
lifa þar einveru, kyrrð og hvíld
ina, sem auðnin ein veitir.”
Hér þurfa forustumenn í fé-
lagsmálum, ríkisvaldið og
sveitastjórnir að mörgu að
hyggja. Þeim er mikil ábyrgð
Framh. á bls. 6.