Íslendingur - Ísafold - 20.09.1969, Qupperneq 4
4 JgLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 17. SEPT. 1969
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 17. SEPT. 1969 5
Oddur Thorarenscn, 1797-1880 Ilenrik J. P. Hansen O. C. Thorarensen, 1862-1934 O. C. Thorarensen, 1894-1964
Akureyrar Apótek 150 ár
Akureyrar Apótek er nú að Hafnarstræti 104 á Akureyri.
Um þessar mundir er þess
minnst, að 150 ár eru liðin frá
'stofnun Akureyrar-Apóteks, en
það var stofnað 17. desember
1819, Þá var aðeins ein lyfja-
búð önnur á landinu, að Nesi
við Seltjörn, (nú Reykjavíkur
Apótek), stofnuð 1760. íbúar á
landinu voru um þessar mund-
ir nálega 48.500, en íbúar á Ak-
ureyri, sem var hálf-danskur
verzlunarstaður, alllangt innan
við 100.
Fyrsti lyfsali á Akureyri var
Oddur Thorarensen (1797--
1880), sonur Stefáns amtmanns
Þórarinssonar á Möðruvöllum í
Hörgárdal og konu hans Ragn-
heiðar Vigfúsdóttur. — Oddur
nam lyfjafræði í Kaupmp.nna-
höfn og lauk prófi árið 1819 og
veitti Friðrik VI konungur þá
leyfi til að stofnsetja lyfjabúð
á Akureyri. Árið 1823 flutti
Oddur að Nesi við Seltjörn og
tók við rekstri lyfjabúðarinnar
þar af Guðbrandi Vigfússyni lyf
*sala látnum. Þá lyfjaverzlun,
— Reykjavíkur Apótek, — rak
Oddur til 1834. Árið 1840 fékk
Oddur aftur konungs-leyfi til
lyfjasölu á Akureyri. Eftir það
hefur rekstur Akureyrar Apó-
teks verið óslitinn, allt til pessa
dags.
Akureyrar Apótek stóð þá
nyrzt á Akureyrinni, úti við
lækinn, sem þá rann þar til
sjávar, eigi langt fyrir utan svo
nefnt Laxdalshús, er enn stend
ur við Hafnarstræti og er nú
elzta hús bæjarins. Er Oddur
lét af lyfjasölu árið 1857, tók
við því starfi sonur hans, Jó-
hann Pétur Thorarensen (1830
—1911). Hann lét reisa nýtt hús
fyrir starfsemina uppi í brekk-
unni, norðan lækjarins, og var
hún flutt þangað árið 1862. Það
hús stendur enn og er nú Aðal-
stræti 4. Þar var Akureyrar
Apótek til ársins 1929. Jóhann
Pétur rak lyfjaverzlunina til
haustsins 1864, en flutti síðar
til Melbourne í Ástralíu þar
sem hann andaðist árið 1911.
Síðan veitti Carl Emil Ole Möll
er Akureyrar Apóteki forstöðu
í nær eitt ár og Henrik Johann
Peter Hansen var lyfsali frá
1865—1885.
Oddur Carl Thorarensen
1862—1934) var lyfsali frá
1885—1919. Hann var sonur
Stefáns bæjarfógeta Thoraren-
sen og konu hans, Oliviu Juby.
Oddur Carl tók allmikinn þátt
í bæjar- og stjórnmálum, var
einn af forystumönnum heima
stjórnarmanna á Akureyri, sat
í stjórn Gránufélagsins, var for
seti bæjarstjórnar í 2 ár og kon
súll Norðmanna 1910—1924. —
Hann fékkst allmikið við fræði
störf í tómstundum sínum, helzt
sagnfræði. Kona hans var Alma
Klara Margrét Schiöth, bakara-
meistara á Akureyri, og börn
þeirra voru: Olivia, Henrik
(læknir), Oddur Carl (lyfsali)
og Stefán (lyfsali).
Árið 1919 tók Oddur Carl
Thorarensen (1894—1964) við
lyfsölunni af föður sínum og al-
nafna, er áður var getið. Voru
þá liðin rétt 100 ár frá því að
langafi hans og nafni fékk fyrst
ur manna lyfsöluleyfi á Akur-
eyri. Oddur Carl lét reisa nýtt
hús fyrir Akureyrar Apótek að
Hafnarstræti 104 og þangað var
starfsemin flutt árið 1929 og er
hún þar enn.
Auk lyfsölunnar stundaði
Oddur margvíslegan annan
verzlunarrekstur. Eftirlifandi
kona Odds er Gunnlaug Júlíus-
dóttir frá Hvassafelli í Eyja-
firði, og börn þeirra: Alma
Anna, læknir, Hólmfríður Lyd-
ia og Oddur Carþ Thorarensen
lyfjafræðingur. Á miðju ári
1963 fékk núverandi lyfsali,
Oddur Carl Thorarensen (f.
1929) leyfi til að reka lyfjabúð
á Akureyri. Hann er 6. lyfsal-
inn í Akureyrar Apóteki og sá
5. afkomenda Stefáns amt-
manns á Möðruvöllum, er því
starfi gegnir. Kona hans er Mar
grét, dóttir Ingólfs fyrrverandi
héraðslæknis Gíslasonar.
Akureyrar Apótek var eina
lyfjabúðin í Norðlendingafjórð-
ungi til ársins 1921, að leyfi var
veitt til að reisa lyfjabúð á
Sauðárkróki. Árið 1934 var svo
stofnað annað apótek á Akur-
eyri, Stjörnu Apótek. Starfs-
fólk Akureyrar Apóteks er nú
14 manns, en margt fólk hefur
að sjálfsögðu starfað þar um
dagana. Lengst starf hefur þar
að baki Sigurður Flóventsson
exam. pharm., en han lét af
störfum fyrir nokkrum árum
og hafði þá starfað þar sam-
fleytt í rúmlega hálfa öld. —
Elzti starfsmaðurinn nú er Ey-
þór Thorarensen exam. pharm ,
sonar-sonar-sonur Odds, fyrsta
lyfsalans. Hefur Eyþór starfað
• hjá Akureyrar Apóteki í 47 ár
og munu ekki margir íslending
ar hafa starfað lengur við lyfja
verzlun en þessir tveir menn.
HÚSHJÁLP
ZANUSSI |
UEIMILISPKÝÐI
Söluumboð í Reykjavík:
Snorrabraut 44 - Reykjavík - Sími 16242 og 15470.
ÆSK I HÓLASTIFTI 10 ÁRA
Segf ffrá 10. aðaEffundimisn, sem haldinn vasr að
Vesfmaiinsvafiii um síðtisfn Sielgi
Hrefna Torfadóttir flytur framsöguerindi á aðalfundinum.
10. aðalfundur Æskulýðs-
sambands kirkjunnar í Hóla-
stifti var haldinn í Sumarbúð-
unum að Vestmannsvatni dag-
ana 13. og 14. sept. sl. Mættir
voru fulltrúar æskulýðsfélaga
og sóknarprestar úr fjórum pró
fastsdæmum á Norðurlandi, og
sóítu fundinn um 45 manns.
© Að loknum ávarpsorðum sr.
Sigurðar Guðmundssonar
prófasts í upphafi fundarins,
flutti formaður fráfarandi
stjórnar, séra Pétur Sigurgeirs-
son vigslubiskup, skýrslu stjórn
arinnar og rakti nokkuð sögu
ÆSK í Hólastifti sl. 10 ár.
© Sambandið var stofnað í kap
ellu Akureyrarkirkju 18.
okt. 1959 á aðalfundi í Presta-
félagi Hólastiftis, en þá voru
starfandi fjögur æskulýðsfélög
norðan lands. Fyrsta verk ÆSK
var að beita sér fyrir auknu
sumarbúðastarfi, en þá voru
sumarbúðir að Löngumýri í
Skagafirði, og tók sambandið
þátt í því starfi. Árið 1961 var
hafizt handa um byggingu
nýrra sumarbúða við Vest-
mannsvatn í Aðaldal, og þær
vígðar af biskupi íslands, hr.
Sigurbirni Einarssvni, 28. júní
1964. — Húsameistari var Jón
Geir Ávústsson byggingarfull-
trúi á Akureyri, en formaður
sumarbúðanefndar f'~á upphafi
hefur verið séra Sigurður Guð-
mundsson prófastur.
© Árlega hafa farið fram mót
fermingarbarna, námskeið
fyrir foringja æskulýðsfélaga
og mót fyrir félaga. Fyrir hver
jól hefur sambandið gefð út
jólakort, og tekð þátt i alm'enn
um æskulýðsdegi 1. sunnudag
í marz. — Gefnar hafa verið
út tvær hljómplötur í samvinnu
við ,,Fálkann“ í Reykjavík. Þá
hefir ÆSK efnt til samkeppni
meðal skólanemenda, og í sum
ar var ljósmyndasamkeppni í
m
tilefni 10 ára afmælisins. Úrslit
í þeirri keppni urðu þau, að
þrjú beztu ljóðin voru eftir
þessa höfunda: Pétur Sigurðs-
son erindreka, Reykjavík, Krist
ján frá Djúpalæk og Gunnlaug
Hjálmarsson, Akranesi.
@ Æ.S.K. hefir í samvinnu við
Hólafélagið hafið undirbún-
ing að stofnun heimavistarskóla
kirkjunnar að Hólum í Hjalta-
dal. Hugmyndin er, að skólinn
verði fyrst starfræktur í sumar
búðunum, þar sem þegar eru
þar fyrir hendi húsakynni til
að byrja skólahald. í sumar
voru fjögur námskeið fyrir börn
en auk þess sumardvöl fyrir
alclrað fólk í samvinnu við
Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund í Reykjavík, og færði
Gísli Sigurbjömsson forstjóri
sambandinu að gjöf „sólar-
merki“ sem eiga að seljast til
að hjálpa öldruðu fólki að njóta
sumarsins með dvöl að Vest-
mannsvatni og víðar í landinu.
© Eitt æskulýðsfélag var stofn
að á s.l. ári, þann 8. des.,
Æskulýðsfélag Þingeyrarklaust
urs með 24 félögum. Ráðgjafar
eru Kristinn Pálsson kennari
og hvatámaður að stofnun fé-
lagsins, séra Árni Sigurðsson,
Blönduósi. Eru þá 9 starfandi
félög í samband'nu. Á liðnum
10 árum hefur stjórnin haldið
42 fundi.
© Gjaldkeri stjórnarinnar, séra
Sigurður Guðmundsson,
iagði fram reikninga sambands
ins, er nema tæpum 5 milljón-
um. króna. — Er þar stærsti
þátturinn kostnaður Sumarbúð
anna. ÆSK skuldar nú 1/5
þeirrar upphæðar. Skýrslu um
rekstur sumarsins gaf sumar-
búðastjórinn, Gunnar Rafn
Jónsson stud. med. Um Æsku-
lýðsbiaðið töluðu ritstjórinn, sr.
Bolli Gústavsson, og Guðmund-
ur Garðar Arthursson, er lagði
fram reikninga blaðsins. Frá
útgáfuráði talaði Gunnlaugur
Kristinsson fulltrúi, og fyrir
hönd bréfaskólans Þorvaldur
Kristinsson. — Gunnlaugur af-
henti sumarbúðunum kr. 38.
500.00 frá útgáfunni, sem er á-
góði af bók Jennu og Hreiðars:
Bítlar eða Bláklukkur.
© Aðalmál fundarins var: —
Fermingin og undirbúningur
hennar. — Frummælendur
voru Hrefna Torfadóttir Akur-
eyri og séra Þórir Stephensen
Sauðárkróki. Samþykkt var svo
hljóðandi tillaga um þetta mál:
„10. aðalfundur ÆSK, hald-
inn á Vestmannsvatni, vekur at
hygli á liinu mikla gildi ferm-
ingarundirbúningsins, og legg-
ur ríka áherzlu á að hann sé vel
ræktur. Fundurinn telur bólca-
kost þann, er fermingarfræðar-
ar eiga nú kost á, ófullnægj-
andi og leggur til að nýjar hæk
ur verði reyndar, er séu að-
gengilegri, þannig að þær t.d.
setji trúarskoðanir fram á á-
kveðnari hátt og veiti örugga
leiðsögn til trúar og bænalífs
einstaklingsins. Þetta ætti að
stuðla mjög að því að efla hið
trúarlega gildi fermingarinnar.
Einnig þurfa nemendur að eiga
kost á öðrum bókum til sjálfs-
náms. Síðast en ekki sízt vekur
fundurinn athygli á þeim stóra
þætti, sem heimilin hljóta að
eiga í fermingarundirhúningi
með því að fylgjast með heinia-
námi og að fylgja unga fólkinu
til kirkjunnar.“
© Kvöldvaka var á vegum
fundarins í Grenjaðarstaða-
kirkju, sem séra Sigurður Guð-
mundsson stjórnaði. — Ræður
fluttu séra Árni Sigurðsson og
séra Þórir Stephensen. Ávarp
flutti æskulýðsfulltrúinn, séra
Jón Bjarman. Einsöng söng sr.
Birgir Snæbjörnsson. Þá sýndi
Sigurður Pétur Björnsson
bankastjóri á Húsavík lit-
skuggamyndir, sem hann hefur
tekið af kirkjum og kirkjulegu
starfi í Suður-Þingeyjarprófast
dæmi. Prófasturinn flutti skýr-
ingartexta, en hljómlist var
leikin meðan myndirnar voru
sýndar, og vöktu þær almenna
hrifningu.
Að loknu kirkjukvöldi fór
fram altarisganga.
© Síðari fundardagur hófst
með morgunbænum séra Björns
Jónssonar. Þá störfuðu umræðu
hópar, en formenn þeirra voru:
Hólmfríður Pétursdóttir skóla-
stjóri, Löngumýri, séra Sigíús
Árnason, Miklabæ, séra Einar
Sigurbjörnsson Óláfsfirði, Gunn
ar R. Jónsson sumarbúðastjóri
og séra Björn Jónsson Húsavík.
@ Skorað var á hið háa Alþingi
að samþykkja þegar á næsta
þingi frumvarp um prestakalla
skipun og kristnisjóð, sem m.a.
gerir ráð fyrir öðrum æskulýðs
fulltrúa, og verði hann staðsett
ur á Norðurlandi, og þingmenn
kjördæma þar beðnir um að
vinna ötullega að því.
Stjórnendur fjölmiðlunar-
tækja voru minntir á þau miklu
áhrif, sem þau sem slík hafa á
mótun hinna ungu og þá ábyrgð
er því fylgir, og að efnisval
þurfi að vanda sem mest.
í iii'imiiiiiiw
Fundurinn áleit nauðsynlegt
vera, að þjóð, sem kennir sig
við kristna menningu og bygg-
ir á lífssannindum kristindóms-
ins, hafi kristinfræði í öllum
bekkjum framhaldsskólanna
sem skyldunám allt að stúdents
prófi, svo sem reglugerð mælir
fyrir um.
Ánægja var látin í ljós með
þá nýbreytni i sumarbúðunum,
að efna til sumardvalar fyrir
aldrað fólk. Vakin var athygli
á Húsmæðraskólanum á Löngu
mýri í Skagafirði og æskulýðs-
félagar minntir á að kynna sér
starfsemi skólans. — Þá voru
prestar hvattir til að hafa oft-
ar altarisgöngur.
© Guðsþjónustur voru í fimm
kirkjum, Húsavík, Einars-
stöðum, Ljósavatni, Reykjahlíð
og Skútustöðum. Frá biskupi
íslands, herra Sigurbirni Ein-
arssyni, bárust heillakveðjur,
og risu fundarmenn úr sæti í
virðingar- og þakkarskyni og
biskupi þökkuð störf hans og
allur stuðningur við ÆSK í
Hólastifti.
Einnig bárust fundinum
kveðjur frá Samvinnutrygging
um, og öðrum aðilum, er sýndu
sambandinu vinarhug sinn við
þetta tækifæri. Sérstakar þakk
ir voru færðar prófastshjónun-
um á Grenjaðarstað, séra Sig-
(Ljósm.: Gunnl. Kristinsson).
urði Guðmundssyni og frú Að-
albjörgu Halldórsdóttur, fyrir
mikið og fórnfúst starf ,er þau
hafa unnið á liðnum árum fyr-
ir Sumarbúðirnar, svo og mót-
töku fundargesta. Voru allir
mjög hrifnir af Sumarbúðun-
um og dvölin þar hin ánægju-
legasta.
ö Formaður ÆSK sl. 10 ár, sr.
Pétur Sigurgeirsson vígslu-
biskup, baðst undan endurkosn
ingu. Voru honum þökkuð mk-
ilvæg störf hans og farsæl for-
usta á hinu liðna starfstímabili.
Þessir voru kosnir í stjórn Æ
SK til tveggja næstu ára: —
Form.; Séra Sigurður Guð-
mundsson, séra Þórir Stephen-
sen, séra Birgir Snæbjörnsson,
Ingibjörg Siglaugsdóttir og Pét
ur Þórarinsson. í varastjórn:
Séra Bolli Gústavsson, séra Þór
hallur Höskuldsson og Guð-
mundur Garðar Arthursson.
@ ÆSK í Hólastifti var stofnað
til þess að vekja æskuna til
trúar á Drottin vorn og frels-
ara Jesúm Krist, og hvetja hana
til þjónustu í kirkju hans. Að
þessu marki hefur sambandið
unnið. Það hefur átt stuðning
yngri sem eldri, áhuga og fórn-
fýsi. — Þakkir voru fluttar og
nafn Drottins lofað.
(Frétt frá ÆSK í Hólastifti).
RÆTT VÍÐ HELGA HALLGRÍMSSON MENNTASKÖLA-
KENNARA OG SAFNVÖRÐ, SEM . . .
Byggir upp
náttúrurannsóknarstöð
í tómstundunum
Á Víkurbakka á Árskógs-
strönd er að komast á lagg-
irnar all sérstæð rannsóknar-
stöð, sem ekki á sér hliðstæðu
hér á landi. Helgi Plallgrímsson
menntaskólakennari og safn-
vörður Náttúrugripasafnsins á
Akureyri keypti jörðina þar
fyrir nokkrum árum og hefur
síðan unnið að uppbyggingu
náttúrurannsóknarstöðvar á
staðnum. Slíkar stöðvar eru al-
gengar erlendis, en hérlendis
hefur engri slíkri stöð vcrið
komið upp. Að vísu eigum við
Rannsóknarstofu landbúnaðar-
ins, þar sem unnið er mikið og
gagnmerkt starf á afmörkuðu
sv:ð;. En stöð eins og sú, sem er
að rísa á Víkurbakka, byggir
starfsemi sína á mun víðtækara
sviði, almennum náttúrurann-
sóknum. Við renndum út að Vilc
urbakka og spjölluðum um
stund við Helga Hallgrímsson
um stöðina og þá starfsemi, sem
þar er hafin.
♦ Að hvaða rannsóknum hef-
ur verið unnið í sumar?
— I ár fékkst nokkur styric-
ur úr Vísindasjóði til að vinna
að rannsóknum á jarðvegslíf-
fræði, en slíkum rannsóknum
hefur lítill gaumur verið gef-
inn hér á landi. I sumar höfum
við verið þrír við þessi störf,
Jóhannes Sigvaldason tilrauna-
stjóri á Akureyri og Guðmund-
ur Olafsson kennari við MA
hafa starfað með mér.
^ Hvernig fara þessar rann-
sóknir fram?
— Við afmörkum sérstaka
reiti og tökum úr þeim sýnis-
horn á mismunandi dýpi,
allt niður í 20 cm. Hvert sýnis-
horn er um 50 cubikcm. Síðan
látum við þessi sýnishorn í
þessar trektir, sem þú sérð hér,
og þar er moldm þurrkuð. Við
höfum smáglös undir trektun-
um, en í þeim eru sigti, og v:ð
hitann falla þær lífverur, sem
eru í moldinni, niður í glösin.
Síðan rannsökum við þessar
verur í smásjá, teljum þaer og
greinum í flokka.
Það hefur komið í ljós, að
það er allt morandi af lífi nið-
ur á 10—15 cm dýpi, en úr því
fer það snarminnkandi. Helztu
flokkarnir eru mordýr, sem oft
eru kölluð stökkmordýr, en þau
skipta oft hundruðum í sýnis-
horni, sem tekið er úr efsta lag
inu. Alíka magn er af maurum
og líkur benda til, að svipað
magn af þráðormum sé þar að
finna en þeir eru oft dýpra. Svo
er að sjálfsögðu talsvert af ána
möðkum og lifrum.
ó Og úrvinnslan?
— Þetta er brautryðjenda-
starf og því skammt á veg kom
ið enn sem komið er. Við vinn-
um úr þessu þannig, að gera
línurit yfir fjölda lífveranna,
sem finnast á ákveðnum dýpt-
um á mismunandi gróðurlönd-
um. Það hefur hagnýta þýðingu
t.d. að safna sýnishornum úr
mismunandi jarðvegum, nýju
túni og gömlu, þurrlendi og vot
lendi og að taka sýnishorn á
mismunandi árstíðum. Þessar
lífverur geta haft vissa þýðingu
fyrir jarðveginn, en eins og ég
sagði áðan, er þetta skammt á
veg komið ennþá. Aðstaðan er
heldur ekki eins góð og skyldi,
við höfum hér nokkrar hand-
bækur um þetta efni, flestar að
láni frá Náttúrugripasafninu á
Akureyri, og smásjá, svokall-
aða þrívíddarsmásjá, sem við
fengum að láni í Sjöfn. En auð
vitað er það nauðsynlegt að
stöðin hafi yfir sem beztum bún
aði að ráða.
ó Hafa fleiri vísindamenn ver-
ið hér við störf?
— Hér voru 11 stúdentar frá
Wales í fimm vikur nú í sumar
og gerðu þeir ýmsar rannsókn-
ir ,m.a. á sjávardýrum og
gróðri í sjónum. Þeir bjuggu
hér í stöðinni, höfðu sjálfir með
sér mat en fengu afnot af þeim
tækjum, sem hér eru og að-
stöðu til að vinna úr sínam
rannsóknum. Það er ekki vafi
á, að áhugi er fyrir hendi hjá
erlendum vísindamönnum að
koma til landsins og gera ýms-
ar athuganir. En það er grund-
vallaratriði, að þeir fái starfs-
aðstöðu og þessi stöð er fyrsti
vísirinn að því að svo verði. —
Stöðin er á heppilegum stað, á
mörkum fjalls og fjöru, og því
möguleikar á margs konar rann
sóknastarfsemi. Hér þurfa því
að koma tæki og bókasafn og
frumskilyrði er að koma upp
útbúnaði til að dæla sjó í hús-
ið, svo hægt sé að hafa ferskan
sjó, þegar unnið er að athugun-
um á sjávargróðri og dýrum úr
sjónum. Þá er ekki síður mikils
vert að koma fyrir kæli- og
frystibúnaði. Þá hefur stöð sem
þessi möguleika á að lífga upp
á kennslu í náttúrufræði, sem
er steindauð ítroðslufræði í
skólum landsins.
# Þú hefur unnið að fleiri
rannsóknum?
— Ég hef safnað sveppum í
10 ár uppá eigin spýtur. Það er
forvitnilegt rannsóknarefni,
sem ekki hefur verið sinnt að
ráði hérlendis. Aðallega hef ég
safnað stórum sveppum, en
þeim hefur aldrei áður verið
safnað hér. Rannsóknirnar bein
ast að mestu að tegundasöfnun
og er ég nú búinn að safna um
200 tegundum. Sumarið í ár
hefur verið mikið sveppasum-
ar og hef ég safnað miklu í ár.
Annars koma sveppir víða við
sögu og er t.d. sveppategund,
sem veldur þurrafúa í skipum.
Ég hef tvisvar fengið styrk til
að vinna að þessum rannsókn-
um mínum.
Það er margt fleira, sem ber
á góma, því Helgi er fjölmennt
aður maður, en ekki er rúm til
að rekja það að sinni. En þarna
á Víkurbakka er merkileg vís-
indauppbygging að hefjast sem
vert er að gefa gaum í fram-
tíðinni.