Íslendingur - Ísafold

Eksemplar

Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Side 1

Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Side 1
Opnan: — Rætt við séra Bolla í Laufási fstoidíiMiir- isaíuld 53. tölublað. Miðvikudagur 1. okt. 1969. 54. og 94. árgangur. NYR BARNASKOLI A SVALBARÐSSTROND □ Bygging nýs barnaskóla á Svalbarðsströnd er nú langt komin. Byrjað var á húsinu ár- ið 1966, var grunnurinn steypt ur þá um haustið. Árið eftir var unnið við kennaraíbúð og á siðasta ári var lokið við að steypa skólahúsið upp. Síðan hefur verið unnið að innrétt- ingum og frágangi, og sagði Hreinn Ketilsson oddviti blað- inu, að vonir stæðu til að unnt yrði að hefja kennslu í skól- anum fyrir áramót. □ í húsinu eru tvær kennslu- stofur og rúmast þar 50—60 nemendur, en í vetur munu þeir verða um 40. Þá er einnig handavinnustofa, snyrtingar og geymslur, svo og íbúð fyrir kennara. — Byggingarkostnað- ur er orðinn um 5.5 milljónir, en talsvert er ennþá ógert. — Svalbarðsstrandarhreppur stendur að byggingu skólans og verður þetta heimangönguskóli fyrir börn úr hreppnum. Þetta er stórt átak fyrir hreppinn, en brýn nauðsyn var orðin á bygg ingu nýs skólahúss, þar sem gamla skólahúsið er orðið gam alt og alls ófullnægjandi. □ Skólastjóri barnaskólans er Kristján H. Sveinsson. lm 110 manns vinna við framleiðslu og framkvæmdir Kísiliðjunnar Stækkun iokið í febrúar — starfsfólk við framleiðslu verður þá 45—55 manns REYÐARFJORÐUR: EINN BÁTLR Á RÆKJL- VEIÐLMÍ • Nú í sumar var keyptur hing að bátur frá Vestmannaeyj- um og stundar hann rækjuveið ar og hefur aflað sæmilega, sagði Þórir Stefánsson á Reyð- arfirði. Gerðar voru tilraunir með rækjuveiðar frá Austfjörð um í fyrra, og benda líkur tií, að talsvert magn af rækju sé að finna hér fyrir austan. Það er söltunarstöðin Aldan, sem tek- ur á móti rækjunni og vinnur úr henni. • Hingað hefur borizt nokkur síld og er búið að salta um 1.000 tunnur hjá Bergi hf. Snæ fugl er enn á grálúðuveiðum og hefur aflað vel í sumar, en ann ars er frekar dauft yfir fisk- veiðum núna. Sláturtíð er hafin og er ekki hægt að taka á móti fiski í frystihúsinu meðan á slátrun stendur. I sumar hefur verið lialdið áfram uppbyggingu á verk- smiðju og aðstöðu Kísiliðjunn- ar hf. í Mývatnssveit og enn- fremur hefur verið unnið að ýmsum tengdum framkvæmd- um. Fast starfsfólk fyrirtækis- ins er nú 36 manns, auk 8 manna við dælingu úr Mývatni að sumrinu. Við hinar ýmsu framkvæmdir liafa svo unnið 65—70 manns frá því í júní í sumar. í lok febrúar á stækk- un verksmiðjunnar að ljúka og bætist þá við fast starfslið allt að 10 manns. Þá mun verk- smiðjan geta framleitt sem svarar 2 þús. tonnum af kísil- gúr á mánuði eða 24 þús. tonn Framkvæmdir við stækkun- ina hafa verið stækkun vot- vinnsluhúss og kerfis, stækkun vöruskemmu, borun eftir meiri gufu og stækkun dælustöðvar, gerð tveggja þróa fyrir hráefni til viðbótar þeirri sem fyrir var, og bygging brcnnisteins- sýrugeymis í Húsavík. Þá hefur verið unnið að byggingu húss yfir 12 einhleypa starfsmenn og þrír starfsmenn hafa verið að byggja einbýlishús. Það sem af er árinu hafa ver ið framleidd 5.300 tonn af kís- ilgúr í verksmiðju Kísiliðjunn- ar hf., og hefur framleiðslan verið flutt út svo til jafnharð- an. Er stefnt að því að fram- leiða 8.000 tonn á árinu. LEIKHLS- NEFND SKIPLÐ Að tillögu Leikfélags Akur- eyrar hefur nú verið skipuð þriggja manna leikhúsnefnd, er hafa skal umsjón með rekstri og endurbótum á Samkomuhús inu og undirbúning að bygg- ingu nýs leikhúss. í nefndinni eru: Ágúst Berg húsameistari bæjarins, Harald- ur Sigurðsson bankagjaldkeri, kosinn af bæjarstjórn, og Jón Kristinsson forstöðumaður, skip aður af LA. Frá Skagaströnd: Rækjuveiðar hafnar — gamla frystihúsið endurbætt Nú róa þrír bátar frá Skagaströnd, — togbáturinn Arnar, snurvoðarbátur og svo rækjubátur, sem er ný- byrjaður veiðar. Fleiri bátar fara af stað eftir sláturtíð. Útgerðin hefur skapað all- góða vinnu síðan Arnar kom í fyrravetur og nú bætast rækjuveiðarnar við, eftir margra ára hlé. Atvinnuhorf ur eru því mun betri á þessu hausti en undanfarin haust og fækka því Skagstrending ar því fé, sem þeir hafa haft sér til dundurs og búdrýg- inda. Hins vegar munu bænd ur ekki fækka fé, því hey- skapur varð sæmilegur, þótt seinlegt væri að ná heyjun- um inn. Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á hinu gamla frystihúsi Hólaness hf. vegna rækjuvinnslunnar. Þá hefur vérið unnið að loka- framkvæmdum í félagsheim ilinu, og verður það væntan- lega vígt innan tíðar. Loks er verið að byrja á byggingu eins íbúðarhúss. Fyrirspurn til bæjarstjórnar Akureyrar: Er ekki áhugi á brýnum atvinnuskapandi framkv.? Akureyri, þriðjudag. Hér í blaðinu hefur nú ný- lega verið vakin athygli á nauð syn tvenns konar framkvæmda í gatna- og vegamálum Akur- eyrar og nærsveita, byggingu nýrra brúa yfir Glerá og fyrstu hraðbrautagerð í nágrenni bæj- arins. Á þetta hefur verið bent af tveim ástæðum. Framkvæmd irnar, sem slíkar, eru brýnar, og þær myndu skapa verulega atvinnu, sem skortir fyrirsjáan lega. Svo er að sjá sem bæjar- stjórn Akureyrar hafi ekki til- takanlegan áhuga á að koma þessum málum fram. í dag er boðaður bæjarstjórnarfundur og í dagskrá hans er ekkli minnzt á þessi mál. Þau verða þó annað hvort að fá skjótan framgang eða engján, því nú eru mál sem þessi til meðferðar hjá ríkisvaldinu og undirbúningur verður að hefjast strax ef fram kvæmdir eiga að koma að gagni í haust og fyrrihluta vetr ar, meðan tíð leyfir. Það er því býsna áleitin og alvarleg spum ing, hvort bæjarstjórnin hefur ekki áhuga á þessum brýnu að- kallandi framkvæmdum, sem auk þess að stuðla að hættu- minni og greiðari umferð um bæinn og í nágrenni hans, eru nær það eina, sem unnt er að auka við af almennum fram- kvæmdum þennan tíma.

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.