Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Qupperneq 2

Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Qupperneq 2
2 Í6LENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 1. OKT. 1969. ■ tvgmm - — ” »- - —'■™ -• **■— Fulltrúar á 20. þingi Sambands ungra Sjálfstæðis manna fyrir utan þingstaðinn, — Félagsheimilið á Blönduósi. (Mynd: — hevb.) Alyktun 20. þings SIJS um málefni Háskóla íslands: Mikil efling Háskólans er nauðsynleg á næstu árum Stóraukin stúdentafjöldi, sí- vaxandi þarfir atvinnulífsins á þekkingu og nýjustu tækni og æ augljósari þáttur menntunar í velferð og liamingju einstakl- ingsins knýr á mikla eflingu Háskóla Islands á næstu árum. Samkvæmt Iögum er Háskól- inn vísindaleg rannsóknar- og fræðslustofnun. í reynd hefur hann þó takmarkað sig nær ein göngu við kennslustörf. Rann- sóknarhlutverki sínu hefur hann ekki gegnt að neinu ráði og með lögum um Rannsóknar- ráð ríkisins frá 1965 var sá vís- ir að hagnýtri rannsóknarstarf- semi, sem Háskólanum var tengdur, skilinn frá honum. Ungir Sjálfstæðismenn bcnda á eftirfarandi mcginatriði, sem hafa verður í huga við eflingu Háskólans: 1. Opinberan fjárstuðning við Háskólann verður að auka að mun. Fjölgun kennara, aukning á starfsliði við stjórnun skólans og stórbætt aðstaða kennara og nemenda eru brýn verkefni, sem rík- isvaldið verður að hafa frum kvæði að fjármögnun til. 2. Háskóli án rannsóknardeilda er ekki háskóli í nútímaskiln ingi. Ungir Sjálfstæðismenn ítreka enn á ný þá kröfu sína, að lög um Rannsóknar- ráð rikisins frá 1965 verði , endurskoðuð og rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna verði aftur tengdar Háskól- anum og hinar ýmsu háskóla deildir hafi þannig greiðan aðgang að rannsóknarstarf- semi. 3. Jafnframt því sem þær rann sóknarstofnanir sem fyrir eru í landinu, bæði á sviði atvinnuvega og náttúru- fræða, verði nýttar betur í þágu starfsemi Háskólans, er nauðsynlegt, að rannsóknar- deildir verði stofnaðar við allar hugvísindadeildir skól- ans. Rannsóknir eru nauð- synlegur hluti kennslu í há- skóla og á sama tima sterk asti tengiliður háskóla og þjóðfélagsins. 4. Fjölga þarf námsbrautum við Iíáskólann. Við stofnun nýrra greina þarf að taka til- lit til þarfa atvinnulífs í sér- hæfðu tækniþjóðfélagi fram tíðarinnar. Leggja ber höfuð áherzlu á menntun sérfræð- inga á margvíslegum sviðum tækni og stjórnunar í at- vinnulífinu. 5. Ungir Sjálfstæðismenn telja að takmarkið sé að taka upp kennslu í sem flestum fræði- greinum við Háskóla íslands, og að því beri að stefna á skipulegan hátt. Þó mun lengi enn vera nauðsynlegt að senda íslenzka námsmenn utan í ýmis konar nám. Með því að annast kennsluna sjálf ir, geta íslendingar haft betri áhrif á námsgreinaval stúd- enta og aðhæft valið betur þörfum þjóðfélagsins. 6. Nauðsynlegt er að hefja skipulega upplýsingasöfnun á atvinnumöguleikum og þró un starfssviðs sérfræðinga til þess að auðvelda stúdentum val á námsgreinum. Telja ungir Sjálfstæðismenn eðli- legt að Háskóli íslands hafi forgöngu um slíka starfsemi. 7. Tengsl Háskólans við fólkið í landinu verða að aukast. Háskólinn á allt undir vel- vild almennings. Til þess að auka velvild og skilning verð ur að bæta úr þekkingar- og upplýsingaskorti. Því verða forráðamenn Háskólans m.a. að hefja nú þegar skipulega almenna kynningu, með miðl un upplýsinga um starfsemi skólans, vandamál hans og framtíðaráform. Fá verður fólkið til að koma og kynnast Háskólanum með sérstökum kynningardögum svo og með fyrirlestrum við hæfi almenn ings um ýmis atriði þeirra fræðigreina, sem Háskólinn kennir. 8. Ugnir Sjálfstæðismenn álíta að aðbúnaður Háskólabóka- safnsins sé þjóðinni til van- sæmdar og safnið gegni ekki hlutverki sínu sem upplýs- ingamiðlun. Stórbæta þarf alla aðstöðu safnsins og auka bókakost. 9. Ungir Sjálfstæðismenn telja að með stofnun Félagsstofn- unar stúdenta hafi verið stig ið stórt skref fram á við. Þeir skora því á ríkisstjórn og A1 þingi að styðja Félagsstofn- unina með auknum fjárfram lögum til þess að hún geti orðið virkur þátttakandi í almennri uppbyggingu og eflingu Háskólans. 10. Ungir Sjálfstæðismenn benda á, að með vaxandi fjölda sérfræðinga á öllum sviðum hafi nú skapazt tæki færi til að gera menntunina að virku afli í hagvextinum. Skapa verður háskólamennt- uðum mönnum þann aðbún- að að menntun þeirra og þekking skili viðunandi af- köstum og ávinningi fyrir þjóðfélagið. Velferðarþjóðfé lag á íslandi mun í framtíð- inni byggjast á hagnýtingu nýjustu þekkingar í atvinnu lífinu. 11. 20. þing S.U.S. telur, að Há- skóli íslands standi fjarri því að gegna því hlutverki í ís- lenzku þjóðfélagi, sem hann ætti að gera. Þingið krefst þess, að með auknum fjárveitingum verði skólanum m.a. gert fært að fjölga námsbrautum og auka rannsóknarstarfsemi sína. Eins og þessi ályktun ber með sér, ætlast ungir Sjálfstæðis- menn til þess, að unnið verði markvissar en hingað til að efl- ingu Háskóla íslands. Sá hluti þjóðartekna sem varið verður til Háskólans, æðri menntunar og rannsókna á lians vegum þarf að aukast. Það er hins veg ar ekki nægilegt, að stjórnar- völd sýni skilning á málinu, ef almenningur hefur ekki fullan skilning á því að það sem gert er td eflingar Háskólanum komi þjóðfélaginu sem heild að gagni. Ástæða er til að ætla, að almenningur láti sig málefni Háskólans einmitt varða meiru • hresstr M kœfír Sœú/œíisffefðúi^^ en löngunt áður, og á það ekki sízt rætur að rek^a til upplýs- ingastarfsemi stúdenta sjálfra um Háskólann. Meira átak á því sviði er nauðsynlegt strax á næstu mánuðum. ÓOVR SKÓLAHÚSGÖGN: Skólafólk athugið! .. .................... Rafmagnsfittings — til skipa Eins «g undanfarin ár bjóðum við hin viðurkenndu VALBJARKAR SKÓLAHIJSGÖGIM á lægra verði til skólafólks VAIBJÖRK HF I rii I rJL I rii I mm I i yr i v i yr i slippstðdin PÓSTTHtílLF 24Æ . SÍMI 06)21333Ð . AKUREYRII

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.