Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Qupperneq 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 1. OKT. 1960.
PÓSTHÓLF 118
0G Borgum við mjólk
oní Reykvíkinga?
„Strandakarl“ skrifar:
Þegar nýjasta mjólkurverðið
var auglýst fyrir dálitlu síðan,
var það látið fylgja, að m.a.
stafaði hækkunin af fyrirsjá-
anlega auknum mjólkurflutn-
ingum lengra að til Reykjavík-
ur. Hluti af hækkuninni ætti
að greiða þann kostnað, sem af
þessu leiddi. Ekki man ég aura
töluna, sem nefnd var, og það
skiptir ekki mál. Það, sem mig
langar til að fá að vita, er hvað
réttlætir það, að fólkið í dreifðu
byggðunum borgi mjólkina oní
Reykvíkinga. Það er margur
aukabitinn, sem við hér í fá-
menninu þurfum að kyngja, án
þess að njóta þess þó eins og
fólkið í borgardýrðinni að vera
til — svona að ýmsu leyti. Ég
get því ekki í fljótu bragði séð,
hvers vegna við eigum svo til
viðbótar að borga niður mjólk-
ina fyrir borgarfólkið. Ekki
borgar það hlut af flutnings-
kostnaði matvara hingað til okk
ar, eða er kannski svo? Eg heyri
a.m.k. oft auglýst, að bæta megi
við flutningskostnaði, ef vara
er seld utan Reykjavíkur.
Vill ekki einhver frómur og
fróður maður taka að sér að
skilgreina þessi mál.
9G Forysta bændasam-
takanna eða . . .
Ég vil einnig víkja út í aðra
sálma, þó ekki alls óskylda. En
það snertir samtök bænda í
landinu. Nú er bændaforystan
tvöföld að mér skilst og stund-
um hefur hún klofnað í fleiri
parta. Það er Búnaðarfélag ís-
lands og það er Stéttarsamband
bænda og svo voru það í eina
tíð héraðsnefndir. Auðvitað er
svo ríkið einn aðilinn. í mínum
heila snýst þetta allt um sömu
kökuna, nema aðild ríkisins,
sem er auðskiljanlega annars
eðils. Það kann að vera, að ein-
hvers konar verkaskipting sé
milli bændaforystunnar, en
hún er ekki augljós. Er þá kom
ið að kjarna þess, sem ég vildi
varpa fram: Stendur ekki þetta
ofstjórnar fyrirkomulag bænda
stéttinni fyrir þrifum? Eru ekki
bændur að dreifa kröftunum og
bera þeir ekki þess vegna skarð
ari hlut frá borði en ástæða
væri til? Oftast hefur mér fund
izt liggja beint við að rekja
vandamál bænda til þessa á-
stands, þó ekki harðærið beint,
en jafnvel viðbrögðin við því,
sem ekki hafa verið fullnægj-
andi eins og komið hefur í ljós.
Mér finnst í stuttu máli sagt,
að bændaforystan búi ekki við
það skipulag, sem efli bænda-
stéttina eins og eðlilegt og nauð
synlegt er. Hún ber of mikinn
svip af silkihúfukerfi og van-
mætti.
Er ég að vaða reyk? Gaman
væri, að einhver tæki að sér að
svara því líka. Ekki er hætta á
að ég fyrtist, hvert sem svarið
verður, gamall skröggurinn. En
hvað segið þið, góðir menn?
Sáir 1 h jörtu fólksins
og eigin
kartöflugarð
Rætt við séra Bolla Gústafs-
son prest í Laufdsi
íslenzka kirkjan stendur aS
mörgu leyti á tímamótum í dag.
Þær öru breytingar, sem átt
hafa sér stað í þjóðlífinu und-
anfarna áratugi hafa breytt við
horfi manna til kirkjunnar frá
því sem áður var. Fyrr á tímum
voru kirkjuferðir sjálfsagður
þáttur í lífi fólksins, enda lítið
um samkomur og fréttamiðlun
og því var kirkjuferðin ekki að
eins farin til að hlýða á pré-
dikun, heldur einnig til að ræða
við sveitunga um landsins gagn
og nauðsynjar og njóta tilbreyt
ingarinnar.
En tímarnir breytast og menn
irnir með, og nú eru uppi radd-
ir um, að kirkjan breyti sínum
starfsháttum í samræmi við nú
tímann, bæði hvað snertir
messuform og boðun kristinnar
trúar. Nokkrir prestar hafa tal
ið nauðsyn á breytingum inn-
an kirkjunnar, og eru svokall-
aðar popp-méssur, sem haldnar
voru í Reykjavík á síðasta vetri,
liður í leit að nýju messuformi.
En spurningin er, hvort kirkjan
á að standa óhögguð í straumi
tímans, eða taka sífelldum
breytingum frá degi til dags.
Einn af yngri prestum kirkj-
unnar er sr. Bolli Gústafsson í
Laufási við Eyjafjörð. Hann er
Akureyringur að ætt og upp-
runa og hóf prestskap í Hrísey,
en flutti þaðan í Laufás. Bolla
er margt til lista lagt og ef-
laust muna margir eftir mynd-
um eftir hann, en á þeim var
haldin sýning ekki alls fyrir
löngu á Akureyri. Við heimsótt
um séra Bolla fyrir nokkrum
dögum og var hann þá í óða
önn að taka upp kartöflur og
hafði herskara af konum í
vinnu. Hann tók því vel að ciga
stutt spjall við blaðið, og fer
það hér á eftir;
□ Hvað olli því, að þú gerðist
prestur?
— Eg tók snemma þá ákvörð
un að ganga í þjónustu kirkj-
unnar. Skömmu áður en ég
fermdist kom sr. Pétur Sigur-
geirsson heim frá Ameríku, full
ur af orku og áhuga og hafði
hann mikil áhrif á mig. Við
störfuðum saman í Æskulýðs-
félagi Akureyrarkirkju — og
tengdi það mig sterkum bönd-
um við kirkjuna.
□ Hvenær varstu svo vígður?
—- Það var árið 1963, að ég
var vígður og hóf störf í Hrísey
sama ár, tók við af sr. Fjalari
Sigurjónssyni. Þar starfaði ég
í þrjú ár og kunni vel við mig.
Þar kynntist ég innilegri trú á
Guð, sem margir sjómenn hafa,
þrátt fyrir hrjúft yfirborð. Var
það siður hjá sumum að hafa yf
ir bæn áður en þeir fóru í róð-
ur og töldu þeir það sjálfsagð-
an hlut.
□ Og þaðan fórstu í Laufás?
— Já, árið 1966 hóf ég prest
skap í Laufási og annast þrjár
sóknir, Grenivík, Laufás og
Svalbarðsströnd. Það eru ólík
viðhorf, sem fólk hefur frá sjó
til sveitar og gagnlegt að kynn-
ast hvoru tveggja. Ég kann
mjög vel við mig í Laufási, það
er eitthvað heillandi við staðinn
og maður festir þar auðveld-
lega rætur. Hér hefur setið
prestur óslitið síðan á 11. öld,
kirkja var reist hér snemma og
margir merkir klerkar hafa
starfað hér. Kirkjan, sem nú
stendur hér, var reist fyrir 105
árum, og er gott Guðshús. Á
ýmsa gamla, góða muni, m.a. er
prédikunarstóllinn síðan 1698.
Það fylgja því vissar skyldur að
sitja svo fornfrægan stað, en
fólk er kirkjurækið hér um slóð
ir og það hugsar vel um sín
Guðshús.
□ Þú hefur reynt að ná til æsk
unnar líka?
— Það er nauðsynlegt fyrir
kirkjuna að halda nánu sam-
bandi við unga fólkið. Það lær-
ir biblíusögur í barnaskólum og
gengur síðan til spurninga og er
fermt. Eftir það losnar það úr
tengslum við kirkjuna, nema
hún fylgi því á einhvern hátt.
Fyrirrennari minn hér, sr. Jón
Bjarman, stofnaði æskulýðsfé-
lög á Grenivík og í Laufássókn,
og ég bætti svo við félagi á
Svalbarðsströnd. Þetta er þó
meira starf, sem byggist á börn
um en unglingum, því þeir eru
flestir í burtu yfir veturinn til
náms. Börn og unglingar eru
mjög opin fyrir áhrifum, og það
sem þeim er kennt á unga aldri
býr lengi með þeim.
□ Álítur þú, að kirkjan eigi að
taka popp-hljómsveitir í
sína þjónustu til að laða
unga fólkið að henni?
— Ég held, að það nái ekki
tilgangi sínum. Kirkjan á að
standa á föstum grunni, en ekki
vera á hlaupum eftir tízkufyr-
irbrigðum. Það hlýtur að vera
meira traustvekjandi að hún
standi óhögguð í því upplausn-
arástandi, sem nú ríkir. En hitt
er annað mál, að það er hægt
að ná til unga fólksins á annan
hátt en við messu. Það er hægt
með sérstakri æskulýðsstarf-
semi, þar sem blandað er sam-
an leikjum og fræðslu, og með
útgáfustarfsemi.
□ Þú ert ritstjóri Æskulýðs-
blaðsins.
— Já, ég hef verið ritstjóii
þess síðan 1967 og kemur það
út fjórum sinnum á ári. Ég var
ritstjóri Munins, þegar ég var
í Menntaskólanum á Akureyri,
og áhuginn hefur loðað við mig
síðan. Þetta er eina unglinga-
blaðið, sem gefið er út á vegum
kirkjunnar, en það er brýn
nauðsyn fyrir unglinga innan
hennar að hafa sitt eigið mál-
gagn. Reynt er að hafa efnið
sem fjölbreyttast, og eru t.d.
starfsfræðsluþættir nokkuð
reglulega í blaðinu.
Þá er einnig reynt að koma
með efni, sem hin ýmsu æsku-
lýðsfélög geta notað á fundum
og þar eru helgileikir vinsælast
ir. Það er Æskulýðssamband
kirkjunnar í Hólastifti, sem gef
ur blaðið út, en þetta samband
nær frá Miðfirði til Langaness.
E nþetta er málgagn kristinnar
æsku um allt land, málgagn,
sem hún þarf vissulega á að
halda í dag. Því er líkt farið
með þetta blað og önnur, að
stór hópur kaupenda er grund-
völlur fyrir þróttmikla útgáfu.
Þess vegna verður reynt að
auka útbreiðslu þess eftir mætti
og er öll aðstoð vel þegin í því
sambandi.
□ Hvert er hlutverk prestanna
í dag?
— Því verða ekki gerð ítar-
leg skil í stuttu máli, en fyrst
og fremst er það fólgið í boðun
fagnaðarerindsins og að vera
sálusorgari. Það er ótrúlegt,
hvað það er mikill léttir fyrir
fólk, sem á einhvern hátt er í
vanda statt, að geta sagt ein-
hverjum frá vandamálunum. —
Það er eitt af því, sem fólk ger
ir mikið af erlendis, og þá á ég
ekki eingöngu við skriftir í ka-
þólskum kirkjum, heldur hafa
prestar þar viðtalstíma í kirkj-
um sínum, og þangað kemur
fólkið og ræðir einslega við
prestana.
Menn hafa skipzt í hópa og
túlkað kenningar Biblíunnar á
ýmsa vegu. En hvers vegna að
kljúfa sig út úr kirkjunni, þótt
ekki sé túlkað nákvæmlega eins
og þeir vilja? Það er betra að
beita þá sínum áhrifum innan
hennar, ef hún er álitin á rangri
leið. Kirkjan stendur í dag á
tímamótum, og það er ekki
hægt að segja fyrir um, hvernig
framtíð hennar verður, en það
er eitt, sem breytist ekki, og
það er Kristur. Menn geta alltaf
treyst á hann.
□ Að lokum, hvernig er að
vera starfandi úti í sveit?
— Það er mjög gott að mörgu
leyti. Launakjör presta eru
þannig, að prestar í fámennum
sóknum verða að hafa veraldleg
störf á hendi með prestsembætt
inu. Af því leiðir, að maður tek
ur þátt í sömu störfum og sókn-
arbörnin og kemst því í betra
samband við þau.
Sjálfur er ég með um 50
kindur og auk þess talsverða
kartöfluræktun. Ég stækkaði
kartöflugarðinn í vor og sr. Þór
hallur Höskuldsson prestur á
Möðruvöllum slóst í félag við
mig. Þessa dagana erum við að
taka upp og erum með um 20
konur í vinnu. Uppskeran er á-
gæt og maður hefur gagn og
ánægju af því að fást við þetta.
Og eins og ég sagði, þá býr hér
friðasmt og kirkjurækið fólk,
staðurinn og umhverfið er fal-
legt, og því er ekki ástæða til
að kvarta.
Efsta mynd: Séra Bolli og séra
Þórhallur við uppskerustöfr.
Miðmynd: Laufáskirkja og
gamli Laufásbærinn.
Neðsta mynd: Prestseturshúsið.
• BÍLFERJUM FJÖLGAR
Ný bílferja var nýlega sjó-
sett hjá Wártsilás Værft í Hels-
ingfors í Finnlandi, hlaut hún
nafnið „Floria.“ — Ferjan er
3.500 brúttótonn að stærð, 'get-
ur flutt 1.000 farþega og 200
fólksbíla. Það er fyrirtækið
Silja, sem á þessa nýju ferju,
en það er sameigin finnskra og
sænskra aðila. ,,Floria“ verður
í förum milli Ábo og Stokk-
hólms.
Þessi nýja ferja er systurskip
,,Botnia,“ sem tekin var í notk
un 1967. Framkvæmdastjóri
Silja, Nils Wetterstein, lét svo
um mælt þá, að menn hlytu að
vera óhóflega bjartsýnir í upp-
byggingu bílferjurekstursins. -
Þá var framtíðin óljós.
Nú er annað uppi á teningn-
um. — Erlendir ferðamenn
streyma til Finnlands í þúsundt
tali og útflutningur Finna é
flutningabílum vex mjög hratt
Þessar staðreyndir knýja á, af
auka bílferjureksturinn, sagð:
Wetterstein nú við sjósetningi
„Floria.“ Og þegar hefur verif
gerður samningur við Wártsi-
lás Værft um smíði enn einnai
ferju.
Silja rekur nú 12 farþega-
skip og bílferjur á leiðum mill: