Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Síða 8
Fylgizt með fréttunum fyrir 300 kr. á ári.
ÍslmHwfitr
-ísafold
Miðvikudagur 1. okt. 1969.
Barizt við
slæma
samvizku
Málgögn Alþýðuflokksins
halda áfram að berja höfð-
inu við steininn í mennta-
málum. Þeim hefur auðsjáan
iega ekki liðið allt of vel að
undanförnu út af ástandi
þessara mála og umturnast
nú út af frammistöðu Gylfa
í menntaskólamáli Vestfirð-
inga og ádeilum manna á
hana. Er tilfellið svo þræl-
magnað, að þau sjá púka í
hverju horni. Rennur þeim
blóðið svo ört til skyldunn-
ar, að úr verður eins konar
Hrunadans.
Málgögn Alþýðuflokksins
mega ekki sjá nokkurn
skugga falla á Gylfa, og geng
ur vörnin svo langt, að snú-
ast miklu fremur gegn ásök-
unum, sem enginn hefur á
hann borið. Bendir það ótví-
rætt til þess, að þau telji víg
stöðuna hreint ekki eins frá-
bæra og þau vilja vera láta
og baráttan standi fyrst og
fremst við slæma eigin sam-
vizku. Þannig snúast vopnin
í höndum þeirra og er þetta
æsilega varnarstríð á góðum
vegi með að gera Gylfa að
hlæilegri goðsagnapersónu.
Nú er menntamálaráð-
herra sitt hvað til lista lagt.
Og það er vissulega virðing-
arvert, að nú keppist hann
við að berja í eigin bresti,
hvað stjórn menntamálanna
varðar. Það er því óþarfur
kross, sem hans eigin mál-
gögn keppast við að bera á
hann. Gylfi er ákaflega
mannleg vera og mistök
hans því ekki óbætanleg,
þótt vissulega hefði farið bet
ur á því, að þau hefðu ekki
hent hann. Hann er ekki yf-
ir gagnrýni hafinn og sýnir
það nú eftir allt sem ú undan
er gengið, að hann vill vel,
hvað sem getunni líður. Það
væri því öllu nær fyrir múl-
gögn Alþýðuflokksins, að
styðja góða viðleitni Gylfa
en halda uppi marklausu og
hlægilegu masi til að slú ryki
í augu fólks.
Menntamálin eru í kút,
því verður ekki á móti mælt
með rökum. Verkefnin eru
því ærin og þjóðin þarf að
skilja það og sameina afl
sitt til að vinna að fram-
gangi þeirra. Pólitískt mold-
viðri og persónudýrkun á
engan rétt á sér innan
ramma menntamálanna, —
eins og þau eru á vegi stödd,
auk þess að virka sem jó-jó
í herbúðum Alþýðuflokksins.
Réttar upplýsingar og heil-
brigðar rökræður geta einar
virkjað það afl, sem nauð-
synlegt er til að hrífa
menntamálin úr andvara-
leysi og skipa þeim í það
forystusæti þjóðmálanna, er
þeim ber með réttu.
s
s
I
I
I
I
s
I
I
I
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Hvers konar ferðaþjónusta
Ödýrustu innan- og utanlandsferðirnar.
Afsláttarfargjöld fyrir fjölskyldur og hópa.
Afborgunarkjör á flugleiðum Loftleiða.
FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR
Strandgötu 5, Akureyri. Símar 11475 & 11650.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ
— Fakíirinn HARIDAS skemmtir á fimmtudags-, föstu-
dags-, laugardags- og sunnudagskvöld.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, Akureyri
(Borða- og matarpantanir í síma 1-29-70).
ALÞÝÐLSKÓLIIMN Á EIÐLIVi 50 ÁRA
— afmælisins minnst 5. okt. og nýbyggingar formlega teknar i notkun
Þann 20. okt. 1919 var Al-
þýðuskólinn á Eiðum settur í
fyrsta sinn. Eru því nær 50 ár
liðin síðan. Þessa afmælis verð-
ur minnst við skólasetningu nú
5. október og um leið verða
formlega teknar í notkun glæsi
legar nýbyggingar, sem unnið
hefur verið að undanfarin úr.
Er búizt við miklu fjölmenni í
afmælið, gamalla og nýrra nem
enda og starfsmanna, vina og
velunnara.
Alit frá söguöld hafa Eiðar á
Fljótsdalshéraði verið höfuðból
og höfðingjasetur. Var þar löng
um prestsetur. Staðurinn varð
auðugur af löndum og lausum
aurum og var þá nefndur Eiða-
stóll, en fyrir voru Skálholts-
og Hólastólar. Múlasýslur ráku
búnaðarskóla á Eiðum frá 1S83
til 1918 við góðan orðstí. Um
skeið var sviptingasamt í skóla
og menningarmálum fjórðungs-
ins og var ákveðið að bjóða rík-
inu Eiða að gjöf, með því skil-
yrði, að þar yrði rekinn alþýðu-
skóli fyrir Austurland. Alþingi
samþykkti þessa málaleitan ár-
ið 1917 og hófst rekstur skól-
ans, sem fyrr segir, 20. okt.
1919.
Fyrsti skólastjóri var séra Ás
mundur Guðmundsson, síðar
biskup. 1928 tók við séra Jakob
Kristinsson, síðar fræðslumála-
stjóri, og stjórnaði skólanum í
10 ár, Þá tók við Þórarinn Þór-
arinsson, sem hefur starfað
allra manna lengst við skólann,
í 35 ár, og þar af í 27 úr sem
skólastjóri. Er Þórarinn hætti
störfum 1965, tók við Þorkell
Steinar Ellertsson.
Alþýðuskólinn á Eiðum var í
Eiöaskóli.
upphafi sniðinn nokkuð eftir
erlendum lýðháskólum og var
þá tveggja ára skóli. Síðan urðu
breytingar til samræmis við hið
íslcnzka skólakerfi. Er hann nú
fjögurra ára gagnfræðaskóli
með um 120 nemendum. Skól-
inn hefur lengst af búið við
góðan húsakost, en of þröngt
var orðið og eru nú risnar glæsi
legar nýbyggingar, sem vígðar
vcrða á 50 ára afmælinu.
Flateyringar og Súgfirðingar
hafa hug á að
fá skuttogara
— til að tryggja hráefnisöflun
Flateyringar og Súgfirðing
ar eru nú í sameiningu að
kanna leiðir til að tryggja
hráefnisöflun vegna frysti-
húsa sinna, sagði Einar O.
Kristjánsson á Flateyri .Við
höfum helzt hug á skuttog-
ara, sem gæti notað bæði
botnvörpu og flotvörpu. Eins
og málin standa nú, er rætt
um 400—500 tonna skip og
fylgjumst við með þeim at-
hugunum, sem Siglfirðingar
eru að gera í þessum efnum.
Vegna rigninganna seinni
hluta sumars, var ekki unnt
að ljúka við gerð vegarins yf
ir Gemlufallsheiði. Kemur
það sér illa, því heiðin er
snjólétt og hefði að öllum
likindum reynzt unnt að
halda nýja veginum opnum
í vetur, án mikils kostnað-
ar. Þá var heldur ekki unnt
að ljúka við vegarlagning-
una yfir Botnsheiði. Fram-
kvæmdir á báðum stöðunum
eru þó það langt komnar, að
lokið verður við þær næsta
vor.
Sláturtíð er hafin og verð-
ur slátrað svipuðum fjölda
og í fyrra. Munu bændur
setja svipað á, þrátt fyrir
slæma heyskapartíð í sum-
ar. Nú er alhvítt niður í
byggð og heiðarvegir að tepp
ast.
Góður heyfengur
• •
í Oræfum
— þrátt fyrir óþurrka í 6 vikur
• Heyskapur gekk hér erfið-
lega á tímabili, en heyfengur
er ágætur þegar á heildina er
litði, sagði Magnús Lárusson
bóndi á Svínafelli í Öræfum. —
Menn voru búnir að ná miklum
heyjum áður en óþurrkarnir
byrjuðu hér um miðjan júlí, en
seinni hluta júlí og allan ágúst
var erfitt að eiga við heyskap.
Síðustu vikur hafa verið sæmi-
legar og menn getað lokið við
að hirða.
• Nú er nær lokið við að taka
upp kartöflur og er uppskera
sæmileg, en þó vart meiri en í
meðalári. Slátrun er nýhafin og
er kjötið flutt jafnóðum flug-
leiðis til Reykjavíkur. Menn
þurfa ekki að fækka skepnum,
þótt illa liti út um tíma, og
verður slátrað álíka mörgu og
í fyrra.
• í sumar var unnið að gerð
tveggja varnargarða við
Skeiðará. Var ætlunin, að hvor
garður yrði 900 metra langur,
en sú lengd náðist ekki. Garð-
arnir eru um þriggja metra há-
ir og var þeim ýtt upp og síðan
styrktir vandlega með grjóti og
netum. Okkur hefur verið sagt,
að búast megi við hlaupi í Skeið
ará hvenær sem er og ætlum
við að sjá til, hvernig þessir
garðar reynast þegar þar að
kemur, en þeir eru gerðir til
að hindra vatnsflaum um gróið
land.
0 Ferðamannastraumur var ó-
venjumikill hér í sumar.