Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Síða 5

Íslendingur - Ísafold - 01.10.1969, Síða 5
ISLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 1. OKT. 1969. 5 Finnlands og Svíþjóðar. I fyrra var flutningurinn yfir 1 milljón farþega, 121.000 fólksbílar og 26.000 flutningabílar. í ár er bú ist við yfir 1.2 milljónum far- þega. • HAGSTÆÐ VERÐLAGS- ÞRÓUN í fyrra gerðu aðilar að finnska vinnumarkaðnum samn ing til tveggja ára um jafn- vægisstefnu í kaupgjalds- og verðlagsmálum. A tímabilinu frá í apríl 1968 þar til í apríl í ár hækkaði verðlag í Finnlandi aðeins um 2.4% og er gert ráð fyrir, að verðlagshækkunin næsta 12 mánaða tímabil þar frá verði enn lægri, eða að- eins 1.9%. Eru þetta minnstu verðlagshækkanir, sem vitað er um í þeim löndum, þar sem á annað borð er fylgzt með verð- laginu. Nú standa yfir samning ar um að framlengja samning aðilanna á vinnumarkaðnum út næsta ár. Á þessum jafnvægistíma hef- ur velmegunin vaxið mjög ört í Fninlandi og atvinnuleysi hef ur minnkað mjög. \ STUTTU MÁLI 30 Flytur vax Síldarflutningaskipið Haförn inn, eign SR, hefur nú verið leigt til flutninga á vaxi frá Philadelphiu ■ í Bandaríkjunum til Hamborgar. Er vaxið 80 stiga heitt parafínvax og verð- ur að halda þessu hitastigi á leiðinni svo það storkni ekki. Flytur Haförninn 3 þús. tonn í einu. (Vísir 22. 9.). 30 Sveinbjörn ákærður Sveinbjörn Gíslason leigubíl stjóri hefur nú verið ákærður fyrir morðið eða hlutdeild í morðinu á Gunnari Tryggva- syni leigubílstjóra, sem fannst myrtur í bifreið sinni 18. janú- ar 1968. Hefur Sveinbjörn set- ið í gæzluvarðhaldi mánuðum saman, á meðan rannsókn máls ins hefur farið fram. (Tíminn 23. 9.). 30 3.7 milljóna bætur Nýlega var kveðinn upp gerðardómsúrskurður um bæt- ur fyrir tjón það, sem landeig- endur urðu fyrir við virkjun Sogsins. Var talið, að virkjun- in hefði leitt til minni laxa- gengdar og truflunar á laxa- göngum. Varnaraðila, Lands- virkjun, var skv. því gert að greiða landeigendum í bætur kr. 3.775.000.00 að viðbættum 7% vöxtum frá uppkvaðningu dómsins til greiðsludags, 180 þús. kr. í málskostnað og kostn að af gerðardómnum. (Tíminn 23. 9.). 30 Kaupir nýtt skip Eimskip hefur nú fest kaup á skipi í stað Mánafoss, sem fé- lagið seldi nýlega. Er það 8 ára gamalt frystiskip, 2120 tonn að burðarmagni. Verður nýja skip ið afhent Eimskip um miðjan október. (Tíminn 26. 9.). 30 Vöruskiptin hagstæðari Vöruskiptajöfnuðurinn í ág- úst var hagstæður um tæpar 76 milljónir króna. Fyrstu 8 mán- uði ársins nam útflutningurinn 5.441.9 milljónum, en innflutn- ingurinn 6.667.9 milljónum. — Var hann því óhagstæður um 1.226.0 milljónir. Á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 3.311.8 milljónir. (Mbl. 26. 9.). 30 Geypiverð á hestum Nýlega voru seldir 40 hestar til Bandaríkjanna fyrir 88—132 þús. kr. hver. Er það geypihátt verð, sem byggist á því, að um er að ræða góðhesta, sem geta stokkið minnst 1 metra í hindr unarhlaupi. Verð á góðum ís- lenzkum hestum, sem þjálfaðir eru fyrir hestaíþróttir, er yfir- leitt nálægt þessu og jafnvel enn hærra, en til þess að um verulega sölu geti orðið að ræða, þarf að koma upp skóla með hæfu starfsfólki. (Mbl. 24. 9.). 30 Framleiðsluaukning Mjög mikil framleiðsluaukn- ing er á þessu ári í Verksmiðj- um SÍS á Akureyri, einkum Gefjun og Heklu. Hefur útflutn ingur beggja þessara verksm. aukizt til muna, svo og útflutn ingur Iðunnar, og er sú verk- smiðja nú að hefja útflutning á kuldaskóm til Sovétríkjanna til viðbótar öðrum útflutningi. >á hefur sala innanlands einnig aukizt mjög. (Mbl. 24. 9.). 30 Landshorna milli Tveir austfirzkir bændur keyptu nýlega 20 kvígur suður í Árnessýslu og fluttu austur. Mun það vera sjaldgæft, að nautgripir séu fluttir svo lang- an veg. (Mbl. 26. 9.). 30 Athuga Twin Otter Að undanförnu hefur farið fram frumathugun á því, hvort unnt sé að kaupa nýja flugvél í innanlandsflugið frá Akur- eyri og jafnvel aðra til að sinna nýjum áætlunarstöðum vestra. Hefur athyglin einkum beinzt að Twin Otter, sem tek- ur 18 farþega, en hún þarf að- eins mjög stuttar flugbrautir og er talin mjög örugg. Kostar slík vél með varahlutum og þjálfun flugliða um 40 milljón- ir króna. (Mbl. 26. 9.). 30 Vart til skiptanna Síldveiðimöguleikarnir í Breiðamerkurcjjúpi eru mjög takmarkaðir og má varla fjölga veiðiskipunum, en þau hafa ver ið 15—20 fram að þessu. Er síld armagnið lítið og fremur dreift, en hins vegar er þetta óvenju góð síld af Suðurlandssíld að vera. (Alþbl. 24. 9.). 30 Æðardúnn á 5 þúsund Líklegt er, að útflutningur á æðardúni allt að því tvöfaldist í ár og er það verðhækkunin er lendis, vegna gengisfellingarinn ar, sem hleypir lífi í þessa út- flutningsgrein. Fást nú um 5 þúsund krónur fyrir hvert kg. Heildarframleiðsla á æðardúni í landinu mun vera 1200—1500 kg- (Alþbl. 25. 9.). 30 Sameiginleg kornkaup Þrír stærstu fóðurinnflytjend ur hérlendis, Fóðurblandan hf., MR og Innfl.d. SÍS hafa gert sameiginleg innkaup á 7000 tonnum af komi frá Frakk- landi. Lækkar kornverðið um nær 10% og er gert ráð fyrir, að söluverðið verði um 6 þús. kr. tonnið. (Tíminn 27. 9.). 30 Bændur fá aðstoð Harðærisnefndin hefur nú gert tillögur til ríkisstjórnar- innar um sambærilega aðstoð við bændur nú og undanfarin tvö ár, vegna fóðurskorts á ýms um stöðu má landinu. Ennfrem ur hefur nefndin lagt til að lánstími fóðurkaupalána verði lengdur. Ríkisstjórnin hefur fallizt á tillögur nefndarinnar. (Mbl. 27. 9.). 30 Skýrsla frá Háskólanefnd Skýrsla Háskólanefndar um málefni Háskóla íslands næstu 20 árin hefur verið birt. Er þar gerð rækileg grein fyrir öllum helztu þáttum í starfsemi Há- skólans og nauðsynlegri upp- byggingu. Kemur m.a. fram, að nefndin telur nauðsynlegt að Háskólinn byggi fyrir 750 millj. kr. á næstu 10 árum. Er gert ráð fyrir, að nemendur verði á 4. þús. árið 1980 og kennarar um 400. Tillögur eru gerðar um ýmsar breytingar á yfirstjórn skólans. (Mbl. 27. 9.).

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.