Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 23.01.1971, Síða 4

Íslendingur - Ísafold - 23.01.1971, Síða 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 23. JAN. 1970. ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 23. JAN. 1970. 5 HEMIR LÁRUSSON, MJÓLKURFRÆÐINGUR: Hvernig getum við gert fullkomnu stu fæðu náttiírunnar fu^komnari? Hér á eftir fer athyglisverð grein um mjólk og mjólk- urvörur, og bendir greinarhöfundur á ýmsar leiðir í sam- bandi við framleiðslu á nýjum mjólkurvörum. — Grein þessi birtist upphaflega í Mbl. í desemberbyrjun. — Hefur verið furðu hljótt um hana, og eru lesendur hvattir til að láta álit sitt í ljós að lestri loknum. — Mun íslendingur- ísafold fúslega taka við pistlum til birtingar um þessi efni. Ungur maður í Kaliforníu fckk mjólk á morgunverðar- borðið sem svo oft áður. í þetta skipti sagði hann, er hann hafði drukkið einn sopa: ,,Það er eitthvað að mjólkinni.“ Þetta var „Fillcd milk“, þ. e. mjólk, sem í staðinn fyr- ir smjörfeiti innihélt jurtafeiti. í u. þ. b. helmingi af ríkjum Bandaríkjanna er ennþá bannað að framleiða og selja sérhverja eftirlíkingu af kúamjólk en unnið er að því, að fá þessum lögum breytt, svo leyfi fáist til sölu á „filled milk“ um öll Bandaríkin. Hvers vegna lcaupir fólk „filled milk“, þegar hún bragð- ast verr en venjuleg mjólk? Fyrst og fremst vegna þess, að hún er ódýrari en kúa- mjólk, það fer þó eftir verði á undanrennu. í öðru lagi vegna hins ástæðulausa ótta almennings við smjörfeitina, og „kolesterolsins", sem hún inniheldur. Ef við eigum að spá um þróunina í þessum málum hér á landi, miðað við framvindu mála í Bandaríkjunum, þá verðum við að reikna með að hún verði svipuð, þó ekki eins ör. (Nú þegar er hafin framleiðsla á rjómalíki hér- lendis). Á undanförnum 30 árum hefur smjörneyzla minnkað um 60% í Bandaríkjunum, og smjörlíkisframleiðsla auk- izt að sama skapi. Um 60% af rjómasölunni eru koinin yfir á rjómalíki, þeyttan rjóma með jurtafeiti. Þessi þró- un heldur áfram. í Bandaríkjunum er „filled milk“ seld undir margs kon- ar nöfnum, s. s. ,,Mello“ og „Mill-Kay“. Samsetningin er þó í öllum tilfellum hin sama, hvort sem hún heitir þetta eða hitt. „Filled milk“ samanstendur af undanrennudufti, senr leyst er upp í vatni og síðan blandað jurtafeiti. Venjulega er notuð kókosolía, en vegna þess, hve hún inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum, er farið að nota meira aðrar olíur, sem innihalda margar ómettaðar fitusýrur. Hér á landi þekkjum við þessa vöru ekki nema af af- spurn, cn þess verður varla langt að bíða að við fáum vandamálið viö að glíma. Eklci er þó öruggt, að við þurf- um að glíma við það vandamál, ef við gerum eggjahvítuna eftirsóttari en hún er. Það getum við gert með því að greiða fyrir mjólkina eftir eggjahvítuinnihaldi í stað fitu, eins og gert er um land allt. Sumar þjóðir hafa nú þegar tekið þessa aðferð upp. Gerðum við það, og settum verðið á eggjahvítu það hátt, að „filled milk“ yrði jafndýr venju- legri mjólk, þá væri aðalgrundvöllurinn fyrir sölu á „filled milk“ þar með úr sögunni. Hærra verð á eggjahvítu má að sjálfsögðu eklci leiða til hækkunar á mjólkinni, en þá verður fitan að lækka hlutfallslega í verði. Hvað getur landbúnaðurinn gert til að veita þessum vörum samkeppni? Sjálfsagt eru margar hugmyndir á lofti. Margir vilja sjálfsagt eklci viðurkenna, að um neina samkeppni sé eða verði að ræða, þar sem mjólkin sé ósnortin náttúrufæða, og ekkert fái staðizt samkeppni við hana. Aðrir munu taka jákvæðari afstöðu: við höfum þó dæmið með smjör- líkið, sem hefur dregið ntikið úr sölu á smjöri, aðallega vegna verðmunarins. Enn aðrir eru þeirrar skoðunar, að framtíðin sé sú, að þessar vörur taki yfirhöndina, og segja sem svo: „látum þessa þróun ekki fara fram hjá okkur, en hefjum framleiðslu þegar í stað, og verðum á undan öörum.“ Spurningin er þá, hvört nægilegt sé að taka upp samkeppni við samsettu vörurnar. Líklega þarf meira til, þó svo að hældcun á eggjahvítu kærni til, þá er ekki víst að það dygði. Því unnið er að því að nota eggjahvítuefni úr soyabaunum í stað mjólkureggjahvítu (undanrennu- dufts), og ef það heppnast, er ekki nægilegt að hækka verð á mjólkureggjahvítu. Þess vegna verðum við að sækja frá öðrum hliðum. Við verðum að hefja framleiðslu á nýjum mjólkurvörum. Aðeins á þann hátt getum við selt mjólkina á því verði, sem er nauðsynlegt landbúnaðinum. Það er ekki hægt lengur að framleiða smjör og osta til að hlaða fjöll. Við verðum að auka á fjölbreytni í ostategundum — og einn- ig í smjörtegundum ... Við verðum stöðugt að hafa augun opin fyrir nýjum .vörutegundum á erlendum markaði, einnig væri hollt að koma á samkeppni millli mjólkurbúanna. Það gaf góða raun þann tíma sem ostabúið í Hveragerði starfaði, þó slultur væri. Við verðum að vcra vakandi fyrir öllum nýjungum, sem fram koma, þó ekki væri nema í nágrannalöndunum, en mikið vantar á að svo sé. Áður en við höldum áfram, er rétt að slcipta vöruteg- undum aðeins niður. 1. MJÖLK Til að auka sölu á neyzlumjólk verðum við fyrir utan það að selja mjólkina í þeim umbúðum, sem neytendur óslca eftir, að selja fleiri tegundir af rnjólk. Auk þessarar, sem við seljum nú, gætum við selt t. d. 2% mjóllc, sem yrði þá ódýrari. Til að vega upp á móti kostnaði við fjölbreyttari um- búðir, gætum við selt hliðar umbúðanna fyrir auglýsing- ar cn það þekkist l. d. í Sviss. Þá gæti það leitt til auk- innar sölu að hafa rnjólk til sölu í öllum þeim matvöru- verzlunum, sem hafa aðstöðu til, en höfuðskilyrðið er góð kæling. Það hlýtur að vera þægilegra fyrir neytendur að geta keypt mjólk og mjólkurafurðir á sama stað og önnur matvæli. Framleiðsla á UHT mjólk gæti einnig orðið til aukinnar neyzlu, en hún geymist allt að sex mánuðum í kæliskáp. Framleiðsla á kókómjólk hefur verið reynd hér á landi, en gaf ekki góða raun, líklega vegna ónógra auglýsinga. UHT aðferðin er líklegri til vinsælda, en þá yrði kókó- mjólkin á hyrnum. Þá eru möguleikar til blöndunar á- vaxta í nýmjólk mjög miklir, gætu það sjálfsagt orðið mjög vinsælir drykkir hjá neytcndum, ekki sízt börnum. 2. RJÖMI Eflaust má ýmisíegt gera til að aulca sölu á rjóma. Þar gæti 15 — 18% kaffirjómi orðið líklegur til vinsælda, einnig sérstakur þeytirjómi, 37 — 39% feitur. Bandaríkjamenn selja frosinn, þeyttan rjóma í túpum. Hann má taka beint úr frysti og t. d. skreyta með tertur. Rjóma má líka framleiða með UHT aðferðinni, en með auknu geymsluþoli er hægt að gera fleiri aðilum kleift að annast sölu og dreifingu. 3. SÚRMJÖLK I þeim flokki er heldur fátæklegt um að litast hér á landi. Er það með öllu ástæðulaust, því margs konar súr- mjólkurtegundir mætti fr,amleiða hér. Rússar framleiða „Kefir“, en Kefir er eins og þykk súrmjólk, lítið súr, og innihcldur 0.1 —1.0% vínanda, en það fer eftir aldri. Kefir er afar vinsæll í Rússlandi, þar sem hann hefur yfirtekið um 80% af allri súrmjólkur- sölu. Af öðrum súrmjólkurtegundum má nefna: Sýrðar áfir, sem kæmu jafnhliða framleiðslu á sýrðu smjöri. Creme fraiche, sem er sýrður rjómi ,acidophilus mjólk og síðast cn ekki sízt youghurt með eða án ávaxta. Youghurt svipar mjög til dósaskyrsins. Dósaskyrið mætti einnig blanda með ýmiss konar ávöxtum. 4. SMJÖR Aðeins er ein tegund smjörs framleidd hér á landi, þar eru einnig fleiri möguleikar fyrir hendi. T. d. framleiðsla á sýrðu smjöri, það er bragðmeira og af ýmsum talið betra. Þá má nefna kryddsmjör, sem notað er til matar- gerðar með kjötréttum. Wiský-smjör væri ekki dónalegt að fá á franskbrauðið og rúnstykkin á morgnana. Einnig er hægt að ncfna smjörfeiti á túpum, en það er kornið á markað í V-Þýzkalandi og e. t. v. víðar. Smjör er að tapa vinsældum. Margar ástæður eru fyrir því, fyrst og fremst vegna áróðurs smjörlíkisframleiðenda, gegn kolesterólinnihaldi smjörsins, sem er talin ástæða fyrir æðakölkun. Engar sannanir eru þó fyrir því að smjör sé hættulegra en smjörlíki. Ýmislegt bendir til hins gagn- stæða. I blaðinu Food Manufacture skrifar ástralskur vísinda- maður, G. W. Coombs frá Brisbanc meðal annars: „Við sjúkdómum í lifur-gallkerfinu, er smjör eina fitutegund- in, sem sjúklingarnir fá og þola. Af bandarískum fjölda- rannsóknum má sjá, að hjartasjúkdómum fækkar ekki við að breyta fituinnihaldi fæðunnar frá dýrafitu til jurta- fitu. Fullyrðingar um, að serum-kólesterólið falli við þessa breytingu, er e. t. v. rétt, en um leið verður að taka tillit til, að kólesterólmagnið í öðrum vefjum eykst.“ Bandarískar rannsóknir hafa nýlega sýnt, að í blóði Masai ættbálksins í Kenya sé mjög lítið kólesteról og mjög fá hjartasjúkdómstilfelli, þrátt fyrir kólesterólríka fæðu. Það sjónarmið, að smjör sé mjög heppilegt við sjúkdómum í lifur-gallkerfinu, og gæti orðiö til að draga úr tíðni hjartasjúkdóma, krefst nánari rannsóknar, segir G. W. Coombs í lok greinar sinnar. Þessi orð hins ástralska vísindamanns eru mjög svo verð athugunar. Nýútkomin bandarísk skýrsla setur spurn- ingamerki við sambandið milli kólesterólinnihald blóðsins og fituinnihalds fæðuimar. Skýrslan, sem er vísindalega mjög athyglisverð, er gefin út af þeim vísindamönnum, sein stjórnuðu hinni svokölluðu „Farminghaf áætlun“ en það var rannsókn á hjartasjúkdómum hjá fólki í bæ í nágrenni Boston í Massachusetts. Niðurstöður skýrslunn- ar voru: Það er ekki unnt að benda á beint samband á milli fæðunnar, sem tilraunirnar voru byggðar á, og kól- esterólinnihalds blóðsins hjá því fóllci, sem tók þátt í til- raununum. Skýrslan er gefin út af dr. William B. Kannel og Tavia Gordon frá The National Heart and Lung Institute. Hún er byggð á tíu ára rannsóknum á 912 manneskjum, 437 körlum og 475 konum. Vísindamennirnir benda á að fit- an í fæðunni hafi ekki ncina þýðingu fyrir hjartasjúk- dóma, að minnsta kosti hafði fitan ekki neina þýðingu fyrir það fólk, sem þátt tók í tilraununum. Af öllu þessu má sjá, að sá beygur, sem fóllc hefur af smjöri er ástæðu- laus. Fróðlegt væri að vita, hvað mildu fé hafi verið eytt í að telja fólki trú um, að smjör væri óhollt og jafnvel lífshættulega, og hve miklu liafi verið eytt í að sanna hið gagnstæða. 5. OSTUR Mestu möguleikarnir á nýbreytni eru á ostasviðinu. ís- lendingar hafa mikla möguleika á að framleiða virkilega góða osta vegna þess hve gott hráefni við höfum. En þar hefur orðið misbrestur á. Að vísu eru framleiddar hér ýmsar ágæta ostategundir, en þær gætu verið miklu fleiri. Mætti elcki framleiða ýmiss konar kryddosta úr skyri? Þá eru nokkrar ostategundir, sem við gætum framleitt til út- flutnings, t. d. Emmenthaller fyrir Bandaríkjamarkað, en mikil eftirspurn er á þeinr osti þar. Emmenthallerosturinn á uppruna sinn í Sviss, stærð hans er um 80 — 100 kg. Þá má nefna „Fynsk rygeost“, sem er nánast reykt slcyr, gæti Reykskyr ekki orðið vinsælt? I Frakklandi eru framleidd- ar um 800 tegundir osta — hérna um 30. 6. MYSA Bæði skyrmysa og ostamysa gæti orðið vinsæll varn- ingur. Úr mysu má framleiða duft, sem notað er í barna- mat, bakstur, sósur, búðinga, súpur og svaladrykki. Mysa er mjög holl, sérstaklega vegna albúminsins, sem í henni er, en það inniheldur margar lífsnauðsynlegar arninó- sýrur. Þá má nota mysu til öl- og kampavínsbruggunar. 7. ÍS Á þessu sviði stöndum við okkur allvel. Við getum þakkað samkeppninni að verulegu leyti fyrir það. Þrátt fyrir nokkuð mikla ísneyzlu hérlendis, stöndum við öðr- um þjóðum að baki. í Danmörku er ársneyzla á einstakl- ing um 6.5 ltr, í Svíþjóð er hún u. þ. b. 11 ltr og í Banda- ríkjunum, þar sem neyzlan er mest, er hún um 20 ltr á hvern einstakling. Hjá okkur er ársneyzla einstaldings aðins 2.5 ltr (1968) meðan Grænlendingar neyta 8 — 9 ltr á mann. Við ættum að taka ísinn meira inn í okkar matar- venjur, því í ísnum eru öll næringarefni, sem mjólkin inniheldur, og jafnvel fleiri. Sem sagt er ísinn mjög hollt fæði en ekki aöeins sælgæti. 8. -9. NIÐURSOÐIN MJÖLK OG MJÖLKURDUFT Sem stendur eru til miklar birgðir af niðursoðinni mjóllc og mjólkurdufti í heiminum. Á meðan svelta margar þjóð- ir. Vandamálið er: hver á að annast dreifingu og borga brúsann? Niðursoðin mjólk er mikið notuð á skipum á- samt niðursoðnum rjóma. Mjólkurduft er notað til ís- framleiðslu, súkkulaðiframleiðslu, til baksturs og pylsu- gerðar. Á þessu sviði er framþróunin líka hröð. 10. MJÖLKURKREM, BÚÐINGAR OG TILBÚNIR MJÖLKURRÉTTIR Vafalaust munu mjólkurbúin í framtíðinni framleiða mjólkurkrem, búðinga og tilbúna mjólkurrétti. Framleiðslu tæknin þekkist í dag, en erfiðast verður þó Iíklega að kenna neytendum að nota þessar vörutegundir. Mjólkur- krem er erlendis framleitt í fjórum tegundum aðallega: karamellu, súkkulaði, romm og vanillu. Mjólkurkrem er hægt að nota í ábæti, ís og ávaxtarétti, kökur og mjólk- urdrykki. Kremið er framleitt með UHT aðferðinni, svo það geymist í eitt ár án þess að vera í kæliskáp. Einnig er hægt að framleiða mjólkurkrem, sem leysist upp í kaldri mjólk, sem þá er tilbúin til framreiðslu. Tilbúnir mjólkurréttir verða án vafa vinsælir hjá hús- mæðrum, sem vinna úti. LOKAORÐ Það er margt, sem við þurfum að taka til endurskoð- unar, ekki er of snemmt að hefjast handa, þvert á móti verðum við að byrja nú þegar, ef samsettu vörurnar eiga eklci að ná yfirhöndinni yfir mjólkurafurðirnar. Um allan heim er unnið að endurbótum á þessum gervi- mjólkurvörum, og jafnvel nú þegar komin mikil og hörð samkeppni. Þróunin er mjög ör, þeir tímar geta komið, að aðrir en neytendur verða að skera úr um, hvort mjólk sé mjólk. Okkar verkefni er ofur einfalt: það að gera fullkomn- ustu fæðu náttúrunnar ennþá fulllcomnari. . . . Þá gæti það leitt til aukinnar sölu að hafa mjólk til sölu í ölluin þeim matvöruverzlunum, sein hafa aðstöðu til, en höfuðskilyrðið er góð kæling. Það hlýtur að vera þægilegra fyrir neytendur að geta keypt mjólk og mjólkurafurðir á sama stað og önnur matvæli . . . VÍSNABÁLKUR Fyrir okkur er að vefjast vísa, er vér höfum einhvern tíma heyrt, en jjorum ekki að ákveða höfund, né hvort hún er rétt með farin. Vill ekki einhver lesandi bálksins leið- rétta vísuna og senda okkur jafn- framt nafn höf., ef kunnugt er um hann? En útgáfa okkar af vísunni er svohijóðandi: Ég fer með þig eins og ég ætti. því ást mín er heiguð þér. Ég fer ekki fyrr en ég hætti, færi ekki, þó ég mætti, og liætti ekki, fyrri en ég fer. Þá nokkrar gamlar eyfir/.kar: Andrés matinn elskar lieitt, oft við naiinn ketið feitt, dyggðum glatar sálin sveitt, synda ratar vaðið breitt. Ók. höf. Úr brag um ungu stúlkurnar í Grundarsókn. Höf. ókunnur: Aðalheiði seggir sjá, sú er létt á fæti, fríð og hirtin faldagnó, feit af eftirlæti. Lára mín er björt á brún, brosir hýrt til vinar, þegar rökltvar, þá er hún þægilegri en hinar. Á Litla-Hóli incnntuð mjög Margrét heima situr, verkafljót og fimbulhög, falleg bæði og vitur. Æðsta dáscmd okkur gaf ástin svása vífsins, hún er rásin ofan að öllum lcrásum Iífsins. (Af Staðarbyggð?) Nú er gott að grípa í heitt, guði vottast þakkir titt, á hausi glotlir hárið sítt, hálsinn lottar ketið nýtt. Sigfús Eldjárnsson, Arnarstöðum. Sami Sigfús var ríðandi á ferð í hríð og ófærð — og kvað: Týnist fótur við og við, vill upp skjóta aftur, hríðar Ijóta iðu ið ofan í gjótu ryður kvið. Einar Hansson á Guðrúnarstöð- um frétti, að hann hefði átt að vera trúlofaður stúlku. en upp úr hefði slitnað. Þá kvað hann: Ósa tundurs treguð strönd trautt fær gruudað vitið. Hver hafa undur ástarböud ykkar sundur slitið? Þegar þinghúsið f Saurbæ fauk Og var aftur komið á grunn, kvað Jónas á Völlum: Vizkan fín úr fjötrum leyst framkvæmd sýnir nýja. Aftur gín hér endurreist okkar svínastía. Þá svaraði Jóhannes nokkur (úr Fljótum norður): Þótt allra fjanda ærist lið og ólgi strauda hlekkur (‘ þá mun standa þinghúsið, þar til landið sekkur. (‘ Sjórinn. Aðalbjörg Jónsdóttir Öngulsslöð- um (systir Páls J. Árdal): Ýnisir skrökva út úr neyð, eg það dável kenni, en þeim er ekki lygin leið, sem leika sér að henni. Framhald á bls. 6.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.