Íslendingur - Ísafold - 23.01.1971, Page 8
BM
Fylgizt með fréttunum úr strjálbýlinu . . .
|
Isteitdintfur
-ísafoM 1
Laugardagur 23. janúar 1971. |
Laxárvirkjun
má ekki tef jast
SJALFSTÆÐISHUSIÐ
Föstudagskvöld: Restaurant.
Laugardags- og sunnudagskvöld: Nýtt skemmtiatriði:
Þjóðlagatríóið „Lítið eitt“.
SJALFSTÆÐISHÚSIÐ, AKUREYRI. - SlMI 12970.
FERÐIR TIL SÖLARLANDA FYRIR KR. 6.000.00.
(Kanaríeyjar og Mallorca). — Við brottför er aðeins
greitt kr. 6.000.00, en eftirstöðvarnar deilast á næstu
10 mánuði. — Ferðir I jan., febr., marz og apríl.
FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR, - sími 11475.
Svo sem hunnugt er, hefur
stjórn Landeigendafélags Laxár og
Klývatns lýst yfir því, að hún sc
ehki til viðrœðu um sættir í Lax-
á-deilunni á grundvelli samkomu-
lagstillagna sáttasemjaranna og
iðnaðarmálaráðuneytisins. Krefst
sfjórnin þess, að framkvæmdir við
fyrsta áfanga framkvæmda (rennsl
isvirkjun) séu stöðvaðar, og hefur
raunar alltaf gert því óbilgjarn-
a-i nýjar kröfur sem meira hefur
verið uppfyllt af fyrri óskum
hennar.
Stjórn landeigendafélagsins
k afðist á sínum tíma lögbanns
gogn virkjunarframkvæmdunum
sjálfum, en var synjað um það
mcð fógetaúrskurði, og hæstirétt-
u- felldi um málið fullnaðarúr-
sk.urð í desember siðastliðnum.
I>ar var meginkröfum Félags land-
eigendanna um tafarlausar stöðv-
anir framkvæmda hrundið, en lé-
iaginu hins vegar dæmt rétt að
leggja lögbann við því, að breytt
yrði rennsli Laxár, vatnsbotni
hennar, straumstefnu eða vatns-
magni, að fenginni tryggingu, er
fógetadómur mæti gilda. I forsend
um hæstaréttardómsins kom fram,
að dómurinn taldi orkumálaráðu-
neytið ekki hafa á sinum tíma til-
kynnt hlutaðeigandi, svo viðhiít-
andi væri, hvað ti! stæði, áður en
það veitti sljórn Laxárvirkjunar
heimildir til virkjunarframkvæmd-
anna.
Fógetadómur í lögbannsmálinu
liggur nú fyrir, og eru úrskurðar-
orð hans á þá leið, að áður en
umbeðið lögbann verði á lagt,
skuli gerðarbeiðandi fyrir hönd
Landeigendafélags Laxár og Mý-
vatns afhenda fógetadóminum
tryggingu að fjárhæð 135 milljón-
ir króna, er sé í formi peninga
eða bankatryggingar. Því hefur
verið lýst yfir af formanni Land-
cigendafélagsins, að dómnum
verði áfrýjað.
Hver sem úrslit verða í því
máli, eru orkumál Laxársvæðisins
nú í því horfi, að úr því sem kom-
ið er, ættu menn að sættast á að
vinna kappsamlega að lausn virkj
unardeiiunnar á grundvelli til-
lagna sáttascmjara. en þær fela í
scr tvo fyrstu áfanga hinnar upp-
haflcgu Gljúfurversvirkjunar. —
Tvær hreppsnefndir í Þingeyjar-
sýslu, sem þetta mál hafa fengið
til meðferðar, hafa þegar tekið
jákvæða afstöðu, þ. e. í Reykja-
hverfi og Aðaldal, en hreppsnefnd
irnar í Rcykjadal og Mývatnssveit
munu hafa hliðrað sér hjá að
gera ályktun út af sáttatillögun-
um. Viðbótarvirkjun Laxár er hin
eina raunhæfa lausn vandans, aðr
að virkjunarframkvæmdir yrðu
nannað hvort alltof dýrar eða
þeirra yrði allt of langt að biða,
nema hvort tveggja sé, eins og
oft hefur verið sýnt fram á. Og
ekki una neytendur því, að fram-
leitt sé handa þeim rándýrt raf-
magn mcð rússneskri brennslu-
olíu. Hér er ekki um náttúruvernd
arsjónarmið að ræða, heldur hags
Framhald á bls. 3.
1
I Nýr þjóðvegur lagður oð flugvelli?
i
I
B
1
I
I ætlunina á fundi Sjálfstæðisfélaga
Samkvæmt viðtali við Stef-
án Stefánsson, bæjarverkfræð-
ing á Akureyri, standa vonir til
að hafizt verði handa um lagn-
ingu nýs vegar frá Hafnarstræti
20 og fram að flugvelli. Samkv.
áætlun á hann að liggja austan
við núverandi veg, og yrði því
alveg um nýja vegarlagningu að
ræða. Þá standa einnig vonir til
að ný brú verði byggð á Glerá
á sumri komanda.
Samkvæmt lögum fá sveitar-
félög vissa fjárhæð af benzínfé
til að standa undir gerð og við-
haldi þjóðvega í þeirra umdæmi.
Fer upphæðin eftir íbúafjölda.
Akureyrarbær er hins vegar bú-
inn að leggja fram mun meira
fé en lög fyrirskipa, og því er
rætt um að flytja þessa vegar-
lagningu af áætlun um þjóðvegi
í þéttbýli inn á vegaáætlun. —
Verður endanleg ákvörðun tek-
in um þetta innan skamms.
Ekki liggur fyrir endanleg
kostnaðaráætlun um þessa veg-
arlagningu. Likur benda til, að
ný brú verði byggð á Glerá i
sumar, og er talið að hún muni
kosta um 8 milljónir króna.
Fjörugar umræður um fjárhagsá-
Sl. mánudagskvöld héldu
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri
fund um fjárhagsáætlun bæjar-
ins fyrir árið 1971, en hún var
lögð fram á fundi bæjarstjórnar
daginn eftir. Framsögumenn
voru bæjarfulltrúarnir Jón G.
Sólnes og Gísli Jónsson, og Stef-
án Stefánsson, bæjarverkfræð-
ingur. Fundarstjóri var Maríus
Helgason, formaður fulltrúaráðs
ins.
JÓN G. SÓLNES gaf yfirlit
um hina ýmsu liði fjárhagsáætl-
unarinnar. Hann kvað því ekki
að leyna, að með þessari áætlun
væri boginn spenntur til hins
ýtrasta, þegar útsvör væru lrom
in upp í 125 millj. kr., en sam-
kvæmt athugunum, sem starfs-
menn bæjarins hafa framkvæmt
hjá ýmsum fyrirtækjum í bæn-
um. væri bersýnilega um mikla
tekjuaukningu að ræða hjá laun
þegum. Flins vegar væri ekki
um að ræða hækkaða álagningu
á tekjur manna í prósentum,
enda væri slíkt ekki heimilt
samkv. lögunum um verðstöðv-
un. Það væri stefna Sjálfstæðis-
manna nú, eins og jafnan áður,
að berjast á móti álagningu á
útsvarsstigann, enda væri ekki
um álagningu að ræða nú, en
hins vegar væri heldur ekki. gef-
inn afsláttur. Hæsti liðurinn
gjaldamegin væru félagsmálin,
en þar væri ekki við heima-
menn að sakast, því þessi liður
væri að mestu bundinn lögum,
þ. e. a. s. almannatryggingar.
GÍSLI JÓNSSON lagði á-
herzlu á það í framsöguræðu
sinni, að nú væri meira fé varið
til verklegra framkvæmda en
nokkru sinni áður, og væri það
í fullu samræmi við almennar
óskir borgaranna. Hækkar lið-
urinn gatnagerð, skipulag og
byggingareftirlit um liðlega 51°/o
frá síðasta ári. Einnig drap hann
á skólamál, en nú eru veittar
8.7 millj. til byggingu skóla í
Glerárhverfi, og einnig vakti
hann athygli á því, að fjárhags-
áætiunin gerir ráð fyrir hálfrar
milljónar króna framlagi til
byggingar dagheimilis, þá vænt-
anlega á Brekkunni.
STEFÁN STEFÁNSSON
ræddi ýmis atr*-)i í sambandi við
íþróttamál og heilbrigðisinál og
fagnaði hann sérstaklega 5 millj
ón króna framlagi til viðbygg-
ingar sjúkrahússins. Nokkurt fé
hefur safnast í fyrirhugaða bygg
inpv með framlögum frá bæ og
ríki. Stöðugt er unnið að athug-
unum í sambandi við þá við-
byggingu, en Stefán lagði á-
herzlu á, að allan undirbúning
þyrfti að vanda, áður en fram-
kvæmdir hæfust. Standa vonir
til, að það mál taki skýra stefnu
á næstunni.
Að loknum framsöguræðum
voru almennar umræður og
tóku margir fundarmanna til
máls og komu með ýmsar at-
hugasemdir og ábendingar.
Fyrst tóku til máls bæjarfull-
trúarnir Ingibjörg Magnúsdótlir
og Lárus Jónsson, en auk þeirra
töluðu eftirtaldir: Jón Rögn-
valdsson, garðyrkjumaður, \'il-
helm Þorsteinsson, forstjóri,
Gunnlaugur Búi Sveinsson,
brunavörður, Knútur Karlsson,
forstjóri, Sigurður J. Sigurðsson,
verzlunarmaður, Guðmundur
Hallgrimsson, lyfjafræðingur,
Maríus Helgason, umdæmis-
stjóri, Árni Árnason, kaupmað-
ur, Haraldur Hansen, nemi, og
Bjarni Bjarnason, kaupmaður.
Að lokum svöruðu fvamsögu-
menn fyrirspurnum.
Fundurinn var vel sóttur og
sýndu fundargestir fjárhagsá-
ætluninni mikinn áhuga, eins
og fjöldi þeirra, sem til máis
tóku, sýnir bezt. Var bersýni-
legt, að menn kunnu því vel að
fá upplýsingar um fjárhagsáætl-
unina um leið og hún var full-
gerð.
... kaupið „íslending-ísafold”, sími 21500