Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Qupperneq 2
■ ÍSLENÐINGUR-ÍSAFOLÐ - LAUGARDAGUR 13. MARZ 1971
Jakob Ó. Pétursson:
II. bréf til
Kristjáns á Björk
Ég þakka bréfið þitt frá 23.
febrúar sl. og lof það, sem þú
berð á mig, þðtt „oflofið“ sé
vafasamt eins og þú kannast
við af vísu Steingríms: Með of
lofi teygður á eyrum var hann,
o. s. frv. En það kemur ekki
orkumálum Norðlendinga við,
né heldur, hvort við höfum frá
æskuárum verið Sjálfstæðis-
menn eða eitthvað annað. Hafi
íslendingur-ísafold birt meira
af sjónarmiðum almennings á
Norðausturlandi en landeig-
enda við Laxá og Mývatn í
þessum málum, þá held ég hall
ist þar ekki á nema sem svarar
því litla, er ég hef lagt þar til
mála á eigin ábyrgð en hvorki
blaðs eða flokks. Þótt flokks-
maður sé, tel ég minna máii
skipta, hvort einhver flokkur
fær 2 — 3 atkvæðum meira eða
minna í kosningum en það,
hvort hálfur landsfjórðungur
getur séð öllum sem þar búa
og starfa fyrir sæmilegum lífs-
skilyrðum, atvinnuöryggi og
góðri lífsafkomu um næstu
framtíð. Og ekki þurfa sér-
hyggjumenn í héraði þínu að
kvarta undan stuðningi mál-
gagna, eða sjáið þið ekki við
og við Mánudagsblaðið og Ný
vikutíðindi?
Ég er ekki einn um þá skoð
un ,að við eigum að nýta vatns
orkuna til að lýsa okkur, sjóða
matinn okkar, knýja vélar okk
ar og hita húsin okkar og losna
þannig við diesel-stöðvar og
olíukyndingar húsa og þar með
mengunarhættu í lofti og vötn
um. En til þess þurfum við að
leita sem ódýrastrar RAF-
orku, svo að fólkið telji sér
hag að skiptunum. Og með
Laxárvirkjun III yrði orlcan ó-
dýrari en frá öllum þeim virkj-
unum í öðrum landshlutum,
sem ,,veiðiréttareigendur“ eru
að benda á. Og mér finnst lít-
ið samræmi í því að fjasa um
mengunarhættuna og berjast
á sama tíma gegn því, að úr
henni sé dregið eða hún gerð
að engu.
Yrði sú náttúruvernd þing-
eyskari en Laxárvirkjun III að
virkja Jökulsá á Fjöllum við
Dettifoss eða leiða hana ausi-
ur í Fljótsdal?
„Þó af þínum skalla / þessi
dynji sjár / finnst mér meir, ef
falla / fáein ungbarnstár," —
sagði Matthías, og verði Jökuls
á flutt austur munu engin
„geysiföll“ falla af „hengil-
bergi“ þess konungs íslenzkra
fossa, heldur í mesta lagi nokk
ur „ungbarnstár". Og án ein-
hverrar röskunar á jarðvegi
verður stórvirkjun við Detti-
foss aldrei fram komið.
Eða munduð þið Mið-Þing-
eyingar una betur virkjun
Goðafoss, sem stundum hefur
borið á góma, þessu náttúru-
undri og fornsögulega minn-
ingastað, sem flestum útlend-
ingum, er ykkur neimsækja
vestan yfir Vaðlaheiði, verður
fyrst staðsýnt á, — heldur en
að stækka Laxárvirkjun, þótt
nokkrir hektarar af landi, mik
ið til ógrónu, fari undir vatn,
er'tekið yrði til silungsræktar?
Það yrði þó aldrei nema smá-
munir miðað við það Iand í
Stíflu og Fljótum við Skeið-
fossvirkjun, og heyrðist þá
ekki slíkt Ramakvein, er þið
hafið nú rekið upp vegna Lax-
árvirkjunar III.
Eftir því sem málin hafa
skýrzt betur í seinni tíð er nú
sýnilegt, að „náttúruverndar“-
hjalið í þessu sambandi er að-
eins kápa, sem nokkrir veiði-
réttareigendur við Laxá hafa
brugðið yfir sig og kallað á
múgæsingu heima og heiman
með þessari fallegu upphróp-
un, svo að ýmis gamalmenni
af þingeyskum uppruna, nú
sunnlenzk, hafa tekið undir
við gróðahyggjuna gegn hags-
munum alls almennings frá
Eyjafirði tii Langaness með
langlokuskrifum í blöð um
„náttúruvernd“.
Þér ætti að vera kunnugt
um, að þegar verið var að
koma upp iðjuveri í þinni eig-
in sveit til að efla atvinnulif
þar og hagsmuni bysgðakjarn-
ans í Suður-Þingeyjarsýslu,
voru náttúruverndar-sjónar-
miðin svo miki’s ráðandi, að
ekki var horft í milljónir í
stofnkostnaði til þess að sem
minnst röskun yrði á hinni
fögru náttúru við Mvvatn. Og
svo ert þú að benda á Bjarn-
arflag og gufuafiið þar. Mér er
sem ég sæi ykkur, æstustu and
virkjunarmennina við Mývatn,
ef menn frá orkumálastofnun
færu að snudda þar með mæli
tæki og aðrar tilfæringar. Er
ekki Bjarnarflag ykkur EIG-
ENDUM öllu helgara en nokkr
ir hraunhryggir neðst í Laxár-
dal í eign ríkisins?
Það yrði of langt mál að
svara öllum spurningum þín-
um lið fyrir lið, og því aðeins
stiklað hér á því ,er mestu
skiptir. Hví virkið þið ekki
eyfirzku árnar? spyr þú. Glerá
var virkjuð á sínum tíma og
nægði aðeins fyrir Akureyri
rúman áratug. Eyjafjarðará,
straumlítil og vatnslítil berg-
vatnsá, gæti aldrei séð fyrir
mikilli né ódýrri raforku. Með
virkjun Laxár í Aðaldal í á-
föngum var unnt að sjá hálf-
um landsfjóröungi fyrir nauð-
synlegustu raforku. Með und-
irbúningi að III. áfanga ærast
veiðiréttareigendur við Laxá
og draga ykkur Mývetninga
með, og síðan aldrað fólk í
fjörrum landshiutum, sem að-
eins lesa blekkingar ykkar í
blöðum, sem þið þykist ekki
fá húsaskjól i! Blessað gamla
fólkið í fjarlægðinni, sem vill
veita yklcur )ið til „náttúru-
verndar", heldur að með Lax-
árvirkjun III eigi að sökkva
Mývatnssveit, Laxárdal og
þurrka út tekjur veiðiréttar-
eigenda í Aðaldal. Það munar
svo sem um minna.
Ég hætti svo að sinni. Kristj
án minn, þótt margt sé ósagt.
En þið ættuð að hælta að
blekkja hrekklaust fólk syðra
með GLJÚFURVERSVIRKJ-
UNAR-grýlunni, — hætta að
leika „Slcrepp seiðkarl'1 úr
sjónvarpinu og horfa a m. k.
með öðru auganu til framtíö-
arinnar og hagsmuna FJÖLD-
ANS á austanverðu Norður-
landi, en ekki nokkurn ein-
stakra landeigenda.
Kveð svo með beztu óskum.
190 íbúðir í byggingu á
Akureyri um sl. áramót
Eftirfarandi yfirlit um bygg
ingaframkvæmdir á Akureyri
hefur blaðinu borizt frá bygg-
ingafulltrúa. — Tölur í sviga
eru sambærilegar tölur frá ár-
inu 1969.
fbúðarhús:
Hafin var bygging 27 (13) í
búðarhúsa með 97 (34) íbúð-
um á árinu. Skráð voru full-
gerð 28 (42) íbúðarhús með
53 (98) íbúðum. Fokheld voru
um sl. áramót 44 hús (45) með
113 (69) íbúðum og 15 (11)
íbúðarhús með 23 (18) íbúð-
um voru skemmra á veg kom-
in. Á árinu voru því 87 (98)
íbúðarhús með 189 (184) i-
búðum í byggingu.
Aðrar byggingar:
Af öðrum byggingum, sem
skráðar voru fullgerðar á ár-
inu, má t. d. nefna: Loðsúíun
Iðunnar, hús Almennu toll-
vörugeymslunnar hf., Hjalteyr
argötu 10, Sólborg, vistheimili
vangefinna, 2. áfangi Elliheiin
ilis Akureyrar, vörugeymslu
B.T.B., Glerárgötu 32, skipa-
smíðaverkstæði Gunnlaugs og
Trausta, Óseyri 18, auk fjölda
bílgeymsla. Þá voru fullgetðar
12 meiriháttar breytingar og
vðibætur við ýmis hús, m. a.
við frystihús Ú.A. hf., og verk-
smiðjuhús Gefjunar og lðunn-
ar.
Af byggingum, sem fokheld-
ar voru um sl. áramót, má m.
a. nefna: Afgreiðslu- og við-
gerðarhús Norðurflugs á Ak-
ureyrarflugvelli, verkstæðis-
og skrifstofuhús Vegagerðar
ríkisins, Miðhúsavegi i, verzl-
unar og skrifstofuhús Oliu-
verzlunar Islands við Tryggva
braut, trésmíðaverkstæði Reyn
is sf., Furuvöllum 1, og sem-
entsgeymslu Malar og sands
hf.
Upplýsingabæklingur
um landbúnaðarvörur
og vélar
Glóbus hf. hefur nú í fjórða
sinn gefið út upplýsingabækl-
ing yfir búvörur og landbún-
aðarvélar, sem fyrirtækið hef-
ur á boðstólum. Glóbus gaf
fyrst út slíkan bækling á árinu
1964, síðan árin 1966 og 1968
og svo þann, sem nú er kom-
inn út.
Rit þetta inniheldur nauð-
synlegustu upplýsingar um öll
þau þýðingarmestu landbúnað
artæki, sem notuð eru hér á
landi, ásamt myndum af þeim.
Fyrirtækið gefur jafnframt út
verðlista yfir öll tækin. Hafa
allflestum bændum á landinu
verið sendir þessir bæklingar,
en þeir bændur, sem ekki hafa
fengið þá, geta haft samband
við fyrirtækið, sem þá sendir
þeim bæklinginn um hæl.
Glóbus hf. er eina fyrirtæk-
ið hér á landi, sem gefur út
svo yfirgripsmikið rit um vör-
ur þær og vélar, sem landbún-
aðurinn þarfnast. Landbúnað-
arvélar kosta margar hverjar
mjög mikið, og því er mikill
hagur að því fyrir bændur að
geta haft allar upplýsingar um
margvísleg tælci á einum stað.
Fulltrúafundur Sam-
ábyrgðar Islands með
bátaábyrgðarfélögunum
Nýlega boðaði Samábyrgð
íslands á fiskiskipum til fund
ar með fulltrúum frá bátaá-
byrgðarfélögum þeim, sem end
urtryggja hjá Samábyrgðinni,
en slíkir fundir eru haldnir
eigi sjaldnar en þriðja hvert
ár .
Fundurinn stóð yfir dagana
11 .og í 2. febrúar sl. og sátu
hann, auk stjórnar og forstjóra
Samábyrgðarinnar, fulltrúar 8
bátaábyrgðarfélaga víðs vegar
af landinu, en fulltrúar Skipa-
tryggingar Austfjarða gátu þó
ekki mætt vegna samgönguerf
iðleika.
Stjórnarformaður Samá-
byrgðarinnar, Matthías Bjarna
son alþingismaður, flutti
skýrslu stjórnarinnar, en auk
hans fluttu eftirtaldir menn
erindi á fundinum:
Jón Erlingur Þorláksson,
tryggingafræðingur, ræddi um
Trvggingasjóð fiskiskipa.
K. Guðmundur Guðmunds-
son, tryggingafræðingur, ræddi
um hringtryggingar.
Páll Sigurðsson, forstjóri
Samábyrgðarinnar, ræddi um
starfsemi Samábyrgðarinnar
og bátaábyrgðarfélaganna.
Á fundinum voru rædd ýmis
málefni varðandi vátryggingar
starfsemi bátaábyrgðarfelag-
anna og Samábyrgðarinnar og
þar á meðal fyrirhuguð stofn-
un hringtrygginga innan Sam-
ábyrgðarinnar og bátaábyrgð-
arfélaganna í þeirri mvnd að
bátaábyrgðarfélögin takí að sér
endurtryggingar á áh^ltum
hvers annars, þannig að á-
hættudreifinsin verði ö" inn-
anlands og þá fyrst os frrnnst
innan Samábyrgðarinror os
bátaábyrgðarfc'avnpn^. nú
eru áhættudreifinsar 'nnan-
lands 87.45% os sr'-'nais
12.55%.