Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Qupperneq 6

Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Qupperneq 6
e ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 13. MARZ 19» II!• /»C Mikilvægi útgerðarstaða ÚTFLUTNINGSVERICSMIÐJUR Engum getur dulizt, sem þekkir tii at- vinnulífs íslenzkra útgerðarstaða, að þeir gegna grundvallarhlutverki í þjóðarbúskapn ura. Flestum er kunnugt, að yfirgnæfandi meirihluti útflutningsverðmæta þjóðarbús- ins eru sjávarafurðir, og því undirstaða að gjaldeyrisöflun þess. Útgerðarstaðirnir eru eiginlega hver og einn eins og ein yerk- smiðja, sem framleiðir svo til öll þau verð- mæti, sem við getum selt til þess að kaupa í staðinn þær vörur og þjónustu, sem við viljum og okkur þykir beztar og ódýrastar hvarvetna í heiminum. Án þessa gætum við ekki keypt vörur á erlendum mörkuð- um og notið hins lága verðs, sem fjölda- framleiðsla, vélvæðing og sjálfvirkni í iðn- aði stórþjóðanna skapar. Sú starfsemi, sem fram fer í útgerðarstöðunum er m. ö. o. lykillinn að því, að íslenzkur almenningur hefur á síðari árum getað notið þeirra stór- stígu framfara, sem orðið hafa úti í hinum stóra heimi í framleiðslu ýmissa vara og þjónustu, og þar með gert þjóðinni kleift að öðlast hlutdeiid í þeim bættu lífskjör- unt, sem orðið hafa, a. m. k. á Vestur- löndum. ••★•} MIKIL VERÐMÆTASKÖPUN Þeir, sem ekki þekkja gerla útgerðarstað- ina, gera sér ef til vill ekki nákvæma grein fyrir, hversu milcil verðmætasköpun á sér stað í þessum byggðarlögum. Svo dæmi sé tekið, var framleitt í Ölafsfirði árið 1969 verðmæti í útflutningsafurðum, sem nemur rúmlega 100 milljónum króna. Um 200 manns vinna þar að þessari miklu verð- mætasköpun og því fær þjóðarbúið nú árlega um hálfa milljón króna í erlendum gjaldeyri til ráðstöfunar fyrir hvern mann, sem vinnur að sjósókn eða úrvinnslu sjáv- arafla í Ólafsfirði. Að auki vinna þar svo rúmlega 100 manns við önnur störf, sem nauðsynleg eru fyrir nútímamannlíf í slíku útflutningsbyggðarlagi. (*} VERKASKIPTING í NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAGI Að sjálfsögðu þarf að vera háþróað þjóð- félag, sem stendur að baki útgerðarstað- anna, til þess að sú verðmætasköpun geti átt sér stað, sem þar fer fram. Sjómenn þurfa að fá í hendur nýjustu fiskileitar- tæki, viðgerð á þeim, ný skip og veiðar- færi. Sama gildir um fiskiðnaðinn. Auk þess þarf mikla fjármagnsfyrirgreiðslu og séfrræðiþjónustu á öllum sviðum til þess að atvinnutækin skili sem mestum afrakstri. Ennfremur njóta slíkir staðir skóla- og menningarstofnana í Iandinu. Fyrir þá er sjónvarp og útvarp, eíns og aðra lands- menn og svo mætti lengi telja. í stuttu máli má segja, að sú verkaskipting, sem einkennir nútímaþjóðfélag, og er undir- staða hinna almennu framfara, þurfi að vera fyrir hendi til þess að útgerðarstað- irnir geti sinnt því undirstöðuhlutverki vel í íslenzku þjóðfélagi, sem þeim er ætlað að rækja. ■Sir} FRAMÞRÓUN ÚTGERÐAR- STAÐANNA Þótt að baki útgerðarstaðanna þurfi að standa þróað þjóðfélag, er það jafnframt ljóst, að þeir eru hornsteinar þess sama þjóðfélags, eins og áður er sýnt fram á. Það veltur því á miklu, að staða þeirra sé rétt metin, vandamál þeirra leyst og þeim gert kleift að eflast og blómgast. ICjarni þess að meta stöðu útgerðarstaðanna rétt, er að gera sér Ijóst, að þeir eru að því leyti frábrugðnir útflutningsverksmiðjunum, að þar býr fólk, sem gerir samfélagskröfur á borð við það, sem byggir stærri og fjöl- mennari staði. Það fóllc, sem aflar þjóðar- búinu svo drjúgra verðmæta, sem raun er á, þarf — og á rétt á — að fá góða heil- brigðisþjónustu, góð skilyrði fyrir að mennta börn sín og hvers konar aðstöðu til félagslegra samskipta. Það er staðreynd, sem horfast verður í augu við, að mörg þessara byggðarlaga eru svo fámenn, að illt er að koma þessu við svo vel fari á í ýmsum tilvikum. Sem dæmi mætti nefna, að þess er ekki kostur, að skurðlæknar búi á öllum þessum stöðum. Til þess að bæta úr þessu er einungis ein leið: GÓÐ- AR SAMGÖNGUR, SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA ALLT ÁRIÐ UM KRING. - Með því eina móti er hægt að koma á því samstarfi útgerðarstaða og mannfleiri hér- aðsmiðstöðva, að fólk geti á auðveldan og öruggan hátt sótt þá þjónustu skemmstu leið, sem ekki er til staðar í viðkomandi byggðarlagi af eðlilegum ástæðum. FLEIRI ATVINNUGREINAR Eins og í öllu þjóðlífinu er atvinnulífið í útgerðarslöðunum afl þeirra hluta, sem gera skal. Því er mest um vert fyrir hag- sæld þeirra, að útgerð og fiskvinnsla eflist og aukist og verði sem fjölþættust, þannig að afkomuöryggi fólksins, sem byggir þessa staði, verði sem traustast. Þetta er þó ekki nægjanlegt. Ekki hneigjast allir til sjó- sóknar eða starfa við fiskvinnslu, og því er þeim ungmennum, sem alast upp á út- gerðarstöðunuin, búið of þröngt starfsval, ef þær atvinnugreinar eru efldar eingöngu. Þess vegna þarf mjög að hyggja að því að efla aðrar undirstöðugreinar atvinnulífs- ins á þessum stöðum, svo sem iðnað, sem til þess er fallinn. I þessu blaði Ísl.-Isafold- ar er vikið að nýjum vinnubrögðum til þess að koma slíku til leiðar. Þetta er mikilvægt, því hvert nýtt arðbært atvinnufyrirtæki, sem bætist útgerðarstöðunum, stuðlar að vexti og viðgangi þcssarra þýðingarmiklu byggðarlaga, sem hagsæld þjóðarinnar í heild hvílir á í ríkum mæli. Lárus Jðnsson. IMýjar hugmyndii eflingar atvinnu — Hvernig er starfsemi fyrirtækisins háttað? — Það vinnur úr iðnaðarhugmyndum, bæði sínum eigin og annarra, gerir um þær skýrslur, sein síðan eru grundvöllur að fjármagnsútvegun og stækkun, endurskipulagningu eða stofnun fyrirtækja. Einnig að fara yfir skýrslur sem aðrir gera og hefur t. d. hinn nýi norræni Iðnþróunarsjóður sýnl okkur það traust að láta okkur fara yfir áætlanir, sem fylgjan lánsumsóknum til hans. — Hvað er það helzta, sem fram þarf að koma í skýrslum, sem þið gerið? Það er í rauninni tvíþætt: a. Ef um endurskipulagningu á rekstri eða stækkun fyrirtækis er að ræða, þarf að lýsa í hverju hún er fólgin og hvaða áhrif hún hefur á rekstur þess. Jafnframt þarf að koma fram, hvernig reksturinn hefur gengið undanfarin ár. Ef um aukna framleiðslu er að ræða, þá þarf að gera grein fyrir, hvernig aukinni rekstrar- fjárþörf verði mætt. Þá þarf að lýsa framleiðslu og framleiðslu- aðferðum og gera grein fyrir sölu og markaðsmálum. Ef um stækkun húsnæðis er að ræða, þarf að gera grein fyrir stærð Spónaverksmiðja er í raun og veru sérhæft trésmíðaverkstæði. — R þess og áætla kostnaðarverð. Sömuleiðis þarf að gera lista yfir nýjar vélar og áætlað verð þeirra uppsettar í verksmiðju. Þá þarf að áætla fjölda starfsfólks og segja til um, hvort kosta þarf upp á þjálfun þess, innanlands eða utan, við hinar nýju vélar, og þá áætla kostnað við það. Loks þarf að gera rekstrar- og greiðsluáætlun fyrir næstu tvö til þrjú ár eftir aö framkvæmdum er lokið. b. Ef um nýstofnun fyrirtækis er að ræða, eða algjörlega nýja framleiðslu, þarf auk sundurliðaðrar áætlunar um stofnkostnað, að lýsa nákvæmlega framleðislu-, markaðs- og sölumálum og gera ýtarlegar rekstrar- og greiðsluáætlanir næstu árin eftir að framkvæmdum er lokið. — Hvaða leið er að ykkar dómi heppilegust til að sveitarfé- lag eða einstaklingar geti komið góðri iðnaðarhugmynd í framkvæmd? — Að mynda könnunarfélag með litlu hlutafé, sem síðar er hægt að auka, ef ástæða þykir til. Könnunarfélagið láti fara fram alhugun um viðkomandi fyrirtæki. Á grundvelli frumat- hugunar verði síðan tekin ákvörðun um áframhaldandi athugan- ir, sem annað hvort yrðu kostaðar af sama athugunarfélagi eða endanlegu félagi, ef frumathugun bendir eindregið til hag- kvæmrar niðurstöðu. Endanleg skýrslugerð yrði síðan grundvöll- ur Iánsfjáröflunar og hlutafjársöfnunar.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.