Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Page 7

Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Page 7
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 13. MARZ 1971 7 r og aðferðir til út um land — Er inikil vinna balc við skýrslugerðir sein þessar? — Það er geysimismunandi, og fer allt eftir eðli og upp- byggingu fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna spónvreksmiðjuna á Ólafsfirði. Sú skýrslugerð var mjög vandasöm og tímafrek, þar sem gagnasöfnunin var miklum erfiðleikum bundin. — Á hvaða hátt getur hið opinbera komið til aðstoðar? — Efling iðnaðar er viðurkennd þjóðarnauðsyn. Flest sveit- arfélög og einstaklingar hafa úr tiltölulega litlu áhættufé að spila. Við teljum eðlilegt, að hið opinbera komi til aðstoðar til dæmis með því að veita könnunarfélögunum hæfilegt lán til at- hugana, sem yrði óafturkræft, ef athugun leiðir í ljós, að um óarðbæran rekstur er að ræða. — Er hægt að framleiða hagstæðar iðnaðarhuginyndir á færibandi? — Það er hægt að vinna mikið með skipulegri leit, en um færibandaframleiðslu er varla að ræða. Úrvinnsla hugmyndanna skiptir eklci höfuðmáli. Oft er hægt að hnýta saman fleiri en Æyndin er úr trésmíðaverkstæði í Ölafsfirði. — Ljósm. B. Sv. eina hugmynd, þannig að úr verði ein góð. Má benda á verk- smiðjur, sem vinna jöfnum höndum að niðursuðu og niðurlagn- ingu sem dæmi. — Hvaða atriði eru þýðingarinest við gerð iðnaðaráætlana? — Að blekkja ekki sjálfan sig og aðra. Ofmeta ekki né vanmeta þau atriði, er máii skipta. Við áætlanagerð vill mönn- um oft gleymast að reikna með mikilvægum liðum, svo sem rekstrarfjárþörf og kostnaði vegna sölumennsku og auglýsinga, svo eitthvað sé nefnt. Einnig að gera sér grein fyrir markaðnum. — Koma ekki upp mörg óvænt atvik í kringum svona starf- semi? — Jú, svo sannarlega. Sárgrætilegast hefur okkur þótt að missa af 15 ára sölusamningi við mjög stóran dreifingaraðila á skemmtisnekkjum úr áli í Bandaríkjunum, vegna skorts á góð- um álsuðumönnum. Ársveltan var áætluð að vaxa úr kr. 50 millj. fyrsta árið upp í a. m. k. 400 millj. kr. fimmta árið. Smíði innréttinga er stór liður í þessari framleiðslu og stöndum við Bandaríkjamönnum fyllilega á sporði í þeirri grein. Þessi samn- ingur stendur sennilega enn til boða, ef við leggjum í kostnað við að þjálfa, þó ekki væri nema 10 — 20 manns, í þessari iðn. í þessu viðtali við Islending-ísafold lýsir Guðmundur Óskarsson, verkfræðingur, hvernig fyrirtæki hans, Verkfræðiþjónusta Guðmundar Óskarssonar, vinnur úr nýjum hugmyndum um arðbær atvinnufyrirtæki, sem unnt yrði að stofna og reka hér á landi. Hann greinir frá, hvernig hið opinbera, bæði sveitarfélög, samtök þeirra óg ríkisvaldið geta hagnýtt þessar hugmyndir í samvinnu við einkaaðila og hvatt til eflingar þeirra fyr- irtækja út um byggðir Iandsins, sem þar geta gefið aukna og arðbæra atvinnu til frambúðar. VÍSNABÁLKUR Eftir lestur greinar Páls H. Jóns- sonar í ísl.-ísafold 5. marz unr Lax árvirkjunarmál: Þetta er orSið andans span eins og þjóð má vita. Sýslu þinnar Ku-kux-klan koma út á þér svita, Bráðum liða býsnin lijá, bezt er fátt að muna. Blása flestir óspart á Árness-mafíuna. Peli. Þegar Miðkvíslarhaftið var sprengt: Vatnsins botn er væður nú, veiðihugar farnir. Flestir hafa bætt sín bú blessaðir „kvíslingarnir“. N. N. Maður leitaði láns til frattt- kvæmda: Á íhaldinu er orðinn leiður, á því er hvorki roð né slrán. Komist rnaður í Krala-hreiður. kannske er unnt að ná í lán. Sarni. Maður var boðinn í smá-„geim“, en var ekki upp lokið fyrir honum, þótt svo fast væri barið, að fleiður komu á hnúa: — Eruð þið með mörg fyrirtæki í athugun um þessar mund- ir? — Fyrir utan spónverksmiðjuna á Ólafsfirði er athugun á lagtréverksmiðju á sama stað á lokastigi. Þá höfum við gert frum- kannanir á glerílátaverksmiðju, glerrúðuverksmiðju, asbestverk- stniðju, soyabaunaverksmiðju, teppafiltverksmiðju, sögunar- myllu, plastverksmiðju, vindlaverksmiðju, vindlingaverksmiðju, prjónaverksmiðju, niðurlagningarverksmiðju, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess höfunr við gert kannanir á fyrirtækjum, sem við höfum síðan álitið lélegan rekstrargrundvöll fyrir og því lagt til hliðar. — Hvar álítið þið möguleikana stærsta í dag? — Tvímælalaust í byggingariðnaði og sjávarútvegi. Geysi- leguin fjármunum er árlega ráðstafað í mótauppslátt svo dæmi sé tekið. Notkun á hvers konar plötunr í byggingariðnaði hefur aukist gífurlega. Við hljótum að leita að nýjurn innlendum efn- um þarna og um margt er að velja. Um þetta og iðnað almennt í landinu má segja, að rannsóknarstarfsemi, sem byggizt á íslenzk- um aðstæðum, verður að aukast. Við sjávarsíðuna hlýtur fullvinnsla sjávarafurða að vera núm- er eitt á dagskrá. Þá virðist lyfjaiðnaður mjög álitlegur. Einnig alls lconar iðn- aður miðaður við ferðamenn. Keramikiðnaður er í vexti, en einnig kæmi til greina að athuga möguleika á lítilli glerverk- smiðju til framleiðslu á skrautmunum með séríslenzku sniði. — Hvað um útflutningsiðnað og sölumennsku? — Sölumennska er mjög bágborin. Við þurfum meðal ann- ars að fá heildsölunum í hendur útflutningsfrjálsræði. Þar höf- um við rétta vinnukraftinn til þeirra hluta. Sölumennska er FJÁRFESTING, eins og verksmiðjuvélar o. þ. h. Kröfur urn þekkingu í sölumálum, markaðsöflun o. fl. eru mjög ört vaxandi og við erurn sannast sagna að verða mjög aftarlega á merinni í þessunr efnurn. Útflutningsiðnaður er nánast óhugsandi nema sölumennslcan sé í lagi. Við verðum að líta réttum augum á þarfir hins erlenda neytenda, jafnvel þótt oklcur virðist þær næsta hjákátlegar. Hinn erlendi neytandi kaupir slagorðin, aug- lýsingarnar, litinn á matvörunni, umbúðirnar, innihaldið virðist oft skipta minna máli. Skipulegar rannsóknir á ofangreindum atriðum kosta geysifé, sem getur orðið margfalt það, sem beinn stofnkostnaður framleiðslufyrirtækjanna nemur. Þessi fjárfesting er því ÞYNGST á metunum í fjölmörgum tilvikum, á hinum svokölluðu þróuðu erlendu mörkuðum. Við eigum að framleiða það, sem kaupandinn vill kaupa en ekki fyrst og fremst það, sein við viljum selja. Framhald á bls. 10. Kom ég í boð og drap á dyr, dauft var undir tekið. Hendin öll og hnúarnir hafa sig vel á rekið. Pell. Hvcr á mýkri faðnj á fold, fegurri brjóst en Lauga? Rosalega rís mér hold, renni ég þangað auga. Sami. Jóhannes Kjarval iistmálari hef- ur gefið út nokkrar ljóðabækur. — Hér eru aðeins tvær vísur af mörg- um: Sígur rökkur af syfjustráum — sendist fákur uin veg — bæirnir sjást með burstum háum, nú brosir landið og ég. Hátt við sólar æsku átt elds hjá Ijósastjökum, geislamóðir gengur hátt gulls á fjallabökum. Orðinn of feitur: Eg vil skunda á þinn fund unga hrundin fríða, hjá þér blunda bjarta stund, burtu pundin niða. Peli. Vanskil EF ICAUPENDUR FÁ EKKI BLAÐIÐ MEÐ SKILUM, ERU ÞEIR VINSAM- LEGAST BEÐNIR AÐ LÁTA AFGREIÐSLUNA VITA. SÍMINN ER 2-15-00. ^ -ísnfoU

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.