Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Síða 8

Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Síða 8
8 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 13. MARZ 1971 EEdborgin sflðhæst á lelfmiSMii Loðnuverlíðin stendur nú sem hæst, og hefur gífurlegur afli borizt á Iand í verstöðv- unum sunnanlands. Aflahæsta skipið er Eldborg !n frá Hafnarfirði, sem var bú in að fá yfir 5 þúsund lestir í vikubyrjun. Skipið hefur verið einstak- lega gott aflaskip allt frá því er það h'ióp af stokkunum hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri, og í alla staði reynzt mjög vcí. 9 Framhald af bls. 12. tekningu ósanninda í Degi og AM, að stjórn Atvinnujöfnun- arsjóðs afgreiðir aldrei mál öðru vísi en samhljóða. Ingv- ar Gíslason og Emil Jónsson bera því fulla ábyrgð til jafns við Magnús jónsson á stöðv- un Valbjarkar, sé sú lygi sönn, sem þessi blöð halda æ ofan í æ fram. Hið sanna í málinu er þó, að þessir menn ásamt Magnúsi Jónssyni hafa reynt að koma í veg fyrir það, sem þeim er borið á brýn að hafa gert. • VINSTRI VIÐRÆÐUR í ýtarlegri grein um svo- nefndar „vinstri viðræður“, sem Styrmir Gunnarsson ritar I síðasta hefti tímarits Sam- bands ungra Sjálfstæðis- manna, Stefni, segir svo um viðræður Frjálslyndra og vinstri manna við unga Fram- sóknarmenn: „Samband ungra Framsóknarmanna er skipu- laga séð hluti af Framsóknar- flokknum og það gefur nokkra innsýn í ástandið í þeim flokki, að hluti hans skuli með þess- um hætti taka upp viðræður við annan stjórnmálaflokk. Þátttaka SUF í þessum við- ræðum hefur að vonum vald- ið nokkrum áhyggjum meðal forystumanna Framsóknar- flokksins. Tilboð um þátttöku í viðræðunum kom frá SFV, en margt bendir til, að frum- kvæði að þeim hafi átt tveir forystumanna ungra Framsókn armanna, þeir Baldur Óskars- son og Ölafur Ragnar Gríms- son. Þeir hafa á undanförnum árum gert ákveðna tilraun til þess að komast til áhrifa í Framsóknarflokknum og gerðu sér um skeið góðar vonir um verulegan árangur. Einn liður í þessum tilraunum þeirra fé- laga var að tryggja Ölafi R. Grímssyni a. m. k. 2. sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjör- dæmi, ef ekki það fyrsVi. Þessi tilraun mistókst með ijllu. Hugsanlegt er, að með við- ræðum SFV og SUF hafi átt að skapa Ólafi Ragnari Gríms syni stöðu til þess að ganga til samstarfs við SFV í þingkosn- ingunum í vor, t. d. sem efsti maður á lista þeirra í Reykja- neskjördæmi eða Vestfjarða- kjördæmi. Gagnvart ungum Framsóknarmönnum hafa þeir hins vegar túlkað tilgang við- ræðnanna á þann veg, að þær séu nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir, að SFV verði þriðja hjólið undir vagni nú- verandi ríkisstjórnar að kosn- ingum loknum, ef núverandi stjórnarflokkar missa meiri- hlutann." — Að Iokum segir Styrmir: „Hér skal engu um það spáð, hvort Ó. R. Gríms- son og einhverjir aðrir ungir Framsóknarmenn, sem verið hafa í vinstri armi Framsókn- arflokksins, hafa kjark til þess að taka stökkið yfir í herbúðir SFV. Geri þeir það og reynist það rétt, að Kristján Thorla- cius og ýmsir óánægðir stuðn- ingsmenn hans styðji Alþýðu- bandalagið í kosningunum í vor, má með nokkrum sanni segja, að Framsóknarflokkur- inn verði mun samstarfshæfari í ríkisstjórn en hann er nú.“ Leiðarinn — Framh. af bls. 12. Á næstu árum er brýn þörf á stórátökum í atvinnumálum þjóð- arinnar. Því þarf ekki einungis að hverfa frá boðum og bönnum til aukins frjálsræðis, beldur þarf að auka um allan helming opin- bera starfsemi, sem ieiðbeinir og livetur einkaaðila til stóraukinna atvinnuumsvifa. Topaz — Áskriftar- síminn er 21500 Framhald af bls. 12. maðurinn fyrst og fremst að vera heiðarlegur. Það æxlast þó þannig til, að Topaz verður að yfirgefa starfið sökum heiðar- leika og einfeldni, og fer þá leikurinn að æsast. Þetta leikrit var sýnt í Þjóö- leikhúsinu fyrir 19 árurn og naut þá mikilla vinsælda, enda er þetta afburða skemmtilegt verk á köflum. • VIÐHORFIN I NORÐ- URLANDSICJÖRDÆMI VESTRA ! forystugrein Norðanfara, málgagns Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra, segir svo meðal ann- ars um stöðuna í upphafi kosningabaráttunnar í því kjördæmi: Kosningabaráttan hér í kjördæminu er nú að hefj- ast og Sjálfstæðismenn hyggj ast berjast til sigurs. Tak- markið er að fá þrjá menn kjördæmakosna, þannig að Siálfstæðisflokkurinn verði sterkasta aflið í þessu kjör- dæmi. Ljóst er, að mikið átak þarf til að ná þessu marki, en þó er margt, sem bendir til þess, að slíkan sigur sé einmitt nú hægt að viona. í síðustu kosningum, 1967, munaði að vísu 300 atkvæð- um á Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. AI- þýðuflokkurinn fékk þá mun meira fylgi en við var búizt. Ástæðurnar til þess voru margar. 1 fyrsta lagi voru þá tveir nýir menn í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ætíð tekur nokkurn tíma fyr- ir þá, sem í framboð fara, að vinna sér fylgi. í öðru lagi naut Jón Þorsteinsson persónufylgis og trausts, en hann fer nú ckki í framboð, og Alþýðuflokkurinn hefur átt í erfiðleikum að finna frambjóðanda. ! þriðja lagi tókst á síðustu dögunum fyr- ir kosningar að sannfæra all- marga um það, að Jón Þor- steinsson væri líklegastur til að fella Björn Pálssou, og talsvert af atkvæðum stjórn- arsinna féll á lista Alþýðu- flokksins, en hefðu verið greidd Sjálfstæðisflokknum, ef líkur hefðu verið taldar á því, að þriðji maður hans gæti náð kosningu. Nú er úti lokað með öllu, að Alþýðu- flokksmaður geti fellt þriðja mann Framsóknarflokksins. Ætti því að mega gera ráð fyrir, að atkvæði þau, sem hér um ræðir, falli nú á lista Sjálfstæðisflokksins. Er ekki óhófleg bjartsýni að ætla þau eitthvað á annað hundrað, og er þá munurinn orðinn innan við 200 atkvæði eða minna en 100 atkvæði, sem Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að vinna frá Framsóknar- flokknum til að ná takmark- inu. Mikil óánægja ríkir í röð- um Framsóknarflokksins vegna franrboðsins hér í kjör dæminu, ekki sízt í Vestur- Húnavatnssýslu og í Siglu- firði. Fer vart á milli mála, að eitthvað af því fylgi, sem Skúli hcitinn Guðmundsson og Jón Kjartansson nutu, muni nú hverfa til Sjálfstæð isflokksins. Hannibalistar munu nú bjóða hér fram. Nægir fram- boð þeirra til þess, að algjör- lega er útilokað, að komm- únisti geti fellt þriðja mann Framsóknarflokksins, og þess vegna er ljóst, að bar- áttan stendur milli Framsókn arflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. AHt það, sem nú hefur ver ið upptalið, — og ýmislegt fleira, — gerir það að verk- um, að Sjálfstæöismcnn heyja sína baráttu á þeim grundvelli, að þeir ætli sér að verða öflugasti flokkur- inn í kjördæminu.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.