Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 14.07.1971, Qupperneq 6

Íslendingur - Ísafold - 14.07.1971, Qupperneq 6
|> ' ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLf 1971. „Ég hef stundum fengið orð fyrir að vera kannski um of bjartsýnn" segir Asgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri i Ólafsfirði i afmælisviðtali við íslending-ísafold Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, varð sextugur í gær, hinn 13. júlí. Hann hefur verið í bæjarstjórn og hreppsnefnd í Ólafsfirði um tæplega þrjátíu ára skeið og þar af bæjar- stjóri um aldarfjórðung. Hann hefur því gegnt þvi starfi lengur en aðrir menn á íslandi. Kona Ásgríms er Helga Sigurðardóttir frá Ólafsfirði. Þau eiga sex börn. íslendingur-ísafold hefur haft viðtal við Ásgrím í tilefni af þessum tímamótum, sem hér birtist. Þar er bæði fjallað um hann sjálfan og þann stað, sem hann hefur helgað svo til allan starfsaldur sinn. Blaðið óskar Ásgrími Hartmannssyni og fjölskyldu hans til hamingju með afmælið og framtíðina. Það óskar einnig því byggðarlagi, sem afmælisbarnið hefur helgað starfskrafta sína, allrar blessunar og þess einnig að það fái að njóta fleiri slíkra sem Ásgríms í framtíðinni, þótt það verði að teljast ósk, sem örðugt mun reynast að uppfylla. Myndin er af Ásgrími og konu hans, Helgu. • Þu ert Skagfirðingur að ætt, Asgrimur? Ég er fæddur og uppalinn að Kolkuósi í Skagafirði. Þar bjó faðir minn og hafði þar búskap og verzlun. Faðir minn, Hartmann Ásgrímsson, var að ýmsu leyti sérstæður maður. Ég held að hann hafi að sumu leyti verið á undan sinni samtíð, þótt afkoma af rekstri hans hafi orðið minni en vonir stóðu til fyrst, vegna breyttra atvinnu- og verzlunarhátta, samgangna og hafna við Skagafjörð. Mér finnst að ég hafi mótazt mikið af honum. Ég leit upp til hans, og beint og óbeint lcenndi hann mér nokkur heilræði, sem hafa orðið mér drjúgt vegarnesti á lífsleðiinni. Hann lagði t. d. mikla áherzlu á, að maður ætti ekki að hlusta á illt umtal og fyrir það sem maður gerði öðrum vel, skyldi maður ekki ætlast til endurgjalds. Hann varaði einnig mjög við ágirnd og sjálfselsku, enda má segja, að mér hafi elclci verið verr við nokkuð en tillitsleysi í hvers konar myndum og blinda mammonsdýrkun. Þessar lífsreglur prédikaði faðir minn ekki yfir mér, heldur fór hann að á annan hátt. Sem dæmi um það fyrsta, sem ég nefndi, að mað- ur ætti ekki að hlusta á illt baktal, sagði hann mér við ýmis tækifæri frá Jóni frænda mínum, sem var kall- aður ríki á Svaðastöðum. Hann var uppi nokkru fyrir aldamót, og þá voru ekki komnir bankar. Hann lán- aði þá gjarna mörgum, sem erfitt áttu. Meðal annars vegna hans ríkidæmis, þá vildu margir vingast við Jón, og þá oft á tíðum með því að lauma að honum Gróu- sögum um hann frá náunganum. Þá var Jón gjarn á að segja, að hann frábiði sér að vita nokkuð um slíkt, því að þá gæti svo farið, að hann færi að bera kala til viðkomandi manns, en hann vildi telja alla menn vini sína. Þessu, sem öðru slíku, hélt faðir minn gjarnan á lofti við mig. Móðir mín, Kristín Símonardóttir, var að mörgu leyti ólík föður mínum. Hann var varkár maður til orða og lét oft satt kyrrt liggja. Aftur á móti var hún ákveðin í skoðunum og lét álit sitt gjarn- an í Ijósi, og taldi að það ættu menn yfirleitt að gera óhikað, ef svo bæri undir. Ef til vill hef ég ekki mót- azt síður af þessari góðu lyndiseinkunn móður minn- ar. Þau höfðu bæði mikil og varanleg áhrif á mig, hvort með sínu móti. ® Og hvert lá svo leiðin? Ég fór í skóla að Eiðum. Þar var þá afburða skóla- stjóri og kennari, Jakob Kristinsson, síðar fræðslu- málastjóri, sem ég minnist ætíð síðan sem eins mesta vitmanns og ræðumanns, sem ég hef kynnzt, og fleiri munu segja það sama, sem hjá honum lærðu. Þetta urðu mér mikil þroskaár. Þaðan fór ég svo í gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri. Það var nú svo, að þá stóð að vísu til að ég héldi áfram að læra, en mér fannst einhvern veginn, að faðir minn hefði varla efni á því að kosta öllu meira til náms míns, og því varð ekki úr því, svo að eftir gagnfræðapróf var ég í Reykjavík stuttan tíma. Einhverra hluta vegna kom ég svo hingað til Ólafs- fjarðar. Fyrst til þess að hitta skólabræður rnína, en einhvern veginn komu þeir mér til þess að setjast hér að. • Og hvað tókstu þér svo fyrir hendur i Ólafsfirði? Ég flutlist til Ólafsfjarðar 1935, að mig minnir, og byrjaði þá smá verzlun. Ég hafði verið, og er raunar enn, í hugsun ungmennafélagi, og fór því að skipta mér hérna af félagsmálum, bæði ungmennafélagi, og svo síðar af sveitarstjórnarmálum. Það byrjaði með því að ég var svo vitlaus — verð ég að segja — að láta ánetjast af því að gefa kost á mér í hreppsnefnd. Það mun hafa verið árið 1942, þegar ég fór fyrst í hrepps- nefnd, og ‘hef verið síðan í sveitarstjórn hér. Þar fór fór nú svo, að ég var fenginn til þess að vera hér bæjar- stjóri, þrátt fyrir það að ég treysti mér alls ekki til þess í fyrstu. Það æxlaðist þannig til, að það vantaði mann til þess að taka að sér starfið meðan beðið var eftir umsækjanda, því starfið hafði verið auglýst. Svo ég tók þetta að mér fyrst með því að lofa einum mán- uði, en svo hefur það atvikazt svo, að ég hef verið bæjarstjóri hér síðan. Á undan mér var Þórður Jóns- son í aðeins eitt ár. En það er svo sem ekkert skemmti- legt að segja frá því, að ég er víst sá bæjarstjóri á landinu, sem hefur hæstan starfsaldur, því ég er bú- inn að vera í þessu starfi frá 1946. • Bjóstu við því að verða svona lengi i Ólafsfirði, þegar þú komst hérna, og hvernig var þá umhorfs i Ólafsfirði? Nú, ég var nú hálfgerður sveitadrengur. Að vísu hafði ég verið um stundarsakir í Reykjavík og hafði verið á slcóla á Akureyri, en mér fannst Ólafsfjörður við fyrstu sýn frekar lítill staður. Þá voru hér engin hafnarskilyrði, atvinna var takmörkuð og fá reisuleg hús. En mér leizt strax vel á fólkið. Sá, að þetta var dugnaðarfólk, en vissulega var ég nú ekki beint ákveð- inn í því að ílengjast hér. Ég hafði nú gjarnan annað í huga. En þá vildi svo til, að ég náði mér í kvenmann hér. — Og það var nú mín hamingja. — Þar með datt mér aldrei í hug að fara héðan. Sérstaklega kynnt- ist ég fólkinu vel. Þetta urðu allt vini rmínir, og eigin- lega hefur mér fundist alltaf síðan að hérna í Ólafs- firði sé bara ein stór fjölskylda. Pólitík hefur aldrei verið svo hörð hér, að hún hafi komið í veg fyrir vin- áttu milli manna. • Hafnarmálin urðu til þess að hreppurinn var gerður að kaupstað. Hvernig atvikaðist það? Það var nú dálítið sérstætt. Það var sótt mjög fast að fá hér gerða höfn, og það var komið svo málum, að ungir menn treystu sér ekki til þess að fara út í út- gerð, né búa sér yfirleitt hér heimili, nema til lcæmi bætt hafnarskilyrði. Ef ekkert yrði af höfn, þá sáu menn, að engin framtíð yrði fyrir stáðinn. Þegar svona kom, þá gengu hér margir fram fast í því máli. Skil- yrði fyrir því að það næði fram að ganga, var að sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu vildi ganga í bakábyrgð fyrir hreppinn vegna þeirra skulda, sern hann hlaut að taka á sig vegna hafnargerðarinnar. Sýslunefndin synjaði um ábyrgðina. Þá virtust nú ekki margar dyr opnar. Nú, ég var þá í hreppsnefnd, og mér datt í hug, að það væri kannski ein leið — ég hef stundum fengið orð fyrir að vera dálítið, kannski um of bjartsýnn — að gera þetta bara að bæ, þá voru hér ekki að mig minnir nema um 800 íbúar, og raunar er miðað við 1000 manna byggð til þess að hún geti orðið kaupstaður. Ég hreyfði þessu í hreppsnefndinni, hvort ekki ætti að prófa þetta, og a. m. k. ræða málið við þingmenn- ina okkar, um það hvernig þeim litist á að flytja það mál á Alþingi, að Ólafsfjörður yrði kaupstaður. Öll hreppsnefndin féllst strax á að athuga þetta, og þing- mennirnir, Garðar Þorsteinsson og Bernharð Stefáns- son, sem voru mjög duglegir þingmenn fyrir Ólafs- fjörð og sitt kjördæmi, Eyjafjörð, þeir hvöttu til að láta reyna á þetta og þetta flaug í gegn um þingið. • Hitaveitumálið var lika mjög merkilegt mál á sinum tima hér i Ólafsfirði. Þetta var fyrsta hitaveita, sem lögð var i heilan kaupstað á land- inu. Hvernig var aðdragandi þess máls? Aðdragandinn hefur nú sennilega verið sá, að ung- mennafélögum hér datt í hug að leiða heitt vatn frá lind, sem er fram á þessum hitaveitudal okkar, Bursta- brekku og Garðsdal, að sundlaug, sem þá var fyrir- huguð. Menn grófu þá í sjálfboðavinnu skurði til þess að safna vatninu og þá kom í ljós, að það var nægi- lega heitt vatn í sundlaug. Ég held, að það sé ekkert vafamál, að sá sem hvatti til þess, og trúði því, að það væri hægt að fá nægilegt vatn til þess að hita upp

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.