Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 14.07.1971, Síða 7

Íslendingur - Ísafold - 14.07.1971, Síða 7
ÍSLENDINGUR-fSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ I97X X | allan bæinn, að það hafi verið Sveinbjörn Jónsson, nú forstjóri Ofnasmiðjunnar, og hann hvatti okkur tii að ráðast í þetta. Hann fékk góðan hljómgrunn fyrir því, og hitaveitan var lögð. Ég sá það einhvers staðar í blaði, að Reykjavík hafi verið á undan okkur með hitaveitu. Raunar er hið rétta, að Ólafsfjörður var fyrstur til þess að hita öll hús í byggðarlaginu upp með hitaveitu, þótt fyrr væri lögð hitaveita í nokkur hús í Reykjavík. • Hvað er svo helzt að frétta í dag af framkvæmdum á veg- um bæjarins? Nú eru breytt- ir timar frá bvi* sem við höf- um hér spjallað um. Horfurnar nú miðað við fyrri tíma eru mjög góðar að mínum dómi. Sannleikurinn er, að menn gera sér litla grein fyrir því í dag, hvernig hlutirnir voru gerðir fyrir nokkrum árum. Það var ekki alltaf gott að fá peninga til brýnna framfaramála þá, jafnvel þótt menn hefðu góða menn til þess að vinna að þeim málum. Við Ólafsfirðingar höfum alltaf notið þess að eiga góða þingmenn. En svo ég taki dæmi, þá var það mitt Ólafsfjörður hefur vaxið hratt á síðustu árum. fyrsta verk sem bæjarstjóri að standa í útvegun fjár til þes sað byggja barnaskóla. Þá var hvergi hægt að fá lán. Að vísu var 50% ríkisstyrkur til byggingarinn- ar, en hann var þá ekki greiddur nema eftir fjárveit- ingum á mörgum árum. Þegar við byrjuðum á þessari bráðnauðsynlegu framkvæmd, var ekki til einn einasti eyrir til þess í bæjarsjóði. Á pappírnum var víst til um 80 þúsund krónur, þegar hafizt var handa, en það fé var raunar komið inn í rekstur bæjarfélagsins. Þegar formaður skólanefndar spurðist fyrir, hvort það væri tryggt, að bærinn gæti staðið að því fjárhagslega að hefja byggingarframkvæmdir, þá sagði ég já, í raun- inni algjörlega ábyrgðarlaust, því að auðvitað var lítil glóra í því aö láta sér detta í hug að bærinn gæti staðið undir þessu. Nú, en byggingin fór af stað, og hún tafð- ist elckert vegna fjárhagsins og komst upp, enda var þá við færri mál að glíma fyrir bæjarfélagið. Nú erum við hins vegar að byggja gagnfræðaskóla, sem er ekki síðra átak fyrir okkur en barnaskólinn á sinni tíð. Gagnfræðaskólinn er nú á framkvæmdaáætlun, sam- kvæmt reglum, sem fyrrv. ríkisstjórn setti, og þau vinnubrögð gjörbreyta öllu viðhorfi til frainkvæmda, sem ríkissjóður á aðild að, t. d. þannig, að það flýtir mjög öllum greiðslum til byggingarinnar frá hinu op- inbera, auk þess sem miklu auðveldara er heldur en áður var að útvega fé að öðru leyti til þessarra fram- kvæmda. • Þið hafið byrjað á varanlegri gatnagerð. Hvað hyggist jb/ð gera framvegis i beim efnum? Já, við fórum af stað með varanlega gatnagerð á sl. ári og um það má segja, að byrjunin heppnaðist mjög vel. Okkur langar til þess að halda áfram með það eitthvað í sumar, lengja steypta kaflann i Aðalgötunni til norðurs, og vonandi aðstoðar Akureyrarbær oldcur með að malbika eina til tvær götur. Við höfum áhuga á að fá samanburð á malbiki og steypu, því malbikið er fljótvirkari aðferð. Ég held, að öll bæjarstjórnin sé sainmála um það, að það sé mjög nauðsynlegt, eftir því sem hægt er, að gera hér varanlegar götur. Það er ekkert, sem breytir útliti og hreinlæti í byggðarlagi meir. • Hvernig er svo ástatt um sam- göngur og heilbrigðismál hér i Ólafsfirði? Um það má segja, að náttúrlega gjörbreyttust okkar samgöngur við tilkomu Múlavegar. Því miður varð hann nú snjóþyngri heldur en menn ætluðu, en ég tel að nú séu fyrir hendi tæki, sem geti alveg séð fyrir því að halda honum opnum langtímum saman að vetr- inum, en þó auðvitað aldrei að öllu leyti. Það fer að sjálfsögðu eftir veðurskilyrðum hverju sinni. Af þessu leiðir, að Olafsfjörður mun um næstu fraintíð hafa sérstöðu meðal byggðarlaga á Norðurlandi og víðar um samgöngur og einnig heilbrigðismál. Við lítum svo á, að við verðum alltaf að vera sjálfum okkur nógir að ákveðnu marki um heilbrigðisþjónustu. Samþykkt hefur verið frá hálfu hins opinbera, að hér verði byggt sjúkraskýli, og er þegar kominn upp grunnur að þeirri byggingu, og ég álít, að hér verði að vera staðsettur læknir í framtíðinni, svo sem verið hefur. • Undirstaða að áframhald- andi uppbyggingu sjávarút- vegsins er nægilega góð höfn. Nú virðist hafnarmálið vel á vegi. Hvað er framundan á öðrum sviðum atvinnulifsins en sjávarútvegi? Iðnaður hefur vaxið verulega hér undanfarin ár, og þá fyrst og fremst þjónustuiðnaður við sjávarútveginn og íbúa staðarins. Hér eru tvö trésmíðaverkstæði, og vélaverkstæði, sem vaxið hefur fiskur um hrygg. Við teljum, að byggðarlag eins og Ólafsfjörður þurfi að bjóða upp á sem fjölþættust atvinnuskilyrði til þess að skapa þá aðstöðu, að ungt fólk vilji setjast hér að í aulcnum mæli. Þess vegna hefur bæjarstjórn beitt sér fyrir því að athugað verði um að koma hér á fót meiri iðnaði, og hefur þá einkum verið haft í huga að setja á stofn spónverksmiðju, þ. e. a. s. verksmiðju, sem framleiði hvers konar harðviðarspón og fleiri hlið- stæðar vörur, svo sem hugsanlega spónlagðar þiljur. • Þið hafið farið með svolitið sérstökum hætti að bvi oð hvetja til bessarar nýbreytni? Já, bæjarstjórn hefur verið mjög samhent í því efni. Allar ákvarðanir þar um hafa verið teknar samhljóða. Við stofnuðum svonefnt könnunarfélag, sem hafa skyldi það verkefni að athuga til sem mestrar hlítar fyr- irfram, hvernig afkoma slíks fyrirtækis yrði, ef til þess yrði stofnað hér. í þessu könnunarfélagi voru einnig, ásamt bæjarstjórn, verkfræðingar, sem höfðu sérstaklega kynnt sér þetta mál, þeir Guðmundur Ósk- arsson og Edgar Guðmundsson. Við fórum satt að segja mjög rólega af stað. Fyrst fengum við frumhug- mynd að þessu fyrirtæki, og síðan var hún rannsökuð af sérfróðum mönnum. Hliðstæð fyrirtæki voru heim- sótt erlendis og niðurstaðan af þessu var sett fram í skýrslu, sem lögð verður fyrir viðkomandi aðila, fjár- festingarsjóði og fleiri þá, sem málið varða, áður en endanleg ákvörðun verður um það tekin. Bæjarstjórn hefur lagt á það áherzlu, að leitast verði við að fá fram áður en til verulegra fjárskuldbindinga er stofn- að, hvernig afkoma þessa hugsanlega fyrirtækis yrði. Þetta tel ég vera hárrétt vinnubrögð, bæði að fá slíkt fram áður en ráðist er í framkvæmdir, og einnig hitt, að sveitarfélög og opinberir aðilar hvetji með hlið- stæðum hætti og hér er gert til aukins atvinnurekstr- ar, hvernig svo sem form þess fyrirtækis verður, þegar til verður stofnað. • Og hvað viltu svo segja um framtið Ólafsfjarðar? Ég sagði það, að mig minnir í blaðaviðtali fyrir nokkru, og vil endurtaka það nú, að ég held að keppa þurfi að því að Ólafsfjörður verði 2 þúsund rnanna byggð innan tíu ára. Bærinn er óhagkvæmlega lítill nú eins og hann er, þ. e. a. s. um 1100 manns. Fyrsta skilyrðið til þess að þetta geti tekist, er auðvitað efling atvinnulífsins, og þá fyrst og fremst sjávarútvegsins, en einnig er þungt á metum, að byggja upp aðrar at- vinnugreinar, eins og áður hefur verið drepið á, og einnig á fleiri sviðum, svo sem fiskirækt og í ferða- málum. Félagsleg aðstaða verður að sjálfsögðu líka að vera til staðar. Ólafsfirðingar hafa nú sæmilega að- stöðu til félagslífs, en á skortir nægilegt öryggi í heil- brigðismálum og samgöngumálum. Að þessu þarf að vinna ásamt því, sem verið hefur mál málanna, hafn- argerðinni, þar til sá sigur hefur unnizt, að byggð geti vaxið svo á næstu árum, sem ég gat um hér að framan. Ég hef trú á því, að Ólafsfjörður eigi sér bjarta fram- tíð, og alls ekki útilokað að því marki verði náð, að hann vaxi í 2000 manna bæ á næstu 10 árum. Ég held, að Ólafsfirðingar hafi yfirleitt trú á sínu byggðarlagi og það er auðvitað traustasti hornsteinninn. Unga fólk- ið vill setjast hér að, og við þurfum að fá því verkefni og skilyrði. Það eitt er víst, að þess er framtíðin, hins vegar er það jafnrétt, að þótt menn séu gamlir að ár- um, þá eru menn að mörgu leyti jafnungir í anda og tvítugir eða yngri, ef menn hafa á annað borð fylgzt með táknum tímanna og eru andlega hressir. Auðvit- að er ekki hægt að leyna því, að hér í Ólafsfirði er við marga erfiðlelka að glíma. Það þarf enn átak til þess að byggja framtíðarhöfn, enn þarf að bæta samgöng- ur, enn þarf að gera skilyrði betri til menntunar, heil- brigðisþjónustu og síðast en eklci sízt til áframhald- andi uppbyggingar atvinnulífsins. En ég vil fullyrða og láta það verða mín lokaorð, að þeir erfiðleikar eru vægt til orða tekið mikils til minni en þeir, sem Ólafs- firðingar með sínum dugnaði og áræði hafa þegar yfir- unnið. — L.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.